Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 32
32 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRIGOSCANDIA LAUSFRYSTAR Bás D-050 15 ára reynsla í verslun með notaðar fiskvinnsluvélar og -búnað fyrir sjávarútveginn. Getum útvegað flestar tegundir notaðra BAADER véla með skömmum fyrirvara. Einnig seljum við vélar, uppgerðar af fagmönnum. Umboð fyrir bandaríska fyrirtækið UNIVERSAL INDUSTRIAL REFRIGERATION sem sérhæfir sig f hönnun, lausnum og framleiðslu frystikerfa sem og sölu á endurbyggöum frystitækjum. Fulltrúi þeirra, TERRY HARTMAN, verður til skrafs og ráðagerða á bás okkar B-1 á sjávarútvegssýningunni í Smáranum, Kópavogi, 1.-4. september. FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Jónas Stefánsson og Regin Gnmsson við tvo nýja Gáska sem þeir eru að leggja lokahönd á. Athugið! Hvernig notið þið bátinn ykkar? Er hann lystibátur til að njóta í frístundum, eða er hann atvinnutæki til að framfleyta ykkur? í raun og veru skiptir það ekki máli, en það em þrjú atriði, sem þið verðið að hafa á hreinu: Það er hæfni ykkar sjálfra, ástand báts og tækja um borð og veðrið. Við hjá Johnson pump og Dælum ehf ráðum ekki miklu um veðrið, og sjálf vitið þið meira um eigin hæfni. En við vitum allt um dælur. Dælur eru ekki stór hluti af tækjunum um borð en mjög mikilvæguc Við erum sérfræðingar í öllum tegundum af dælum íyrir sjófarendur, svo sem dælum fyrir kælikerfi véla, til dekkspúlunar, til dælingar á úrgangi frá salerniskerfum, einnig dælum fyrir sturtubað og eldhús, sjálfvirkum lensidælum og dælum fyrir hitastillikerfi. Allt sem við vildum segja er það, að við höfum réttu dæluna fyrir ykkur til hvaða þarfa sem er. Gúmmíhjóladælur Gúmmíhjólin í pessum chzlum eru með sveigjanlegum spöðum. Þatr eru ákjósanlegar fyrir ýmislegt um borð í bátum. T.d. sem lensidœlur, til að spúla dekk, til eldvarna, til mótorkœlingar, til eldsneytisdalingar ofl. Þær eru sterkar og slitþolnar f og endast því vel. Það er auðvelt að skipta út slithlutum, og viðhaldskostnaður því lítill. Dtzlan er einnig fáanleg með segulkúpplingu. Afköst allt að 625 l/mín. JOHNSON PUMP Dælurehf 7 Sími S 400 600 Flskislód 18, 101 Reykjavik Gáskinn framleiddur hér á Islandi á ný SMÍÐI hinna svokölluðu Gáskabáta er r»tr tnikiíí nú hafin á ný á Islandi en Regin ~ J Grímsson, bátasmiður, hefur um nokk- urt skeið smíðað báta af þessu tagi í Nova Scotia í Kanada. Hann hefur nú tekið upp samstarf við iðnfyrirtækið Landnemann ehf. og verður reist nýtt húsnæði undir framleiðsluna hér á landi. og mikið breyttur bátur Regin hefur smíðað Gáska-bát- ana frá árinu 1987 og segir hann bátinn vel kynntan og að enn sé stór markaður fyrir bátana hér á landi. Útliti Gáskans hefur verið breytt nokkuð og voru fyrstu bát- arnir þessarar gerðar framleiddir í Kanada. „Við fórum í ákveðna naflaskoðun og veltum fyrir okkur hvað betur mætti fara við hönnun og framleiðslu bátsins. Fyrir það fyrsta vildum við reyna að hanna fallegri bát. Við mýktum því allar línur í bátnum og þannig minnkar einnig rekið því nú tekur báturinn ekki á sig eins mikinn vind. Við breytingarnar stækkar stýrishús- ið um nærri 40%, auk þess sem vinnupláss á dekki eykst talsvert. Lúkarinn stækkar einnig nokkuð, enda erum við ekki lengur með lóðrétta skiptingu milli stýrishúss og lúkars eins og áður,“ segir Regin. Nýtt húsnæði í Hafnarfirði Landneminn ehf. er að reisa húsnæði á hafnarsvæðinu í Hafnar- firði undir bátasmíðina og er stefnt að því að framleiðslan verði komin á fullt í húsinu í desember, að sögn Jónasar Stefánssonar, eiganda fyr- irtækisins, og þá verði hægt að framleiða þrjá báta á mánuði. „Við stefnum að því að bjóða mönnum alhliða þjónustu. Það á jafnt við um framleiðslu, skipulagningu, frá- gang og afhendingartíma. Við leggjum einnig áherslu á að þjón- usta viðskiptavini okkar eftir að smíði bátanna lýkur, munum fylgja bátunum eftir ef svo má að orði komast," segir hann. Að framleiðslunni koma einnig undirvertakarnir Ver, sem sér um allar vélasetningar, og Suðulist, sem sér um rekkverk, möstur o.s.frv. Landneminn sér um málun, innréttingar, raflagnir o.þ.h. Þá mun ART-X sjá um plöstun hér á íslandi. Gáskabátarnir eru einkum ætl- aðir til línu- og handfæraveiða en Regin segir að hægt sé að fá bátinn í 11 metra útgáfu sem sé kjörin á netaveiðar. Þeir Regin og Jónas segja ýmislegt benda til þess að gerðar verði breytingar á reglum þannig að heimilt verði að stækka báta af þessari stærð. „Gáski 960 er tilbúinn í slíkar breytingar án mikillar fyrirhafnar og kostnaður- inn er ekki mikill. Þá bætast við nærri 4,5 fermetrar í dekkpláss,“ segja þeir. Mikill vinnuþjarkur Hörður Jónsson, útgerðarmaður á Grundarfirði, hefur fest kaup á nýjum Gáskabát sem hafður verð- ur til sýnis á Islensku sjávarút- vegssýningunni. „Ég valdi Gáska- bát vegna þess að þeir eru með yf- irburða sjóhæfni og eru miklir vinnuþjarkar. Vinnuplássið er ein- staklega mikið og gott og hægt að koma 10 körum í lest og mörgum körum á dekk. Ég fæ einnig öfluga vél, 430 hestafla Cummings. Einnig læt ég setja í bátinn hliðar- skrúfu sem gerir línudráttinn mun auðveldari en ég ræ nærri ein- göngu á línu núorðið og er yfirleitt einn á. Ég fæ bátinn afhentan eftir sýningu og fer þá strax að róa,“ segir Hörður. Banni á nilarkarfa aflétt? EVRÓPUSAMBANDIÐ íhugar nú að aflétta banni við innflutningi á nílarkarfa frá Tanzaníu og Úganda. Bannið var sett vegna notkunar eit- urefna við veiðar á karfanum úr Viktoríuvatni. Hugsanlegt er að innflutningur á frystum karfa frá þessum löndum verði leyfður. Ljóst er að innflutningur frá Kenya verður áfram bannaður þar sem stjórnvöld þar hafa ekki getað sýnt fram á að ekki hafi verið eitrað fyrir karfanum. Þau þurfa einnig að setja lög þar sem hart verður tekið á fiskveiðilagabrotum eins og eitr- un og uppfylla ýmis fleiri skilyrði. Bannið var sett vegna mikillar matareitrunar meðal fólks um- hverfis vatnið, en matareitrunin var meðal annars rakin til notkunar eit- urs við veiðarnar. Fyrir bannið voru meira en 60% nflarkarfans seld til landa innan Evrópusam- bandsins. STAFRÆN GÆÐALITPRENTUN LITPRENTUN SAMDÆGURS! Bœklingar - nafnspjöld - barmspjöld og hverskonarprentgripir *" STAFRÆNA PRENTSTOFAN LETURPRENT____ QQ32QDQQQKDD3IIZEQ13 Lítiðuppiag SÍMI 533 3600 FAX 568 0922 lágt Verð NETFANG st af p re n t @ st af p re n t. i s -amettima -A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.