Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 27 FRÉTTIR Uppbætur á kvóta vegna samdráttar í veiðum á innfjarðarrækju Stóru útgerðirnar fá mestu bæturnar Fyrr í sumar kynnti sjávarútvegsráðuneytið reglugerð sem veitir 2.000 tonna þorskígildis uppbót til rækjuútgerða sem ------------------------------------------- stunda veiðar á innfjarðarrækju. Orn Arnarson kynnti sér málið og athugaði í hendur hverra uppbótin fer. Rækjutrollið tekið UPPBÆTUR á kvóta vegna sam- dráttar í veiðum á innfjarðarækjau renna í flestum tilfellum til öflugra útgerða, sem eiga miklar aflaheim- ildir fyrir í ýmsu fiskitegundum. Þar má nefna útgerðir eins og Básafell í ísafjarðarbæ, Fiskanes í Grindavík og Saltver í reykjansbæ. Rækja er veidd inn á fjörðum á sjö stöðum á landinu; í Arnarfirði, Húnaflóa, ísafjarðardjúpi, Skaga- firði, Öxafirði, í Skjálfanda og einnig er rækjuveiði við Eldey inni í skil- greiningunni. Samkvæmt þeim for- sendum sem ráðuneytið gaf sér við útreikninga á skerðingu fá bátar sem stunda veiðar við Húnaflóa, í Isa- fjarðardjúpi og við Eldey uppbót. Alls munu þessir bátar skipta á milli sín 2.071 þorskígildislest. Samkvæmt heimildum frá ráðu- neytinu og Fiskistofu mun skipting- inn fara þannig fram að hvert svæði mun fá á bilinu sex til sjö hundruð þorskígildistonn og þau munu deilast á skipin eftir aflahíutdeild þeirra á hverju svæði. Hverjir eru að fá bætur? Alls hafa 43 bátar stundað rækju- veiðar á þessum slóðum. Hlutdeild þeirra er þó mismikil. A svæðunum þrem eru nokkrir bátar sem gnæfa yfir aðra þegar hlutdeild í afla er skoðuð. Við Eldey eru Erling KE og Ólaf- ur GK með stærstu hlutdeildina, eða rúmlega 23% hvor. Erling er í eigu Saltvers ehf. í Reykjanesbæ og rek- ur fyrirtækið öfluga rækjuverk- smiðju og frystir loðnu á útmánuð- um. Erling er með kvóta upp á rúm 1.850 þorskígildistonn og með upp- bótinni bætast við 160 tonn. Fiska- nes hf. er eitt af öfiugri útgerðarfyr- irtækum á landinu. Fyrirtækið gerir út 7 báta og á þeim eru 8 þúsund þorskígildistonn. Á Isafjarðardjúpi eru 22 bátar með leyfi til innfjarðarrækjuveiða. Hlutdeild bátanna í veiðunum dreif- ist nokkuð jafnt. Þó er Bára IS með um 11% hlutdeild í veiðunum. Miðað við það mun hún fá tæp 77 þorskígildistonn vegna skerðingar- innar. Bára er í eigu útgerðarfélags- ins Básafells hf. á ísafirði, en Bása- fell hefur verið mikið í fréttum und- anfarið vegna baráttu forráðamanna þess við að fá til sín þau 400 tonn af byggðakvóta sem ísafjarðarbær fékk í sínar hendur. Básafell er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins. Það hefur yfir um þrettán þús- und þorskígildistonnum að ráða. Fjórtán bátar hafa gert út á rækju í Húnaflóa. Ásdís ST er með um 18% af veiðunum í flóanum og fær sam- kvæmt þvi tæplega 130 þorskígildistonn. Ásdís er eigu Bassa ehf. sem er skráð á Hólmavík. Ólafur Magnússon HU er með um 13% hlutdeild og fær um 91 tonn. Ólafur Magnússon er í eigu Jökuls ehf. á Skagaströnd. Þessi tvö fyrir- tæki eru smá í sniðum og komast ekki nálægt Saltveri, Fiskanesi og Básafelli í stærð né umsvifum. Hverjum er verið að hjálpa? Ymsar spurningar vakna þegar þessar tölur ei-u skoðaðar. Ein er sú hvort sé verið að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi. Saltver, Fiskanes og Básafell ráða samanlagt yfn- ríf- lega 20 þúsund þorskígildistonnum, sem er mikið magn. Verðmæti þeirr- ar úthlutunar sem þau fá frá sjávar- útvegsráðuneytinu er samanlegt um 40 milljónir, sé miðað við 100 króna leiguverð á þorskkvóta. Verðmætið er miklu meira ef fyrirtækin kjósa að veiða aflann sjálf og vinna eða selja á mörkuðum. Öll iyrirtækin þrjú ráða yfir skipakosti til þess og eru því vel í stakk búin til að nýta sér þessa út- hlutun. Gat I löggjöfinni Samkvæmt 9. grein laga um stjórn fiskveiða hefur ráðheiTa heimild til þess að ráðstafa allt af 12 þúsund þorskígildistonnum til að bæta skerðingar sem verða í úthlutuðu aflamarki samkvæmt reglum sem hann setur. Þessi lög voru væntan- lega sett í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að útgerðir sem stunda veiðar í stofnum sem eru í tímabund- inni lægð verði gjaldþrota. Velta má því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að útgerðir sem stunda veiðar í mörgum tegundum, og verða því ekki fyrir sama skelli og þær sem sækja í eina tegund, fái uppbót. LEYNDARMÁLIÐ FELST í ÞJ ONUSTUNNI Skilvindur og plötuvarmaskiptar frá Alfa Laval er búnaður sem er af góðu kunnur í íslenskum sjávar- útvegi og fiskvinnslu enda er fyrirtækið í forystu í heiminum í þróun og framleiðslu á þessum sviðum. Það segir sína sögu að markaðshlutdeild Alva Laval í skilvindunum hér á landi er hátt í 80% og plötuvarmaskipta frá fyrirtækinu er að finna um borð i sífellt fleiri íslenskum fiskiskipum. Þorleifur: Þeir sem stjórna og starfa við útgerð og fiskimjölsvinnslu hafa afargóða reynslu af skilvindunum frá Alfa Laval en ekki síður er mikilvægt að við sinnum viðskiptavinum okkar eins vel og framast er unnt. Þar á að nefna þjónustu almennt, ráðgjöf við uppsetningu og rekstur og aðstoð ef einhver vandamál gera vart við sig. Síðast en ekki síst hafa viðskiptavinimir jafnvel áratuga langa og góða reynslu af samskiptum við Sindra. Þeir nýta sérþá þekkingu sem fyrirtækið býr yfir og kunna að meta þá þjónustu sem það veitir. Allt þetta skýrir yfirburði búnaðarins á markaðinum hér á landi. Kynnir Sindri einhverjar nýjungar í skilvindum til sögunnar á Sjávarútvegsýningunni 1999? Þorieifur: Já, við verðum með sýnishorn af nýrri línu fyrir skip sem væntanleg er á markaðinn um næstu áramót. Helst er að nefna að skilkarlinn er breyttur, tækið er fyrirferðarminna, minna tapast af olíu og hagkvæmni f rekstri er þannig meiri en áður. Nýjar og stærri skil- vindur fyrir fiskimjöls- iðnaðinn eru væntan- legar líka, jafnvel á næsta ári. Fleiri nýjungar? Þorleifur: Ég vil endilega vekja athygli á að Sindri er farinn að bjóða viðskiptavinum sínum heildarlausnir í þessum efnum, sem er afar hagkvæmur kostur í mörgum tilvikum. Þar er ég að tala um að keypt sé í einu lagi skilvinda, stýribúnaður og startbúnaður með hiturum og dælum. Þannig skapast ýmsir nýir möguleikar við að endurnýja kerfin auk þess sem tíminn við að setja þúnaðinn upp styttist. SINDRI Borgartúni 31 • 105 Rvík • sími 575 OOOO fax 575 0010 • www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.