Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Bjöm Bjarnason
Tilskipanir
ESB áhrifa-
lausar gegn
virkjunar-
leyfi
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
herra segir að tilskipun Evrópusam-
bandsins frá árinu 1997 um mat á
umhverfisáhrifum geri það ekki að
verkum að leyfi Landsvirkjunar til
Fljótsdalsvirkjunar falli úr gildi.
Stefán Gíslason umhverfisstjómun-
arfræðingur leiddi að því líkur í
grein í Morgunblaðinu sl. sunnudag
að svo væri, og að ríkisstjóm eða Al-
þingi þyrfti að taka ákvörðun um
það hvort umhverfismat ætti að fara
fram, og byggja hana á þeim for-
sendum sem fram koma í tilskipun-
inni.
„Árið 1993 vora samþykkt hér á
landi lög um mat á umhverfisáhrif-
um. Það er sérstök ákvörðun Al-
þingis að láta þessi lög ekki gilda um
F’ljótsdalsvirkjun vegna þess að fyr-
irtækið hafði fengið til þess leyfi áð-
ur, eða árið 1980, að fara út í þessar
framkvæmdir. Árið 1991 fékk það
síðan virkjunarleyfi ráðherra. Til-
skipunin mun ekki hafa áhrif á það,
það liggur fyrir,“ segir Finnur.
Réttindin aðeins afnumin
með lögum
Stefán bendir í grein sinni einnig
á að kærar geti komið fram vegna
málsins til annarra alþjóðlegra
stofnana sem ísland er aðili að, og
segist telja að núverandi áform um
Fljótsdalsvirkjun gangi gegn megin-
reglum Ríó-yfirlýsingarinnar um
umhverfi og þróun.
„Maður getur aldrei fullyrt neitt í
þessu efni, en við höfum látið skoða
þetta og teljum að þau réttindi sem
Landsvirkjun vora fengin með Iaga-
setningu verði ekki tekin af fyrir-
tækinu nema með lögum frá Alþingi.
Þar mun engin þingsályktunartil-
laga, alþjóðasamningar eða tilskip-
anir Evrópusambandsins setja okk-
ur skorður.
Auðvitað eigum við að reyna að
starfa í samræmi við þá alþjóðasátt-
mála sem við höfum gerst aðilar að,
en ég held að þetta brjóti á engan
hátt gegn þeim. Þegar við gerðumst
aðilar að þeim lá fyrir að þessi rétt-
indi væra hjá fyrirtækinu,“ segir
Finnur.
Leikstjóri með leik-
skáldum á Þingvöllum
VÁCLAV Havel, forseti Tékk-
lands, var sem kunnugt er í sum-
arleyfi á íslandi fyrir skömmu
ásamt konu sinni, Dagmar Havl-
ová. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Ástríður Thorarensen,
kona hans, buðu þeim hjónum í
lieimsókn í bústað forsætisráð-
herra á Þingvöllum þar sem grill-
matur var á borðum. Bryiya
Benediktsdóttir leiksfjóri var
einnig viðstödd, en hún hefur sett
upp tvö leikrit eftir Havel hér á
landi. Hún setti á svið leikritið
Endurbyggingu í Þjóðleikhúsinu
árið 1990, skömmu eftir að Havel
var kjörinn forseti, en hann hafði
þá ekki séð Ieikverk eftir sig á
sviði í tuttugu ár. Árið 1996 setti
Brynja á svið Ieikrit Havels Largo
desolato í Borgarleikhúsinu, en
höfundurinn kom einnig til ís-
lands til að sjá þá sýningu.
Svo skemmtilega vill til að
Brynja hefur einnig sett á svið
leikrit eftir Davíð Oddsson, en
verkið Ég vil elska mitt land, sem
hann samdi með Þórarni Eldjárn
og Hrafni Gunnlaugssyni, var sett
á svið í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn
Bryiyu. Nemendur Menntaskólans
á Laugarvatni settu verkið einnig
á svið undir stjórn Brypju. Havel
og Davíð höfðu á orði að það væri
líklega einsdæmi að leikstjóri
hefði leikstýrt leikritum eftir tvo
þjóðarleiðtoga.
Myndin var tekin 24. júlí í garð-
inum við bústað forsætisráðherra
á Þingvöllum.
*
Atvinnumálaráðherra Noregs á Islandi
Engin afskipti
af áætlunum
Norsk Hydro
LARS Sponheim, at-
vinnumálaráðherra
Noregs, sem nú er
staddur á fundi Nor-
rænu ráðherranefnd-
arinnar í Reykjavík,
segir að ríkisstjórnin
muni ekki hafa nein af-
skipti af áætlunum
Norsk Hydro um að
reisa álver á Islandi.
Hann segir að allar
fjárfestingaráætlanir
Norsk Hydro séu nú í
nokkurri biðstöðu
vegna sviptinga á álf-
ramleiðslusviðinu,
einkum vegna samein-
ingar, eða mögulegrar
sameiningar, þriggja
af stærstu álframleiðendum heims,
þar á meðal Alusuisse, fyrir
skemmstu.
Sponheim segir að ríkið íylgi
þeirri stefnu að treysta stjómend-
um fyrirtækisins fyrir einstökum
ákvörðunum um rekstur þess, þar á
meðal ákvörðunum um fram-
kvæmdir erlendis, og það gildi enn
frekar nú eftir að hlutur ríkisins
hefur lækkað í 44% í kjölfar kaupa
Norsk Hydro á olíuiyrirtækinu
Saga Petroleum.
„Afstaða okkar til þess sem
Norsk Hydro gerir erlendis er ekk-
Lars Sponheim, at-
vinnumálaráðherra
Noregs.
ert öðravísi en gagn-
vart öðram norskum
fyrú-tækjum. Við
göngum út frá því að
fyrirtækið sýni stjórn-
völdum í hverju landi
fyrir sig tilhlýðilega
virðingu, og hegði sér í
samræmi við þær kröf-
ur sem gerðar era.“
Tímabili nýrra
vatnsaflsvirkjana
lokið
Sponheim segir að
skeiði vatnsaflsvirkjun-
arframkvæmda sé lok-
ið í Noregi, enda hafi
framkvæmdir verið
gríðarlegar á þessu
sviði á síðustu þrjátíu árum eða svo.
„I stóram dráttum má segja að búið
sé að virkja það sem hægt er að
virkja. Ef við réðumst í fleiri stór-
framkvæmdir myndi það valda
miklum deilum vegna umhverfis-
áhrifa."
Hann segir að ekki sé heldur gert
ráð fyrir að bæta við neinum nýjum
orkufrekum iðnaði. „Það era engar
framkvæmdir í bígerð sem líkjast
því sem Islendingar era að fara að
gera, en Norsk Hydro vinnur að
endurbótum og nútímavæðingu
þeirra verksmiðja sem fyrir era.“
Gjaldskrárbreyting í Hvalfjarðargöngum 1. september nk.
Stakt gjald lfldega
óbreytt næstu 5 ár
STJÓRN Spalar ehf. tilkynnti allt
að þriðjungs lækkun á veggjöldum
áskrifenda í Hvalfjarðargöngunum
hinn 1. september næstkomandi, á
blaðamannafundi sem stjórn félags-
ins boðaði til síðdegis í gær. Stakt
veggjald, sem nú er 1.000 krónur,
helst þó óbreytt og verður það að
líkindum næstu fimm árin.
Gísli Gíslason, stjómarformaður
Spalar, og Stefán Reynir Kristins-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, kynntu ákvörðun Spalar á
fundinum í gær og sátu fyrir svör-
um. Fram kom í máli Gísla að
ákvörðun stjómarinnar væri tekin í
samráði við aðallánveitanda Hval-
fjarðarganga, bandaríska trygging-
arfyrirtækið John Hancock Mutual
Life Insurance Inc., sem verður að
samþykkja allar slíkar breytingar.
„Fyrr í sumar var rætt um vænt-
anlega lækkun frá og með 1. ágúst
sl. en niðurstöður bandaríska fyrir-
tækisins lágu ekki fyrir fyrr en nú í
síðari hluta ágústmánaðar. Það hef-
ur tekið nokkum tíma að tala fyrir
þessum tillögum en nú er komið
svar og í stuttu máli sagt er fallist á
allar okkar tillögur um breytingar á
verðskránni.
Við áætlum að þessi lækkun
muni skerða heildartekjur okkar
um 13-15%. Hins vegar munu ein-
stakir gjaldflokkar lækka um allt
að 35% þannig að við teljum að við
séum að koma mjög veralega til
móts við vegfarendur," sagði Gísli.
Hann benti á að afsláttargjöld yrðu
vísitölutengd næstu fimm árin og
fylgdu þar með verðlagsbreyting-
um í landinu.
Stjóm Spalar bendir að auki á að
veggjald áskrifenda í 1. gjaldflokki
lækkar um allt að 33% og afsláttur
veggjalds fyrir stóra bfla (II. og
III. gjaldflokkur) fer úr 25% í 35%.
Áskrifendum að ferðum í I.
gjaldflokki býðst nú að kaupa 100
ferðir í einu og kostar hver ferð þá
aðeins 400 kr. Ennfremur verður
farið að selja 10 ferða afsláttarkort
fyrir bíla í I. gjaldflokki. Hver ferð
kostar þá 700 kr. Verða þau seld í
gjaldskýli Hvalfjarðarganga. Hins
vegar verður hætt að selja 20 ferðir
í áskrift.
Áskrifendur sem eiga inni ferðir
á reikningi 1. september eða kaupa
ferðir í áskrift áður en gjaldskrár-
breytingin tekur gildi fá fjölgun
ferða í samræmi við inneign sína.
Lánið hugsanlega greitt upp
fyrr en áætlað var
Fram kom í máli Gísla og Stefáns
Reynis að aðalástæða lækkunarinn-
ar nú væri sú að umferð um göngin
væri meiri en upphaflega var áætl-
að og sömuleiðis tekjur. Umferð
um göngin hefur verið um 2.500 bfl-
ar á dag yfir mesta annatímann í
júlí og ágúst en minnst er hún í jan-
úar-febrúar, eða um 1.600 bflar á
dag.
Hvalfjarðargöng
Ný gjaldskrá 1. sept. 1999 Hver ferð 1. gjaldflokkur kostar Ökutæki styttri en 6 metrar*
Veggjald kr. 1.000
10 ferðir, afsláttarkort 700
40 ferðir, áskrift 500
100 ferðir, áskrift 400
II. gjaldflokkur Ökutæki 6 til 12 metrar
Veggjald kr. 3.000
40 ferðir, áskrift 1.950
lll gjaldflokkur Ökutæki lengri en 12 metrar
Veggjald kr. 3.800
40 ferðir, áskrift 2.470
IV. gjaldflokkur - Vélhjól
Veggjald kr. 400
• Óbreytt gjald er fyrir bíla U flokki dragi þeir tengitæki (t.d. hólhýsi, fellihýsi, fjaldvagn) eða eftirvagna sem ekki eru skráningarskyldir allt að 750 kg að þyngd. Bílar sem draga skráningar- skylda eftirvagna þyngri en 750 kg færast upp III. gjaldflokk
námsmannalínan
Wnáms* ^já Búnaðarbankanum vitum að nám er vinna. Við
| vitum líka að námsmenn eru duglegir og metnaðarfullir
p og þess vegna viljum við veita þeim aðstoð.
LÍNAN A ▲
Q
a ffl m
Gullreikningur með námsmannakjörum Fjármálahandbók
Heimilisbanki Bílprófsstyrkir Skipulagsbók Isic afsláttarkort
Tölvukaupalán Framfærslulán Námsstyrkir Námslokalán
nam er vinna
Stefán Reynir benti á að þessi
mikla umferð þýddi að Speli yrði
jafnvel kleift að greiða lánin upp
þremur árum á undan áætlun. En
lánið hjá John Hancock á að greið-
ast upp á 18 árum.
„Við gerum ráð fyrir að koma
einnig til móts við menn í sambandi
við öryggismál og verður hluta
hagnaðarins varið til að bæta þau,“
sagði Gísli. „Rekstrarkostnaður
Hvalfjarðarganga er nú 100 millj-
ónir á ári en tekjur umfram það eru
notaðar til að greiða niður lán. Til-
gangur félagsins er i raun sá að
reka göngin, borga upp skuldir og
leggja sig að því loknu niður,“ sagði
Gísli að lokum.