Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 28
28 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bestun og ráðgjöf ehf. kynnir nýtt rekstraráætlunar- og bestunarkerfí Kerfi sem aðstoðar við ákvarðanatöku BESTUN og ráðgjöf ehf. mun á Islensku sjávarútvegssýningunni kynna nýtt rekstraráætlunar- og bestunarkerfí sem fengið hefur nafnið BR-rekstrarbestun. Auk þess mun fyrirtækið vera með til sýnis önnur forrit undir vörulín- unni BR-lausnir. Aðstoðar við ákvarðanatöku „Kerfi okkar aðstoðar stjórn- endur sjávarútvegsfyrirtækja við grunnþætti rekstrarins, þ.e. að taka ákvarðanir sem skila fyrir- tækjunum og hluthöfum þeirra sem mestum arði,“ segir Hálfdan Gunnarsson framkvæmdastjóri Bestunar og ráðgjafar ehf. „Dæmi um lausn sem við bjóðum upp á er BR-rekstrarbestun, en hún er for- rit sem aðstoðar stjórnendur sjáv- arútvegsfyrirtækja við heildar- skipulagningu fyrirækisins og fínnur meðal annars hagkvæmasta útgerðarmynstur, kvótaleigu og hráefnisöflun. Forritið tekur mið af öllum helstu forsendum og rekstrarskorðum sem viðkomandi fyrirtæki býr við. Dæmi um forsendur eru breytileg- ir og fastir kostnaðarliðir, áætluð veiði og hlutfallsleg skipting afla á dag eftir skipum, veiðisvæðum og tímabilum. Þá tekur forritið mið af útgerðarkostnaði, kvótastöðu og kvóta einstakra skipa. Ennfremur er líkanið matað af forsendum varðandi nýtingu, afurðaverð og mannafla í vinnsluhúsum. Þá eru settar inn upplýsingar varðandi möguleg viðskipti á fiskmörkuð- um, þ.e. hversu mikið hráefni hægt væri að kaupa af mörkuðum eða hversu mikið hægt væri að selja á mörkuðum. Tenging er á milli allra þátta í rekstrinum og forritið finn- ur þá lausn sem hámarkar afkomu heildarinnar. Hvert eiga skipin að saekja? Dæmi um lausn er til dæmis uppá- stunga um það hvaða skip ættu að sækja á hvaða mið, hvaða kvóta- tegundir fyrirtækið ætti að leigja til sín eða frá sér, hvemig best sé að haga ráðstöfun og öflun hráefn- is, hvort og þá hversu mikið hag- kvæmt sé að stunda viðskipti við leigubáta miðað við skilgreind kjör svo eitthvað sé nefnt. Við hönnun forritsins var lögð áhersla á að hafa virkni þess sem einfaldasta og viðmót notendavænt. Þá geta notendur fengið myndir af til dæmis skipum eða vinnslum inn í forritið þar sem forsendur fyrir þær em slegnar inn.“ Öflugt tól Kerfið nýtist að sögn Hálfdans einnig sem öflugt tól við mat á nýj- um fjárfestingarhugmyndum. „Ef fyrirtæki em til dæmis að velta fyrir sér kaupum á nýju skipi og kvóta er því bætt inn í kerfið og þá má á einfaldan hátt sjá hverju sú fjárfesting myndi skila inn í rekst- urinn miðað við þær aðstæður sem viðkomandi fyrirtæki býr við, enda tengir kerfið alla þætti rekstrarins saman og því koma einstakar breytingar bersýnilega fram í samstæðureikningi fyrirtækisins. Að þessu loknu er hægt að fram- kvæma núvirðisreikninga eða finna innri vexti af fyrirhugaðri fjárfestingu í forritinu. Forritið svarar því öllum helstu „hvað ef ‘ spurningum sem stjórn- endur sjávarútvegsfyrirtækja velta eflaust stöðugt fyi-ir sér,“ segir hann. Lausnir sem ná til afmarkaðri þátta „Við höfum einnig þróað lausnir sem ná til skipulagningar fyrir skemmri tímabil. Til dæmis er for- ritið BR-flokkun hannað fyrir rækjuvinnslur, rækjufrystitogara, síldarvinnslur og loðnuvinnslur. Með því forriti geta menn há- markað framleiðsluverðmæti fyr- irliggjandi hráefnis. BR-flokkun vinnur á þann hátt að tekin eru sýni úr aflanum og þau vigtuð á þar til gerðri sýnatökuvog. Sýna- tökuvogin sendir upplýsingarnar jafnóðum til tölvu og forritið legg- ur mat á stærðardreifingu aflans út frá sýnatökunni. Forritið kem- ur síðan með tillögu um það hvernig best sé að flokka aflann og hvað hagkvæmast sé að fram- leiða hverju sinni út frá áætlaðri stærðardreifingu og verðforsend- um. BR-vinnslubestun er dæmi um lausn fyrir forrit sem aðstoðar vinnslustjóra í botnfiskvinnslum við val á hagkvæmustu vinnslu- samsetningu botnfiskafla. Auk þess getur það komið með tillögu um ráðstöfun hráefnis úr ísfisk- skipum á sem hagkvæmastan hátt fyrir samstæðuna, það er útgerð og vinnslu.“ Spennandi tímar framundan „Við höfum orðið varir við mik- inn áhuga á lausnum okkar enda hafa núverandi notendur lofað þær mikið,“ segir Hálfdan. „Okkar kerfi taka við þar sem hefðbundin skráningar- og bókhaldskerfi enda, en slík kerfi eru þó mikilvæg við mat á forsendum í okkar kerfi. Við gætum í raun boðið flestöllum fyrirtækjum sem stunda útgerð og vinnslu sjávarfangs upp á bestun- arlausnir. Auk þess ættu jafnframt að vera miklir útflutningsmögu- leikar á lausnum okkar náum við að festa okkur enn frekar í sessi hérlendis, enda leita margar þjóðir til Islands varðandi þekkingu á sjávarútvegsmálum. Það er trú okkar að framundan sé hugbúnað- argerð sem snýst meira um fram- tíðina en áður og hugbúnaður sem til dæmis spáir, hermir og bestar ákvarðanir verði nauðsynlegt og sjálfsagt hjálpartæki stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja í framtíð- inni,“ segir Hálfdan. erö og vinnsla hf. bwvn HvianÍM\ UnulnktMi Stóp Uí/j(jíUi| SfJbi(v«í»| Reí/»»»| If/^.ífGSfOflífun srö og vinnsla hf. í»*», I launU I ) VnnU | | SU/ii | Taiju og MmniJif | MiOui | uijpl k'stuttíl ) i-Jht | (yt>, | RiWt<,jn v«Mw>| RiiiXMim*) PMrr&s tiic-; Iwngv 5476 000 Kðtitutitktóuí \tMm |».I Vtið&m -l 3aooo»J d Mti*d 45.600 011« 45 000 ---------3 Hktíi$&ovir*bM 7\ 0.41 Aíuiéáðwá* .. fít/l n«9t #P»>" I MMvt mth iMUbuttuMlu^ Sðmðn(ðkinff roifcrwngw “ TTj 3 TEKJUft lekju vmr»«ki Aflcveiðmaeti Kvátók&a 2261895.742 672 „ 1.085.415.961 32.3 17.228.31$ ÚS- TEKJimSAWTALS GJÖLD H >Mri Uúfl V3hald 3364633.022 1CO.Ö mme% 2$,7 722219.474 215' 00360.000 2.4 53763.0®) 15 225.061650 6.7 Skrifs4ot» tjnemí Uítnöétc A/tkfíftj 17.S52.000 0.5 101 018.000 3Ú londun 133.962770 4.0 CMiukotfrtaSu UrnUife, Mófáxt op bönu> 76619.020 2.3 Olía 65733.650 2J5 V&iim 61.754,730 1.9 Ufflbúft 20276,400 os BEKSTRAftGJÓlXiJUS 2477.225.590 72£ FRAMLEfiÐ 887.411432 26.4: _*J 8ft Iðutnir - b«fri rckvfur Skráning nokkurra kostnaðarliða á skip eftir veiðarfærum. Samstæðureikningur fyrirtækis í BR-rekstrarbestun. VA LDIMAR G ÍSLASO M í S P /\ K K Verið velkomin í SÝNINGARBÁS E 1 OO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.