Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 38 FRÉTTIR Geta séð ferðir einstakra físka SAMSTARF fyrirtækjanna Q+iKr*nii_nrlrli í byggist á hugmynd sem ölJOI IIU WUUl I Stjömu-Oddi hefur þegar samstarf við Simrad trvggt sf, eík:i,evrVá,°1g gengur ut a að staðsetja fisk með hjálp sónarbúnaðar frá Simrad. Hvað Stjörnu-Odda varðar felst ábat- inn ekki síst í því að komast í svo náin tengsl við fyrirtæki eins og Simrad. Bæði má búast við að samstarf í markaðs- og sölumálum opni vörum Stjörnu-Odda greiðari aðgang að nýjum mörkuðum og eins er samstarf á þróunarsviðinu afar mikilvægt en það getur leitt til lækkunai- þróunar- kostnaðar og styttri þróunartíma á nýjum vörum hjá Stjörnu-Odda. „Bæði fyrirtækin eru fremst á meðal jafningja á sínum sviðum í heiminum þar sem Simrad þróar og framleiðir sónarkerfi og Stjörnu- Oddi rafeindamerki til merkingar á dýrum, þar sem merkin eru mest notuð við merkingar á fiski. Samn- ingur sem þessi er mikilvægur fyrir bæði félögin þar sem Simrad fer inn á nýjan markað með sónara sína og sala á merkjum Stjömu-Odda mun stórlega aukast. Stjörnu-Oddi fær með samningnum aðgang að einu öflugasta sölukerfi heimsins á þessu sviði og munu Simrad og Stjörnu- Oddi markaðssetja sónarinn og merkin saman og í sitthvoru lagi. merktra fiska. Slíkur sónar á ekki eingöngu við rannsóknarskip, held- ur er hægt, með smávægilegum breytingum á Simrad-sónurum, að breyta þeim í að geta sent út stað- setningar og þá eru fiskiskip, rann- sóknarskip og varðskip farin að senda út staðsetningarmerki niður í hafið án þess að það trufli þann són- ar sem er í notkun um borð í skip- inu svo neinu nemi. Með því að taka sónarbúnað fiskiskipa í notkun aukast líkumar verulega á að fjöldi fiska fái fleiri staðsetningar," segir í frétt frá Stjörnu-Odda. Rekstrarvörur á Sjávarútvegssýningunni - Bás E118 Hagkvæmar heildarlausnir fyrir matvælaiðnað N ...svo þú getir sinnt þínu Rekstrarvörur • Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 520 6666 • Bréfsími 520 6665 •tr ■ Bylting í fiskirannsóknum Staðsetningarbúnaðurinn til merkinga á fiski virkar þannig að fiskur er merktur með merkjum Stjörnu-Odda, merki sem geta tekið á móti hljóðbylgjum sem sónarbún- aðurinn sendir frá sér. Með því að móta útsend sónarmerki með GPS- staðsetningu, tekur merkið á fiskin- um á móti staðsetningu skipsins og skýrir það sem staðsetningu fisks- ins. Þannig getur einn sónar dekkað hafsvæði í allt að 10 km radíus. Inni í dæminu er möguleiki á að stað- setja fiskinn enn frekar náist tvær eða fleiri staðsetningar í röð með tiltölulega stuttu millibili. Hversu nákvæmlega verður hægt að stað- setja fiskinn mun koma í ljós við prófanir á kerfinu. Miklar vonir eru bundnar við slíkt kerfi sem er talið að muni verða mjög mikilvægt verkfæri rannsóknaraðila í fiskirannsóknum eftir nokkur ár. Það hefur alltaf verið draumur rannsóknaraðila að geta staðsett fisk og fylgst með ferðum hans. Slíkur búnaður mun stórauka upplýsingar um fiskistofn- ana við landið og er hægt að notast við slík merki á nær öllum fiskteg- undum, það eina sem þarf að gera er að merkja fiskinn og mun hann bera rafeindabúnaðinn á sér (utan á eða skotið inn í fiskinn). Til lengri tíma gefst rannsóknaraðilum kostur á að byggja slíkar upplýsingar inn í eftirlit með auðlindinni og í stofn- stærðarmælingar framtíðarinnar. Til þess að geta áttað sig á ferð- um fisksins þurfa merkin að endur- heimtast, sem þýðir að talsvert magn af merkjum þarf að nota til þess að kerfið verði öílugt sem eyk- ur líkurnar á því að merktur fiskur fái staðsetningu. Sem dæmi fram- kvæma hafrannsóknarstofnanimar í Noregi og á Islandi svokallað hljóðbylgjurall þar sem stór hluti landgrunnsins er skannaður. Með því að láta skipin senda út GPS- staðsetningu gegnum sónarinn eru góðar líkur á að það náist til fjölda A 15. deyl Oi Is Óskum áhöfn og útgerð Sturlaugs H. Böðvarssonar AK 10 til hamingju með nýtt ísþykkniskerfi Fljótandi ísþykkni .gerir gœfumuninn! Nýverið var settur fullkominn Brontec ísþykknisbúnaður frá Brunnum hf. um borð í einn af togurum Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, Sturlaug H. Böðvarsson AK 10. Búnaðurinn framleiðir ísþykkni til kælingar á öllu hráefni um borð. ...“ísþykknisbúnaðurinn hefur reynst mjög vel um borð hjá okkur, hvort sem er til kœlingar á millidekki, eða til ísunar í opin kör í lestinni. Brontec ísþykknið léttir alla vinnu um borð, það kœlir mun hraðar en hefðbundinn ís og skilar mun fallegra og ferskara hráefni.’ ■ Skútahraun 2 220 Hafnarfiröl S. 555 6400 Fax 555 6401 brunnar@brunnar.ls www.brunnar.is Komið og kynnist Brontec ísþykkni afeigin raun á sýningarbás okkar á íslensku sjávarútvegssýningunni, 1. til 4. sept. '99, bás C-120. * i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.