Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Orsakir elds- voða í gas- grilli ókunnar RANNSÓKN stendur enn yfir á því með hvaða hætti eldur kviknaði í gasgrilli á svölum húss við Báru- götu á miðvikudagskvöld. Að sögn Sigurðar Pálssonar hjá OLÍS, sem flutti umrætt grill inn og seldi, eru algengustu orsakir eldsvoða af völdum gasgrilla mistök þegar slanga er skrúfuð á gaskútinn. Hann segir bæði þurfa að gæta að því að slangan sé nægilega þétt skrúfuð á kútinn og að fullherða ekki þannig að gengjur inni í gaskútnum skemmist, nóg sé að gera þetta með handafli. Árni Oddur Þórðarson, eigandi hússins við Bárugötu, telur að teng- ingar við gasgrill sitt hafi verið gallaðar. Hann metur það svo að sér hafí ekki orðið á nein mistök við samsetningu á gasgrillinu, hann hafí farið varlega að öllu. Árni Odd- ur segir varasamt að herða slöng- una of fast á gaskútinn því hægt sé að herða svo fast að slangan losni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jónas Þór Guðmundsson býður sig fram til formanns SUS Sambandið haldi hugmyndafræði- legri forystu JÓNAS Þór Guð- mundsson lögmaður er í framboði til embættis formanns Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Nýr formaður verður kjörinn á þingi SUS sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. I samtali við Morg- unblaðið leggur Jónas áherslu á mikilvægi þess að Samband ungra sjálfstæðis- manna sé leiðandi afl ungs fólks í þjóðmála- umræðu á Islandi. Hann kveðst hlynntur kvótakerfinu sem hann telur þó ekki gallalaust. Að mati Jónasar geta nýting og verndun hálendisins vel átt saman og hann aðhyllist frelsi í viðskiptum með hlutafé banka. Vel sé búið að aðildarfélögunum Aðspurður hvaða áherslur hann myndi leggja sem formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna sagði Jónas: „Mikilvægast er að SUS sé leið- andi afl ungs fólks í þjóðmálaum- ræðunni á íslandi. Sambandið þarf að halda hugmyndafræðilegri forystu og láta meira að sér kveða. Stórefla þarf tengsl SUS við aðild- arfélögin og efla samband þeirra á miili. Veita þarf ungum sjálfstæð- ismönnum um land allt þá aðstöðu og þann stuðning sem til þarf til að þeir geti rækt starf sitt og komið baráttumálum sínum á framfæri. Það er fyrst og fremst hjá aðildarfélögunum sjálfum sem nýliðun verður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og því er afar mikilvægt að vel sé að starfi þeirra búið.“ Jónas var inntur eftir afstöðu sinni til kvótakerfisins. „Ljóst er að kvótakerfið hefur valdið deilum meðal þjóðarinnar og mikilvægt er að sátt náist. Ég hef verið hlynntur því að tak- marka sókn í auðlindina með kvót- um. Aðrar aðferðir hafa ekki gef- ist nógu vel. Hitt er ljóst að kerfið er ekki gallalaust eins og það er nú og skiptar skoðanir eru um leiðir til úr- bóta. Ég bind vonir við störf auðlinda- nefndar og nýjan sjáv- arútvegsráðherra, Árna Mathiesen, og að þessum aðilum takist í samvinnu við aðra að setja fram tillögur sem leiða málið far- sællega til lykta.“ Jafnvægl milli nýtingar og verndunar En hver er afstaða frambjóðandans til virkjunarmála á há- lendinu? „Það gefur augaleið að við ís- lendingar verðum að nýta þær auð- lindir sem hér er að finna. Þetta er nauðsynlegt til að við getum lifað sómasamlegu lífi í landinu. Hitt skiptir ekki síður máli að gætilega sé farið og að við umgöngumst náttúruperlur af nærgætni og ber- um virðingu fyrir landinu okkar. Þarna þarf því að finna eitthvert jafnvægi milli nýtingar og vernd- unar vegna þess að þessi atriði geta að mínu mati vel farið saman sé rétt að málum staðið.“ Sölu ríkisbankanna verði hraðað Jónas var spurður um afstöðu sína til einkavæðingar bankanna. „Ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri sem einkaaðilar eru fullfær- ir um að sinna, enda hefur saga bankanna sýnt okkur að ríkisrekst- ur á þessu sviði hefur gefist mis- jafnlega vel. Ég er þess vegna hlynntur því að sölu ríldsbankanna til almennings verði hraðað,“ sagði frambjóðandinn. Um dreifða eignaraðild að bönk- um hafði Jónas þetta að segja: „Almennt er ég fylgjandi frelsi á þessu sviði sem öðrum. Sem fæst- ar hömlur eiga að vera á viðskipt- um með hlutafé í bönkum eins og öðrum fyrirtækjum. Frelsi í við- skiptum er eina leiðin til að stuðla að aukinni hagræðingu og auknum hagvexti. Ég held að reynslan hafi kennt okkur að það fyrirkomulag er farsælast til lengri tíma.“ Jónas Þór Guðmundsson Sigurður Kári Kristjánsson er í framboði til formanns SUS Hagkvæmnisrök ráði í virkjunar- málum hálendisins SIGURÐUR Kári Kristjánsson lögfræð- ingur er annar tveggja frambjóðenda til for- manns Sambands ungra _ sjálfstæðis- manna. I samtali við Morgunblaðið sagðist hann vilja breyta ýmsu í starfsemi SÚS, hann sagðist vera hlynntur kvótakerfinu og einka- væðingu bankanna og sagðist hallast að hag- kvæmnisrökum í um- ræðunni um virkjun há- lendisins. Aðspurður um hvað hann myndi leggja áherslu á sem formaður SUS sagðist Sigurður Kári í grófum dráttum vilja gera þrennt. „í fyrsta lagi vil ég gera samband- ið pólitískara en það er í dag. Ég vil að það taki meiri þátt í þjóðmálaum- ræðunni og teymi vagninn í umræð- unni um þau mál sem ungir sjálf- stæðismenn standa fyrir. í öðru lagi vil ég virkja starfsemi aðildarfélaga SUS um allt land. Það veitir ekki af, því sumstaðar hefur reynst erfitt að halda uppi starfseminni á stöðum sem eru mannfáir. Þá lít ég svo á að það sé skylda SUS, sem landssam- bands, að hjálpa til þannig að starf- semin í þessum félögum geti gengið. Leiðin til þess er annars vegar að sameina krafta þeirra félaga sem starfa á sama svæði með því að halda sameiginlega fundi og uppákomur. Hins vegar myndi ég vilja að reglu- lega, einu sinni til tvisvar á ári, myndu forráðamenn allra aðildarfé- iaganna hittast á helgarfundum og fara yfir stöðuna og stilla saman strengina. í þriðja lagi vil ég efla tengslin við yngri kynslóðina, því ef það eru ekki ungir sjálfstæðismenn sem ná eyrum ungs fólks, sem eru að koma út úr skólum og staðsetja sig í pólitíkinni, þá gerir það enginn.“ Styð kvótakerfið heilshugar Aðspurður um afstöðu sína til kvótakerfisins sagðist Siguður Kári vera hlynntur því. • „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé besta fiskveiðistjómunarkerfið sem völ er á, a.m.k. enn sem komið er, og við eigum að standa vörð um það. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að það megi breyta þessu kerfi til betri vegar, t.d. mætti kanna hvort gera þyrfti einhverja breyt- ingu á þeim framsals- reglum á kvóta sem gilda í sjávarútvegi. I grunninn er ég hins vegar mjög hlynntur kvótakerfinu, því það hefur ekki verið bent á neinar leiðir sem myndu skila þjóðinni meiri ár- angri og arði en kvóta- kerfið hefur gert og mun gera og á meðan svo er styð ég það heilshugar. Það er ekki að ástæðu- lausu að þjóðir víðsvegar um heim eru að taka upp okkar kerfí, annað- hvort í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, til þess að reyna að ná ein- hveijum arði út úr sjávarútvegnum.“ Varðandi hugmyndir um virkjanir á hálendinu sagðist Sigurður Kári vera þeirrar skoðunar að láta ætti hagkvæmnisrökin ráða. „Auðvitað verða menn að horfa til tilfinningalegra sjónarmiða um helstu þjóðgarða og staði sem eru fjölsóttir af ferðamönnum, en ef þeir hagsmunir sem eru í húfi með virkj- un eru meiri en verndunarsjónar- miðið aðhyllist ég frekai- virkjun. í flestum tilvikum eru það s.s. hag- kvæmnisrökin sem gilda hjá mér, en ég væri hins vegar ekki tilbúinn til þess að sjá álver rísa á Þingvöllum." Vill einkavæða bankana Aðspurður um afstöðu sína til einkavæðingar bankanna sagðist Sigurður Kári vera hlynntur henni. „Ég styð einkavæðingu bankanna heilshugar og vil sjá hana gerast eins hratt og mögulegt er. Ég er þeirrar skoðunar að á þeim sviðum þar sem einstaklingar geta rekið fyrirtæki betur eða jafnvel og ríkisvaldið eigi þeir að fá tækifæri til þess og ríkið á ekkert að vera að standa í slíkum rekstri. Ef bankarnir eru í einkaeigu er aðhald stjórnenda meira og bank- arnir betur reknir. Ég er hlynntur dreifðri eignarað- ild en vil svo sem ekki að reglur eða lög séu sett um það hvernig eignar- aðildinni eigi að vera háttað. Eg er þeirrar skoðunar að við eigum að einkavæða bankana og þeir eigi að eignast þá sem tilbúnir era til að greiða hæsta verðið.“ Sigurður Kári Krisljánsson Stór og lítill HANN er stór og hrikalegnr tröllkarlinn á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Sveinn Bjarki ákvað samt að tylla sér við hliðina á honum til að dást að útsýninu. Sjóprófum vegna hjólabáts- ins lokið SJÓPRÓFUM vegna hjólabáts, sem Mýrdælingur ehf. á Vík gerir út og rak vélarvana í átt að Reynis- dröngum fyrr í vikunni, lauk í gær í Héraðsdómi Suðurlands. Sjóprófin vora haldin að ósk Siglingastofnun- ar íslands. Skipstjórar beggja hjólabátanna gáfu skýrslu, tveir af farþegum bátanna og fyrirsvars- maður Mýrdælings sem gerir bát- ana út. Málið fer hefðbundna leið til Sigl- ingastofnunar, rannsóknanefndar sjóslysa, tryggingafélaga og Ríkis- saksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eða það rannsakað frekar. Gísli D. Reynisson, skipstjóri annars hjólabátsins í ferðinni af- drifaríku, segir það ekkert launung- armál að sá er stýrði bátnum sem missti vélaraflið sé án skipstjórnar- réttinda. Hann líti svo á að hann sé skipstjóri beggja bátanna en sá er stýrði vélarvana bátnum hafi verið sér til aðstoðar. Hann segir jafn- framt að tilmæli hafi verið um að fleiri en einn væra í áhöfn bátsins þegar fjölmennt sé í ferðum. Rekst- ur fyrirtækisins beri það hins vegar ekki. Gísli segir að útgerð bátanna sé lokið að sinni, a.m.k. þetta ferða- mannatímabil, en stjórn félagsins eigi eftir að ákveða hvert framhald- ið verði. ---------------- Andlát ANNA ÓLAFS- DÓTTIR ANNA Ólafsdóttir 15 barna móðir frá Öxl í Breiðuvík lést 11. ágúst síðastliðinn, 82 ára að aldri. Hún verður jarðsungin í dag. Anna var fædd 14. maí árið 191? í Geirakoti í Fróðárhreppi. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Gíslason- ar og Ólafar Einarsdóttur, sem þar bjuggu. Anna giftist Karli Eiríkssyni ár- ið 1938 en þau kynntust er hún fór sem kaupakona að Görðum í Staða- sveit. Karl var fæddur 21. nóvem- ber árið 1910, hann andaðist 81 árs gamall árið 1992. Hjónin bjuggu allan sinn búskap að Oxl í Breiðuvík þar sem þau stunduðu bústörf. Þau áttu miklu barnaláni að fagna; eignuðust sam- an 15 böm á 19 áram, frá árinu 1940 til ársins 1959. Engir fjölbur- ar eru í hópi barnanna, sem öll lifa foreldra sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.