Morgunblaðið - 20.08.1999, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA ER
MÁLIÐ !
LEO Celeron
%
LEO
400Mhz Celeron
4,3Gb Harður diskur
64Mb Vinnsluminni
15" Skjár
8Mb skjákort
16 bita hljóðkort
40x Geisladrif
Hátalarar CSW020
56k modem
4mánaða Internetáskrift M
Windows98 hr;
Lyklaborð & mús
Norton AntiVirus
79.900
400 LEO Celeron
%
LEO
400Mhz Celeron
8,4Gb Harðurdiskur
64MbVinnsluminni
17" Skjár
8Mb skjákort
16 bita hljóðkort
40x Geisladrif
Hátalarar CSW020
56k modem
4 mánaða Internetáskrift fá
Windows 98
Lyklaborð & mús
Norton AntiVirus
99.900
LEO Plll
%
LEO
450Mhz Pentium III
8,4Gb Harðurdiskur
128Mb Vinnsluminni
17" Skjár
16Mb TNT Skjákort
Sound Blaster Live
5x DVD Geisladrif
4 point hátalarar m/bassaboxi
56kmodem
4 mánaða Internetáskrift ígjP
Windows 98
Lyklaborð & mús
Norton AntiVirus
SoftPC-DVD, Unreal
139.900
aco
PC / skipholti 17
sími / 530 1800
www.aco.is
ERLENT
Ekki verður af kosningabandalagi Jabloko og Stepashíns í Rússlandi
Töldu hættu á að Jeltsin
beitti Stepashín þrýstingi
Moskvu. Reuters, AFP.
GRIGORÍ Javlinský, leiðtogi Ja-
bloko-flokksins í Rússlandi, sagði í
gær að ekki yrði af fyrirhuguðu
kosningabandalagi við Sergej
Stepashín, sem Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti rak úr embætti forsæt-
isráðherra í síðustu viku, þar sem
Stepashín óttaðist að Jeltsín myndi
beita sig þrýstingi hæfi hann sam-
starf við Jabloko, sem er stærsti
flokkur frjálslyndra í dúmunni,
neðri deild rússneska þingsins.
Miklar þreifingar eru nú í rúss-
neskum stjórnmálum vegna væntan-
legra þingkosninga í desember og
fyrr í vikunni tilkynnti Jevgení
Prímakov, forveri Stepashíns í for-
sætisráðuneytinu, að hann hefði
samþykkt að veita kosningabanda-
lagi Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra í
Moskvu, og héraðsstjóranna for-
ystu.
Jafnframt fundaði Vladímír
Pútín, sem Jeltsín skipaði nýlega
forsætisráðherra, á miðvikudag
með tveimur fyrrverandi forsætis-
ráðherrum, Viktor Tsjernómyrdín
og Sergej Kíríjenkó, um að þeir
yrðu í samstarfi við stjórnvöld í
Kreml í kosningunum. Loks hafa
miðhægriflokkar og frjálslyndir
einnig haft uppi tilraunir til að
mynda kosningabandalag en þær
hafa hins vegar ekki gengið þrauta-
laust.
Getgátur höfðu verið uppi um að
Stepashín tæki annað sætið á lista
Jabloko, á eftir Javlinský sem verð-
ur í fyrsta sætinu, en Javlinský
sagði í gær að hann og Stepashín
hefðu komist að þeirri niðurstöðu að
of áhættusamt væri fyrir þá að hefja
slíkt samstarf. „Stepashín er her-
maður, hershöfðingi. Ef Jeltsín
ákvæði að beita hann þrýstingi
myndi hann ekki geta staðist hann,“
sagði Javlinský.
Hann sagði ekki hvers konar
þrýstingi Jeltsín myndi beita en
fréttaskýrendur sögðu að forsetinn
gæti t.a.m. gripið til þess ráðs að
sverta nafn Stepashíns með því að
gera opinber gögn, sem ekki myndu
auka veg hans og virðingu. Hefði
'Stepashín ákveðið að taka annað
sætið á lista Jabloko og síðan dregið
sig í hlé væri framboð Jabloko í
heild ólöglegt skv. núgildandi kosn-
ingalögum.
Engar breytingar
á ráðherraskipan
Fyrr í gær hafði Jeltsín lagt blessun
sína yfir ráðherralista Pútíns for-
sætisráðheiTa. Framan af hafði ver-
ið óljóst hverjir myndu fara með
æðstu embætti í efnahagsmálum í
stjórn Pútíns en Jnterfax-fréttastof-
an rússneska greindi hins vegar frá
því í gær að engar breytingar yrðu
gerðar.
Skipan Pútíns í forsætisráðherra-
embættið var samþykkt í dúmunni á
mánudag og hann hefur þegar til-
kynnt að sömu menn muni fara með
utanríkismál, vamarmál og innan-
ríkismál í stjóm sinni og í stjórn
Stepashíns. Orðrómar vora hins
vegar á kreiki um að efnahagsmálin
færa undir nýjar hendur, jafnvel
þótt Pútín hafi sagt að stefnan í
efnahagsmálum verði óbreytt.
Interfax sagði í gær að Nikolaj
Aksenenkó og Viktor Kristenkó
yrðu áfram aðstoðarforsætisráð-
herrar og hefðu yfirumsjón með
efnahagsmálum, og að Míkhaíl
Kasjanov yrði áfram fjármálaráð-
herra. Ekki er hins vegar ljóst
hvað verður um Míkhaíl Zadornov
en rússneks dagblöð höfðu leitt að
því líkur að Alexander Livshits
tæki við af honum sem helsti
samningamaður Rússlands í við-
ræðum við alþjóðlegar fjármála-
stofnanir.
Norður-Kórea
virðist reiðu-
búin að semja
Seoul, Washington. AFP.
STJÓRNVÓLD í Norður-Kóreu
segjast reiðubúin að semja við and-
stæðinga sína vegna ótta þeirra við
tilraunir á langdrægum eldflaugum
og létu í veðri vaka að n-kóreskar
flaugar gætu dregið til Bandaríkj-
anna. Hermálasérfræðingar sögðu í
gær að yfirlýsingin kynni að marka
„þáttaskil“ í afstöðu N-Kóreu-
manna til eldflaugatilrauna.
Yfirlýsingar n-kóreska utanríkis-
ráðuneytisins eru taldar til marks
um að N-Kóreustjóm sé viljug tii
að hliðra til í hermálastefnu sinni
og njóta í staðinn fyrirgreiðslu
þeirra ríkja sem mestar áhyggjur
hafa af n-kóreskum eldflaugum og
fyrirætlunum stjórnvalda í
Pyongyang.
„Hvað eldflaugamálið varðar, þá
eram við ávallt reiðubúnir til samn-
inga ef fjandríki okkar fara fram á
það af heilindum,“ sagði talsmaður
ráðuneytisins að því er fram kemur
í n:kóreskum fjölmiðlum.
í yfirlýsingu ráðuneytisins kom
fram að N-Kórea hefði hafið smíði
langdrægra eldflaugna vegna ógn-
arinnar sem stafaði frá bandarísk-
um hersveitum í S-Kóreu. Þá sagði
að þótt N-Kórea svaraði öllum
árásum á landið myndu stjórnvöld í
Pyongyang ekki hefja átök með því
að gera árás að fyrra bragði.
„Það kunna að hafa orðið þátta-
skil hjá norðanmönnum þannig að
þeir hætti aðgerðum sem auka á
spennuna og vilji samningaviðræð-
ur um eldflaugamálið,“ sagði Choi
Jin-Wook við Kóresku saminging-
arstofnunina.
Bandaríkjamenn
fagna yfirlýsingunni
Bandarísk stjórnvöld fögnuðu yf-
irlýsingu N-Kóreumanna með var-
úð. James Rubin, talsmaður utan-
ríkisráðuneytisins, talaði um að
„tækifæri gæfist“ til bættri tengsla
og sagði Bandaríkjastjóm vona að
N-Kóreumenn myndu nota það
tækifæri.
Ríkisstjórnir Japans, Bandaríkj-
anna og S-Kóreu hafa allar lýst yf-
ir áhyggjum sínum nýlega um að
N-Kóreubúar séu að undirbúa til-
raunir með Taepedong-2-eldflaug-
ar. Er talið að slíkar flaugar geti
hæft skotmörk í Alaska, Havaí eða
Gúam.
Rignir á Moskvubúa
ÍBÚAR Moskvu hafa þurft að
taka fram regnhlífarnar að und-
anförnu en eftir næstum tveggja
mánaða hitabylgju fyrr í sumar
hefur rignt nánast daglega síðan
íjiilí.
Nýjar tölur frá hagstofu ESB, Eurostat
Talið að Evrópu-
búum muni fækka
FÓLKSFJÖLDI í Evrópusam-
bandslöndunum 15 óx á síðasta ári
um 0,2% og um síðustu áramót var
samanlögð íbúatala þeirra
376.329.400. En á hverju ári deyja
fleiri ESB-borgarar en fæðast, og
því er útlit fyrir að íbúafjöldinn muni
dragast saman á næstu áram.
1 norska blaðinu Aftenposten er
bent á, að þessi þróun eigi sér skýr-
ingar í því, að giftingum fækki, skiln-
uðum fjölgi og æ fleira ungt fólk velji
að búa í óvígðri sambúð, sem hafi
m.a. í för með sér að þau bíða með -
eða láta það alveg vera - að eignast
börn. Áhrif alls þessa er að fólks-
fjölgun stöðvast eða byrjar að drag-
ast saman.
Reyndar varð lítils háttar lolks-
fjölgun í fjórtán af ESB-löndunum
fimmtán í fyrra, miðað við árið áð-
ur. Aðeins í Þýzkalandi dróst íbúa-
fjöldinn beinlínis saman. 70.200
fleiri Þjóðverjar dóu en fæddust á
árinu 1998, en aðfluttir minnkuðu
nettó-fólksfækkunina í 19.400
manns.
Nýjustu tölur hagstofu ESB,
Eurostat, sýna að fólksfjöldi heldur
áfram að dragast saman í löndum
Mið- og Austur-Evrópu. Til dæmis
fækkaði íbúum Úkraínu um 394.300 í
fyrra; brottfluttir umfram aðflutta
voru 93.600, og dánir umfram ný-
fædda voru 300.700.
Þegar litið er til hins hefðbundna
innflytjendalands í vestri, Banda-
ríkjanna, fjölgaði íbúum þar í fyrra
um 2.369.400, en þeir era nú samtals
271.465.000. Á árinu 1998 fæddust
þar í landi 1,5 milljónum fleiri en
dóu. Kínverjum fjölgaði hins vegar á
að gizka um tíu milljónir, en þeir
teljast nú vera 1.242.000.000. Ind-
verjum fjölgaði um 17 milljónir og
voru um síðustu áramót um 922
milljónir.
ESB-löndin öll stóðu samtals að-
eins fyrir um 1% af heildarvexti
mannkyns í fyrra. Hlutfall Indverja í
honum var 21,7% og Kínverja 13,2%,
samkvæmt nákvæmri skoðun
Eurostat á fólksfjöldaþróun heims-
ins á síðasta ári.
Bólusett
við heila-
himnubólgu
London. Reuters.
BRESK heilbrigðisyfirvöld Stefna að
því að öll bresk börn verði bólusett
við heilahimnubólgu fyrir næstu
páska. Bólusetningar byrjuðu í gær í
Norður-Englandi eftir að átta ára
drengur lést af völdum veikinnai- í
bænum Ironville í Derbyshire-hér-
aði.
Drengurinn var níunda barnið er
deyr af völdum heilahimnubólgu á
aðeins þremur árum í Derbyshire.
Um þrjú hundruð börn frá héraðinu
hafa í kjölfar dauðsfallanna fengið
tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöld-
um um að mæta hið fyrsta til bólu-
setningar. Um tólf hundruð manns
greinast með heilahimnubólgu og
deyja rúmlega hundrað af hennar
völdum árlega í Englandi.