Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 23 FRÉTTIR Yaki-DNG selur búnað í níu nýsmíðar í Kína VAKI-DNG hefur gert samning um sölu á stjómbúnaði fyrir veiðarfæri í níu skip sem smíða á fyrir íslenskar útgerðir í Kína. Búnaðurinn sem um ræðir eru sjö SeineTec-kerfí tO mælinga á hífingarhraða, átaki og lengd tóga fyrir snurvoð og tvö TrawlTec-kerfi til mælinga á átaki og lengd víra fyrir troll. Stjórnbúnaður fyrir veiðarfæri Vaki hf. og DNG-Sjóvélar hf. sam- einuðust fyrr í sumar og stefnir sam- einað fyrirtæki að aukinni hagræð- ingu í þróun, framleiðslu og mark- aðsmálum. Eftir sameininguna starfa 32 starfsmenn hjá fyrirtækinu í Reykjavík, Garðabæ og Akureyri. Að sögn Björgvins H. Bjarnasonar, sölustjóri Vaka-DNG innanlands, er búnaðurinn sem setja á í skipin í Kína einfaldur og notendavænn. „Auk upplýsinga um hífingarhraða, átak og lengd, heldur búnaðurinn ut- an um sögu veiðanna og gefur við- varanir á stillanlegum gildum í lengdum og átaki. Ennfremur skilar búnaðurinn upplýsingum um legu veiðarfæranna til skipstjórnarmanna sem gefur þeim möguleika á að bregðast við aðstæðum og hámarka opnun veiðarfæra í sjó. Þessi samn- ingur er Vaka-DNG mikilvægur og ánægjulegt að þessi búnaður, sem er afrakstur íslensks hugvits, skuli vera valinn á einu bretti sem stjórnkerfi í svo myndarlegt smíðaverkefni hinumegin á hnettinum,“ segir Björgvin. Nýr aflanemi Ein af þeim nýjungum sem Vaki- DNG mun kynna á Islensku sjávar- útvegssýningunni er aflanemi fyrir togveiðar. Að sögn Björgvins er afla- neminn um margt sambærilegur öðrum aflanemum en hefur þó nokkrar athyglisverðaer nýjungar. „Nemann er til dæmis hægt að opna úti á sjó og breyta senditíðni, í stað þess að gera það á verkstæði. Einnig er rofinn breyttur frá því sem hefð- bundið er á þann hátt að það er stál- kólfur í stað vírs sem ræsir nemann. Hleðsla nemans endist í á bilinu 6-10 sólarhringa og einungis tekur um 16 klukkustundir að hlaða hann. Nem- inn hefur verið í prófunum síðsutu sex mánuði og passar við öll hefð- bundin botnstykki og aflesturstæki frá öðrum framleiðendum og hentar bæði á flottroll og botntroll," segir Björgvin. Fjarstýring fyrir færavindur Þá hefur Vaki-DNG hafist handa við að þróa hugbúnað til að fjarstýra C-6000Í færavindunni sem er algeng í smábátum hér við land. Björgvin segir að í framtíðinni verði einnig hægt að fjarstýra fleiri framleiðslu- vörum fyrirtækisins með sama hug- búnaði. Hugbúnaðurinn verður kynntur á Islensku sjávarútvegssýn- ingunni. „Búnaðurinn hefur hlotið Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Starfsmenn Vaka-DNG með helstu nýjungar sem kynntar verða á Islensku sjávarútvegssýningunni. F.v. Her- mann Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Sævaldur Gunnarsson, markaðsstjóri, Kristján Jóhannesson, mark- aðsstjóri, og Björgvin H. Bjarnason, sölustjóri innanlands. nafnið DNG Brú sem vísar til þess að hann er hugsaður sem eitt stjórn- tækja í brú, þar sem hægt er að fylgjast með og stjórna virkni vind- anna. Hugbúnaðurinn byggist á PC- samhæfðri tölvu en margir smábátar eru nú þegar búnir slíkum tækjum. Hann byggist upp á yfírlitsskjámynd sem sýnir staðsetningu hveirar vindu, hvað hún er að gera og á hvaða dýpi hún er að vinna. Á skjá- myndinni verður einnig hægt að stýra vindunum, til dæmis kalla þær allar upp eða senda eina niður. Sé tvísmellt á eina af vindunum á yfir- litsskjámyndinni opnast annar gluggi sem er nákvæm eftirmynd skjásins á vindunni. Þar er hægt að stýra nánast allri virkni vindunnar til jafns við það sem hægt er að gera á stjórnborði hennar. Hugmyndin um fjarstýringu fyrir C-6000Í færa- vinduna er ekki ný af nálinni og hafa margir notendur vindunnar lýst áhuga sínum á slíku verkfæri," segir Björgvin. Þar að auk kynnir Vaki-DNG á sjávai-útvegssýningunni nýja beitn- ingarvél. Vélin er viðbót við núver- andi línukerfi sem hefur verið á markaðnum síðastliðin 5 ár. Beitn- ingarvélin er tölvustýrð og er algjör- lega sjálfvirk. Hún getur beitt smokk, makríl og síld og tekur önglastærðirnar EZ 12,13 og 14. Einn af kostum við tölvustýringuna er meðal annars sá að einfalt er að breyta beitustærðinni og fá þannig hámarksnýtingu á beitu. Beitningar- vélin er hljóðlaus og án takmarka um lagningarhraða. Þrír rafmótorar eru í vélinni einn sem sker beituna, annar sem færir beituna og sá þriðji sem heldur ofaná beituna á meðan öngullinn beitist. Þegar stillingunni fyrir beitustærð er breytt, breytir vélin strax færslunni á beitunni þannig að beitustærðin breytist um leið. Skjár á beitningarvélinni sýnir stærð beitu í millimetrum ásamt beituprósentu sem mæld er rétt áður en öngullinn yfirgefur bátinn. Vélin mælir einnig frost í hverri beitu og heldur þannig mismikið við beituna þegar öngullinn skýst í hana. Þetta eykur beitningarprósentuna og tryggir það að beitan er betur sett á og fari síður af á ferð sinni niður á botninn. Mjög auðvelt er að tengja upplýs- ingarnar frá beitningarvélini Line- Tec forritinu og geyma sameiginlega til upplýsinga og samanburðar síðar meir. Þannig er hægt að fá á mynd- rænu formi beitningarprósentu og beitustærð á hverjum tíma og tengja það við GPS tölur, dagsetningar, há- seta á vakt, lengd línu og fleira. Þetta gefur skipstjóranum meiri möguleika að skoða og meta upplýs- ingar.frá fyrri tíð og þannig að ná fram arðbærari veiðiskap. Nyjung frá Tæknivali á Sjávarutvegssyningunni r UPPLYSINGRR OG ORYGGI - INTERNETTENGING FYRIR SKIP INTERNET Internettenging fyrir skip, sem fer (gegnum gervihnött, gerir áhöfnum og útgerðarfélögum kleift að vera (stöðugu Internet- og tölvupóstssambandi, ná sjónvarps- og útvarpsstöðvum, og nýta aðra fjarskiptatækni sem nútíminn býður upp á. Internettenging um gervihnött er alger bylting sem byggð er á íslensku hugviti og á eftir að verða skipaútgerðum ómetanlegt upplýsinga- og öryggistæki. Á Sjávarútvegssýningunni kynnum við einnig NOTANDI prentkerfislausnir byggöar á Windows CE vélbúnaði strikamerkjaprentara hönnunarforrit tölvuvætt HACCP gæðakerfi með snertiskjátölvum Casio handtölvur tékkvogarkerfi fyrir sjávarútveg Internetið Upplýsingar • hagkvæmt símasamband • fréttir • veðurupplýsingar • fjármál • tilkynningaskylda • kvótaverð • samskipti við lækna •textavarp • samskipti við útgerð • veðurfréttir • þjónusta á búnaði • vara og þjónusta —, - u u Tæknival FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÝNINGARBÁS TÆKNIVALS Á SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI EÐA í SÍMA TÆKNIVALS, 550 4000 www.toeknival.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.