Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 18

Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 18
18 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hampiðjan hefur keypt framleiðslurétt á nýrri tækni í flottrollum Möskvarnir opnast mun betur en í venjulegu neti Morgunblaðið/Jim Smart Kaðlar og tóg af ýmsu tagi er meðal þess sem Hampiðjan framleiðir og selur víða um heim. Hér er Örn Þorláksson með sýnishom af því sem Hampiðjan býður upp á. HAMPIÐJAN hefur nýlega keypt framleiðslurétt á nýrri tækni í flottrollum sem bundin er einkaleyfi um heim allan. Aðferðin er banda- rísk og heitir á ensku „Self-Spread- ing technology11. A íslenzku hefur þessi aðferð hlotið nafnið „Þan- tækni“. Þessi aðferð er þróuð af verkfræðingum í straumvísindum og sérfræðingum í atferlisfræði fiska. Þantæknin felst í því að kaðlar og garn, sem notuð eru í trollið eru framleidd á sérstakan hátt, sem síð- an er hnýtt í net og raðað eftir ákveðnu mynstri þegar trollið er framleitt. Þannig næst virkni, sem þenur út möskvana, þegar sjór fer í gegnum netið. I raun myndast litlir straumkljúfar í köðlunum, sem þenja netið út svo möskvar trollsins opnast betur en í venjulegu neti við sömu aðstæður. Rannsóknir á atferli fiska í trolli hafa sýnt að þeir forðast netið þar til þeir annaðhvort synda út um það eða aftur í pokann. Þetta stafar af áreiti á fiskinn vegna ýmissa áhrifa inni í trollinu. Með þantækninni er dregið verulega úr þessum áhrifum því fiskurinn styggist síður og streymir jafnt og þétt aftur í pok- ann. „Togveiði- og nótaskipið Þor- steinn EA 810 hefur verið á kolmunnaveiðum með þantroll frá Hampiðjunni um nokkum tíma,“ segir Öm Þorláksson, einn sölu- stjóra Hampiðjunnar, í samtali við Morgunblaðið. „Þegar kolmunninn hefur gefið sig hefur gengið mjög vel að veiða hann í þetta nýja troll og segja má að veiðamar hafi geng- ið betur hjá Þorsteini en skipum sem hafa verið að veiða við svipaðar aðstæður. Á togi hefur það komið í ljós að mynd af trollopi á skjá sést vel allan tímann. Það breytist lítið þótt snúið sé með trollið, það hækk- að eða lækkað í sjónum eða þegar togað er í miklum hliðarstraumi. Veiðihæfni trolla fer eftir því hve vel þau halda lögun sinni á togi og þessar upplýsingar benda til þess að þantroÚið veiði betur en önnur troll við svipaðar aðstæður. Gloríutroll á Reykjaneshrygg Þessi nýja tækni og góður árang- ur Þorsteins EA við veiðar hafa vakið töluverða athygli meðal út- gerðarmanna og skipstjómenda kolmunnaskipa. Einnig hefur þan- troll frá Hampiðjunni verið í notkun í Alaska við veiðar á ufsa og hafa þær veiðar gengið vel og árangur- inn lofar góðu. Það er ljóst að með þantækninni opnast ný tækifæri í hönnun flottrolla. Þessi tækni kem- ur til með að auka veiðni trollanna umtalsvert frá því sem þekkist í heiminum í dag. Hampiðjan hefur fengið margar fyrirspumir um þetta mál að undanfömu og vænt- anlega verður mikið fjallað um þetta mál á sýningunni í Smáranum og fyrirtækið mun verða í farar- broddi á þessu sviði á nýrri öld. Veiði var góð á Reykjaneshrygg í vor og sumar og segja má að Gloríu- flottrollin frá Hampiðjunni séu alls ráðandi sem veiðarfæri á þessu svæði. Sífellt koma fram breytingar í efnum og lögun trollanna og eftir því sem veiðireynsla eykst þeim mun meiri þátt taka skipstjórar í hönnun trollanna í samvinnu við tæknideild Hampiðjunnar. Sala á flottrollum verður sífellt stærri hluti af veltu Hampiðjunnar og eru þau nú seld um allan heim. Hamp- iðjan hefur stofnsett og keypt neta- verkstæði á Nýja-Sjálandi, Walvis Bay í Namibíu og í Seattle í Banda- ríkjunum til að sinna þessum verk- efnum og binda starfsmenn fyrir- tækisins miklar vonir við þessa nýju starfsemi. Alls vinna um 100 manns hjá fyrirtækinu erlendis. Ný gerð af trollneti Fyrir nokkrum mánuðum setti Hampiðjan á markað nýja gerð af PE-trollneti sem heitir Magnet. Höfuðáherzlan í framleiðslunni á þessari nýju gerð trollnets er lögð á styrkinn miðað við þvermál, ekki þó eingöngu á styrk garnsins heldur á styrkinn í hnútnum, því hnúturinn er veikasti hluti netsins. Einnig var hugað að öðrum þáttum við hönnun gamsins og eru þeir helztir, að gamið er þétt fléttað, sem hindrar að sandur og leir komist inn í það. Mikill mergur eykur styrk gamsins miðað við þvermál. Til að ná góðri hnútafestu í mergfylltu gami er strekkingin afar mikilvæg. Tákn um gæði Magnets era bláir og hvítir þættir sem era fléttaðir með gráa litnum á gaminu. Með þessu nýja neti sjá menn möguleika á að nota grennra net í trollin en halda jafnframt sama styrk og áður miðað við venjulegt PE-net. Grennra gam léttir trollin, minnkar mótstöðu í drætti og sparar olíu, sem aftur veldur minni mengun. Markaðurinn á Islandi hefur tekið þessu nýja neti fagnandi og útflutn- ingur á því er hafinn í stóram stíl til Færeyja, Grænlands og Noregs og til netaverkstæða Hampiðjunnar á Nýja-Sjálandi og í Afríku. Dynex ofurtóg og -net Framleiðsla á Dyneema-ofur- þráðum hófst fyrir u.þ.b. 10 áram og hafa orðið miklar framfarir í gæðum og styrk. Hampiðjan hefur framleitt afurðir úr þeim síðan árið 1990 undir nafninu Dynex. Einkum era fléttaðir kaðlar og gam fyrir netahnýtingu úr ofurefninu og sí- felld þróun á sér stað. Nýr og öflug- ur vélakostur er nú til staðar í Hampiðjunni til að flétta kaðla og sífellt eykst notkunarsvið þeirra, því í mörgum tilfellum leysa þeir stálvír af hólmi því Dynex 75 kaðlar era með hærra slitþol en stálvír af sama sverleika. Dynex-kaðlar era afar meðfæri- legir og auðveldir í notkun, létt er að splæsa þá saman og endingin þreföld á við stálvír t.d. í gilsum. Þeir era svo léttir að þeir fljóta á vatni. Helztu notkunarsvið era í gilsa, í teina á nætur ,höfuðlínur og leggi trolla o.s.frv. Hampiðjan hefur aðallega horft til markaðar fyrir Dynexkaðla í sjávarútvegi en nú er einnig horft í aðrar áttir, til dæmis á olíuiðnaðinn og annan þungaiðnað. Starfsmenn fyrirtækisins hafa tekið þátt í vörasýningum fyrir olíuiðnað og kynnt sér notkunarsvið þar og sjá þar mikla möguleika. Dráttarbátar í erlendum höfnum hafa einnig keypt Dynextóg af fyr- irtækinu og era notendur ánægðir. Þeir dráttarbátar sem áðui- notuðu sver tóg eða stálvír hafa fækkað í áhöfnum vegna þess hve auðvelt er að vinna með Dynexkaðlana. Hampiðjan framleiðir Dynexnet í sverleikunum frá 1,1 mm tH 6,5 mm. Nýlega setti fyrirtækið á markað grannt net fyrir rækjutroll, sem er með tvöföldum hnút. Efnið er í eðli sínu hált og erfitt að hemja það í hnútum. En með tvíhnýttu neti og sérstakri eftirmeðferð er komin lausn fyrir rækjuskipin að fá net í troll, sem býður upp á mikinn styrk, gott gegnumflæði, vel opinn möskva og litla ánetjun. Verðið er mun lægra en á hnútalausu neti, sem hefur verið notað af rækjuútgerð- um. Þeir sem hafa notað tvíhnýtta Dynexnetið era ánægðir og segja það standast fyllilega samanburð við það sem á markaðnum er. Hampiðjan er traust og framsæk- ið fyrirtæki. Alþjóðlegt markaðs- starf, mikil reynsla og þekking starfsmanna og öflug vöraþróun ásamt góðu samstarfi við sjómenn og stjómendur í sjávarútvegi renna styrkum stoðum undir reksturinn og býr fyrirtækinu jákvæða umgerð fyrir framtíðina," segir Öm Þor- láksson. Hampiðjan tekur nú þátt í Is- lenzku sjávarútvegssýningunni í sjötta sinn. Fyrirtækið verður með 56 fermetra sýningarbás í Smáran- um og mun þar leggja áherzlu á helztu nýjungar í framleiðslunni. Á sýningarsvæði Hampiðjunnar verður megináherzlan lögð á tvær gerðir af Gloríutrollum, nýja gerð af PE-trollneti sem heitir Magnet og afurðir framleiddar úr ofurþráðun- um Dyneema, sem Hampiðjan framleiðir undir nafninu Dynex. T Heildarlausnir fyrir sjávarútveg Atlas ASTlLLEaOS D£ PASAÍA, S.A. I Skipasmiðar og breytlngar Mustad Beltnlngavölar UOrange Pfaur og dœluelement REINTJES l&Geneíec Rafstöðvar F =3 ísvélar Togvlndur tAtlas Borgartúni 24,105 Reykjavík Sími: 5621155, Fax: 561 6894 Heimsækið okkur á sýningunni á bás D60 í sal D Styrkt til náms í sj ávarútvegsfræðum SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Árni M. Mathiesen hefur veitt styrki til framhaldsnáms í grein- um í sjávarútvegi. Alls bárust fimm umsóknir um styrkina. Þrír umsækjendanna eru í meistara- námi eða sambærilegu námi en tveir í doktorsnámi. Við mat á styrkumsóknum var einkum litið til námsárangurs og námsferils umsækjenda, hve langt þeir væru komnir í námi og mikil- vægis rannsóknasviða þeirra fyrir íslenskan sjávarútveg. Á þessum grundvelli var ákveð- ið að fyrsta styrk hlyti Guðmund- ur Ólafsson sem er að hefja dokt- orsnám í fiskifræði við Dalhousie Háskólann í Nova Scotia, í Kanada. Rannsóknir Guðmundar munu beinast að hrygningu ís- lensku sumargotssíldarinnar í samanburði við hrygningu síldar- stofna í norðvestanverðu Atlants- hafi. Guðmundur mun vinna að rannsóknum sínum við Dalhousie Háskólann og í samvinnu við sér- fræðinga Hafrannsóknastofnunar- innar. Annan styrk hlýtur Margrét Bragadóttir sem er í meistara- námi við matvælafræðiskor Há- skóla íslands. Margrét er starfs- maður Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins en í náminu mun hún m.a. sækja námskeið við Kaup- mannarhafnarháskóla. Rannsókn- arverkefni Margrétar hefur bæði hagnýtt og vísindalegt gildi. Það fjallar um náttúrulega þráahindr- un í loðnuafurðum. Sjávarútvegsráðuneytið telur styrkveitingu þessa mikilvæga hvatningu til þess að laða hæfi- leikafólk til starfa í íslenskum sjávarútvegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.