Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 31 ' Ný og hraðvirk vog frá Marel hf. Búnaður frá Marel í notkun í 45 löndum MAREL hf. kynnir á íslensku sjávarútvegssýningunni nýj- ustu gerð tölvuvoga, MUOO, sem verið hefur í sölu í rúmt ár. Vogin hefur hlotið góðar viðtökur, enda í henni að finna ótal nýjungar. Jón Þór Olafsson, fram- kvæmdastjóri vöruþróunar hjá Marel, segir að ein helsta nýjungin sé hversu hraðvirk og stöðug vogin er. „Við byggjum á nýrri aðferð sem gerir okkur kleift að auka hraðann á voginni verulega en um leið að halda stöðug- leikanum mjög miklum. Venjulega fer þetta tvennt ekki saman í vogum, menn eru með hraðvirkar en óstöðugar og öfugt.“ Skjár vogarinnar hefur stóra og greinilega lýsandi stafi að sögn Jóns Þórs, auk þess sem takkaborð vog- arinnar er af nýrri gerð og byggist á kristöllum, samskonar og eru m.a. notaður í kveikjurum. Það er mjög sterkt og algerlega vatnsþétt. Takkaborðið á MUOO voginni þolh- því betur en flestar vogir að menn noti oddhvassa hluti til að styðja á takkana, eins og oft vill verða. Til að auðvelda þrif er yfirborð vogarinnar auk þess mjög slétt. „Hún er uppbyggð eins og hjálm- ur þannig að vatn á nánast engan aðgang að innviðunum. Pallurinn er á sama hátt hannaður með það fyrir augum að þrif verði auðveld og hann þolir það hnjask sem þessi tæki verða oft fyrir í matvæla- vinnslu. Vogin er smíðuð úr sér- staklega vönduðu ryðfríu stáli, með- al annars til að þola markaði eins og Ástralíu þar sem fara saman hiti og selta og sama má segja um saltfisk- vinnslu þar sem hefðbundið ryðfrítt stál dugir oft illa.“ Vogina má tengja við tölvu og eins getur hún tengst bæði prentara og netumhverfi. Netkerfið sér þá vogunum bæði fyrir straumi og gögnum þannig að aðeins er ein leiðsla í hverja vog. Það skiptir tals- verðu máli þegar kemur að þrifum. Vakið hrifiningu í Japan Sala MllOO vogaiTnnar hefur far- ið geysilega vel af stað að sögn Pét- urs Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra markaðssviðs, og hefur hún alls staðar hlotið góðar viðtökur og einróma lof. Vogin hefur nú verið seld víðsvegar um heiminn, meðal annars til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Japan. „Við erum sérstaklega stoltir af því að hafa selt talsvert af þessum vogum til Japan en Japanir hafa löngum verið taldir fremstir í framleiðslu á tölvuvogum," segir hann. Skjótari og skilvirkari þjónusta Á sjávarútvegssýningunni mun Marel hf. ennfremur kynna M3000 stjómtölvuna sem einkum er ætlað að auðvelda notendum stjómun og aðgang að öðmm búnaði Marel í matvælavinnslu og stjómar m.a. vogum, flokkurum, skurðarvélum, trogvogum og flæðilínukerfum. Búnaðurinn er þegar í notkun í 45 löndum og segir Láms Ásgeirsson, FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, og Jón Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar, við nýju MllO tölvuvogina frá Marel. sölu- og markaðsstjóri Marel hf., að búnaðurinn geri tæknimönnum Marel kleift að veita mun skjótari og skilvirkari þjónustu, bæði hvað varðar viðgerðir og viðhald. „Hægt er að tengjast M3000 með PC tölvu í gegnum Ethemet og í gegnum al- netið. Því er hægt að lagfæra forrit, sinna viðhaldi, bæta vinnslu og að- stoða viðskiptavininn beint frá þjón- ustumiðstöð Marels," segir hann. Láms segir notendaviðmót M3000 stjómtölvunnar afar auðvelt í notkun og leiði notandann í gegn- um starfrækslu tækisins skref fyrir skref. Lyklaborðið á M3000 sé sér- staklega hannað til að standast erf- iðustu aðstæður. „Fjöldi grafískra uppsetninga er sýndur í lit á 8 tommu skjá, með mikilli skerpu og upplausn. Rauntíma gögn sjást um leið, sem gerir framleiðslustjóran- um kleift að hafa fulla stjóm á framleiðslunni." „Ein af þeim nýjungum sem nýtir vel eiginleika M3000 stjómbúnaðar- ins er IQF lausfrystikerfið," segir Láms. „Það er samvinnuverkefni Marel og danska fyrirtækisins Carnitech, sem em leiðandi í fram- leiðslu vinnslubúnaðar um borð í fiskiskipum. IQF lausfrystikerfið sparar vinnuafla og hámarkar af- köst í framleiðslu á frosnum fiski, hvort sem er í landi eða á sjó,“ segir Láras. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS BÝÐUR F>ÉR: AÐSTDO VIÐ FYRSTU SKREFIN í ÚTFLUTNINGI MARKAÐSUPPLÝSINGAR MARKAÐSÞEKKINGU MARKAÐSSTJÓRA TIL LEIGU markaðsráðgjafa erlendis FRÆÐSLU UM MARKAÐS" DG KYNNINGARMÁL S KIPULAG N I NGU Á SYNINGUM OG SAMEIGINLEGUM KYNNINGAR- VERKEFNUM ERLENDIS KYNNTU ÞÉR ÞJÓNUSTU DKKAR. PEKKINGU OG HUGMYNDIR í BÁS D- 1 33 Á ÍSLENSKU S JÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI . f* £

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.