Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 9 FRÉTTIR Frostmark býður heildarlausnir á svæði kælingar og frystingar Fjölbreyttar lausnir á sviði frystingar FROSTMARK er rúmlega þriggja ára fyrirtæki sem stendur á eldri grunni því að stofnun þess komu menn með langa reynslu úr kæliiðn- aðinum. Fyi'irtækið býður við- skiptavinum sínum upp á heildar- lausnir á sviði kælingar og frysting- ar og hefur það sinnt fjölda fyrir- tækja úr útgerðar- og fiskvinnslu- geiranum og hefm' bæði boðið upp á staðlaðar lausnir sem og heildar- lausnir Ýmsar nýjungar kynntar Frostmark verður með bás á sjávarútvegssýningunni þar sem fyrirtækið mun kynna það helsta sem það og samstarfsaðilar þess hafa upp á að bjóða. Þar á meðal heildarlausn í stjórnbúnaði kæli- og frystikerfa sem kemur frá Honywell Elm, varmaskipta frá Unex og kælimiðilslekaviðvörunar- búnað frá Murco. Einnig mun fyrir- tækið kynna nýja vél sem framleiðir ískrapa. Verða fulltrúar framleið- enda, sem eru Unex frá Þýskalandi og HRS Spiraltube frá Spáni, á staðnum. Munu þeir bjóða væntan- legum kaupendum tO Spánar til að sjá vélina vinna. Nýtt kælikerfi sparar orku Frostmark mun einnig kynna nýjungar í framleiðslu sinni. Ber þar hæst kælikerfi fyrir vatn eða sjó til kælingar á flski á undan vinnslu og meðan á henni stendur. Nýjung þessa búnaðar felst í því að hægt er að halda stöðugu hita- stigi við breytilegt flæði. Þetta sparar mikla orku því hitastig framrásar vatns eða sjávar er ein- ungis 0,3-0,5 gráður fyrir ofan frostmark. Lausfrystar fyrir fisk og rækju Fyrirtækið mun einnig kynna IQF lausfrysti og rækjufrysti. IQF lausfrystirinn hefur þann eigin- leika að hægt er að stjórna loft- flæðinu gegnum hann. Það gerir það að verkum að hægt er að frysta mismunandi afurðir í hon- um. Rækjufrystirinn sem Frost- mark kynnir hefur þann kost að hann notar 50% af orku hefðbund- ins frystis og að auki er nýting rækjunnar meiri en menn eiga að venjast. Aflahrota í laxinum GÍFURLEGUR afli af laxi fékkst í Bristolflóa við Kyi-rahafsströnd Kanada í ár. Aflinn tvö síðustu ár var mjög tregur og því kom þessi mikla laxaganga bæði sjómönnum og fiskverkendum í opna skjöldu. Vertíðinni lauk í júlí og samkvæmt bráðabirgðatölum varð aflinn alls um 25 milljónir laxa, sem er tvöfalt meira en í fyrra. Alls eru þetta um 62.000 tonn. Uppnám í vinnslunni Þessi mikla veiði olli verulegu uppnámi, bæði á miðunum og í vinnslunni í landi. Margir höfðu ákveðið að draga úr sókn og vinnslu og einhverjir verkendur ætluðu ekki að vinna neitt. Aflinn hlóðst upp í landi og þurfti mikla vinnu í að flytja laxinn til frysting- ar á öðrum og fjarlægum stöðum til að forða honum frá eyðilegg- ingu. Yfíi’völd stöðvuðu veiðarnar um tíma og margar útgerðh' köll- uðu báta sína í land meðan verið var að ná tökum á vinnslunni. Fer á markað í Japan Verð á laxinum var hátt í fyrstu, 2,75 dollarar á pundið, þegar veið- ar hófust í ánum. Aflahrotan á Bristolflóa hefur hins vegar valdið verulegri óvissu um verðþróun, en endanlegt verð myndast ekki fyiT en að lokinni vertíð. Megnið af lax- inum fer á markað í Japan, en þar sem hann er smærri í ár en í fyrra, óttast seljendur að verð geti lækk- að. Markaðurinn í Japan er þó að styrkjast og gæti það því þýtt þokkalegt verð í ár. Leiðandi fyrirtæki í fjármögnun atvinnutækja Lýsing hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði fjármögnunar atvinnutækja með eignaleigusamningum. Á síðustu árum hafa umsvif Lýsingar aukist verulega enda hefur orðsporið vaxið jafnt og þétt með sífellt fleiri ánægðum viðskiptavinum. Hjá Lýsingu hf. starfa sérfræðingar á sviði fjármögnunar með mikla reynslu í ráðgjöf og þjónustu við einstaklinga og atvinnulífið. Kynntu þér trausta og úrræðagóða þjónustu okkar og láttu okkur aðstoða þig við að velja þá lelð sem hentar þér best. símanúmer Útlánaukning Lýsingar hf. 1994-1998 Heildarútlán Lýsingar hafa aukist jafnt og þótt á síöustu árum enda koma ánægöir viðskiptavinir aftur og aftur, auk nýrra sem kjósa örugga og sveigjanlega fjármögnun. Fjögur mismunandí form fjármögnunar kemur hreyfingu á hlutina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.