Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 40
40 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Prestalite Leece Neville electr/c °u' ’ •_T•T■H• ruma Valeo Bátaeigendur 12 og 24 volt, 30 til 300 amp. Delco, Leece Neville, Prestolite Valeo o.fl. teg. Nýtt 24v, 110 amp kolalausir og vr.rðir gegn seltu. Einnig sem hlaða mikið í hægagangi. • Startarar > Buck, cat, Cummings, Ford, Marmetjvaco, Lister, Perkings, Volvo Penta o.fl. bátav. Bílaraf Borgartúni 19, sími 552 4700. HREINLÆTI = ÖRYGGI Einföld, þœglleg, hnéstýrð blöndunartœki. Þar sem ýfrasta hreinlœtis er gœtt. * ■ ■ - -■ — —- nOyrOWT VwfO. VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SlMI 532 2020 FRÉTTIR „Sýningin mjög þýðingarmikilu „BARA það eitt að haldin skuli al- þjóðleg sjávarútvegssýning á Islandi með reglulegu millibili, sýnir okkur hve stóran sess Is- land skipar í sjávarútvegi í heim- inum; að Island skuli vera staðurinn til að halda svona sýningu. Svona sýn- ingar eru þýðingarmiþlar í því að miðla upplýsingum og koma á framfæri nýrri taekni," segir Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Verið. Sýnir hve stóran sess ísland skipar „Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir okkur Islendinga að okkar sjávarútvegsumhverfi er mikið frá- brugðið því sem víðast er. Hér er þetta óniðurgreiddur undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar, en víðast annars staðar í okkar heimshluta er um að ræða ríkisstyrktan at- vinnuveg eða atvinnugrein með gríðarlega miklum ríkisafskiptum. I öðrum heimshlutum er annars vegar um að ræða svipaðan grunn og hjá okkur eða nánast hreinar sjálfsþurftarveiðar. Þetta gerir það að verkum að við megum aldrei slaka á, verðum alltaf að vera í fremstu röð til að halda velli. Við getum ekki leyft okkur að slaka á, því ekki sækjum við styrki til ann- arra atvinnugreina eins og tíðkast í mörgum öðrum löndum. Þess vegna skiptir það miklu máli fyi-ir okkur að fá allar upplýsingar og kynnast nýrri tækni eins fljótt og mögulegt er. Svona sýningar gera það kleift. Getum ekki bara verið þiggjendur Hin hliðin á þessu er svo sú að við getum ekki bara verið þiggj- endur í þessum málum. Við verðum að þróa hjá okkur bæði veiðar og vinnslu og vera þar í fararbroddi. Við höfum sterka stöðu á hinum al- þjóðlega sjávarútvegsmarkaði, en heimamarkaðurinn er ekkert sér- staklega stór. Hann rúmar ekki mikla tilraunastarfsemi. Þess vegna er það mikilvægt fyrir tækni- og upplýsingaiðnaðinn í kringum sjávarútveginn, að hann hafi tækifæri til að koma upplýs- ingum sínum og tækni á framfæri við aðra. Þar skiptir sjávarútvegs- sýningin gífurlega miklu máli líka. Kaupi erlendir aðilar hér tæki eða búnað, sem reynist vel, skilar það sér eflaust þegar þeir þurfa að leysa einhver önnur vandamál. Þá er líklegt að þeir leiti hingað eftir lausninni. Því er þessi sýning mikil hvatning fyrir þennan iðnað hér á landi. Hann fær þá svörun við því sem hann hefur að bjóða, bæði fyrr og ódýrar en með því að fara á sýn- ingar erlendis. Sýningin er einnig mikilvægur fundarstaður fyrir þá sem stunda viðskipti á sviði sjávarútvegsins og einnig embættis- og stjórnmála- menn. Það er merkjanleg tilhneig- ing hjá þeim að koma hingað til lands á þessum tíma. Aðrir aðilar, sem eru í viðskiptum við Island, nota einnig tækifærið til að halda hér fundi á sama tíma og má þar til dæmis nefna brezka og pólska að- ila. Sjávarútvegssýningin getur þannig vafið mikið upp á sig og ekki má gleyma ferðamannaþjón- ustunni. Eg lít svo á að við hljótum því að hagnast á því á margan hátt, bæði beinan og óbeinan, að svona sýning sé haldin reglulega hér. Fjölmiðlar nota líka þetta tækifæri til að vera með sérstakar útgáfur og kynning- ar á því, sem hér er um að vera. Það er vissulega af hinu góða og gefur tilefni til umræðna um ýmsa þætti í fiskveiðistjómun svo dæmi sé tekið. Þá má nefna að hvalveiði- málin hefur borið á góma í öllum viðtölum, sem hafa verið tekin við mig í þessu samhengi, bæði í inn- lendum og erlendum fjölmiðlum. Það er líka ánægjulegt íýrir mig að sýningin skuli vera haldin í mínu kjördæmi í fyrsta sinn. Meira funda- og ráðstefnuhald Síðan gæti maður séð fyrir sér í framtíðinni að meira funda- og ráðstefnuhald gæti orðið í tengsl- um við sýninguna, eins konar við- skiptaþing, til dæmis. Eftir því sem sjávarútvegurinn verður al- þjóðlegri verða til nýir möguleik- ar, sem maður sér kannski ekki í dag. Bara það að sýningin skuli haldin hér reglulega getur þýtt að við getum haft frumkvæðið að ein- hverju slíku. Það er margt mjög áþreifanlegt í þessu nú og margt óljósara í framtíðinni,“ segir Arni Mathiesen. Er eingöngu með norskt nótaefni NETANAUST hf. flytur inn Netanaust selur nótaefnifráMörenotíNoregiog , er eina fyrirtækið hér sem ein- nætur fra Morenot göngu flyítur inn norskt nótaefni að sögn framkvæmdastjórans Jóns Eggertssonar. Hann segir nætumar frá Mörenot mun sterkari og betri en nætur úr nótaefni, sem framleitt er í Asíu og ílutt hingað til lands. „Gæði norska nótaefnisins gerir meira en að vega upp á móti lægra verði á nótaefni frá Asíu,“ segir Jón Eggertsson. Jón segir að norskar nætur hafi verið notaðar hér síðastliðin 30 ár og hafi nætur frá Mörenot reynzt sérstaklega vel, enda framleiddar úr viðurkenndu gæðaefni, sem við- skiptavinir fyrirtækisins þekki. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta Asíunet endist betur en áð- ur, en innflutningur á því er nú hafinn eftir margra ára hlé af ýmsum ástæðum. Það kom fyrir að útgerðarmenn urðu fyrir stór- tjóni vegna galla í nótum frá Asíu, sem ekki fékkst bætt á neinn hátt hvernig sem á því stóð. Ef það kom fyrir að einhvr verksmiðju- galli fannst í norskum nótum var það yfirleitt bætt strax, en við höfum aldrei lent í neinu slíku hjá Mörenot. A meðan við getum boðið slíkar gæðanætur frá Mörunot, höfum við ekki áhuga á óþekktum nótum frá Asíu, til þess er áhætt- an of mikil,“ segir Jón Eggerts- son. Jón Eggertsson framkvæmdastjóri Netanausts. Þorskafli í Nordur Atlantshafi þúsund tonn 1970 1980 1990 1997 Breytingar milli 1970 og 1997 Belgía Danmörk Þýskaland Spánn Frakkland írland Ítalía Holland Portúgal Finnland Svíþjóð Bretland 53,0 1.211,4 575.9 642,5 597.9 76,8 298,2 248,0 53,3 280,8 1.083,6 45,6 2.009,1 354.7 462.7 740,5 148.4 2.4 338,2 209.5 95,9 221.4 841.5 41,0 1.471,8 274,4 345,0 412,9 212,1 402.1 221.7 68,0 244.1 761.7 29,9 1.824,4 205.4 400.7 362.2 288.3 348.5 184.5 111.8 352.3 890,0 -43,7% +50,6% -64,3% -37,6% -39,4% ~->+275,5%i ] í__ J +16,9% -25,6% ^109,8% +25,5% -17,9% ESB 5.121,4 5.470,0 4.454,7 4.998,0 -2,4% ISLAND Noregur 733,3 2.762,9 1.514.4 2.393.4 1.505,2 1.569,1 2.191,1 2.850,3 +198,8% +3,2% EES 8.617,6 9.377,8 7.529,0 10.039,5 +16,5% Grálúðuafli í Norður Atlantshafi tonn 1997 1998 Aflahlutfall Breytingar milli 1997 og 1998 Danmörk Þýskaland Spánn Portúgal Bretland 421 450 27.955 8.997 23 556 355 30.950 9.616 307 10,9% 6,9% 60,6% 18,8% 6,0% m 1 +32,0% -21,1% +10,7% +6,9% ~y+1.235% l ESB 37.846 41.784 81,8% +10,4% ISLAND Noregur 7.197 3.711 6.572 2.686 12,9% 5,3% E -8,7% -27,6% EES 48.754 51.042 100,0% +4,7% Aflaaukning mest hjá Islendingum Þjóðir EES veiddu 16,5% meira 1997 en 1970 MIKLAR breyting- ar urðu á afla þjóða Evrópska efnahags- svæðisins á árunum 1970 til 1997. Heild- arveiði var 16,5% meiri 1997 en 1970, fór úr 8,6 milljónum tonna í 10 millj- ónir, en aukningin er fyrst og fremst vegna meiri afla á Islandi. Afli þjóða Evrópusambandsins minnkaði um 2,4%, samkvæmt nýrri skýrslu frá Evr- ópusambandinu. Meira en 75% afla þjóða Evrópu- sambandsins fást úr Norðaustur-Atl- antshafinu og um 86% afla þjóða Evrópska efnahagssvæðisins. Mest veiðist af síld hjá þjóðunum og er hún helsta fisktegundin á borð- um hjá Svíum, Finnum og Norð- mönnum. Hins vegar hefur dregið jafnt og þétt úr þorskveiðum á um- ræddu tímabili, en heildarveiðin inn- an Evrópska efnahagssvæðisins fór úr 1,5 milljónum tonna 1970 í 0,9 milljónir tonna 1997. Mikil aukning varð á makrílveið- um sem fóru úr 0,4 milljónum tonna í 0,75 millj. tonna 1995 en síðan hefur reyndar dregið úr þeim. Veiðar á hrossamakríl þrefölduðust og fóru í 579.000 tonn. Vöxtur í bræðslunni Loðna var mikilvægasta bræðslu- tegundin og náðu veiðarnar hámarki 1977 þegar heildarveiðin var 2,9 milljónir tonna. Hins vegar fór hún niður í 792.000 tonn 1995 þar sem gengið hafði á stofninn og veiðitak- markanir fylgdu í kjölfarið. Eftir að þeim hafði verið aflétt óx veiðin á ný og var um 1,5 milljónir tonna 1997. Mesta aukningin á tímabilinu varð í veiði á sandsíli en hún fór úr 192.000 tonnum 1970 í 1,2 milljónir tonna 1997. Veiði á kolmunna hefur líka aukist mjög mikið, var 10.000 tonn 1970 en 521.000 tonn 1997 og veiddu Norðmenn 67% aflans fyrir tveimur árum. í bræðslu fóru samtals 3,9 milljón- ir tonna 1997 eða 39% af heildarveiði ríkjanna. 10,4% aukning varð á veiðum þjóð- anna 15 í Evrópusambandinu í Norð- austur-Atlantshafinu 1998 miðað við árið á undan en þegai- veiðar Islend- inga og Norðmanna eru teknar með í reikninginn er aukningin 4,7%. Þrátt fyrir meiri heildarafla varð sam- dráttur í veiði þriggja mikilvægra tegunda - grálúðu, skötu og rækju. Mest veitt af grálúðu 1997 veiddust 12.169 tonn af grá- lúðu sem voru 24% afla Evrópusam- bandsins en veiðin var 10% minni í fyrra. Spánverjar veiddu mest af grálúðunni eða 7.238 tonn, Portúgal- ar 3.242 tonn, Norðmenn 1.339 tonn og Þjóðverjar 350 tonn. Spánverjar veiddu 8.106 tonn af skötu eða 88% af skötuafla Evrópu- sambandsins en Portúgalar voru nánast með afganginn. I fyrra veiddust 5.055 tonn af karfa eða tvöfalt meira en árið áður. Spánverjar og Portúgalar skiptu afl- anum nánast á milli sín, Spánverjar veiddu 2.686 tonn og Portúgalar 2.363 tonn. Snarphali er ný tegund á svæðinu og vai' veiði á honum 59% meiri í fyrra en 1997. Spánverjar vou iðn- astir sem fyrr með 6.050 tonn en Portúgalar veiddu 1.090 tonn. Banna skelveiðar SKOSK yfirvöld hafa bannað veiðar á hörpudiski á 2.330 þúsund ferkíló- metra svæði útaf vesturströnd landsins. Astæðan fyrir banninu er svokölluð ASP-sýking í hörpudisk- inum sem þörungagróður veldur. ASP-eitrunin var uppgötvuð þeg- ar skoskir hafransóknarmenn voru að gera úttekt á stofninum. Eitrun hefur ekki fundist í öðrum tegund- um. Iain Gray, ráðherra heilbrigðis- mála í Skotlandi, segir að heilsa al- mennings skipti yfirvöld öllu máli og þess vegna þarf að hindra að sýkta hörpuskelin komist í fæðu manna. Bannið mun koma hart nið- ur á sjómönnum sem stunda veiðar á hörpuskel. Talsmenn þeirra segj- ast skilja ástæður bannsins en benda á að hægt sé að sanna að á ýmsum stöðum innan bannsvæðis- ins sé hörpuskel sem er ekki sýkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.