Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 27
LISTIR
ið raunar aðeins á undan, en
ekki lifði í þeim blossa nema í
nokkur ár. Sýningar mynd-
höggvarafélagsins lognuðust
sömuleiðis útaf og sýningar Grafík-
félagsins voru í einhverri ládeyðu.
Það sem ekki gengur upp varð-
andi úttekt á samtímalist, er að ein-
hverjir einangraðir hópar kasti eign
sinni á hugtakið og gildir einu hverj-
ir eiga í hlut. Við blasir, er svo er
komið, að flest það sem kennt hefur
verið við frjálsar athafnir á mynd-
listarvettvangi í heiminum á undan-
gengnum árum er orðið að íhalds-
semi, því hér er sem fyrri daginn
hjakkað í sama þrönga farinu og allt
annað lítilsvirt eins og á blómadög-
um „salon“-listarinnar á nítjándu
öld. Myndlistin er komin í sjálfheldu
og að áliti áhrifamikilla gagn-
í-ýnenda á meginlandinu, er kominn
tími til að semja grafskriftina yfir
póstmódernismann, eins og fyrr hef-
ur verið vikið að, hann hafi gengið
sér til húðar. Engan veginn er hér
verið að leggja mat á stfla eða stefn-
ur né kasta rýrð á neitt, einungis
miðla upplýsingum, en það sem er
endurtekið í sífellu og hafnai- öllu
öðru hlýtur fyrr eða síðar að kalla
heim kyrrstöðu, og á þann veg skil-
greinist hugtakið íhaldssemi.
Fáum ef nokkrum framsæknum
myndlistarmönnum sem virkir voru
um miðbik aldarinnai’ og fórnuðu
miklu fyrir hugsjónir sínar, mun hafa
komið til hugar að í aldarlok yrðu
hinar fyrrum hatrömmu deilur létt-
vægar fundnar, og jafnvel metnaðm-
og siðgæði í listum úrelt hugtök. Allt
fyiir framfarir í hátækni og umrót í
mannheimi sem enginn sá fyrir. Er
svo er komið veltir hinn opni og for-
vitni spyrjandi því fyrir sér; hvemig í
ósköpunum hafi verið hægt að af-
neita fígúrunni í myndlist þegar mað-
urinn er sjálfur hluti hennar. Eða
hlutvaktri verundinni í ljósi þess að
maðurinn lifu’ og hrærist í henni
miðri, hún er snertiflöturinn allt um
kring. Hvernig var svo hægt að vera
á móti abstrakt þegar sjálft lífið er
abstrakt, hver kjami lífsins sértækur
líkt og að engin fingraför em eins?
Og í beinu framhaldi; hvernig er
hægt að vera á móti málverki þegar
niðurröðun lita era vísindi sem eng-
inn botn er í og athöfnin felur í sér
víðtæka rök- og skynræna hug-
myndafræði, og hvemig er hægt að
afneita hugmyndafræði í listum þeg-
ar hugmynd og hugarflug er kjarni
allrar sköpunar?
Þannig má lengi spyrja, en enga
frekari heimspeki hér. Það sem máli
skiptir er að sumarsýning Listaka-
demíunnar í London er dálítið sem
telja verður afar nytsaman lærdóm
fyrir íslenzkan myndlistarvettvang.
Sem listrýnir til margra ára veit ég
flestum betur hve erfitt er að fá skil-
virka heildarsýn yfir myndlist dags-
ins, vegna skorts á mörkuðum og
marktækum athöfnum. Ekki er nóg
að sýningaflóran sé ein óskipulögð
flækja, heldur er listamarkaðurinn
rugl. Skóla sem starfar á hreinum
akademískum grandvelli í listum
höfum við aldrei átt. Og nú eram við
komin að mikilvægum kjarna, sem
er að akademískt nám í listum þarf
ekki að merkja íhaldssemi af neinu
tagi. Byggist öllu öðra fremur á því
að gildur og virkur listamaður miðli
nemendum sínum af list sinni,
reynslu og þekkingu. Og frelsi í list-
námi felst í því að nemendur geti
valið á milli aðferða og skoðana inn-
an skólastofnana, en ekki að þeir fái
hantérað pentskúfinn og aðrar
græjur eins og þeim hugnast hverju
sinni. Á nákvæmlega sama hátt þarf
akademísk sýning ekki að vera
íhaldssöm, þótt form hennar byggist
á gamalli hefð, hér er það framsetn-
ingin sem hefur síðasta orðið.
Það er einmitt þetta sem sumar-
sýningin í London segir okkur, og
fyrir þá sem væntanlega snúa upp á
sig við þennan lestur er rétt að
kynna nokkra af meðlimum aka-
demíunnar, á ensku Academicans,
og allir sem eitthvað era inni í al-
þjóðlegri samtímalist ættu að kann-
ast við: Kenneth Armitage, Tony
Cragg, Barry Flanagan, Sir Norm-
an Foster, David Hockney, Allen Jo-
nes, R.B. Kitaj, Sir Eduardo Pa-
olozzi, Philp Sutton, Joe Tilson m.m.
Meðal heiðursmeðlima, sem era
sýnu færri, má nefna; Balthus, Edu-
ardo Chillida, Frank 0. Gehry, Ja-
sper Johns, Anselm Kiefer, Matta,
Ieoh Ming Pei, Richard Serra,
Frank Stella, Antoni Taipes, Cy
Twombly, Jörn Utzon og Andrew
Wyeth.
Eins og upptalningin hermir, er
hvortveggja um myndlistarmenn og
arkitekta að ræða, einstaklinga sem
era í fremstu röð í heiminum í dag
og allir hafa þeir átt verk á sumar-
sýningunum, sumir nær árvissir
þátttakendur. Jafnframt er um að
ræða stærstu framkvæmd í þessu
formi í heiminum.
Hver sýning er mikið fyrirtæki,
fram fer myndskoðun eftir mörkuð-
um reglum og mun hátt í 13.000
verkum hafa verið hafnað að þessu
sinni, en alls vora 982 tekin inn á
móti 1.202 í fyrra. Málverk, högg-
myndir, grafík, vatnslitamyndir,
teikningar, blönduð tækni og arki-
tektúrmódel. Meðal þeirra sem urðu
að bíta í það súra epli að fá ekki inn
verk að þessu sinni vora sem jafnan
ýmsir fullgildir og nafnkunnir lista-
menn. Allstór hópur hefur áunnið
sér rétt til þátttöku með að minnsta
kosti eitt verk árlega, eða annað
hvert ár, en nýta sér það ekki endi-
lega að jafnaði. Er það stærsti hóp-
urinn hverju sinni, aðrir eiga auðvit-
að ekki alltaf jafn frambærileg verk,
enn aðrir dala þannig að óvinnandi
vegur er að gera sér rétta grein fyr-
ir styrk einstakra listamanna nema í
sumum tilvikum. Mikilvægast er að
samanburðurinn er af hinu góða og
leiðir óhjákvæmilega margt óvænt í
ljós sem annars færi fram hjá mönn-
um líkt og ég hef áður skilgreint.
Fram kemur að sumir era mun
sterkari listamenn en maður hafði
gert sér gi’ein fyrir, aðrir lakari. Þá
vekja slíkar framkvæmdir mikla at-
hygli almennings, sem flykkist á
þær og er jafnan drjúgur hópur í
hverjum sal jafnvel rúmhelga daga
og því um afar mikilvæga listmiðlun
út til fjöldans að ræða. Eins og fyrri
daginn varðandi slíka framninga er
ekki farið eftir almennri reglu við
upphengingu mynda og þröngt um
þær, hlið við hlið frá gólfi til lofts,
verkin iðulega í þrem röðum og enn
fleiri hvað grafíkina áhrærir. Þótt
því sé engan veginn mælt bót þá er
mun auðveldara að átta sig á hlutun-
um en t.d. á hinum risastóru kaup-
stefnum, sem ná yfir margfalt
stærri gólfflöt. En nauðsynlegt er að
fara nokkrar yfirferðir fram og til
baka og það varð ég meira en var við
að fleiri gerðu en ég. Það sem kom
mér mest á óvart í fyrra og aftur í ár
er hin mikla sala, einkum á grafík,
vatnslitamyndum og teikningum, en
hvað grafíkina snerti mátti sjá upp
undir hundrað rauða miða undir
sumum myndum! I mörgum tilvik-
um var um verk að ræða sem ekki
myndu hreyfast á samsýningum hér
í borg. Jafnframt verður maður
undrandi yfir því hve fólk skoðar vel
og gaumgæfilega og hvernig það lif-
ir sig inn í myndirnar, virðist vera
með á nótunum, og njóta viðverann-
ar og verkanna út í fingurgóma.
Þetta mun líkast fjórða sýningin
sem ég ber augum, og sem áður er
arkitektúrinn, allur frágangur deild-
arinnar og módelsmíðin sem til sýn-
is eru eitt hið athyglisverðasta, enda
engir aukvisar á ferð. Ástæða fyrir
íslenzka arkitekta að fjölmenna á
staðinn á næstu áram, því hér eiga
þeir margt ólært. I ár eru það þó
risastór málverk eftir David Hockn-
ey af Miklugljúfram sem athyglin
beinist að. Heill salur hefur verið
tekinn undir þau og auk þess er
stigapallur fyrir miðjum sal og stór-
ir speglar í hverju horni, svo hér er
einnig um innsetningu að ræða.
Drjúg lifun að standa á pallinum og
skoða myndirnar í speglunum, sem
fá þá á sig meiri svífandi og ævin-
týralegri blæ. Hockney er sannar-
lega náungi sem getur málað og
skapað stemmningu í kringum verk
sín, er jafnvígur á hlutvöktum sem
huglægum gi’unni, þótt hann hallist
meir að hinu hlutlæga og mannin-
um, er að auk einn frábærasti teikn-
ari enskumælandi heimsins. Hefur
hin síðari ár búið í Kaliforníu, en er í
góðu sambandi við London, fæddur
1937 í Bradford, Jórvíkurskíri.
Þess má geta að Karólína okkar
Lárasdóttir á eina litla vatnslita-
mynd, akvarellu, á sýningunni, og
hangir hún hátt uppi í þriðju röð í
einum salnum. Afar fersk, frísklega
útfærð og vel upp byggð myndheild,
og að sjálfsögðu var rauður miði
undir henni.
Til að kústa rækilega burt alla
getspeki um íhaldssemi Konunglegu
listakademíunnar, skal þess getið að
á annarri hæð, í svonefndum
Sackler-væng, var sýning á teikning-
um Josephs Beuys úr einkasafni dr.
Erichs Mai-x í Berlín. Kom mér á
óvart að einungis slangur af fólki var
þar inni, þvi ég er vanur a.m.k. tífalt
fleiri á sýningum þar að jafnaði. Og
til marks um víðsýni og yfirsýn má
geta þess að 11. september til 10.
desember verður í aðalsölum sýning
á verkum Van Dycks, sem kemur frá
Antwerpen, en 400 ár era frá fæð-
ingu þessa stórmeistara málaralist-
arinnar. Sumarsýningunni lýkur 15.
september, en næsta ár verð ég
væntanlega mættur á foropnun ...
Samsýning
þriggja
listhúsa
ÞRJÚ listhús halda samsýningu í
Listhúsi Ofeigs, Skólavörðustíg 5, í
tengslum við Menningarnótt í
Reykjavíkur á morgun, laugardag,
kl. 16.
Það era 17 listamenn sem reka
listhúsin Listhús Meistari Jakob,
Inga Elín gallerí og Listhús Ófeigs
sem standa að sýningunni. Öll list-
húsin eru á Skólavörðustíg 5 í
Reykjavík. Sýnd verður grafík, mál-
verk, veflist, leirlist, skúlptúr og
skartgripir.
Listamennirnir eru Aðalheiður
Skarphéðinsdóttir, grafík, Auður
Vésteinsdóttir, veflist, Kristín
Geirsdóttir, málverk, Þórður Hall,
málverk, Þorbjörg Þórðardóttir,
veflist, Guðný Hafsteinsdóttir,
veflist, Margrét Guðmundsdóttir,
grafík, Jean Antoine Posocco, list-
málun, Sigríður Ágústdóttir, leirlist,
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir,
skúlptúr, Elísabet Haraldsdóttir,
leirlist, Hjördís Frímann, málverk,
Ófeigur Björnsson, skúlptúr, Bolli
Ófeigssson, skartgripir, Hildur
Bolladóttir, skartgripir úr íslensk-
um steinum, Anna María Svein-
bjömsdóttir, skartgripir og Katrín
Didriksen, skartgripir.
Sýningin stendur til 4. september
og er opin virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl. 10-14. Lokað
sunnudaga.
---------------
Sýningum lýkur
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b
SÝNINGU á verkum Áslaugar
Thorlacius, Kristveigar Halldórs-
dóttur og Oliver Comerford lýkur
nú á sunnudag. Á menningarnótt
verður sýningin opin til kl. 23.
Sýningarnar eru opnar daglega
nema mánudaga frá kl. 14-18.
Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6
Sýningu Guðnýjar Svövu Strand-
berg lýkur nú á sunnudag.
Galleríið er opið daglega frá kl.
14-18.
„Norrænt landslag“
Eduardo Santiere, fsland, blýriss.
MY]\DLIST
Listasafn Árnessýslu
VATNSLITIR, BLÝRISS,
MYNDBANDSVERK
FAITH COPELAND, EDUARDO
SANTIERE, ELISABET JARSTÖ
Opið fimmtudaga til sunnudaga. Til
22. ágúst. Aðgangur ókeypis.
LISTASAFN Ámesinga er við
hliðina á Sundlauginni á Selfossi og
ætti það að vera alveg öraggur veg-
vísir því sennilega vita mun fleirí á
staðnum um tilvist laugarinnai’ en
safnsins. Þannig er líkast til árang-
ursríkara fyrir ókunnuga ef spurt
skal til vegar að þykjast vera á leið
að þvo af sér skítinn til að fólkið í
sjoppustaðnum, eins og einhver
nefndi Selfoss í dagblaði á dögunum,
fari ekki í forandran að munstra
skrítna fólkið á leið til safnsins. Að
öllu gamni slepptu er vel greinan-
legt skilti er vísar til safnsins við af-
leggjarann af þjóðveginum austur
og stuttur spölur þaðan, svo enginn
þarf að vera hræddur um að villast,
en það sem gangsetti þessar hug-
leiðingar er hve fáir virðast sækja
safnið heim ef marka má gestabók-
ina. Hins vegar er góð yfirsýn úr
glugga þess til laugarinnar, sem
eðlilega nýtur stóram meiri hylli, og
þaðan geta menn nær óséðir virt
fyrir sér holdafar og blóma Suður-
landsins ef vill, og til nánari glöggv-
unar skaðar ekki að hafa sjónauka í
farteskinu! Valkyrjumar 29, sem áð-
ur fylltu alla sali safnsins marg-
þættri náttúrasýn á framkvæmd-
inni, Land, eru nú horfnar af vett-
vengi, en í staðinn kominn mynd-
rænn gjömingur þriggja útlendra
ævintýramanna í lífi og list...
- Faith Copeland er uppalinn í
Massachusetts, en býr nú í nágrenni
Nýhafnarinnar í Kaupmannahöfn.
Hún segist aðallega mála undir
áhrifum frá fegurðinni sem hún sér
allt um kring, sérstaklega hafinu,
einnig plöntu- og dýraríkinu. Leitast
við að gæða myndir sínar lífsgleði og
glaðlegum litum, auk áhrifa af
landslagi frá norðlægum slóðum
einkum Færeyjum og Islandi, hefur
þó einnig leitað á suðlægar slóðir,
Flórída og Miðjarðarhafssvæðisins.
Verið vel virk á sýningarvettvangi í
Danmörku, Færeyjum og Banda-
ríkjunum.
Það er rétt sem skrifað stendur,
að myndir hennar séu blátt áfram
og segja oftlega einhverja sögu,
einkum af sjávarsíðunni, því hug-
hrifin fangar hún umhugsunar- og
milliliðalaust, málar af fingrum
fram. Hins vegar eru þær afar
óbeislaðar, tæknilega ófullkomnar
og lausar í sér, og þrátt fyrir að ger-
andinn sé auðsjáanlega gæddur
bernskri sýn skortir nokkuð á þá
sérstöku formkennd sem einkennir
nævista, þar fyrir utan eru litur og
lína meira á yfirborðinu en að tengj-
ast innri lífæðum myndflatarins ...
Edourdo Santiere er frá Buenos
Aires og nam uppranalega tölvun-
arfræði, en hefur lagt hana á hilluna
í bili og lagt á listabrautina, þó ekki
alveg á því sviði sem ætla mætti að
stæði honum næst, heldur í hinu
foma blýrissi. Dvelur nú á Lista-
miðstöðinni að Straumi og teiknar
ofan í kort af Islandi og ríður þar
net fínlegra blýantsdrátta sem hann
vill meina að séu kraftlínur jarðar-
innar. Segir útlínur landsins og ein-
stakra héraða eins og Vestfjarða
búa yfir sérstæðum og tjáningar-
fullum einkennum. Landið sé eins
og skapnaður sem iðar og hreyfist í
sjónum, er heillaður af landabréfum
og segir Borgarskipulag og borgar-
kort öðlast sitt eigið innra líf gegn-
um fólkið sem notast við það. í öll-
um uppdráttunum leynast felu-
myndir, andlit eða hlutvaktai’ hug-
dettur sem gerandinn finnur nautn
af að draga fram í dagsljósið. Mynd-
imar era fínlega unnar, en þó er
hinn menntunarlegi bakgrunnur
meira en sýnilegur, því þær minna
ekki svo lítið á tölvur ásamt valinu á
myndefnum, helst í þá veru að land-
ið og kortin líkjast forritum sem
unnið er ofan í. Fyrir vikið verður
vinnsluferlið afar vélrænt og ekki
úr vegi að auka rennsli skynrænna
og skapandi kennda til þess, þannig
að skoðandinn skynji meira af blóði
tári og svita að baki athafnanna...
Elisabet Jarstö, sem er frá
Stafangri, lét heillast af Islandi er
hún kom þangað fyrst 1985. Nam
eitt ár við MHÍ, kom svo aftur til
landsins 1988 og þá með norskum og
þýskum listamanni og dvaldist í tvo
mánuði í Landmannalaugum og
Þórsmörk, síðan einn á Korpúlfs-
stöðum. Afraksturinn var svo sýnd-
ur í Noræna húsinu. Jarstö stofnaði
tilraunasal í lítilli byggingu sem eitt
sinn hýsti lyfjaverslun Ríkisspítal-
ans í Ósló og fór þar fram eins konar
samræða milli rýmisins og þehTa 25
listamanna sem sýndu þar á þeim
þremui’ áram sem tilraunin stóð yf-
ir, en framkvæmdin féll ekki að hug-
myndum um almenna sýningarsali.
Jarstö sýnir eitt myndband sem
hún nefnir, Vendetta, og byggt er á
íslenzku landslagi með froskum og
málmhljóðum og segir verkið ekki
þurfa að vera tilvitnun í íslenzkt
landslag, gæti eins verið umfjöllun
um söluna á íslenzkum erfðavís-
um ...
Um er að ræða innsýn í fiskabúr
að virðist, þar sem tveir blakkir
fiskar era í aðalhlutverkunum,
ásamt hreyfingu í vatninu, gáram,
loftbólum svo og gróðri. Einnig sér í
landslag og leist mér það líflegasti
kaflinn. Aðalkostur myndbandsins
er þó að það er óvenju stutt og skal
ekki misskilið, en þessi hæggengu
myndbönd með endurtekningum í
síbylju sem geta staðið yfir í hálfa
og heila klukkutíma fai’a oftar en
ekki mjög í taugarnar á fólki. Á tví-
æringnum í Sao Paulo um árið
reiknaðist listrýni nokkram, að það
tæki allt að tvær til þrjár vikur að
skoða myndböndin ein(!)...
Þetta er framníngur sem skilur
hvorki mikið eftir sig né gefur tilefni
til ítarlegrar umfjöllunai’. Með síð-
ustu sýningum virðist listasafn Ár-
nessýslu komið í samkeppni við
Nýlistasafnið og raunar fleiri listhús
á höfuðborgarsvæðinu sem er þunn-
ur þrettándi og varla vænlegt til að
draga að gesti hvorki staðar innan-
sveitar né aðkomufólk, og síst af öllu
af höfuðborgarsvæðinu. Að auk þarf
að vanda meira til umgerðar hverrar
framkvæmdai’ fyrir sig svo að sýn-
ingargesturinn fari í burt með ein-
hverjar heimildir á milli handanna.
Bragi Ásgeirsson