Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 38
38 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL Útflutningsráð, Viðskiptabjdnusta utanríkisráðimeytisins, LIU og Hafró saman með bás Óvenjuleg samvinna ólíkra aðilja ______Útflutningsráð, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðune.ytisins,_ Landssamband íslenskra útvegsmanna og Hafrannsóknastofnun eru saman með bás á Sjávarútvegssýningunni og er talið að þetta sé í fyrsta sinn sem svo öflug samtök og stofnanir taka höndum saman af þessu tilefni. Vegna þessa ræddi Steinþór Guðbjartsson við forsvarsmenn samtakanna og stofnananna. Morgunblaðið/Sverrir Kristján Ragnarsson, framkvœmdastjóri LÍti, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri titflutningsráðs, og Benedikt Höskuldsson, forstöðumaður Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, slógu á létta strengi á sýningarsvæðinu í Smáranum í Kópavogi. Tilgangurinn með samvinnunni er að nýta sér stærð og styrkleika hver annars til aukinnar kynningar auk þess sem verulegur sparnaður fæst með samstarfinu. „Það fer vel á því að þessir fjór- ir aðilar séu saman,“ segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. „Þarna er verið að kynna þjónustu sem opinberir og hálfopinberir aðilar geta boðið sjáv- arútvegnum og á einum stað er verið að miðla þekkingu um þessi fyrir- tæki, stofnanir og samtök.“ Umrætt svæði er um 35 fermetra stórt og er því skipt í fjóra hluta með sameiginlegum kaffibar, Cafe De La Mer. „Við kynnum starfsemi okkar og þá þjónustu sem við bjóðum út- flytjendum," segir Jón. „Markhópur okkar er fyrst og fremst sýnendur sem slíkir fyrir utan gesti sýningar- innar. Við leggjum aðaláherslu á að efla tengslin við íslensk útflutnings- fyrirtæki frekar en erlend því við lít- um svo á að fyrirtækin sjálf sjái til þess að leggja net sín fyrir erlendu aðilana og því þurfum við ekki að hafa neina milligöngu þar um.“ Kynningin mjög mikilvæg Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að ákveðið hafi verið að taka þátt í sýn- ingunni til að kynna starfsemina, upplýsa fólk um rannsóknirnar og gildi þeirra. „Það er grundvallarmál í starf- semi okkar að ná til sem flestra, skýra ráðgjöf okkar og rannsóknir, og þetta er liður í því átaki okkar,“ segir Jóhann. „Með því að stuðla að sem bestri þekkingu á starfsemi okkar aukum við líkurnar á því að umræðan í þjóðfélaginu um fiski- fræði, fiskvemd og veiðistjómun komist í betra form. Um er að ræða eilíft verkefni og í því sambandi má nefna að við höfum látið gera kvik- mynd um starfsemi Hafrannsókna- stofnunar sem sýnd verður í þriggja þátta röð í Sjónvarpinu í haust. Auk þess höfum við verið með opið hús víðs vegar um landið og til stendur að fara í skólana.“ Jóhann segir að öll kynning á stofnuninni sé mjög mikilvæg. „Þeg- ar fjallað er um sjávarútveginn er mjög mikilvægt að fólk átti sig á út á hvað starfsemin gengur. Ef við ná- um að koma útskýringum okkar og þekkingu á framfæri sem víðast kemur það í veg fyrir misskilning og rangtúlkun." í því sambandi er mik- ilvægt að vera nálægt hagsmunaaðil- um á sýningunni, að sögn Jóhanns. „Við erum hlutlaus og sjálfstæð stofnun en til að ná árangri í rann- sóknum er okkur lífsnauðsynlegt að starfa mjög nálægt sjómönnum, út- vegsmönnum og öðrum hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi og leggjum mjög mikið upp úr því.“ Ánægja með samstarfið LÍÚ tekur þátt í sýningunni í fyrsta sinn eins og Hafrannsókna- stofnun og er Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, ánægður með fyrrnefnt samstarf. „Mér þykir mjög vænt um að samstarf skuli hafa tekist með þessum aðilum um kynn- ingu á íslenskum sjávarútvegi á þessari sýningu sem er mjög alþjóð- leg. Hér koma margir erlendir aðilar og við viljum segja þeim hvað við er- um að gera. Hvernig við ætlum að bregðast við þeim kröfum sem uppi eru um umhverfismál þar sem við teljum okkur vera til fyrirmyndar.“ Kristján segir að ekki sé umdeilt að samtök útvegsmanna hafa stutt vísindastarfið mjög dyggilega, meðal annars með því að hafa átt frum- kvæðið að’ því að kosta smíði nýs rannsóknaskip's. „Við viljum kynna fyrir útlendingum hvernig við stjórn- um fiskveiðum okkar með þeim hætti að við séum að tryggja sjálf- bæra fiskistofna til framtíðar og að um það sé ekki ágreiningur á milli okkar og vísindanna og svo aftur Út- flutningsráðs sem starfar að kynn- ingu á íslenskum útflutningsvörum og hefur staðið sig mjög vel í þeim efnum undir forystu Jóns Ásbergs- sonar. Okkur til mikillar ánægju virðist Viðskiptaþjónusta utanríkis- ráðuneytisins vera sömu skoðunar og við um mikilvægi þessara þátta og kynningu á þeim, bæði gagnvart innlendum og erlendum aðilum.“ Viðskiptafulltrúarnir saman í fyrsta sinn Benedikt Höskuldsson, forstöðu- maður Viðskiptaþjónustu utanríkis- ráðuneytisins segir að samstarfið sé að hluta til óvenjulegt og að hluta til ekki. „Viðskiptaþjónustan og Út- flutningsráð sinna svipuðum málum og því er eðlilegt að þau séu saman og sama má segja um LIÚ og Haf- rannsóknastofnun þar sem annars vegar er um útgerðaraðila að ræða og hins vegar aðila sem stundar rannsóknir á lífríkinu í kringum Is- land en það er óvenjulegt að þessir tveir hópar séu saman. Hins vegar er það sérstaklega gaman og við njótum góðs af því að vera með þess- um óvenjulega hluta, því þetta eru aðilar sem við viljum kynnast betur og kynna þeim starfsemi okkar. Við vinnum með íslenskum útflutnings- fyrirtækjum eins og Útflutningsráð og margir innan LIU eru stórir út- flytjendur. Þetta er því besta mál.“ Viðskiptaþjónustan kynnir við- skiptaþjónustuna sem felst í því að veita markaðsaðstoð erlendis þar sem Island er með sendiskrifstofur en Island er með 12 sendiráð fyrir utan fastanefndir. „Á sex stöðum, í Kína, Rússlandi, Þýskalandi, Bret- landi, Frakklandi og New York í Bandaríkjunum erum við með sér- hæfða viðskiptafulltrúa, og þeir koma til Islands gagngert til að vera í sambandi við íslenska útflytjendur á sýningunni," segir Benedikt. „Höf- uðtilgangur okkar er að kynna þjón- ustu okkar fyrir íslenskum fyrir- tækjum. Hlutverk viðskiptafulltrú- ana er að aðstoða íslensk fyrirtæki sem eru í viðskiptum og eru að reyna að koma á viðskiptum við þarlend fyrirtæki. Þeir hafa oft milligöngu um samskiptin við þessi erlendu fyr- irtæki og stjórnvöld sem er hlutur sem ekki má vanmeta. Auk þess hafa þeir verið í markaðsöflun, leitað uppi viðskiptasambönd, gert úttektir um einstök fyrirtæki og vörur og greitt fyrir almennri viðskiptaleið. Við- skiptafulltrúarnir verða á staðnum og þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru allir saman hérna á sama tíma.“ Velkomin á kynningu okkar og sérstaklega bjóðum við þátttakendur í NAS verkefninu velkomna á sýninqarsvaeðLD-133 á íslensku sjávarútvegssýningunni 1999 i Smáranum 14. september # III ÚTFLUTNINGSRÁÐ ISLANDS Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavik • Sími: 511 4000 • Fax: 511 4040 • www.nas.is VELKOMIN á bás C24 á íslensku sjávarútvegssýningunni þar sem viðhaldsforritið VIÐHALDSSTJÓRI4.0 verður kynnt U t f I u t n i n g s r á d Islands er abyrgdar- og r e k s t r a r a ö i I i NAS verkefnisins Golíat ehf. • Sími: 461 1220, Rvk.: 567 9822 • Netfang: goliat@nett.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.