Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 37 < FRÉTTIR Ný pökkunarvél með lofttæmingu i VALDIMAR Gísla- Valdimar Gíslason-Íspakk ^VkkSjáv kvnnir vörur til pökkunar vegsýningunni " Supervac-pökkun- arvélar með lofttæmingarbúnaði sem eru útbúnar sérstaklega til þessa að tryggja örugga lokun á pokum. Við lofttæmingarpökkun á fiski, nýjum, söltuðum eða reyktum, getur það vandamál komið upp, að lokunin á pokun- um getur reynst ótrygg. „Til þess að forðast það að pok- inn smyrjist að innan hafa menn búið sér til alls konar áfyllingar- tæki, eða jafnvel brett upp á pok- ann þannig að fiskurinn snerti ekki innra byrði pokans við áfyllingu. Supervac hefur leyst þetta vanda- mál með því að sambræðsla pokans á sér stað undir þrýstingi og gegn- um báðar hliðar pokans. Valdimar Gísla- son-íspakk kynnir einnig fleiri tæki og vörur á sýning- unni. Þar má nefna lofttæmingarpökk- unarfilmu og poka gerða úr 14 lögum að mismunandi plastefnum frá finnska fyrirtæk- inu Wihuri Oy Wipak og nýjustu tegundir af loft- tæmingarpökkun- arfilmum og pok- um. Jafnframt því verða sýndar áprentaðar um- búðir sem prentað- ar hafa verið með fullkomnustu prenttækni sem notuð er við fram- leiðlu plastum- búða. Þá verða kynnt- ir á bás Valdimars Gíslasonar-Íspakks ehf. nýir prentarar frá Sato í Japan. Prentararnir sem eru af gerðinni CX200 eru bæði blekborðaprentar- ar og hitaprentarar (thermal trans- fer). Prentararnir eru litlir og ódýr- ir miðað við það víða notkunarsvið sem þeir spanna. „Mjög auðvelt og fljótlegt er að tengja þá og þeir taka afar lítið pláss. Innifalið í verði prentaranna er Windows-hugbúnaður, allur tengibúnaður við PC-tölvu, mið- arúlla og blekborðar. Miðahönnun- arforritið DjmamiCXtra 98 fyrir Windows 95 og 98 og Windows NT er innifalið í verðinu og fylgja því stöðluð tengi sem hægt er að tengja við flestar PC-vélar. CX200 getur prentað strikamerkimiða, miða með heimilisfangi, miða með fram- leiðsluupplýsingum, pökkunardag- setningum og myndum," segir í frétt fyrirtækisins. Þýska fyrirtækið Maja Maschinenfabrik Hermann Schill GmbH kynnir nýja gerð af roð- flettivél á Islensku sjávarútvegs- sýningunni. Þessi vél hentar vel til að roðfletta ýsuflök, flatfisk, þunnildi og að sjálfsögðu lax. Maja- verksmiðjurnar hafa framleitt vélar fyrir kjötiðnað í um 80 ár og reynsla þeirra úr kjötiðnaðinum hefur komið að góðum notum í hönnun og framleiðslu á vélum fyr- ir fiskiðnaðinn. Maja-roðflettivélar og Maja-ísvélar eru sýndar á sýn- ingarbás Valdimars Gíslasonar-Ís- pakks. Fyrirtækið kynnir einnig nýja gerð af fiskihnífum á Sjávarútvegs- sýningunni. Hnífarnh’ fara vel í hendi, eru léttir að vinna með og er ætlað að draga úr þreytu og vöðva- bólgu. Boðið er sérstakt sýningar- verð á Dick-hnífum og Dick- brýnsluvélum. Pækilsöltunarsprautur frá Fomaco a/s Valdimar Gíslason-Íspakk ehf. sýnir pækilsöltunarsprautu frá Fomaco a/s í Danmörku. Vélar frá þessu danska fyrirtæki eru mest notuðu pækilsöltunarsprautur á Norðurlöndum og eru fjörlmargar í notkun í dönskum og norskum fisk- iðnaði. Á sýningunni verður sýnd vél fyrir flök. Ný aðferð við reykingu Loks verður kynntur Unigar Fish Unit-reykofn frá Ness GmbH í Þýskalandi. Sýndur verður tölvu- stýrður reykofn með lokuðu reykkerfi og nýrri gerð reykgjafa. Reykofnar frá Ness hafa um ára- bil verið í notkun hér á landi bæði í kjöt- og fiskvinnslum og eru um 40 ofnar í notkun víðs vegar um landið. Fulltrúi frá Ness mun verða á sýningarbásnum og hann sýna og skýra út notkun þessara reykofna. Ný gerð af pökkunarvél með lofttæmingarbúnaði er meðal þess sem Valdimar Gíslason-fspakk kynnir á Islensku sjávarútvegssýningunni. Aö nýta reynslu með hugviti rHORTH^ r ATLANTIC1 iRESOURCE, ÉCENTRE J ... er brýnt til þess að lifa af harðri samkeppni um að þjóna kröfuörðum sjávarútvegisfyrirtækjum nákvæmlega eins og þau vilja, hvort sem það er á dekkinu, í vélarrýminu eða brúnni, auk þess að sjá um veiðarfæri, löndum og vinnslu aflans, og þar fram eftir götunum. Fullkomið vald á ofangreindum forsendum er lykillinn að framgangi okkar, og gerir okkur nú kleift að kalla okkur með réttu auðlindastöö The North Atlantic Resource Centre. Því er okkur mikil ánægja að bjóða ykkur í bás okkar nr. D090 til að kynnast færeyskum fyrirtækjum. Við væntum þess að heyra frá ykkur mjög fljótlega aftur. ICELANDIC FlSHERIES EXHIBITION I 9 9 9 1 -4SEPTEMBER1999 Smárinn, Kopavogur, Iceland ATLANTICON hf Ráðgjöf í fiskiðnaöi AWI-BOATS hf Fiskibátar FAROE COLD STORES hf Kæligeymsla FJM hf Ryöfrítt stál/ Vinnslukerfi um borð FAROE SHIP hf Flutningar/Skipaumboö HAVSBRÚN hf Fiskimjöl, lýsi Et laxeldisfóöur KEMILUX hf Hágæða hreinsiefni KJ-HYDRAULIK hf Vökvatæki Et skipabreytingar NORTHERN FISHING INDUSTRY ASSOCIATION Noröur-Færeyjar TEYMAVIRKIÐ hf Snæri Et Kaðlar TÓRSHAVNAR SKIPASMIÐJA hf Skipasmíðistöð VEST PACK hf Umbúðalausnir VÓNIN hf Veiðarfæri Menningarstovan • Útflutningsráð Færeyja • Bryggjubakki 12 • F0-100 Tórshnvn • Færcyiurn Simi +298 31 30 28 • Brétasími +298 31 04 59 • Nettang: ms@ms.olivant.fo www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.