Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 20. ÁGIJST 1999 39
Elsku Lára, ég veit ekki hvernig
lífíð verður án þín, þín sem ávallt
varst eins og stóra systir mín.
Manstu þegar þú horfðir á eftir mér
þegar við vorum um fermingu og
vorum úti á kvöldin? Yið gátum að-
eins fylgst að hálfa leiðina heim, þá
stóðst þú við stíginn þar sem við urð-
um að skiljast að því ég var svo sjúk-
lega myrkfælin að ég þurfti að snúa
mér hundrað sinnum við til að full-
vissa mig um að þú værir örugglega
að horfa á mig. Það brást aldrei,
alltaf beiðst þú. í dag veit ég að þú
varst líka myrkfælin, það upplifðum
við saman seinna. Þú varst bara svo
skynsöm strax þá eins og alltaf og
varst ekkert að bera tilfinningar þín-
ar á torg. Þú varst svo sterk, trygg
og trú og harkaðir bara af þér. Þú
varst svo dugleg, svo ógleymanleg
öllum sem þér kynntust, en þú varst
heldur ekki allra. Það vita þeir sem
þig þekktu. Þú hafðir stórt og fallegt
hjarta, þú varst falleg að utan sem
innan. Við sem eftir stöndum vitum
að þú ert með okkur og verður alltaf.
Við hittum þig í draumum okkar.
Haltu áfram að koma til mín í
draumi, þá líður mér betur þegar ég
vakna. Ég veit að þú ert á góðum og
fallegum stað núna. Þegar ég sagði
Svandísi, litlu dóttur minni, að nú
værir þú farin frá okkur þá klökkn-
aði hún en svo harkaði hún af sér
þegai- hún sá mömmu sína gráta rétt
eins og þú hefðir gert og sagði:
„Mamma mín, við þurfum ekkert að
kvíða því þegar við deyjum, Lára
tekur örugglega vel á móti okkur.“
Það veit ég líka. Ég veit líka að vegir
Guðs eru órannsakanlegir ég skil
ekki af hverju Lára er tekin í blóma
lífsins frá öllum sem elskuðu hana og
hún elskaði. Kannski kemst ég að því
þegar við hittumst aftur.
Eg kveð þig, elsku Lára mín, með
sárum söknuði þess fullviss að við
hittumst síðar. Sem betur fer átt þú
samhenta og yndislega fjölskyldu,
það er ekki sjálfgefið, og það kunnir
þú svo sannarlega að meta.
Elsku Jón, Guðný, Björgvin, Palli
litli, Áslaug Birna, Björgvin, Bjössi,
Fanný, Áslaug Hafdís, Sigurður,
systkinabörn og aðrir aðstandendur,
ykkur votta ég mína dýpstu samúð.
í>ó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér
Augað mitt og augað þitt,
ó, þá fógru steina,
mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Vatnsenda-Rósa)
Þín vinkona,
Hólmfríður Sigurðardóttir
(Hófý).
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
í dag kveðjum við góða vinkonu
okkar, Láru Björgvinsdóttur, sem
lést langt um aldur fram eftir stutta
en erfiða sjúkdómslegu. Það er alltaf
erfitt að standa andspænis dauðan-
um og sjá á bak þeim sem manni
þykir vænt um. Sárast er það þó þeg-
ar lífsglatt fólk er hrifið burt frá okk-
ur í blóma lífsins og þá á maður oft
erfitt með ap sætta sig við dóm al-
mættisins. Á slíkum stundum geta
fátækleg orð ekki túlkað þær tilfinn-
ingar sem bærast í brjóstinu og það
eina sem maður getur gert er að
drúpa höfði og leita huggunar í minn-
ingunni um góða og lífsglaða konu,
sem ávallt varpaði birtu á tilveruna
hvar sem hún kom í lifanda lífi.
Elsku Jón, Guðný, Björgvin og
Palli litli. Með sorg í hjarta kveðjið
þið nú ástríka eiginkonu og móður,
sem allt of fljótt var tekin frá ykkur.
Söknuðurinn er sár en minningin um
góða konu lifir um ókomin ár og
þessa fallegu minningu getur enginn
tekið frá ykkur. Megi Guð blessa
ykkur og styrkja í sorginni.
Sigrún Magnúsdóttir
og Halldór Olgeirsson.
• Fleiri minningargreinar um Láru
Björgvinsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG RAGNARSDÓTTIR,
Safamýri 77,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn
18. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Lárus S. Marinusson,
Steinunn Ásgeirsdóttir, Tommy Hákansson,
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Andrés Jónsson,
Reynir H. Jónsson
og barnabörn.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
DAGBJÖRT FINNBOGADÓTTIR,
Selbraut 9,
Seltjarnarnesi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn
17. ágúst.
Hrafnkell Eiríksson,
Valgerður Franklínsdóttir,
Eiríkur Kristinn Hrafnkelsson,
Patrick Hrafnkelsson,
Ragnar Ingi Hrafnkelsson,
Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir.
Elísabet F. Eiríksdóttir,
Þórleifur Jónsson,
Dagbjört Þórleifsdóttir,
Eiríkur Þórleifsson,
Unnur Þórleifsdóttir,
+
Ástkær frændi okkar,
GUÐMUNDUR MARGEIR GUÐMUNDSSON,
Miðtúni 50,
Reykjavík,
er látinn. útför hans verður gerð frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 25. ágúst kl. 15.00.
Guðmundur Elías Níelsson, Karólína Guðmundsdóttir,
Elsa Margrét Níelsdóttir, Jacob A. de Ridder,
Guðmundur Margeir Skúlason,
Skúlí Lárus Skúlason, Sigrún Ólafsdóttir,
Ingi Þór Skúlason, Björk Gísladóttir.
+
Sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
PÁLL HERMANN HARÐARSON,
Böðmóðsstöðum,
sem lést föstudaginn 13. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Skálholtskirkju þriðjudaginn
24. ágústkl. 13.30.
María Pálsdóttir, Hörður Guðmundsson,
Elfar Harðarson, Snjólaug Óskarsdóttir,
Hulda Karólína Harðardóttir, Jón Þormar Pálsson,
Guðmundur Harðarson,
Óskar Páll Elfarsson, Hulda Björg Elfarsdóttir.
+
Þökkum vinsemd og samúð vegna andiáts
föður okkar, tengdaföður, bróður, afa
og langafa,
KRISTJÁNS GÍSLASONAR,
Lambastekk 7,
Reykjavík.
Gylfi Kristjánsson, Birna Blöndai,
Gerður Jóna Kristjánsdóttir, Jens Magnússon,
Stefán Kristjánsson, Sólveig Jóna Ögmundsdóttir,
Þórey Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
AB varahlutir ehf. verður lokað frá kl. 13 í dag, föstudaginn
20. ágúst, vegna jarðarfarar LÁRU BJÖRGVINSDÓTTUR.
AB varahlutir ehf.
+
Okkar ástkæri
EÐVARÐ SIGURGEIRSSON
Ijósmyndari,
Möðruvallastræti 4,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 24. ágúst kl. 13.30.
Marta Jónsdóttir,
Egill Eðvarðsson, Sigríður Guðlaugsdóttir,
Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir, Bjarni Torfason,
Anna Dóra Harðardóttir, Hjörleifur Einarsson,
Kristín Huld Harðardóttir,
Jón Guðlaugsson, Hanna Stefánsdóttir
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, fóstri
og afi,
ÓLAFUR SIGURÐSSON
fyrrverandi yfirlæknir,
Ásabyggð 12, Akureyri,
sem lést föstudaginn 13. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
25. ágúst kl. 13.30.
Anna Björnsdóttir,
Halldóra Ólafsdóttir, Kjartan Mogensen,
Sigurður Ólafsson, Klara S. Sigurðardóttir,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Paul M. Smith,
Anna Ingeborg Pétursdóttir
og barnabörn.
+
JAKOB S. ÞÓRÐARSON
frá Fossi,
Hafnarbyggð 33,
Vopnafirði,
sem lést mánudaginn 9. ágúst, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju
laugardaginn 21. ágúst kl. 11.00. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði.
Aðstandendur.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý-
hug og samúð við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SOFFÍU LÁRUSDÓTTUR,
Egilsbraut 23,
Þorlákshöfn.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
*
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást-
kæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
VILHELMS KARLS JENSEN,
Vallargerði 2d,
Akureyri.
Jakobína Gunnarsdóttir,
Þórey Marta Vilhelmsdóttir, fvar Sigurharðarson,
Edda Kristrún Vilhelmsdóttir, Ólafur Jónsson
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐRÚNAR JÓELSDÓTTUR,
Sunnubraut 2,
Grindavík.
Halldór Ingvason, Helga Emilsdóttir,
Bragi Ingvason, Bylgja Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnaböm.
*