Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 15 ALÞJÓÐLEGI hafréttardómurinn kvað upp dóm í máli Ástrala og Ný- Sjálendinga gegn Japönum í gær. Þeir fyrrnefndu kærðu þá síðar- nefndu fyrir veiðar í rannsóknar- skyni á túnfisktegundinni bláugga í Suðurhöfum. Meginniðurstöður dómsins eru að ríkin skulu veiða samkvæmt þeim kvóta sem þau sömdu síðast um, afli úr rannsóknar- veiðum Japana skal falla undir kvóta þessa árs eða næsta. Ríkjunum þremur er óheimilt að stunda veiðar í rannsóknarskyni án samþykkis allra ríkjanna nema afl- inn tilheyri kvótanum. Ennfremur kveður dómurinn á um að ríkin skuli halda áfram samningaviðræðum um verndun bláuggans og stjórnun veiða á honum. Bláuggi var eitt sinn stór stofn en stærð hans er í dag talin vera um Pan Fish stækkar enn • Norska fyrirtækið Pan Fish Sales, sem er stærsta fyrir- tækið í laxeldi í Norður-Amer- íku, hefur enn frekar stækkað við sig. Fyrirtækið er nú orðið einrátt í laxeldi í Washington- fylki eftir að það keypti fyrir- tækið Northwest Seafarms. En ekki er víst hversu lengi fyrirtækið heldur stöðu sinni því samkeppnisaðili þess, Stolt Sea Farms Canada, hefur gert tilhoð í fyrirtækið International Aqua Foods. Ef samkomulag næst verður Stolt stærst í laxeldi í Norður-Am- eríku. Laxeldi hefur aukist mikið í Kanada undanfarin ár. Fyrir- tækjum í greininni fjölgaði eftir að nefnd um umhverfis- mál skipuð af stjórnvöldum ályktaði um að umhverfinu stafaði ekki hætta af laxeldi. Gegnum árin hefúr laxeldi í landinu verið sveiflukennt. Fyrirtæki hafa oft á tíðum far- ið unnvörpum á hausinn. I dag er þó ástandið betra því færri og stærri fyrirtæki stunda eld- ið. Uppgangur í útvegi á Nýja-Sjálandi • Búist er við methagnaði á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja í Nýja Sjálandi í ár. Af- ar hagstæðar aðstæður hafa skapast kringum útveginn vegna gengislækkunar og verðhækkunar á afurðum. Sjávarútvegur er fjórða stærsta útflutningsgrein landsins. í fyrra nam velta hans um 620 milljónum bandarfkjadala en það var 13% meira en í fyrra. Dæmi eru um að nýsjálensk fyrir- tæki hafi tvöfaldað hagnað sinn milli ára. Sórfræðingar telja að þetta ástand eigi eftir að haldast áfram. Telja þeir að verð- lækkun muni ekki eiga sér stað á næstunni - meðal ann- ars vegna minni afla í norður- höfum. Sérfræðingar segja að ef gengið haldi áfram að lækka muni ris nýsjálensks útvegs verða mikið á næstu árum. Tilraunaveiðar á „bláugga“ bannaðar 2-5% af því sem hann var um miðja öldina. Dómurinn tiltók að ekki er ósamkomulag um að gengið hefur verið verulega á stofn bláuggans og einnig að það vantar talsverðar upp- lýsingar inn í stofnmat. Astralir og Ný-Sjálendingar hafa hins vegar mótmælt einhliða rann- sóknarveiðum Japana. Þær hófust í júní í ár og gerðu Astralir og Ný- Sjálendingar athugasemdir vegna þess að afli þeirra, um 2.000 tonn, fellur fyrir utan þann kvóta sem rík- in gerðu samkomulag um fyrir um tíu árum og kveður á um 11.500 tonna kvóta, sem skiptist þannig að Japanir veiði um 6.000 tonn, Astralir um 5.000 tonn og Ný-Sjálendingar um 500 tonn. Dómurinn vekur athygli Guðmundur Eiríksson, sem á sæti í Alþjóða hafréttardómnum, segir dóminn hafa vakið athygli „Það er mikill áhugi á þessum dómi víða um heim vegna þess að við tökum á um- hverfisþáttum í honum, tökum á stofni sem er í hættu. Einnig tekur hann á samningaviðræðum sem hafa siglt í strand. Þessi deilumál eru sí- gild í sambandi við stofn sem gengur milli hafsvæða. Almennt fannst okk- ur mikilvægt að koma lagi á sam- vinnu um stofninn sem hefur verið í molum. Nú eru önnur ríki en þessi þrjú sem hafa hafið veiðar á honum og það er erfitt að eiga í samninga- viðræðum við þau meðan ósætti hef- ur ríkt á milli þessara þriggja landa sem hafa átt aðild að svæðisbundinni alþjóðastofnun sem fjallar um stofn- inn.“ Guðmundur segir hafa vakið at- hygli hversu víðtækur dómurinn er. Ekki hafi verið búist við því þar sem málið verður tekið fyrir gerðardóm en Ástralir og Ný-Sjálendingar hafa ákveðið samkvæmt heimild í hafrétt- arsamningnum að vísa deilunni til gerðardóms. Um ár getur tekið að skipa hann og geta deiluaðilar leitað til hafréttai-dómsins til að fá svokall- að bráðabirgðaúrræði eins og það sem féll í gær. „Við töldum málið það brýnt að ekki væri hægt að bíða nið- urstöðu gerðardómsins, það þyrfti að taka á því núna. Setja hámarksafla á alla aðila og heimila ekki veiðar í vís- indaskyni umfram þann afla.“ Vil kynnast stjórnanda með náið samband í huga! \ Jafhvel vönduðustu tölvukerfi krefjast eftirlits, viðhalds og endurbóta. Rekstrarþjónusta EJS felur í sér almennt og fyrirbyggjandi eftirlit með vélbúnaði, álagi og öryggiskerfum. Kostnaðl og töfum vegna bilana er haldíð I lágmarki. Fræðsla og ráðgjöf bætir kunnáttu starfsmanna og eykurafköst peirra. Pannig getur EJS hjálpað þér að lækka rekstrarkostnað og vernda fjárfestingu pína í tölvukerfinu. Við leggjum til langtíma samband byggt á gagnkvæmu trausti. EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi 4- EJS hf. 4- I I I I I I I I 3 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi IO 4* 108 Reykjavfk t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.