Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 1
SKÚTUVOGI 6 SÍMI 510 4100 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORCUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 BLAD 10 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 16 Aðalsteinn Ingólfsson á Höfn í Hornafirði Markaðsmál 26 Fiskkaup breskra neytenda svipuð allan þennan áratug Viðtal 60 Peter Warren, fomaður Alþjóða mannúðarsjóðsins STEINBÍTURINN FLAKAÐUR • FYRIRTÆKIÐ HamrafeU í Hafnarfirði vinnu, mikið af stein- bít, sem að mestu leyti er sendur utan ferskur í flugi. Bæði er um að ræða flök og svokallaðan kótilettu- Morgunblaðið/Árni Sæberg fisk, en það er hausaður og roðrif- inn steinbítur. Hér er einn starfs- manna fyrirtækisins að flaka „sladdann" eins og steinbíturinn er oft kallaður. Staðsetningarkerfi yrði bylting í fiskrannsóknum Fréttir Markaðir I heimahöfn í fyrsta sinn • FRYSTITOGARINN Hrafn Sveinbjarnarson GK er vænt- anlegur til heimahafnar í Gr- indavík þann 7. september nk. Það þætti varla í frásögur fær- andi nema ef það væri ekki í fyrsta sinn sem skipið kemur til heimahafnar frá því að Þor- björn hf. hóf að gera það út fyrir rétt tæpum áratug. Skýr- ingin er sú, að skipið hefur rist of djúpt til að komast inn i höfnina, en nú hefur hún verið dýpkuð./2 Tvöfalda laxeldið • FÆREYINGAR hafa á tveimur árum tvöfaldað lax- eldi sitt. Á næsta ári gæti framleiðsla þeirra numið um 50.000 tonnum og þar með eru Færeyingar orðnir skæðustu keppinautar Norðmanna á mörkuðunum innan Evrópu- sambandsins. Laxeldi á Islandi er mun smærra í sniðum, eða aðeins um 3.000 tonn./2 Mikil áhætta í lánveitingum • HÆTT er við að mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki lendi í vandræðum strax í haust verði aflabrestur í veiðum á upp- sjávarfiski vegna of mikilla fjárfestinga undanfarna 12 til 18 mánuði að mati Péturs Ein- arssonar, viðskiptastjóra sjáv- arútvegsteymis í Fjárfesting- arbanka atvinnulifsins. Hann segir áhættuna í lánveitingum til sjávarútvegs í dag felast í því að skuldir verði fyrirtækj- unum ofviða lækki fiskverð Þorskinnflutningur til Bretlands, HÍH í janúar-apríM 998 ”^Frá: ^ j^r~TÓnrT íslandi cSS: 9.6601 Noregi I 6.67Ö1 Rússiandi I 5.556] Danmörku | 3.849| Færeyjum I 12.627 Öðrum ríkjum | | 3.093 SAMTALS 31.455 tomT Bretar kaupa þorskinn héðan • LÍLLEGA hefur dregið úr innflutningi á þorski til Bretlands á fyrri hluta þessa árs. Að ioknum fyrstu fjórurn mánuðum ársins nam þessi innflutningur 31.500 tonnum, sem er litlu minna en á sama tíma í fyrra. Nú kaupa Bretar mest af þorskinum héðan, eða um 9.700 tonn. Norðmenn koma næstir með 6.700. Þetta eru veruleg umskipti milli ára, því í fyrra voru Norðmenn með mest, 11.250 tonn, en við næstir með 7.325. Skýringin á þessum umskiptum er fyrst og fremst minnkandi afli Norðmanna, en aukinn þorskafli hér við land. Meðalverð hefur hækkað mikið, en nú nema verðmæti þessa innflutnings frá Islandi um 3,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra var verðmætið 2,2 milljarðar króna, enda magnið þá mun minna en nú./6 SAMNINGUR norska fyrirtæk- isins Simrad og íslenska hátækni- fyrirtækisins Störnu-Odda hefur verið gerður um þróun og prófun á kerfi til staðsetningar á fiskum. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir slíkan búnað geta valdið straumhvörfum í rannsóknum á fiski. Stjörnu-Oddi og Simrad gera samning um þróun og prófun Simrad er einn stærsti framleiðandi sónarkerfa í heiminum en Stjörnu- Oddi framleiðir rafeindamerki til merkingar á dýrum, einkum fiskum. Fyrirtækin hafa nú gert með sér samning um þróun búnaðar sem gerir kleift að fylgjast með staðsetningu merktra fiska á stóru hafsvæði. Ný vídd í fiskirannsóknum Rafeindamerki Störnu-Odda eru m.a. þróuð í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun, fyrst og fremst með fiskifræðilegri ráðgjöf við þróun bún- aðarins en eins hefur stofnunin lagt til skip við prófun hans. Þegar hafa verið gerðar tilraunir með rafeindamerki frá Stjörnu-Odda, einkum á þorski og skarkola, og segir Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, þær hafa skilað mikilsverðum upplýs- ingum. Hann segir þróun búnaðar til staðsetningar á fiski gefa nýja mögu- leika í hafrannsóknum. „Þróun á þessum búnaði er mjög áhugaverð og gæti breytt fiskirann- sóknum mikið. Hann opnar möguleika fyrir okkur að fylgjast með fiskitorf- um. Þau rafeindamerki sem Stjömu- Oddi hefur þróað, hafa gefið okkur upplýsingar um dýptarsvið físksins og hitastig í umhverfi hans. Það eru mjög mikilsverðar upplýsingar í almennri vistfræði. Þessi nýi útbúnaður gæti einnig gefið okkur upplýsingar um staðsetningu fisksins og það væri okk- ur mjög mikils virði og bæta nýrri vldd við rannsóknir okkar á fiski,“ seg- ir Jóhann. eða upp komi aflabrestur./36 Ovenjuleg samvinna • Utflutningsráð, Viðskipta- þjónusta utanríkisráðuneytis- ins, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Hafrann- sóknastofnun cru saman með bás á Sjávarútvegssýningunni og er talið að þetta sé í fyrsta sinn sem svo öflug samtök og stofnanir taka höndum saman af þessu tilefni./38 Þorskinnflutningur til Bretlands, H í janúar-apríl 1998 Tonn: 7.327 íslandi Noregi Rússlandi l 13.287 . Danmörku I 12.857 Færeyjum [ Öarum rikjum [7 J 5.198 ] 4.300 SAMTALS 34.209 tonn Endurvinnanlcg plastvörubretti sem falla aö alþjóölegum flutningastöölum og eru sérhönnuö til nota ( matvælaiönaöi. Einangruð f iskikcr afýmsum stæröum; heföbundin eöa endurvinnanleg ofurker. Góðar vörur - framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti úr hráefnum sem eru alþjóðlega viður- kennd til nota í matvælaiðnaði. BORGARPLAST SefgarOar 1-3 • 170 Seltlamames Slrtil: S61 2211 • Fax: 561 4185 www.boryarplast.li • borgarplastOborgarplasth Frauðplastkassar fyrir flök, humar og bolfisk. Margar stæröir. m ISO 9001 Línubalar meö nlösterkum handföngum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.