Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNPBÖNP Slöpp og slepjuleg Stjúpmamma (Stepmom) Gaman/Drama ★ H Leikstjóri: Chris Columbus. Aðalhlut- verk: Julia Roberts, Susan Sarandon og Ed Harris. (125 mín) Bandaríkin. Skífan. Öllum leyfð. FÁ ORÐ verða hér höfð um þá væmnu og stjörnum prýddu klisju- súpu sem kvik- myndin Stjúp- mamma er. Hún er að sjálfsögðu pökkuð inn í fín- asta Hollywood glanspappír þótt haustlitirnir eigi víst að tákna raunsæi. Jafnvel þótt stórleikar- arnir Susan Sarandon, Julia Ro- berts og Ed Harris hafí verið köll- v uð til nægir það ekki til að hylma yfír með slöppu handritinu sem lætur ekkert tækifæri fram hjá sér fara til að kreista fram tár í hvörmum áhorfenda. Sarandon og Roberts halda myndinni á floti með því að demba sér í væmnina en Ed Harris er eins og illa gerður hlutur. Þetta eitt og sér væri þó sauðmeinlaust ef ekki byggi ósvíf- in afturhaldshyggja að baki öllu saman, sem ítrekar fyrir konum að láta starfsframa sinn víkja fyrir barnauppeldi, jafnvel þótt þær eigi "** ekkert í börnunum. Þetta er ein- faldlega ömurleg Hollywood slepja. Heiða Jóhannsdóttir Sænsk sósíal- spenna Upp á líf og dauða (Spríng för livet)_ Snenniimynd ★★y2 Framleiðandi: Göran Lindström. Leikstjóri: Richard Hobert. Aðalhlut- verk: Camilla Lundén og Göran Stan- gertz. (114 mín) Svíþjóð. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. ÞESSI jarðbundna sænska spennumynd er skemmtileg til- breyting frá því sem almennt felst í hugtakinu spennutryllir. Þar segir frá sænskum hjónum, þeim Catti og Mikael, sem flækjast vilj- andi og óviljandi inn í neðanjarðar- starfsemi sem hylmir yfir með flóttamönnum í Svíaríki. Það gerist eftir að nýfætt barn flóttafólks lendir í vörslu hjónanna sem reyna í kjölfarið að hafa uppi á foreldrunum. Hér er á ferðinni samfélagslega meðvitaður spennutryllir, þar sem aðalpersónur eru ósköp venjulegt sænskt ikea-par. Þar er varpað fram áleitnum spurningum um 4N pólitíska meðvitund og ábyrgð ein- staklinga í garð samborgara sinna. Um leið er þetta hinn sæmilegasti spennufarsi þar sem ýmsir ógn- valdar koma við sögu. Notalegur Lúsíuhátíðarblær skapar skemmtilegan bakgrunn við at- burðarásina. Ml. Heiða Jóhannsdóttir BILLY BOB THORNTON BANDARÍSKA kvikmyndaaka- demían (AMPAS), er ekki þekkt fyrir víðsýni þegar kemur að Oskarsverðlaununum, þótt þau séu sjaldnast beinlínis fyrirsjá- anleg, enda íhaldssöm stofnun með dálæti á Bretum og trú hornsteinum kvikmyndaborgar- innar. Komið hefur fyrir að hún kryddar tilnefningarnar úr óvæntum áttum, jafnvel að sig- urvegararnir séu úr röðum hinna ólíklegu. Þá er hún oftar að verðlauna gamla jálka eins og Jack Palance eða James Coburn, en umbuna lítt þekktu og fersku hæfíleikafólki. Á þessu eru þó undantekningar, sú minnisstæðasta á þessum áratug er Billy Bob Thornton, sem var næsta óþekktur er aka- demían tilnefndi hann til tveggja Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki og besta, frumsamda handritið árið 1997. Billy Bob kom, sá og sigr- aði, því hann stóð uppi sem sig- urvegari fyrir kjarnmikið og frumlegt handrit sitt um Karl „MmmmHmm" Childers, morð- ingjann með barnshjartað, sem vó ómenni með „verkfæri sem sumir kalla bjúghníf‘, eða Sling Blade, vopninu sem verðlauna- myndin hans heitir eftir. Ekki hefði sakað þó hann hefði unnið til verðlauna sem besti leikari ársins, túlkun hans á einfeldn- ingnum, morðingjanum með sitt fallega hjartalag og sterku rétt- lætiskennd, gnæfði yfir flesta leiksigra það árið. Það þykir ekki merkilegt að vera Suðurríkjamaður í kvik- myndaborginni, því síður hjálp- ar upp á sakirnar að vera af al- múgamönnum „úr hásuðri", frá Arkansas - fólki sem gjarnan er kallað „sveitalúðar“ (hillbillies) og er mjög aftarlega á merinni í þjóðfélagsstiganum í augum al- mennings vestra. Enda var staða Thorntons tvísýn mjög er kom að verðlaunamyndinni. Hún hefur gjörbreytt Iífí hans til hins betra. Fyrsta verkefni hans eftir Óskarsverðlaunauppi- standið var annar ruglukollur; sóðalegur bifvélavirki (ytra sem innra), sem hrellir Sean Penn í U-beygju, fyndinni og grodda- legri mynd eftir Oliver Stone. Thomton vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið er hasar- myndaframleiðandinn Jerry Bruckheimer bauð honum að leika stjórnanda hjá NASA í Ar- mageddon, hlutverk nánast eina, óbijálaða mannsins í myndinni. Leikarinn segist hafa verið í vafa um hvort hann ætti að kúvenda ferlinum svo ræki- lega og víkja frá rótum sínum í litlum, sjálfstæðum og áhuga- verðum myndum. Óhefðbundið leikaraval þeirra Bruckheimers og leikstjórans Michaels Bay (Steve Buscemi, Peter Storm- are, Owen Vilson) hafi gert úts- lagið. Hann hafí talið þessa per- sónu, sem hefur tröllatrú á fá- ráðum, sem sendir eru út í him- ingeiminn til að bjarga jörðinni, áhugaverða. Hann hafí þurft á venjulegum náunga að halda, hann hafí verið ögrun. Thornt- on á mikið auðveldara með að leika furðufugla enda alinn upp neðarlega í þjóðfélagsstiganum og þekkir því betur til slíkra ná- unga. Thornton er kominn um lang- an veg frá þorpinu Alpine (íbú- ar um 100) í útnára í Arkansas, þar sem hann ólst upp, félaus og sísoltinn. Afí hans var skógar- vörður og sá sem aflaði fjöl- skyldunni matar. Að loknu Hin mörgu andlit stórleikarans, leikstjórans og handritahöfundarins Billys Bobs Thornton. Kámugur, undirförull bifvélavirki í U-Turn; sléttur og felldur flugumferðarstjóri í Pushing Tin; einfeldningur og morðingi í Sling Blade; tungulipur og útsmoginn kosningastjóri for- setaefnis í Primary Colors. grunnskólanámi, þar sem hann komst í kynni við leiklistina, gegndi Thornton ýmsum verka- mannastörfum og lék í hljóm- sveit. 1981 hélt hann til Los Angeles með aleiguna, 500 dali, í vasanum. Hann reyndi að hafa í sig og á sem söngvari og trommuleikari í popphljómsveit. Það gekk ekki betur en svo að Thornton var lagður inn á spít- ala með hjartakvilla sem stöf- uðu af næringarskorti. Að lok- um komst hann í leiklistarnám sem leiddi til smáhlutverks í sjónvarpsmyndinni The Man Who Broke 1000 Chains, (‘87). Val Kilmer fékk aðalhlutverkið, Thornton fímm línur. Líf hans var að líða án þess að nokkuð gerðist. Um þetta leyti lagði Thornton grundvöllinn að vel- gengninni frammi fyrir speglin- um, þar sem hann bjó til ýmsar persónur með því að gretta sig og geifla. Eitt skiptið dró hann neðri vörina framfyrir þá efri líkt og sjúklingur sem hann annaðist á áttunda áratugnum á hæli syðra. Smám saman fór Karl Childers að fá á sig mynd, sem tók 10 ár að fullgera. Ur varð hálftíma einleikur sem síð- ar var kvikmyndaður. Jafn- framt handritsgerðinni lék hann í kvikmyndum, þ.á m. One False Move (‘92) (var einnig annar höfundur þeirrar góðu og kald- hæðnislegu glæpamyndar), Indecent Proposal (‘93) og sjón- varpsþátta með John Ritter, sem átti eftir að koma á óvart í Sling Blade. Childers vék ekki frá skap- ara sínum, að endingu ákvað litli kvikmyndarisinn Miramax að leggja 10 milljónir dala í myndina, sem hann skrifaði og leikstýrði, auk þess að fara með aðalhlutverkið. Kvikmyndaverið varð ekki fyrir vonbrigðum ineð árangurinn. Nú opnuðust allar gáttir Hollywood og Suðurríkja- maðurinn fékk veigamikil hlut- verk í nokkrum öndvegismynd- um, U-Turn og Armageddon, sem áður er getið, The Apostle (‘97), sjálfsagt að launa leik- sljóranum, Robert Duvall, vin- argreiða, en hann fór með smá- hlutverk í Sling Blade. í Primary Colors, (‘98), fer hann á kostum sem kosningastjóri forsetaframbjóðandans Johns Travolta; hann ber uppi A Simple Plan (‘98), enda tilnefnd- ur til Óskarsverðlaunanna. Myndin, sem leikstýrt er af Sam Raimi, segir af þremur lánleys- ingjum (Thornton, Bill Paxton, Gary Cole), sem láta greipar sópa um flugvélarflak. Hún er enn ósýnd hérlendis. Síðar á ár- inu sést hann í South of Heaven, West of Hell, fyrsta leikstjórn- arverkefni sveitasöngvarans og Suðurríkjamannsins Dwight Yoakham, sem stóð sig eftir- minnilega sem rustinn í Sling Blade. Thornton fer með aðalhlut- verk í og skrifar handritin að næstu leikstjórnarverkefnum sinum, sem eru hvorki fleiri né færri en þijú, og snúast öll um Suðurríkin hans heittelskuðu, Daddy and Them, sem verður frumsýnd vestan hafs í október og hérlendis undir jól. Miramax annast dreifíngu myndarinnar, sem mun vera kolsvört gaman- mynd um Qölskyldumál, skort á tjáskiptum og áfengissýki. Leik- stjórinn/handritshöfundurinn vonar að hún sporni á móti þeirri stöðnuðu ímynd sem Hollywood dregur upp af Suð- urríkjamönnum. Thornton, sem hefur fengið á sig viðurnefnið „Orson Welles sveitalubbanna“ hjá vini sinum, Robert Duvall, tókst á við kvikmyndagerð AII the Pretty Horses, að loknum tökum á Daddy and Them. Matt Damon hefur tekið að sér annað aðalhlutverkið (Ben Afflick fer með eitt hlutverkanna í Daddy...). AII the Pretty Horses (‘99) verður mikið verk. Thornt- on notar eingöngu mannskap sem hann þekkir (Lucas Black, strákurinn lír Sling Blade, Ru- bén Blades, Bruce Dern, o.fl.) og veit að það vinnur vinnuna sína. Tvær eigin myndir eru á döf- inni fyrir áramót, sú þriðja, St- arkers, Texas, mynd með ruðn- ingsíþróttina í bakgrunni og gæðaleikarann Matt Dillon í hinu aðalhlutverkinu, verður frumsýnd fyrri hluta ársins 2000. Nokkrar aðrar eru í far- vatninu og um þessar mundir er verið að sýna Pushing Tin, nýj- ustu mynd Thorntons í kvik- myndahúsunum vestra. Sem sagt yfírdrifíð nóg að gera. Hvað sem öðru líður er eitt víst; næsta hlutverk Thorntons verður öðruvísi en þau fyrri, í Sling Blade, Armageddon, U- Tum og Primary Colors. Hann neitar að endurtaka hlutverkin og blæs á orðróm sem hefur verið í gangi um að Sling Blade II sé í bígerð. „Eg hef jafnvel verið beðinn um að gera sjón- varpsþætti um Karl. Mér geðj- ast ekki að framhaldsmyndum og alls ekki að sjónvarpsefni, svo ég hef ekki einu sinni hug- leitt það. Ég fékk þó tvö tilboð varðandi Karl sem mér þóttu skondin og gef hlutaðeigandi hrós fyrir að reyna. Annað gekk út á teiknimyndasögur um Karl, þar sem hann flakkar á milli bæja og bjargar fjölskyldulifí í hverri bók. Þetta fékk mig til að velta hlutunum fyrir mér, hmmmm - í fímm minútur. Hitt var um brúðuna Karl. Maður átti að geta togað í streng og hann segir: „Hæ, ég ætla að höggva af þér hausinn", eða þá: „Ég vil meira kex og sinnep.“ Það var næstum nógu bilað til að framkvæma það.“ SÍGILD MYNDBÖND SLING BLADE (‘97) KARL (Billy Bob Thornton), er aftur á leið út í frelsið, eftir að hafa myrt móður sína og elskhuga hennar • aldarfjórðungi áður; hrekklaus og lítillega þroskaheftur hugur hans sagði honum að þau væru að gera eitthvað Ijótt. Þegar út er komið á hann erfitt með að aðlagast þjóðfélaginu og það nán- ast hafnar honum, að frátöldum einum litlum strák og móður hans. Þegar Karl sér að framtíð og heill drengsins er hætta búin grípur hann til sinna ráða. Myndin er sannkölluð perla, prýdd einkar vel skrifuðu og óvenjulegu handriti Thomtons (Óskarverðlaun) og af- burðaleik hans, Lucasar Black, J. T. Walsh, Natalie Canerday, Dwight Yoakham, og ekki síst Johns Ritter - af öllum mönnum. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.