Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 48
4. 48 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
í DAG
Þessar duglegn
stúlkur söfnuðu
1.910 kr.til
styrktar Rauða
krossi Islands.
Þær heita María
Rún Daníelsdútt-
ir og Hildur
Birna Birgisdútt-
ir. Á myndina
vantar Daða
Daníelsson.
ÚTSALA
Meiri lækkun
Allar sumarkápur, stuttar og síðar,
kr. 5.900
Ledurlíkísjakkar st. 34-44
kr. 2.000
Opid á laugardögum frá kl. 10—16
30 ára reynsla
Hitaþolið gler
Hert gler
Eldvarnargler
GLERVERKSMIÐJAN
Sawve<*k
Eyjasandur 2 « 850 Hella
® 487 5888 • Fax 487 5907
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sýnum rúss-
nesku sjómönn-
unum samstöðu
ÁGÆTU íslendingar. Er
ekki kominn tími til að
sýna rússnesku sjómönn-
unum samstöðu? Mætum
fyrir utan stjórnarráðið í
dag, fóstudaginn 20. ágúst,
milli kl. 14 og 16. Þessir
menn eiga allir fjölskyldur
heima sem þeir hafa ekki
séð í 13 mánuði né sent
peninga heim. Nú er kom-
inn tími til að Islendingar
hjálpi þeim til að komast
heim því þeir eru ekki hér
að eigin ósk. Sýnum stuðn-
ing.
Stuðningsmenn.
Hvar fást undir-
skriftarlistarnir?
MIKIÐ hefur verið rætt
undanfarið um að verið sé
að safna undirskriftum til
að mótmæla að byggt
verði meira í Laugardal.
Gott væri ef fólk gæti
nálgast þessa lista og
fengið aðra til að skrifa
undir en ég hef hvergi
rekist á þessa lista. Því
spyr ég: Hvar er hægt að
nálgast þessa lista?
Einn áhugasamur.
Hávaði í
Hafnarstræti
ÞAÐ hefur undanfarið
verið kvartað mikið í
Grjótaþorpi vegna hávaða
frá skemmtistöðum. í
gærkvöldi gekk ég eftir
Hafnarstræti og vakti það
athygli mína hversu mikill
hávaði barst út á götu frá
skemmtistað sem staðsett-
ur var þar.
Björgvin.
Um vísindin
ÉG var að horfa á afskap-
lega merkilegan vísinda-
þátt í sjónvarpi og af því
tilefni datt mér í hug þessi
staka:
A himni orka stjómar sterk
stjömum ný telst viska
Sem vísindin nú verða merk
á visku þá að giska.
Áhorfandi.
Ljútar
aðfarir
UNG stúlka hafði sam-
band við Velvakanda og
sagðist hún hafa verið við
vinnu við Hlemm þegar
hún sá lítinn þeldökkan
strák, u.þ.b. 9 ára gamlan,
koma hjólandi framhjá.
Mætti hann þar íslenskri
konu á miðjum aldri sem
bókstaflega hrinti honum
niður og hélt hún svo
áfram göngu sinni án þess
að sinna barninu. Lá
drengurinn eftir grátandi í
götunni með sár og rispur
á handleggjum og lófum
og horfðu nærstaddir agn-
dofa á. En nærstaddur
vegfarandi sá til þess að
drengurinn myndi ekki
læra af þessu kynþátta-
hatur og huggaði hann og
þerraði tárin með höndun-
um.
Ein hneyksluð.
Tapað/fundið
Björgunarvesti
týndist
APPELSÍNUGULT
björgunarvesti týndist 8.
ágúst á leið milli Efra-
Breiðholts og Mosfells-
bæjar. Vestið var merkt
Þorsteinn Gíslason. Skilvís
finnandi hafi samband í
Dýrahald
Rauð Ciahuahua-tík
í úskilum
RAUÐ Ciahuahua-tík (lít-
ill mexíkóskur smáhund-
ur) fannst við Reykjanes-
braut við Byko. Þeir sem
kannast við hundinn geta
haft samband í sima
557 3422 eða 893 6431.
síma 5571451 eða 861-
6136.
Veiðistöng týndist
á Þingvöllum
SKÆRGUL veiðistöng
með hjóli gleymdist í
Vatnsvíldnni á Þingvöllum
laugardagskvöldið 14.
ágúst. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma
567 8815 eða 897 4649.
Gleraugu í úskilum
Gleraugu fundust í Stór-
holti. Upplýsingar í síma
561-9934.
Skuggi er týndur
SKUGGI, sem er 5 mán-
aða hálfstálpaður svartur
högni, týndist við Ásbraut
í Kópavogi aðfaranótt
fóstudagsins 13. ágúst.
Skuggi er ólarlaus og
ómerktur. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 695 9498 eða
587 2068.
SKAK
Umsjún Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
breska meistaramótinu í
sumar en það var haldið i
Scarborough. Nigel Da-
vies (2.515) hafði hvítt og
átti leik gegn Christoph-
er Duncan (2.295).
27. Re5! - dxe5 28. Dxd7
(Einfaldara var að vinna
drottninguna með 28.
Rf6+ strax) 28. - Hxd7
29. Rf6+ - Kh8 30. Rxd7
og svartur gafst upp.
Julian Hodgson varð
breskur meistari, hlaut 9
vinninga af 11 möguleg-
um, en þeir Peter Wells
og Ziaur Rahman, angla-
desh, komu næstir með 8
v. Skákmenn frá öllu
breska samveldinu hafa
þátttökurétt á mótinu.
Hvítur leikur
og vinnur
Víkverji skrifar...
VíKVERJI er mikill áhugamaður
um gróður og garða og því var
það honum töluvert áfall er sagt var
frá því fyrir fáum árum, að upp væri
komin sveppasýking í gljávíðinum.
Varð hennar fyrst vart á Höfn í
Hornafirði og því er helst talið, að
sveppurinn hafi komið þangað með
fugli eða jafnvel borist með vindum.
Á síðasta sumri var hann kominn á
Selfoss og óstaðfestar fréttir eru um,
að sést hafi til hans á höfuðborgar-
svæðinu.
Gljávíðirinn, þessi blaðfagri runni
og stundum tré, á sér rúmlega aldar-
gamla sögu hér á landi og skrifari
hefur það fyrir satt, að hann sé allur
kominn út af einni plöntu, gljávíðin-
um, sem Schierbeck landlæknir
gróðursetti í Víkurgarði við Aðal-
stræti um 1890. Var hann orðinn níu
meti-a hár er hann brotnaði í vondu
veðri 1985. Silfurreynirinn hans
Schierbecks stendur þó enn, einstak-
lega fallegt tré.
Ef trúa má garðyrkjufræðingum
er fátt til ráða gegn sveppinum.
Hægt er að halda honum í skefjum
með því úða runnana eða trén tvisvar
á sumri en það gefur auga leið, að fá-
ir munu verða til að standa í því til
lengdar. Ef skrifari hefur skilið um-
ræðuna rétt, þá er ekki annað fyrir-
sjáanlegt en að gljávíðirinn verði al-
dauða í landinu eftir einhvern tíma
enda munu gróðurstöðvarnar vera
hættar að rækta hann upp.
Hafi þessi öriagadómur yfir gljáv-
íðinum komið illa við Víkverja er
óhætt að segja, að nýleg frétt í
Morgunblaðinu um að komin væri
upp sveppasýking í Alaskaöspinni
hafi skotið honum skelk í bringu. Á
síðustu árum og áratugum hefur átt
sér stað gróðurfarsleg bylting á
mörgum þéttbýlisstöðum hér á landi
og það er ekki síst öspinni að þakka.
„Bær í skógi“ hét grein í blaðinu um
Akureyri og þegar litið er yfir mörg
borgar- og bæjahverfin hér í þéttbýl-
inu á Suðvesturlandi er ekki erfitt að
sjá það fyrir, að eftir einhvern tíma,
kannski 10 eða 15 ár, verði þau næst-
um horfin inn í grænt laufskrúðið.
Það er að segja ef öspin verður ekki
sveppinum að bráð.
Að mati Víkverja er hér um stór-
mál að ræða. Eigi öspin eftir að lúta í
lægra haldi fyrir sveppinum, þá yrði
ekki aðeins að henni fagurfræðilegur
missir eða vegna skjólsins, sem hún
veitir, heldur venilegt fjárhagstjón.
Það kostar sitt að fjarlægja kannski
allt að 15 metra há tré.
Kannsld eru þessar áhyggjur Vík-
verja ástæðulausar en hann saknar
meiri upplýsinga um þennan nýja vá-
gest. Hvað segja íslenskir garðyrkju-
og skógfræðingar? Komið hefur
fram, að sams konar sveppasýking
sé algeng í Evrópu og hvernig leikur
hún þessar trjátegundir þar? Er lík-
legt, að útkoman verði svipuð hér á
landi? Það eru áreiðanlega fleiri en
Víkverji, sem bíða spenntir eftir að
heyra meira.
XXX
SEM betur fer eru ekki allar
fréttir úr náttúrunnar ríki
slæmar. Það er til dæmis ástæða til
að fagna fréttum um, að arnarvarp-
ið hafi tekist vel, annað árið í röð, en
á þessu sumri komust 26 ungar á
legg í 19 hreiðrum. Virðist varpið
hafa misfarist í 15 hreiðrum. Á síð-
ustu árum og áratugum hefur örn-
inn verið að færa aftur út búsetu-
svæði sitt og virðist nú hafa náð
góðri fótfestu við Faxaflóa þar sem
níu ungar komu úr sjö hreiðrum. Er
það haft eftir Kristni Hauki Skarp-
héðinssyni fuglafræðingi, að ekki
hafi betur tekist til við Flóann frá
því fyrir síðustu aldamót. Höfuð-
stöðvar arnarins eru eftir sem áður
við sunnanverðan Breiðafjörð en
það vekur athygli, að við norðan-
verðan fjörðinn og á Vestfjörðum
fer ástandið versnandi. Fróðlegt
væri að fá skýringar á því.
Við Islendingar höfum það á sam-
viskunni að hafa útrýmt einni dýra-
tegund, geirfuglinum, og þótt það
hafi kannski verið óviljaverk, þá er
heiður okkar og virðing í voða ef
það endurtekur sig með örninn. Er
ekki full ástæða fyrir hinn nýja um-
hverfisráðherra að taka þetta mál
föstum tökum og láta kanna hvað
unnt er að gera til að tryggja fram-
tíð stofnsins. Vitað er, að fuglinn er
mjög viðkvæmur fyrir truflun með-
an á varpi stendur en getur það
ekki verið hugmynd að fela ákveðn-
um mönnum að tryggja konungi
fuglanna nægan frið á varptíman-
um. Víkverji er viss um, að fjármun-
um ríkisins hefur stundum verið
verr varið.