Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 43
TIL SOLU
Snæfellingar
Innanstokksmunir verða seldir á Stóra-Kambi
í Breiðuvík sunnudaginn 22. ágúst kl. 13—18.
Andvirðið rennurtil Reykjalundar. Einnig seldir
ryðfríir mjólkurkælan
Ástdís og Sigurður,
sími 435 6742.
Ódýrt — Ódýrt
Lagerútsala
Leikföng, gjafavörur, sportskór.
Opið kl. 13 til 18 fimmtudag og föstudag.
Skútuvogi 13 (við hl. á BÓNUS).
ISIAUQUIMGARSALA
Nauðungarsölur
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu
1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 26. ágúst 1999, kl. 14.00 á
eftirtöldum eignum:
Birkihlíð 25, Sauðárkróki, þingl. eign Elíasar Guðmundssonar og
Sigrúnar Hrannar Pálmadóttur. Gerðarbeiðendur eru Valgarður Stef-
ánsson ehf., sýslumaðurinn á Sauðárkróki og Síld og Fiskur.
Giljar, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Hjalta Jóhannssonar.
Gerðarbeiðandi er Jeppasmiðjan ehf.
V.s. Ingileif SK-28, skrnr. 2014, þingl. eign Ingileifar ehf. Gerðarbeið-
andi er Lífeyrissjóður sjómanna.
Kárastígur 15, Hofsósi, þingl. eign Gunnars Geirs Gunnarssonar.
Gerðarbeiðandi er sýslumaðurinn á Sauðárkróki.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
19. ágúst 1999.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfurn, sem hér segir:
Jörðin Litla-Fljót I, Biskupstungnahreppi, þingl. eig. Þórður J. Halldórs-
son, gerðarbeiðendur Auður Kristjánsdóttir, Landsbanki íslands hf.,
aðalbanki og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 26. ágúst 1999
kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
19. ágúst 1999.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum
1, Selfossi, þriðjudaginn 24. ágúst 1999 kl. 10.00 á eftirfar-
andi eignum:
Birkivellir 31, Selfossi, þingl. eig. Hörður Vestmann Árnason, gerðar-
beiðendur íslandsbanki hf., höfuðst. 500 og Landsbanki íslands hf.,
aðalbanki.
Býlið Vatnsholt III, Villingaholtshreppi, þingl. eig. Margrét Rögnvalds-
dóttir, gerðarbeiðendur Menningar/liknarsj. Kumbaravogs og sýslumað-
urinn á Selfossi.
Eyrarbraut 29, Stokkseyri, ehl. 010101, (408,96 fm), 40% eignar., þingl.
eig. Mír ehf., gerðarbeiðandi Selfossveitur bs.
Jörðin Reykjavellir, Biskupstungnahr. 60% að undanskildum spildum
og gróðrarstöð, þingl. eig. Hannes Sigurður Sigurðsson, gerðarbeiðend-
ur Glitnir hf., Ingimundur Einarsson, Landsbanki (slands hf. aðalbanki,
Landsbanki (slands hf. lögfrd. og sýslumaðurinn á Selfossi.
Jörðin Reykjavellir, Biskupstungnahreppi, 40% að undansk. spildum
og gróðrarstöð, þingl. eíg. Sigurður Guðmundsson, gerðarbeiðandi
Landsbanki (slands hf. aðalbanki.
Lindarskógar 6—8, Laugarvatni, Laugardalshreppi, 80,3%, skv. óþing-
lýstum kaupsamningi, þingl. eig. Ásvélar ehf., gerðarbeiðandi sýslumað-
urinn á Selfossi.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
19. ágúst 1999.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Dagsferðir helgarinnar
Laugardaginn 21. ágúst.
Leggjabrjótur. Forn þjóðleið á
milli Þingvalla og Hvalfjarðar-
botns. Brottför frá BSI kl. 10.30.
Verð 1.700/1.900. Fararstjóri
Gunnar H. Hjálmarsson.
Sunnudaginn 22. ágúst.
Bakaleiðin. 7, áfangi. Selfoss
— Arnarbæli — Hveragerði.
Verð 1.700/1.900.
Jeppadeild. Dagsferð laugar-
daginn 21. ágúst. Brúarár-
skörð. Ekið í gegnum Úthlíð að
Brúarárskörðum og gengið upp
með þeim. Brottför frá Essó á Ár-
túnshöfða kl. 10.00. Verð 2.000/
2.500.
Heimasíða: www.utivist.is.
Dagskrá 21. og 22. ágúst
1999
Laugardagur 21. ágúst
Kl. 13.00 Stekkjargjá —
Langistígur. Létt fjölskyldu-
ganga, á leiðinni verður rætt um
það sem fyrir augu og eyru ber.
Gangan hefst á bilastæði við
Vallarkrók og tekur 1—1 1/2 klst.
Sunnudagur 22. ágúst kl.
13.00: Arnarfell. Lagt af stað
frá þjónustumiðstöð og ekið að
afleggjaranum að Arnarfelli,
þaðan sem lagt verður upp kl.
13.30. Af fellinu er gott útsýni
yfir Þingvallavatn og svæðið um-
hverfis. Gangan tekur ríflega 3
klst., leiðin er nokkuð strembin á
köflum. Því er nauðsynlegt að
vera vel skóaður og sjálfsagt er
að hafa með sér nestisbita.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta í
Þingvallakirkju.
Þátttaka í dagskrá þjóðgarðs-
ins á Þingvöllum er ókeypis
og allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar veita
landverðir í þjónustumiðstöð
þjóðgarðsins, sími 482 2660.
augl@mbl.is
|H®r®wníE>Iaíitfe
BIRGIR
SNÆBJÖRNSSON
í DAG fagnar séra
Birgir Snæbjörnsson,
sóknarprestur á Akur-
eyri og í Grímsey, sjö-
tíu ára afmæli sínu.
Næstkomandi sunnu-
dag kveður hann söfn-
uð Akureyrarkirkju í
kveðjuguðsþjónustu,
en hann er nú að láta
af störfum eftir langan
og farsælan embættis-
feril innan kirkjunnar,
bæði sem prestur og
prófastur. Eg veit að
séra Birgir er lítið íyr-
ir langlokur og enn
minna gefínn fyrir upphafnar lof-
ræður. Þó verður ekki undan því
vikist að stinga niður penna til að
þakka, bæði fyrir mína hönd og
margra annarra, sem eiga honum
mikla þökk að gjalda. Oft hefur
verið meira sagt af minna tilefni.
Ég hef bæði átt séra Birgi sem
prest og samstarfsmann og man
hann alveg frá þeim tíma þegar ég
var strákur á Akureyri. Ferming-
arfræðslan hjá honum er mér líka í
fersku minni og bý ég enn að því
sem hann kenndi mér þar. Hann
var ætíð kátur og ljúfur. Naut
hann bæði virðingar og trausts
okkar fermingarbarnanna. Aldrei
byrsti hann sig við okkur, þótt
hann hefði ábyggilega oft haft
fyllstu ástæðu til þess. Guð gaf
honum fagra rödd og hún glataði
aldrei birtu sinni og hlýju.
Árin liðu og við urðum sam-
starfsmenn í Akureyrarprestakalli.
Séra Birgir tók einstaklega vel á
móti mér. Hann kynnti mig fýrir
foreldrum fermingarbarna með
þessum orðum: „Þetta er strákur
úr Innbænum eins og ég!“
Síðan þá hefur hann umborið í
mér stráksskapinn. Gæti ég jafnvel
trúað að hann hefði stundum haft
dálítið gaman af honum, enda er
hann ekki einn þeirra manna, sem
tekur sig of hátíðlega. Þó hef ég
aldrei þekkt samviskusamari mann
en séra Birgi.
Séra Birgir er afkastamaður og
frábærlega verkdrjúgur. Annirnar
voru oft miklar hjá honum og á
hann kallað úr mörgum áttum. Þá
kom sér vel að hann er frá skapar-
ans hendi afar svefngrannur. Hæg-
indastóla hefur hann trúlega notað
í dræmu meðallagi um ævina og
tæpast slitið sængum eða koddum
þannig að til óhófs geti talist.
Sögumar hans séra
Birgis þekkja allir,
sem manninum hafa
kynnst. Hann hefur
mjög góða frásagnar-
gáfu og er það sem á
enskri tungu nefnist
„storyteller“. Á hann
þar ekki lakari iyrir-
mynd en frelsarann
sjálfan, en um hann er
margsagt í guðspjöll-
unum, að hann hafí
notað smásögur til að
koma boðskap sínum á
framfæri og jafnvel
ekki reynt að tala
öðravísi til fólksins en í dæmisög-
um. Enginn veit fjölda þeirra
sagna, sem séra Birgir hefur sagt
af prédikunarstólnum til að Ijúka
upp leyndardómum ritningarinnar.
Hann er að eigin sögn ósköp lítill
fundamaður. Aldrei var hann mas-
gefínn á slíkum samkomum. Kom
Safnaðarstarf
Sumarferð
Nessafnaðar
ÁRLEG sumarferð Nessafnaðar
verður farin sunnudaginn 22.
ágúst. Lagt af stað frá kirkjunni kl.
12. Farið í Borgarfjörð. Guðsþjón-
usta og staðarskoðun í Reykholti.
Síðdegiskaffi í Munaðarnesi.
Kirkjubíllinn ekur um hverfið.
Þátttaka tilkynnist í síma 5111560
í dag kl. 10-12.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl.
10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, biblíulestur og
kyrrðarstund.
Hofskirkja. Kii'kjuskóli kl. 13.30.
Biskupsvísitasía: Guðsþjónusta í
Húsavíkurkirkju kl. 10.30, guðs-
þjónusta í Klyppsstaðakirkju kl. 15
og messa kl. 20 í Bakkagerðis-
kirkju.
Sjöunda dags aðventistar á ís-
landi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bi-
blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta
kl. 11.15. Ræðumaður Eric Guð-
mundsson.
einatt tilhlökkunarglampi í augu
fundargesta þegar séra Birgir sté í
pontu, því hann setti mál sitt fram
fljótt og hnitmiðað og hnýtti yfir-
leitt við eins og einni gamansögu.
Það er oft mikil lausn að fá fólk til
að brosa. Þá list kann séra Birgir.
Er ekki amalegt að hafa átt slíkan
yfirmann.
Hann er búinn að draga plóginn
lengi, eins og kollegi hans séra
Baldur í Vatnsfirði orðaði það einu
sinni. Ekki hefur séra Birgir þó
farið um akurinn einn og óstuddur.
Oft hefur hann haft orð á því
hversu mikil blessun sé að eiga
góða konu. Þar talar hann af
reynslu, því eiginkona hans,
Sumarrós Garðarsdóttir, er konan
á bak við þennan mann. Sóknar-
böm hans standa ekki síður í þakk-
arskuld við hana en hann.
Elsku Birgir og Rósa! Ég óska
ykkur blessunar Guðs á þessum
tímamótum. Megi framtíð ykkar
vera björt og gifturík. Söfnuður
Akureyrarkirkju mun áfram njóta
þess, að eiga ykkur að. Guði sé
þökk fyrir allt það sem þið hafið
verið okkur.
Sr. Svavar A. Jónsson.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavfk: Guðsþjónusta kl.
10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón-
ustu. Ræðumaður Harpa Theo-
dórsdóttir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Halldór Ólafsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla
kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður Björgvin Snorrason.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfírði: Samkoma kl. 11.
HELLUSTEYPA JVJ
Vagnhöfða 17
112 Reykfavlk
Sími: 587 2222
Fatx: 587 2223
Gerið verðsamanburð
Tölvupústur: sala@hellusteypa.is
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup
mBBBS