Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 26

Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 26
26 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð he/ma Um fiskmarkaðina þrjá hér syðra fóru alls 169,5 tonn af þorski í síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóru 81,4 tonn og var meðalverðið 112,80 kr./kg., um Faxamarkað fóm 72,9 tonn á 116,80 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 15,2 tonn á 151,74 kr./kg. Af karfa voru seld 59,9 tonn. Enginn í Hafnarfirði, en á Faxamarkaði á 62,30 kr/kg (4,81) og á Fiskmarkaði Suðurnesja á 59,08 kr./kg (55,11). Af ufsa voru seld 43,5 tonn. í Hafnarfirði á 52,86 kr./kg (0,51), á Faxamarkaði á 48,90 kr./kg (12,11), en á 64,46 kr./kg (30,91) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru alls seld 54,4 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 116,34 kr./kg (1,71), á Faxamarkaði á 121,97 kr./kg (30,41) og á 128,70 kr./kg (22,41) að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja. Faxamarkaður Fiskmarkaður Suðurnesja Fiskmarkaður -15° Hafnarfjarðar 1 V* Júlí 29. vika 30. vika Ágúst 31. vika 32. vika 33. vika 34. vika Þorskur«"» Karfi«»» Ufsi mmmm Ýsa««" Skarkoli Ekki bárust upplýsingar um fisksölu á markaði í Þýskalandi. Alls voru seld 668,7 tonn af fiski á fiskmörkuðum í Grimsby í 34. viku. Meðalverð á þorski var 258,94 kr./kg, 197,29 kr./kg áýsu og 246,61 kr./kg á kola. Fiskverðvar sem hér segir... Lægsta Hæsta Þorskur kr/k9 “9 Stór 296 Meðal 277 Lítill 203 Ýsa Stór 222 Meðal 203 Lítil 166 Koli Stór 314 Meðal 240 Lftill 185 Fiskkaup breskra neytenda svipuð allan þennan áratug Tilbúnu réttirnir með algera forystu HELDUR hefur dregið úr kaup- um breskra heimila á fiski á síð- ustu árum en þau voru mest 1990 eða 5,53% af heimilisút- gjöldunum. 1993 voru þau 5,45% og fóru síðan lækkandi á næstu árum. Á síðasta ári jukust þau svo aftur og voru þá 5,26%. Þegar á allt er litið hafa þau verið nokkuð söm og jöfn. Sem eggjahvítugjafi kemur fiskurinn næst á eftir kjúklingum og hefur þar með skotið nautakjötinu ref fyrir rass en það var í öðru sæti 1994. A hverjum hálfum mánuði er kjúklingur til jafnaðar á borðum 3,3 sinnum, fiskur 2,5 sinnum og nautakjöt 2,3 sinnum. Á síðasta ári keyptu breskir neyt- endur fisk fyrir um 110 milljarða ísl. kr. og er þá niðursoðinn fiskur und- anskilinn. Að magni til er þetta um 200.000 tonn. Hafa þessi útgjöld farið minnkandi á síðustu árum, ef 1996 er frátalið, en þá var fisksala óvenjumikil vegna ótta við kúariðusmit. Minna framboð af þorski Ein meginástæðan fyrir sam- drættinum er minna framboð á þorski og sérstaklega á ferskum þorski. Á fyrra misseri síðasta árs minnkaði innflutningur á ferskum þorski um meira en 47% miðað við 1997 og þar sem framboðið jókst ekkert á móti frá breskum skipum hækkaði verð á innflutta fiskinum mikið. Afleiðingin var auðvitað sú að neytendur sneru sér að öðrum matvælum. Þrátt fyrir nokkurn samdrátt hefur samt orðið mikill vöxtur í sumum umdirgreinum eins og til dæmis reyktum fiski annars vegar og kældum og frystum skel- fiski hins vegar. Þegar upplýst var í mars 1996 að hugsanleg tengsl væru á milli nauta- kjötsáts og Creutzfeldt-Jacob-sjúk- dóms í mönnum minnkaði sala á nautakjöti verulega. Sala á öðrum eggjahvíturíkum matvælum jókst á móti og hvað fiskmarkaðinn varðaði var aukningin mest í frysta fiskin- um. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og neytendur eru ekki lengur jafn hræddir og áður við nautakjöt- ið. Það og verðhækkun á fiski hefur orðið til snúa þessari þróun við. Af frysta fiskinum eru fiskfingur og flök í raspi vinsælustu afurðimar og þær verðmestu ásamt rækjunni. A síðustu árum hefur fullvinnsla frystra afurða aukist mikið eða úr 70,2% 1992 í 77,4% 1998. I næstum öllum stórmörkuðum í írland Bretlandi er boðið upp á fiskborð með kældum, ferskum fiski en salan á honum minnkar þó stöðugt í hlut- falli við frystu, tilbúnu réttina. Á það við um allan fisk, líka reyktan fisk og skelfisk. Ungt fólk hrifnast af tilbúnu réttunum Undantekning frá þessari þróun í sölu á ferskum fiski eru kældir, til- búnir réttir. Þar var salan 1998 næstum níu milljarðar íslenskra króna eða 13.369 tonn. Hefur ekki verið meiri vöxtur í nokkurri grein eða um 8% á ári. Fiskur í ýmiss konar sósum er vinsælastur en á hæla honum koma síðan ýmsir kín- verskir og indverskir fiskréttir. Hafa Marks & Spencer og Sains- bury verið atkvæðamestar verslana í þessari sölu en Tesco hefur verið að auka sinn hlut mikið. Á markaðnum fyrir tilbúna rétti er hlutfall fiskréttanna 13% og er fískneyslan að þessu leyti langmest hjá fólki á aldrinum 17 til 34 ára. Hún er aftur á móti minni hjá börn- um og öldruðum. í frystum, tilbún- um fiskréttum er um sömu hlutföll að ræða en í kældu réttunum er dreifingin meiri og jafnari. Það sem fyrst og fremst hefur einkennt þróunina í versluninni á síðustu fimmtán árum er vaxandi hlutdeild stórverslana í markaðn- um. Samtímis því hefur hlutur gömlu, hefðbundnu fiskverslananna farið minnkandi enda hefur þeim fækkað mikið. Sem dæmi má nefna að 1982 voru stórmarkaðimir með 10% markaðarins fyrir fisk en 1998 voru verslanakeðjur á borð við Tesco, Sainsbury, Asda, Waitrose og Morrisons komnar með fiskborð í flestum sínum verslunum. Þá var markaðshlutfallið komið næstum í 65%. Þetta hefur að sjálfsögðu bitn- að á ýmsum og fleirum en sjálfstæð- um fisksölum en á þessum tíma féll hlutdeild þeirra úr 60% í rúmlega 20%. Kunna ekki að verka og matbúa fisk í fiskneyslunni er þróunin al- mennt sú að ferski fiskurinn á æ meira undir högg að sækja. Eru fyrir því ýmsar ástæður. Hann er yfirleitt dýrari en frystur, mörgum líkar Ola fisklyktin og þeim fækkar stöðugt sem kunna að verka hann og matbúa. Öðru máli gegnir um til- búnu réttina. Af þeim er engin lykt og eldamennskan er auðveld. í skel- fiskinum er þróunin sú sama en hann virðist seint ætla að losna við það orð að hann sé líklegri til að valda matareitrun en önnur mat- væli, jafnvel þótt slíkar sýkingar sé miklu algengari af völdum kjúklinga og annars kjötmetis. Auka útflutning sjávarafurða í ár HEILDARVERÐMÆTI útflutnings sjávarafurða frá frlandi, að meðtöldu fiskimjöli og löndunum írskra skipa erlendis, nam á síðasta ári um 26,8 milljörðum króna. Sé löndunum í erlendum höfnum hins vegar haldið ut- an við útflutninginn, nemur hann 253.000 tonnum að verðmæti um 23,5 milljarðar króna, sem er 5% meira en árið áður. Útflutningur á öllum helztu sviðum, á fiski úr ám og vötnum, uppsjávarfiski, botnfiski, skelfiski og unnum afurðum, gekk vel á siðasta ári, þrátt fyrir að markaðir fyrir síld og makríl drægjust saman vegna efnahagskreppunnar í Rússlandi. Mest af útflutningi íra fer til Frakklands, eða um 23%. Nemur verð- mæti þessa hluta útflutningsins um 5,4 miHjörðum króna. Til Frakklands selja Irar aðallega lax, botnfisk, leturhumar, annan humar, krabba, kræk- ling, ostru og annan skelfisk, sem fer beint í smásölu og frystan makríl til framhaldsvinnslu. Spánn er næststærsti markaðurinn fyrir sjávarafurðir Ira, en þangað seldu þeir fisk á s/ðasta ári fyrir um 3,6 milljarða króna. Það er 9% aukn- ing frá árinu áður. Til Spánar selja Irar einkum svokallaðan hvítfisk, lýs- ing, skötusel og fleiri tegundir botnfisks, og krabba og rækju. Bretland er þriðji stærsti markaðurinn, en þangað fóru afurðir að and- virði 3,4 milljarðar króna. Þar á eftir kemur Þýzkaland og loks Itali'a, sem kaupir um 8% afurðanna frá íslandi. Tonn 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Smásala á afurðum helstu fisk og skelfisktegunda mSk í Bretlandi 1992-1998 K Lax Rækjur Skelfiskur Makríll Koli Ufsi Reykt síld Silungur Innflutningur á ýsu til Bretlands, í janúar-apríl 1999 Frá: Tonn: 3S Noregi Færeyjum íslandi Danmörku Öðrum ríkjum 3.977 5.544 SAMTALS 13.960 tonn Bretar minnka innflutning á ýsu BRETAR drógu úr innflutningi á ýsu á fyrsta þriðjungi þessa árs. Á þessu ári nam ýsuinnflutningurinn tæpum 14.000 tonnum umrætt timabil. Á sama tíma í fyrra var innflutningurinn 17.000 tonn. Það eru einkum þrjár þjóðir, sem selja Bretum ýsuna, Norðmenn, Færey- ingar og Islcndingar, en ýsan er vinsæl í fisk og franskar. Hlutur Norðmanan nú er tæp 4.000 tonn. Færeyingar eru með 3.900 tonn og við fslendingar eru með tæp 3.000 tonn. Verulegar breytingar á hlut þessara landa hafa orðið frá árinu áður. Hlutur Norðmanna og Færeyinga hefur lækkað um 2.000 hvorrar þjóðar, en hlutur okkar aukizt um 1.200 tonn. Danir koma svo í fjórða sætinu með 1.570 tonn. Rétt er að taka fram að hér er bæði um frystan fisk og ferskan. SkarkoEt Innflutningur á kola til Bretlands, í janúar-apríl 1999 ^S^Íslandi Hollandi Danmörku [] 114 Færeyjum 0 76 Öðrum rikjum Ql22 SAMTALS 2.189 tonn BRETAR flytja einnig inn nokkuð af skarkola, eða um 2.000 tonn fyrsta þriðjung þcssa árs. Það er mjög svipað og á sama tíma í fyrra. Bretarnir kaupa um helming kolans héðan frá Islandi, eða rétt rúm þúsund tonn. Næst mest kemur frá Hollandi, 840 tonn. Danir eru í þriðja sæti með 114 tonn. Þarna er um að ræða nokkurn samdrátt frá HoIIendingum og Dönum, en nokkra aukningu frá okkur Islendingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.