Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðir auka flutningsgetuna á ferskum fiski Bandaríkin og Belgía nýir áfangastaðir FLUGLEIÐIR taka tvær nýjar flugvél- ar í notkun í næsta mánuði til að svara aukinni eftirspum eftir plássi í frakt- flutningum á ferskfiski. Fyrirtækið mun hefja fraktflug til Liege í Belgíu og til New York í Bandaríkjunum. Að sögn Ró- berts Tómassonar, markaðsstjóra frakt- deildar Flugleiða, var um 4% aukning á flutningum á ferskfiski fyrstu sjö mánuði ársins. „Við hefðum getað flutt miklu meira en við höfum ekki getað sinnt eftirspurninni. Þess vegna förum við út í það að auka fraktflutninga okkar. Að mörgu leyti hefur fraktflutningsgeta fyrirtækja hér heima staðið útflytjendum fyrir þrifum. Þessi fyrirtæki geta eflaust selt meira ef þau hefðu tækifæri til og við erum með þessu að veita þeim þau tækifæri.“ Flugleiðir hafa verið með vél af gerðinni Boeing 737 í fraktflutning- um á Köln. Henni verður skipt út 13. semptember fyrir Boeing 757 sem er mun stærri vél. Róbert segir að hún muni geta flutt allt að 40 tonn af fiski á áfangastað í viku hverri. „Þegar við fáum þessa vél munum við hætta að fljúga til Kölnar og færa áfanga- staðinn til Liege í Belgíu.“ Sú stað- setning þykir henta framleiðendum hér heima betur vegna þess hve stór hluti ferskfisks fer á Niðurlönd. Flugleiðir munu einnig hefja fraktflug til Bandaríkjanna í fyrsta skipti í september. „Við munum fljúga fimm sinnum á viku til Banda- ríkjanna og það þýðir að við getum flutt um 80 tonn af fiski." Ingvar Eyfjörð Jónsson, hjá Tros hf. í Sandgerði, sem var einn af frum- kvöðlum í útflutningi á ferskfiski, segir að þessi aukna frakflutninga- geta hjá Flugleiðum eigi eftir að breyta miklu fyrir útflytjendur. „Þetta breytir miklu, sérstaklega hvað varðar Bandaríkjamarkað. Lítil flutningsgeta hefur hamlað vaxtar- möguleikum fyrirtækja í þessum geira. Þessi aukning kemur til með að galopna markaðinn.“ Ingvar bæt- ir því þó við að ekki er ljóst hverning markaðurinn kemur til með að taka við auknu framboði. „Plássleysi hef- ur alltaf verið vandamál þegar eftir- spurn hefur verið mikil. Hættan felst í því að ef menn falla í þá gildru að auka framboðið það mikið að það kallar fram á verðlækkun. En þrátt fyrir að það geti farið svo eru menn almennt séð bjartsýnir og telja þetta mikla úrbót.“ Meindýr í matvælum! Matvselaframleiðendur stórir sem smáir, komið í D140 og kynnið ykkur hvernig standa skal faglega að meindýravörnum í matvælaiðnaði. sími 588 5553 v 1 y - íftirlit LANDFRySTING Tl Eigum alltaf á lager: ---------- • 6 kg öskjur og kassa ffafið —— • 5 Ibs öskjur og kassa 0g • Blokkaröskjur og kassa " Lausfrystkassar, rækjukassar • Brettahettur Tröllakassar, hólkar o.fl. SAMHENTIR-KASSAGERÐ ehf. Melbraut 19 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 6700 Iraft jJ /■'■ >:4j Toj VÉLASALAN ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. KERIN UM BORÐ Morgunblaðið/Golli • DAUFT er yfir útgerðarstöð- um víða um land, undir lok kvótaársins. Svo var einnig á Höfn í Hornafirði á dögunum þegar ljósmyndari kom við á höfninni. Hafdís SF-75 var þó komin frá því að leggja netin og skipverjar að hífa fiskiker um borð til að vera tilbúnir í vitjun. 10 ára „útlegð“ Hrafns Sveinbjarnarsonar lýkur FRYSTITOGARINN Hrafn Sveinbjarnar- [ heimahöfn son er væntanlegur til heimahafnar í Gr- _ , indavík 7. september nk. Það þætti varla í 1 iyrsta Sinn frásogur færandi nema ef það væri ekki í fyrsta sinn sem skipið kemur til heimahafnar frá því að Þorbjöm hf. hóf að gera það út fyrir rétt tæpum áratug. Undanfarið hefur verið unnið að dýpkun Grindavíkurhafnar en höfn- in hefur fram til þessa verið of grunn fyrir ýmis skip sem rista djúpt, þ.m.t. Hrafn Sveinbjamarson GK. Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjamar hf., segist lengi hafa beðið þessarar stundar. „Skipið hefur aldrei komið til heimahafnar á þeim nærri tíu ámm sem liðin em frá því að við hófum að gera það út. Þetta er líklega eina skipið á Islandi sem ekki hefur get- að siglt inn í heimahöfn. Við höfum þurft að landa hér og þar, þannig að það verður allt miklu þægilegra fyr- ir okkur þegar skipið kemst loksins í heimahöfn." Sprengd renna í Sundboðann Hrafn Sveinbjarnarson GK hefur að undanfömu verið við veiðar fyrir austan land, aðallega að reyna við gulllax og litla karfa að sögn Eiríks, og hafa aflabrögð verið þokkaleg. Nýja innsiglingaleiðin í Grinda- víkurhöfn liggur í gegnum svokall- aðan Sundboða, en fram til þessa hafa skip þurft að beygja fyrir þennan þoða. f boðann hefur nú verið sprengd renna, sem er 70 metra breið, 500 metra löng og um 9,5 metra djúp. Samtals var dýpkað 33.500 fermetra svæði í höfninni og fluttir burt um 200.000 rúmmetrar af grjóti. Einar Njálsson, bæjar- stjóri í Grindavík, segir þessum hluta verksins nú lokið. Reyndar eigi eftir að gera tvo brimvarna- garða út í sundið sem eiga að stilla sjóa og gera innsiglinguna ömggari. Því verki ljúki samkvæmt hafnará- ætlun árið 2002. „Þetta er gífurleg breyting frá því sem verið hefur og þegar garðarnir verða tilbúnir verð- ur höfnin ekki aðeins fær allflestum skipum, heldur einnig mun ömgg- ari. Þetta er vitaskuld mikið hags- munamál fyrir allt atvinnulíf og framtíðamppbyggingu í Grindavík. Þetta hefur mikið að segja fyrir höfn sem er að taka á móti um og yfir 100 þúsund tonnum af sjávar- afla á ári og er fjórða eða fimmta stærsta löndunarhöfn á landinu. Það er óhætt að segja að fram til þessa hafi það háð okkur hversu höfnin er grunn, eins og sjá má að flaggskip Grindavíkurflotans, Hrafn Sveinbjarnarson GK, hefur aldrei komið til heimahafnar. En þó verð- ur að segjast að menn hafa verið ótrúlega duglegir að vera hér við þessar aðstæður,“ segir Einar. Einar segir að nýja innsiglingin verði opnuð formlega 7. september. „Við ætlum að halda sérstaka hafn- arhátíð af þessu tilefni sem og því að nú era liðin 60 ár frá því að eigin- leg hafnargerð hófst í Grindavík. Þá var opnað inn í svokallað Hóp sem var vatn í fjömkambinum, en þar er einmitt hin eiginlega höfn í dag og þar var því lagður gmnnurinn að núverandi höfn. Þetta finnast okkur Grindvíkingum merkileg tímamót og gaman að geta á sama tíma fagn- að þessum áfanga í hafnargerðinni,“ segir Einar. Færeyingar tvöfalda laxeldi á tveimur árum FÆREYINGAR hafa á tveimur árum tvöfaldað lax- eldi sitt. Á næsta ári gæti framleiðsla þeirra numið um 50.000 tonnum og þar með era Færeyingar orðnir skæðustu keppinautar Norðmanna á mörkuð- unum innan Evrópusambandsins. Laxeldi á Islandi er mun smærra í snið- um, eða aðeins um 3.000 tonn. Áætluð framleiðsla á næsta ári 50.000 tonn Laxeldi Færeyinga skilaði um 20.000 tonnum á síðasta ári og gert er ráð fyrir því að framleiðslan í ár verði um 35.000 tonn. Norðmenn em langstærstir á þessum markaði, en hafa engu að síður nokkrar áhyggjur af vextinum í Færeyjum. Á síðasta ári nam neyzla á laxi í löndum Evrópusambandsins um 476.000 tonnum. Um 70.000 tonn af því var lax úr Kyrrahafi og hefur það magn verið svipað undanfarin ár. Hins vegar hefur neyzla á eldis- laxi kenndum við Atlantshaf fjór- faldazt á sama tíma. Mest hefur neyzlan á laxi verið í Japan, en síð- ustu tvö árin hefur hún dregizt sam- an um 90.000 tonn. Það er fyrst og fremst samdráttur í neyzlu á Kyrra- hafslaxi, sem á hinn bóginn hefur gefið Norðmönnum tækifæri til að auka hlutdeild sína um 32.000 tonn. Staðan á heimsmarkaðnum fyrir lax markast af stöðugleika á heildina litið. Hins vegar er um mikla aukn- ingu á eldislaxi að ræða, en að sama skapi samdrátt á framboði af villtum laxi. AIls er framboðið um þessar mundir um 1,7 milljónir tonna. Reyndar hefur dregið úr hraðanum í vexti laxeldis. Hann var fyrir nokkrum ámm 17 til 18%, var að- eins 9% í fyrra. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir aukningu í Noregi, Bretar draga úr Mmleiðslu og vöxt- urinn í Chile er minni en áður. Þá er gert ráð fyrir að eldi á regnbogasil- ungi dragist saman um 30.000 tonn vegna samdráttar í Chile og verði 130.000 tonn. Chilemenn draga úr þessu eldi vegna óviss markaðsá- stands í Japan. Að öllu þessu athug- uðu er talið að laxeldi og eldi á rregnbogasilungi skili alls um einni milljón tonna á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.