Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 16
16 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL Sameinað fyrirtæki á Höfn á Hornafírði mun heita Skinney-Þinganes hf. Efla það sem skilar hagnaði en hætta öðru Nýlr eigendur Borgeyjar á Höfn vinna að sameiningu fyrirtækisins við Skinney og Þinganes undir nafninu Skinney-Þinganes hf. Unnið er að hagræðingu í vinnslunni, meðal annars með því að sameina hana á tvo staði á Höfn í stað fjögurra. Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri segir Helga Bjarnasyni að þeir þættir starfseminnar sem skila hagnaði verði efldir en öðrum rekstri hætt. Morgunblaðið/Golli Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdasljóri Skinneyjar-Þinganess hf., og félagar undirbúa rekstur sameinaðs sjávarútvegsfyrirtækis á Höfn. FISKVERKUN sameinaðs sjávar- útvegsfyrirtækis á Höfn í Homa- firði verður á tveimur stöðum á Höfn en ekki fjórum eins og nú er. Unnið er að endurskipulagningu vinnslunnar hjá Borgey og Skinn- ey og framundan er einnig endur- skipulagning útgerðar beggja fyr- irtækjanna auk Þinganess. Útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækið Skinney hf. og útgerðarfyrir- tækið Þinganes hf. keyptu 58% hlutabréfa í Borgey hf. í lok janúar og unnið er að sameiningu fyrir- tækjanna í eitt. Sameiningin hefur verið samþykkt af hluthöfum Sk- inneyjar og Þingness og frá henni verður gengið á hluthafafundi í Borgey sem áætlað er að halda síð- ari hluta september. Þótt fyrirtæk- in hafi ekki runnið formlega saman eru þau rekin sem ein heiid. Fyrir- tækin þrjú sameinast á kennitölu Borgeyjar um leið og nafninu verð- ur breytt í Skinney-Þinganes hf. „Við gerðum lítið í upphafi, loðnuvertíðin var byrjuð og við vildum láta fyrri stjómendur ljúka sínu starfi. Halldór Arnason hætti sem framkvæmdastjóri í byrjun apríl og við komum þá hingað inn,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri hins sameinaða fyr- irtækis. Hann var framkvæmda- stjóri Skinneyjar. Starfandi stjórn- arformaður er Gunnar Árnason sem var framkvæmdastjóri Þinga- ness og sinnir ekki síst útgerðar- þættinum í nýja fyrirtækinu. Töluverðar breytingar urðu á stjómendum við eigendaskiptin. Verkstjórum og yfirmönnum á skrifstofu fækkaði verulega. Vinnslan endurskipulögð Aðalsteinn segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi til þessa einbeitt sér að endurskipulagningu vinnsl- unnar. Borgey var með vinnslu á þremur stöðum, síldarsöltun og saltfískpökkun var í sérstöku hús- næði utan við frystihúsið þar sem meginhluti starfseminnar fór fram. Þá var Skinney með flesta sömu vinnsluþætti, söltun og frystingu, í fjórða húsinu. Að sögn Aðalsteins hefur verið ákveðið að nota ein- göngu frystihús Borgeyjar og fisk- verkun Skinneyjar en afsetja hitt húsnæðið. Öll saltfískverkun mun fara fram í húsnæði Skinneyjar en sfldar- og loðnuvinnsla, bæði fryst- ing og söltun, og humarvinnsla í frystihúsi Borgeyjar. Kolafryst- ingu hefur verið hætt. Skinney hef- ur verið með bolfiskfrystingu á Reyðarfirði og verður sá rekstur óbreyttur. I sumar hefur verið unnið að endurskipulagningu húsnæðis og fiutningi véla og tækja. Verið er að setja tæki til loðnu- og sfldar- vinnslu upp í frystihúsi Borgeyjar og hefur síldarsöltunarskemmunni þegar verið lokað. Ennþá hefur ekki gefist tækifæri til að flytja saltfiskpökkunina í húsnæði Skinn- eyjar. „Starfsemin verður svipuð, en í færri húsum. Með því móti minnk- um við verulega innri flutninga. Það fer óhemjumikið af sfld og loðnu hér í gegn og hefur fiskurinn verið fluttur fram og til baka. Það sama á við um saltfiskinn en hann verður unninn í tveimur húsum fyrst um sinn,“ segir Aðalsteinn. Batamerki á rekstri Borgey hefur verið rekin með miklu tapi. Undanfarin tvö ár hefur tap af reglulegri starfsemi numið um 300 milljónum hvort ár. Skinn- ey og Þinganes hafa hins vegar verið rekin með hagnaði. „Þetta er mikið tap, of mikið, og við stefnum að því að koma fyrirtækinu í hagn- að sem íyrst. Þetta ár verður þungt en við sjáum þó ákveðin batamerki á rekstrinum," segir framkvæmdastjórinn. Fyrirtækin þrjú eiga samtals níu fískiskip með 10.500 tonna kvóta í þorskígildum talið. Um þriðjungur kvótans er í þorski. Fyrirtækið ræður jdlr 17% humarkvótans og svipuðu hlutfalli síldarkvótans auk 3% af loðnukvóta landsmanna. Ljóst er að eftir sameiningu íyrir- tækjanna verður unnt að hagræða verulega í útgerðinni, með því að sækja aflann á færri skipum. Aðal- steinn leggur hins vegar áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar i þessu efni. Fram til þessa hafi öll áherslan verið lögð á endur- skipulagningu vinnslunnar. Lítið er um að vera í útgerðinni hjá Skinney-Þinganesi hf., eins og vinnslunni, enda kvótaárið að verða búið. Tíminn er meðal annars not- aður til að halda við skipunum þannig að þau verði klár við upphaf síldarvertíðar og nýs kvótaárs. „Þetta er svipað og við bjugg- umst við. Við þekktum þetta fyrir- tæki ágætlega og gerðum okkur góða mynd af því,“ segir Aðal- steinn þegar hann er spurður að því hvort meiri erfiðleikar hafi ver- ið í rekstri Borgeyjar en þeir gerðu sér grein fyrir við kaupin. Hann gerir einnig lítið úr þeirri breyt- ingu sem það er fvrir stjórnendur minni fyrirtækjanna að taka við stóra íyrirtækinu á staðnum. „Eg hef ekki orðið var við mikla breyt- ingu, er reyndar ekkert að velta því fyrir mér. Nýja fvrirtækið er að gera það sama og Skinney, ein- ingarnar eru bara stærri. Maður getur ekki hugsað þetta öðruvísi,“ segir Aðalsteinn. Lykillinn að því að snúa tapi í hagnað er að mati Aðalsteins fram- kvæmdastjóra að einbeita kröftum fyrirtækisins að þeim þáttum sem skila hagnaði, efla þá en hætta annarri starfsemi. Þannig hefur kolavinnslu verið hætt en hún skil- aði Borgey aldrei neinu. „Við telj- um okkur geta rekið saltfiskverk- un, humarvinnslu og sfldar- og loðnuvinnslu með hagnaði. Að öðr- um kosti stæðum við ekki í þessu.“ Áður hefur verið vikið að hag- ræðingu í vinnslu. Því til viðbótar má geta þess sem skýringar á bættum rekstri að sameinað fyrir- tæki fær meiri afla til vinnslu af eigin bátum. Afli báta Þinganess er hrein viðbót við þann afla sem vinnsla Borgeyjar og Skinneyjar hafði til ráðstöfunar. Fulltrúar eigenda meirihluta hins sameinaða sjávarútvegsfyrir- tækis á Höfn hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að félagið fari á almennan hlutabréfamarkað. „Það er aðeins spurning um hvenær það getur orðið. Fyrst þurfum við að búa til eitthvað úr þessu," segir Aðalsteinn. Saltfiskverkun nýja fyrirtækisins verður í framtíðinni á einum stað í stað þriggja. Velkomin í bás D-70 TRAUST ÚTGERÐARÞJÓNUSTA FRÁ 1916

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.