Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 44
44 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 VIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ Sæplast rúmlega tvöfaldar veltu sfna með kaupum á tveimur verksmiðjum „Þurfum að halda áfram að stækka“ Mikill bati hefur orðið á rekstri Sæplasts hf. á Dalvík síðustu misserin og skilar það nú góðum hagnaði og umsvifín hafa verið aukin mikið. Hjörtur Gíslason, ræddi þessa þróun við framkvæmdastjórann, Steinþór Olafsson. Hann gerir ráð fyrir að velta félagsins á næsta ári verði allt að 1,3 milljarðar króna. Steinþór Ólafsson með forseta fslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, er forsetinn heimsótti Sæplast fyrr á þessu ári. 'j.VIÐ þurfum að koma rekstrinum vel fyrir vind áður en við ráðumst í frekari fjárfestingar og ný verkefni. Það er nóg af tækifærunum. Lang- tímamarkmið okkar eru ljós og hvaða skref við viljum taka næst. Það er bara spuming hvenær við teljum okkur í stakk búna til að taka þau skref. Við erum ekkert hættir. Við þurfum að halda áfram að stækka og halda áfram að skoða tækifærin," segir Steinþór Ólafsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, í sam- tali við Verið. Sæplast keypti nýlega tvær verk- •“ smiðjur af norska stórfyrirtækinu Dynoplast, aðra í Noregi, hina í Kanada. Fyrir á Sæplast verk- smiðju á Dalvík og litla verksmiðju á Indlandi. Rekstur fyrirtækisins hefur batnað verulega á síðustu misserum, en árið 1997 var það rek- ið með töluverðu tapi. Reksturinn nú skilar verulegum hagnaði. Stein- þór Ólafsson tók við sem fram- kvæmdastjóri Sæplasts um mitt síð- asta ár. Nám á íslandi, í Danmörku og Bandaríkjunum „Eg er tæknifræðingur frá Oden- se Teknikum í Danmörku, lauk prófi þaðan árið 1987. Síðan kom ég > heim og starfaði hér um tíma, en hélt síðan til náms í Bandaríkjunum og lauk þar prófi 1993. Þá lá leiðin heim á ný og ég starfaði sem deild- arstjóri skipa- og gámaflutninga- þjónustu Eimskips. Um áramótin ‘95 til ‘96 bauðst mér að fara til Mexíkó á vegum Þormóðs ramma og Granda. Eg var mjög spenntur fyrir því, en ég hef mikinn áhuga á Mið- og Suður-Am- eríku. Ég sló því til og var þar í tvö ár og sá um uppbyggingu á rekstri . þeirra. Það var útgerð 10 rækjubáta og útgerð Amamessins á tilrauna- veiðum. A sama tíma byggðum við fullkomið frystihús og fiskverkun. Því verkefni var að mestu lokið um mitt ár 1997, en ég hafði full'an hug á að vera þar lengur, enda líkaði mér starfið vel. Hins vegar höguðu fjölskylduhættir því þannig til að ég ákvað að snúa til íslands aftur. Konan mín, Elín Gautadóttir, er verkfræðingur og starfar hjá Landsbréfum. Hún fékk enga vinnu við sitt hæfi úti og því fórum við heim, enda verkefninu að ljúka. Ég fór því aftur til Eimskips sem forstöðumaður flutningastýringar. Ég var ekki lengi þar, en ég hef sterkar taugar til Eimskips. Mér bauðst svo að taka við rekstri Sæplasts og fór í það í júlí 1998, en ákvörðunin var tekin fyrr. Grípur tækifærin Maður grípur tækifærin þegar þau gefast. Ég hafði reyndar starf- að hjá Sæplasti í Reykjavík á ámn- um 1988 og 1989. Því þekkti ég nokkuð vel til fyrirtækisins, hef enda fylgzt vel með rekstri þess. Kristján Aðalsteinsson hafði látið af störfum sem framkvæmdastjóri um áramót og var fyrirtækið fram- kvæmdastjóralaust um tíma. Pétur Reimarsson, sem hafði verið fram- kvæmdastjóri á undan Kristjáni, kom inn að beiðni stjórnar um tíma. Fyrirtækið hafði þá átt í miklum erfiðleikum, en mikið tap var á rekstri þess árið 1987. Það lágu margar ástæður að baki þess eins og miklar byggingarframkvæmdir og fjárfestingar í vélum og tækjum. Við endurskoðuðum reksturinn og fórum í nokkurs konar naflaskoðun. Ný markmið Við settum okkur ný markmið og gerðum okkur grein fyrir því að fyr- irtækið þyrfti að stækka og verða þannig álitlegur kostur fyrir fjár- festa. Sjóndeildarhringurinn var víkkaður, en áður hafði verið lögð megináherzia á að efla starfsemina á Dalvík. Akveðið var að efla Sæplast og horfa til þess á heims- vísu. Það varð til þess að farið var að skoða erlendar verksmiðjur og hvaða tækifæri væru þar. Það leiddi svo til þess að farið var í viðræður við Dynoplast, sem lauk með kaup- um tveggja verksmiðja af þeim, annarrar í Noregi, hinnar í Kanada. Aður höfðum við einbeitt okkur að rekstri fyrirtækisins til að ná niður rekstrarkostnaði og styrkja heima- völlinn. Það tókst ágætlega og við skiluðum ágætis hagnaði, um 46 milljónum króna, árið 1998, sem að- allega náðist á seinni helmingi þess. Við höfum enn haldið áfram að ná betri tökum á rekstrinum og afkom- an eftir fyrstu 6 mánuði þessa árs er mjög góð. Verksmiðjur keyptar Að þessum árangri náðum var farið að leita eftir verksmiðjukaup- unum upp úr áramótum á þessu ári. Dynoplast er mjög stórt fyrirtæki með 20 til 25 verksmiðjur víða um heim. Við keyptum af þeim tvær verksmiðjur sem eru í hverfisteypu á plasti. Það er mjög svipuð vinna og er hjá okkur hér á Dalvík. Önnur er í Salanger í Norður-Noregi og hin í St. John í New Brunswick í Kanada, rétt norðan við Maine í Bandaríkjunum. Verksmiðjan í Noregi er nokkru minni en sú kanadíska en með þessum kaupum erum við ríflega að tvöfalda umsvif Sæplasts. Báðar verksmiðjumar eru að framleiða ker og hverfi- steyptar afurðir og falla vel að framleiðslu okkar og verkþekkingu. Við erum þarna að kaupa tækifæri til að stækka, komast nær mörkuð- unum og auka vöruþróunarmögu- leikana og gera fyrirtækið áhuga- verðara fyrir fjárfesta. Sæplast hef- ur þótt fremur lítið fyrirtæki með veltu upp á um 500 milljónir króna. Eins og hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að þróast hafa augu manna beinzt að stærri félögum með meiri umsvif og við vildum gjaman vera í þeim hópi. Nú reikn- um við með að veltan á næsta ári verði 1,2 til 1,3 milljarðar króna. Komast inn á fleiri markaði Sæplast hefur náð mjög góðum árangri á markaðnum fyrir sjávar- útveginn. Okkur hefur ekki tekizt nægilega vel að nálgast aðra áhuga- verða markaði eins og kjötvinnslu, kjúklingframleiðslu og fleira. Skýr- ingin á því er einfaldlega sú að við emm lengra frá þessum mörkuðum. Nú eram við að eignast verksmiðjur sem era nær mörkuðunum og þannig opnast ný tækifæri í vöra- þróun. Við eram að komast inn á fleiri markaði. Þá má benda á það að kerin era mjög rúmfrek og era því dýr í flutningum. I harðnandi samkeppni er nauðsynlegt að hag- ræða og einn liðurinn í því er að minnka flutningskostnaðinn með því að færa framleiðsluna nær mörkuðunum. Það er mikill kostn- aður fyrir okkur að flytja ker til Ameríku héðan en sáralítill frá Kanada. Við eram einnig að minnka þá áhættu sem felst í því að vera að langmestu leyti háðir sjávarútvegi. Fjarlægðín hefur áhrif Þó við teljum okkur vera í nafla alheimsins hér á íslandi er það ein- faldlega svo að við verðum ekki var- ir við mikinn áhuga erlendra stór- fyrirtækja á Dalvík. Áhugi þeirra beinist frekar að verksmiðjum okk- ar í Kanada og Noregi, þrátt fyrir að á Dalvík sé einhver bezta verk- smiðja heims á þessu sviði. Fjar- lægðin hefur enn áhrif á menn. Verksmiðjan í Kanada framleiðir mikið af vörum, sem við þekkjum lítið til hér á íslandi, sem era vörar fyrir kjötiðnaðinn, eins og vagnar og ker, og era einnig seldar inn í kjúklingaræktina. Þeir era því með breiðara úrval en við, sem höfum einbeitt okkur að keram fyrir sjáv- arútveginn. Við eram með mjög góðar vörar, enda era helztu við- skiptavinir okkar hér á landi mjög kröfuharðir kaupendur. Verksmiðjan í Noregi sinnir sjáv- arútveginum þar, en hann hefur ekki notað eins mikið af köram og Islendingar. Norðmenn nota körin meira í saltfiskverkun og þurfa ekki einangruð ker í hana. Þó fram- leiðsla allra verksmiðjanna sé svip- uð, er ekki um sköran að ræða, heldur eykst vöraúrvalið og mark- aðsstaðan styrkist. Við höfum ekk- ert verið í kjötinu og til Noregs hef- ur sáralítið af köram farið. Þetta er því nánast hrein viðbót. Þróunarverkefni á Indlandi Við eram svo líka með verk- smiðju á Indlandi. Þar eram við að hugsa um Asíumarkaðinn og lítum á þetta sem þróunarverkefni. Það er farið hægt og rólega af stað og við eram að læra að vera með fyrirtæki á þessum slóðum og læra á markað- inn. Þetta hefur gengið svipað og áætlanir gerðu ráð fyrir, nokkra betur. Við sjáum það eftir svona tvö ár, hver framtíð verksmiðjunnar kann að verða. Þarna sannar það sig enn og aft- ur að það að vera á staðnum opnar strax nýja markaði. Við höfum þeg- ar hannað nýja afurð fyrir Ind- landsmarkaðinn, sem er 220 lítra fjölnota ker. Þarna reyndist mikil þörf fyrir ker með mikilli einangran og þéttu loki til flutninga á alls kyns matvælum á Indlandi. Við höfum líka orðið varir við áhuga frá öðram löndum á þessum slóðum. Fyrir- tækin eru lítt tæknivædd og því vilja þeir ekki hafa kerin mjög stór. Það er ýmislegt fleira í gangi á Ind- landi, en við tökum bara eitt skref í einu í þessum efnum. Mest selt til landa í Evrópu Það hefur verið ákveðin hefð fyi-ir því undanfarin ár hjá Sæplasti að ívið meira af framleiðslunni fari ut- an. Við þessar breytingar, sem verða núna, munu um 80% af heild- artekjum fyrirtækisins koma að ut- an þannig að áhættudreifing í fyrir- tækinu er orðin mjög mikil. Við verðum nú ekki eins háðir sjávarút- veginum, ekki eins háðir Islandi. Stærstu markaðirnir okkar hafa verið, fyrir utan Island, lönd í Evr- ópu, eins og England, Skotland og Holland. Einnig hefur nokkuð farið til Asíu. Við höfum selt mjög lítið til Bandaríkjanna, en svolítið til Suð- ur-Ameríku og Nýfundnaland hefur verið áhugaverður markaður. Að jafnaði seljum við til 30 til 40 landa á hverju ári. Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu eftir gangi mála í sjávarútveginum, en heildin er ósköp svipuð. Miklir möguleikar vestan hafs Það margt spennandi að takast á við í framtíðinni. Markmiðið er að stækka fyrirtækið, gera það áhuga- vert fyrir fjárfesta, dreifa áhætt- unni og opna leiðir inn á nýja markaði. Verksmiðjan í Kanada gefur okkur mikla möguleika á mjög spennandi markaði, sem er kjötmarkaðurinn í Bandaríkjunum. Við eram þegar komnir þar inn með annan fótinn og takist okkur að ná þar fótfestu er framtíðin björt. Það era mörg tækifæri framundan. Verkefni okkar nú er að koma þeim vöruflokkum, sem framleiddir era í Kanadaverk- smiðjunni og við erum ekki með, inn á markaðinn í Evrópu, fyrst og fremst fyrir kjötið. Við þurfum svo líka að leggja áherzlu á samnýt- ingu verksmiðjanna og miðla þekk- ingu á milli, færa til mót og dreifa álagi. Við þurfum að ná þeim sam- legðaráhrifum, sem við vitum að við getum náð fram. Við geram ekki miklar arðsemis- kröfur til rekstursins á Indlandi, en þar er mikill áhugi á framleiðsluvör- um okkar. Við eigum bara eftir að hugsa okkar gang í þeim efnum, hvemig við tökum á því. Við viljum frekar fara okkur hægt en of hratt. Of hraður vöxtur getur líka verið varasamur," segir Steinþór Olafs- son. fyrir [siayarutMeginm Falleg, slitsterk efni á gólf og veggi - hentar vel ^ ■ á vinnsluþilför fískiskipa og í fiskvinnslustöðvar Hreinsiefni og hreinsikerfi - frábær lausn við þrifi skipum og fiskvinnslum SIGMA COATINGS sérhæf málning á skip og mannvirki Efnaverksmiðjan Sjöfn hf flustursiðu 2 • 603 flkureyri • Simi 460 3425 • Fax 461 1058 www.sjofn.is Venðvelkom-nWokkar éijávartwSsýningunn í Knnavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.