Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ *36 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sjávarútvegs- og matvælateymi Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. F.v. Þórður Valdimarsson, Ragnar Guðjónsson, Pétur Einarsson og Gísli Sigurgeirsson. Skuldir gætu orðið fyrirtækjum ofviða HÆTT er við að mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki lendi í vandræðum strax í haust verði aflabrestur í veiðum á uppsjávarfiski vegna of mik- >»illa fjárfestinga undanfama 12 til 18 mánuði að mati Péturs Einarssonar, viðskiptastjóra sjávarútvegsteymis í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hann segir áhættuna í lánveitingum til sjávarútvegs í dag felast í því að skuldir verði fyrirtækjunum ofviða lækki fiskverð eða upp komi aflabrestur. Mörg gætu lent í vandræðum fljótlega íslenskur sjávarútvegur hefur breyst mikið á undanfómum ámm og er orðinn nokkuð arðbær, að mati Péturs. Afkomutölur stærri félaga fyrstu sex mánuði þessa árs bendi eindregið til þess. Hann segist hins vegar þeirrar skoðunnar að í góðær- inu hafi þessi sömu fyrirtæki oft á tíðum ráðist í of stórar fjárfestingar. Sjávarútvegsfyrirtækin era að ljúka þessu jákvæða tímabili með tiltölu- lega góðan rekstur en með nokkuð meiri skuldir en áður. Menn gætu því lent í vandræðum ef niðursveifl- an verður mikil, jafnvel fljótlega hjá fyrirtækjum sem reiða sig eingöngu á uppsjávarveiðar og vinnslu. Einnig er aldur skipa ákveðið áhyggjuefni en meðalaldur fiski- skipa er um 30 ár sem verður að teljast allt of hár aldur.“ Pétur leggur hinsvegai- áherslu á að sjávarútvegurinn hafi styrkst mikið á sama tíma, fyrirtækjunum fækkað og þau stækkað. Vonandi heldur sú þróun áfram því sterk fyrirtæki era hæfari til að takast á við sveiflur, laða til sín bestu stjóm- enduma og bestu tæknina og svo framvegis. Við munum vinna með okkar viðskiptavinum að þessari þróun.“ Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins tók til starfa 1. janúar 1998 með samruna fjárfestingarsjóðanna, þ.ám. Fiskiveiðisjóði íslands. „I upphafi voru útlán FBA til sjávar- útvegsins rúmur helmingur allra útlána FBA en hlutfall lána til sjáv- arútvegsins hefur hinsvegar minnkað vegna þess að útlán til annarra atvinnugreina hafa aukist meira. „Utlán til sjávarútvegsins hafa þannig ekki dregist saman í krónum talið,“ segir Pétur. „Þessi þróun er í raun mjög góð því þannig verður áhættudreifingin meiri fyrir bankann og því jákvætt gagnvart okkar lánardrottnum og hluthöfum." Ekki dregið úr útlánum til sjávarútvegs Hann segir stefnuna alls ekki vera að draga út útlánum til sjávar- útvegs. Orsakanna verði að leita annars staðar. ,Að okkar mati hafa fjárfestingar í sjávarútvegi undan- fama 12 til 18 mánuði verið mjög miklar og við sjáum ekki hvemig margar þeirra muni borga sig til baka. Þá er ég einkum að tala um miklar fjárfestingar í veiðum og vinnslu á uppsjávartegundum, til dæmis kolmunna. Eins jókst sam- keppni á milli bankanna mikið á þessum markaði á síðasta ári, vaxtaálag lækkaði svo mikið að við töldum að framlegð út úr þessum lánum væri lítil sem engin. Þá hafa sumir bankar talið sig hafa verið undirvigtaða í sjávarútvegi og lagt sig sérstaklega eftir því að bæta við sig í þeim geira.“ Almenn fjármálaþjónusta A meðan Fiskveiðisjóður var og hét annaðist hann nánast ein- göngu veitingu langtíma fjárfest- ingalána en það hefur breyst mik- ið eftir að sjóðurinn féll undir FBA að sögn Péturs. „Við höfum útvíkkað þessa þjónustu yfir í al- menna fjármálaþjónustu. Það er fyrst og fremst að útvega fjár- magn eftir öllum leiðum sem opn- ar eru, til dæmis með hlutafjár- eða skuldabréfaútboðum, miðlun lána eða beinum lánveitingum frá okkur, auk skammtímafjármögn- unar og gjaldeyris- og verðbréfa- viðskipta. Eins veitum við ráðgjöf um kaup, sölu og samruna, áhættustýringu og margt fleira. Það má því segja að hefðbundin útlán frá okkur séu einungis einn af mörgum þáttum sem við bjóð- um. Við lítum á sjávarútveginn sem iðnað í harðri alþjóðlegri sam- keppni og vinnum að öllum fjár- málalegum þáttum sem leitt geta til hagræðingar. Sjávarútvegurinn er langstærsta einstaka atvinnu- greinin sem við þjónum." Þróunin í sjávarútvegi hérlendis undanfarin ár hefur verið sú að út- gerð, fiskvinnsla og aflaheimildir hafa færst á sömu hendi. Pétur segir að þannig verði rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna mun betri. „Eg tel að með þessu sjáum við í framtíðinni ekki miklar fjárfestingai' í sjálfstæð- um fiskvinnslum, fiskimjölsverk- smiðjum eða rækjuvinnslu, án út- gerðar og aflaheimilda. Stærð skipt- h- líka máli og þótt við þjónum öllum fyrirtækjum í sjávarútveginum era minni útgerðir og fiskvinnslufyrir- tæki einfaldlega að fá jafngóða þjón- ustu hjá sínum viðskiptabönkum sem era þá með útibú á staðnum og þekkja einstaklingana. Við eram heildsölubanki og því sterkari í við- skiptum við stærri aðila.“ Mörg tækifæri erlendis Pétur segir stefnu FBA að fylgja einnig stærstu viðskiptavinum bankans í útrás þeirra erlendis. „Við þjónustum ekki aðeins fyrir- tæki innan Islands, heldur tökum einnig þátt í útrás þeirra í erlend- um verkefnum þar sem við sjáum mörg tækifæri. Norður-Atlantshaf- ið er að mörgu leyti eitt markaðs- svæði þegar kemur að sjávarútvegi m.t.t. tegunda, markaða og að- stæðna. Erlendir aðilar leita í sí- auknum mæli í íslenska þekkingu, til dæmis í tækjabúnaði og hugbún- aði. Islensk fjármálaþjónusta hefur hinsvegar ekki verið mikið á kort- inu til þessa vegna þess að íslensk- ir bankar og sjóðir hafa verið litlir og flestir í eigu ríkisins, og því ekki reynt að selja sína þjónustu erlend- is. Við stefnum hinsvegar á að auka þennan þátt og ég er ekki í nokkrum vafa um að það mun takast." Leggja mikla áherslu á sjávarútveginn Að undanfömu hafa heyrst gagn- rýnisraddir sem segja að FBA leggi sífellt minni áherslu á sjávarútveg- inn og geri öðram greinum hærra undir höfði. Pétur segir þetta al- rangt. „Hjá FBA starfa fleiri í tengslum við sjávarútveg heldur en hjá forvera okkar, Fiskiveiðisjóði. Við leggjum mikla áherslu á tengsl við greinina, hér er öflug greining- ardeild og almennt er þekkingar- grannurinn mjög breiður." Pétur segir að ekki hafi dregið úr útlánum til sjávarútvegs frá því FBA tók til starfa. Hinsvegar hafi útlán til greinarinnar staðið í stað frá upp- hafi, komið hafi til ný lán en önnur eðlilega greiðst upp á meðan,“ segir Pétur Einarsson. Baader fiskvinnsluvélar l-i I JJ | _______________________jjJ ^oJu______________________________ Baader 189V flökunarvél - endurbyggð. Til afhendingar í sept. ‘99. Baader 189V flökunarvél - endurbyggð. Til afh. í nóv. ‘99. Baader 51 roðflettivél - endurbyggð. Til afh. í okt. ‘99. 2 stk. Baader 51 roðflettivélar - yfirfarnar. Til afh. í sept. ‘99. Nánari uppl. gefur Sævar Matthíasson í símum 554 4773 og 896 4620. Bakverk ehf., Dalvegi 16c, 200 Kópavogi. SJALFVIRKNIMIÐSTOÐ stofnaö 1989 LYNGÁS 13 210 GARÐABÆR SÍMI: 510-5200 BRÉFSÍMI: 510-51 NETFANG: info@samey.is Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir Nýr Sunnutindur kom til heimahafnar í sumar og mun hann gera út á sfld. Stækkun hjá Búlandstindi Djúpavogi -1400 fermetra við- bygging við frystihús Búlands- tinds hf á Djúpavogi er nú orðin fokheld og verður tekin í notkun um miðjan september. í nýja hús- inu er ráðgert að fari fram salt- fiskverkun en í eldra húsinu sfld- arvinnsla. I haust munu 3 síldarskip landa við Búlandstind hf. og í upphafi kvótaárs eru 11.000 tonn af sfld eða 10 sfldarkvótar. Einnig munu línubátar landa hjá fyrirtækinu og verður saltfiskur unninn eitthvað í bland við sfldina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.