Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 30
A 30 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 VIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ Alþjóða mannúðarsjóðurinn fundar um hagnýtingu fískistofna og stjórn fískveiða # rettarekkar Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vöruhús sem minni lagera. Aðeins vönduð vara úr gæðastáli á mjög góðu verði. Einnig færðu lyftitæki og trillur hjá okkur. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN gæði fyrir gott verð SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300 Lagerlausnir eru okkar sérgrein MECALUX V eiðiréttíndi til langs tíma æskileg Hagnýting fískistofna og stjórn fískveiða eru, meðal annars, málefni sem Alþjóða mannúðarsjóðurinn, What, lætur til sín taka en hann einbeitir sér að því að fínna hagkvæmar lausnir á vandamálum, sem hrjá heiminn. Steinþór Guðbjartsson forvitnaðist um starfsemi What hjá dr. Peter ___Warren, formanni sjóðsins, og Rögnvaldi Hannessyni, formanni_ fískveiðinefndar sjóðsins. Morgunblaðið/Þorkell Fiskveiðinefnd What og Islendingarnir í nefndinni í miðjum hópnum. Rögnvaldur Hannesson, formaður nefndarinnar, er fimmti frá vinstri og Grímur Valdimarsson, fulltrúi FAO, fyrir framan hann. Alþjóða mannúðarsjóðurinn, The World Humanity Action Trust, var stofnaður 1993 vegna þess að frumkvöðlunum þótti ástæða til að rannsóknir færu fram á því hvemig bregðast ætti við síauknum alheimsvandamálum sem hefðu áhrif á allt mannkyn. Peter Warren segir að í byrjun hafi verið litið á vandamálin í heild sinni og 1995 og 1996 hafí verið haldnar fjórar alþjóðlegar ráðstefnur í Evrópu, Afríku, Ameríku og Asíu, þar sem umræðuefnið var m.a. nýting náttúrulegra auðlinda, íbúafjöldi og fólksflutningar og mengun alheimsins. Þrjár nefndir „íbúar jarðarinnar eru sex milljarðar og í gangi er ákveðið skipulag og stjórnun," segir Warren. „í ljósi þeirra vandamála sem mannkyn stendur frammi fyrir við aldamót spyrjum við hvort núverandi skipulag sé nógu gott og ef það er það ekki hvort ekki sé ástæða til að ræða málið og taka fyrir þau atriði sem ekki eru fullnægjandi til að finna út hvað á vanti. I þessu sambandi er vert að minna á hvaða áhrif efnahagslægðin 1930 hafði í heiminum og seinni heimsstyrjöldin. Nú blasa við mörg umhverfisvandamál og fyrmefndar ráðstefnur voru fyrsta skrefið tii að skoða vandamálin frá sem flestum hliðum. Ég tók við stjórninni fyrir tveimur og hálfu ári og þá fannst mér að við þyrftum að kafa dýpra. Við höfðum rætt vandamálin á breiðum grundvelli en ekki tengt þau nægjanlega daglegu lífi. Því lagði ég til að á næsta stigi skyldum við taka fyrir ákveðin málefni sem væru þess eðlis að mannkyni stafaði hætta af gangi mála. Við skyldum skilgreina vandamálin, skoða lausnirnar sem lagðar hefðu verið tii og síðan spyrja okkur sjálfa hvort líklegt væri að þær lausnir yrðu framkvæmdar og ef ekki hvaða áhrif það hefði á ýmsum sviðum. Við settum saman lista með mörgum verkefnum og völdum þrjú til að byrja á. Stofnuð var ferskvatnsnefnd, landbúnaðamefnd og fiskveiðinefnd. 12 fulltrúar eru í hverri nefnd og var þess gætt að þar færu fulltrúar ólíkra starfa og þjóða. Hver nefnd fékk verkefni til tveggja ára í júlí í fyrra og á að skila tillögum á næsta ári.“ Warren segir að nefndirnar eigi að skoða vandamálin og tillögur til úrbóta, leggja fram tillögur um mikilvægustu lausnirnar og leggja mat á hvort líklegt sé að brugðist verði við vandanum. Ef svarið er neikvætt þarf að skilgreina hvaða ráðstafana þarf að grípa til. Starf nefndanna er komið vel á veg og segir Warren að næsta skref sé að fá álit þeirra sem hlut eiga að máli, um 100 manns á hverju sviði. „Við leggjum mikið upp úr að fá fram öll sjónarmið, hvort sem menn eru sammála tillögum nefndanna eða ekki, til að komast að sem hagnýtastri niðurstöðu." What skoðar líka hegðun fólks í tengslum við hvert svið og reynir að áætla hvemig mannkynið bregðist við tillögum til úrbóta. „Við emm öll neytendur og okkur verður ekki breytt en við viijum að fólk sé meðvitað um hvað gerist í umhverfinu, það sé hluti af því og geti haft áhrif. I þessu sambandi er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við emm neytendur sem ber að varast að vera of miklir neytendur." Warren áréttar að What á ekki að segja hvemig á að gera hlutina heldur benda á mögulegar leiðir. „Það er ekki okkar starf að móta stefnuna heldur benda fólki á að ákveðnum spurningum þarf að svara og í flestum tilfellum er það ríkisstjóma og ráðandi afla að svara þessum spurningum. Mikilvægast er að koma umræðunum af stað og gera fólki um allan heim grein fyrir mikilvægi málefnanna sem til umræðu em.“ Fiskistofnar í hættu vcgna rányrkju Rögnvaldur Hannesson prófessor í Bergen er formaður fiskveiðinefndarinnar sem hélt fund í Reykjavík í liðinni viku, en Grímur Valdimarsson er fulltrúi FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna, í nefndinni. „Helsta niðurstaða okkar er að vöxtur og viðgangur fiskistofna er í hættu vegna rányrkju,“ segir Rögnvaldur. „Hún stafar af því að framleiðni fer vaxandi og eftirspum eftir fiski fer vaxandi en framleiðni náttúmnnar er gefin stærð. Tæknin og veiðigetan em löngu komin fram úr því sem náttúran getur staðið undir ef allt ætti að vera frjálst. Ekki er lengra síðan en um síðustu aldamót að það þótti góð latína hjá mörgum, meira að segja hjá líffræðingum, að fiskveiðar hefðu engin áhrif á vöxt og viðkomu fiskistofna. Flestir vita nú að þetta er alls ekki rétt. Jafnvel er hægt að útrýma fiskistofnun með því að veiða of mikið.“ Hann segir að lausnin felist í stjórnun á veiðunum. „Við leggjum til að menn fái veiðiréttindi til langs tíma svo þeir geti fjárfest af skynsemi í fiskibátum. Þetta er okkar aðalniðurstaða en annað mál er hvemig þessi veiðiréttindi eigi að vera. Þau geta tekið á sig ýmis form. Þau geta verið í kvóta eins og á íslandi en kvóti á ekki alls staðar við. Ein forsenda þess að geta verið með kerfi sem byggist á kvóta er sú að hægt sé að hafa eftirlit með því hve mikið sé veitt. Það er ekki alls staðar hægt og því verður að skilgreina réttinn einhvem veginn öðm vísi. Til dæmis rétt til þess að eiga og nota fiskibát til ákveðinna hluta. Eins geta þetta verið svæðisbundin réttindi, kerfi eins og er til dæmis í gangi í Japan. Spurningin er líka hver á að eiga þennan rétt. Því er hægt að koma fyrir með ýmsu móti. Rétturinn getur verið í höndum einstaklinga og fyrirtækja eins og hérna. Hann getur líka verið í höndum félagasamtaka eða byggðarlaga, allt eftir aðstæðum á hverjum stað.“ Rögnvaldur segir að nefndin hafi einnig fjallað um hvað verði um arðinn. „Þegar fiskveiðistjórnunin tekst vel til getur vel farið svo að hún skili töluverðum afgangs arði. Þetta getur valdið miklum deilum eins og vel þekkt er á Islandi, en við höfum bent á tvennt í þessu sambandi. í fyrsta lagi er það hlutverk stjórnmálamanna og yfírvalda að sjá til þess að fiskveiðiréttindunum sé skipt réttlátlega. Til að hægt sé að koma svona kerfi á verður einhver að hafa hag af því og ég held að ekki sé hægt að koma svona kerfi á nema útgerðir fylgi því eftir, sjái sér hag í því. T0 að þær sjái sér hag í því er hætt við að þær fái eitthvað af fiskveiðiréttindunum í sinn hlut. Ef útgerðin heldur einhverju eftir af fiskveiðiarðinum skapast sennilega einhver hvatning til að fara vel með fiskistofnana. Utgerðarmenn fá verðmæti upp í hendurnar og þessi verðmæti verða því verðmætari eftir því sem betur er farið með fiskinn í sjónum. Þá skapast hvatning til að beita áhrifum sínum til að fiskveiðum sé stjórnað." MECALUX Comnact þión usta HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 Morgunblaðið/Þorkell Peter Warren, formaður Alþjóða mannúðarsjóðsins, The World Humanity Action Trust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.