Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 17

Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 17 FRÉTTIR Með því að hafa fullkomna internettengingu er hægt að senda gögn milii skips og upplýsingakerfis útgerðar. Starfsfólk útgerðar, hvort sem er í landi eða um borð í skipum, getur síðan nýtt stöðugt upplýsinga- streymi til aukinnar hagræðingar. ' HAFDÍS \ Útgerð Með nettengingu geta skipverjar nýtt sér alla nútíma ijarskiptatækni, meðal annars horft á sjónvarp. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Svnishorn af söluskrá með helstu upplvsinqum: AM-721: Togari til ísfiskveiða, 500 brl. Aðalvél 2200 hö. Selst án aflahlutdeildar. AM-728: Nóta- og togveiðiskip, 300 brl. Aðalvél 1150 hö, selst með/án aflahlutdeildar. AM-850: Stálskip 200 brl. Aðalvél 900 hö. Selst án aflahlutdeildar. AM-730: Stálskip 140 brl. Aðalvél 1000 hö. Selst jafnvel með hluta af veiðiheimild. AM-724: Stálskip 250 brl. Aðalvél 1000 hö. Selst án aflahlutdeildar. AM-720: Stálskip 150 br. Aðalvél 900 hö. Selst með 450 þorskígildistonnum. AM-250: Stálskip 170 brl. Aðalvél 750 hö. Selst með 200 tonnum af þorski. AM-722: Frystitogari 225 brl. Aðalvél 900 hö. Samkomulag um veiðiheimildir. AM-827: Stálskip 64 brl. Aðalvél 400 hö. Selst með tæplega 200 þorskígildistonnum. AM-851: Plastbátur Gáski 1000 9 brl. Með 70 tonnum af þorski. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti, shipbrokers in lceland, Síðumúla 33, sími 568 3330, fax 568 3331. skip@vortex.is http://www.vortex.is/-skip/ Tæknival kynnir nýja netteng'ingu TÆKNIVAL hf. kynnir nú sér- staka nettengingu fyrir skip. Nettenging um gervihnött gerir út- gerð og skipaflota kleift að vera í stöðugum samskiptum á hagkvæm- an hátt. Lausnin byggist á að skip- in eru tengd Netinu í gegnum gervihnött allan sólarhringinn, og geta verið í stöðugu Net-, tölvu- pósts- og símasambandi. Mögulegt er að nýta sér alla nútíma fjar- skiptatækni á Netinu, svo sem síma, myndsendingar, fjarfundi og fleira. Notkunarmöguleikar „Með Nettengingu geta skip ver- ið tengd upplýsingakerfi útgerðar, þau geta sent og móttekið sam- stundis allar helstu upplýsingar meðal annars um afla og kvóta. Oll símtöl geta farið í gegnum Nettengingu og þar með stórlækk- að símakostnað útgerðar. Einnig er möguleg veruleg lækkun á öðrum fjarskiptakostnaði þar sem flestöll samskipti geta farið í gegnum Net- ið. Utgerð og þjónustuaðilar búnað- ar geta veitt þjónustu á búnaði um borð í skipinu yfír Netið, meðal ann- ars yfírtekið búnað og haldið fjar- fundi. Samskiptamöguleikar Öll skrifleg samskipti nota ís- lenskt letur og hægt er að senda Word- og Excel-skjöl á milli skips og útgerðar. Staðsetningartæki og önnur upplýsingakerfi um borð geta sent gögnin sjálfvirkt í land. Með stafrænni myndavél er hægt að senda myndir, af tjóni sem kann að verða á búnaði skips. Einnig get- ur myndataka auðveldað læknum greiningu á meiðslum og sjúkdóm- Samskipti Með því að hafa fullkomna Nettengingu er hægt að senda gögn á milli skips og upplýsingakerfis út- gerðar. Starfsfólk útgerðar, hvort sem er í landi eða um borð í skipum, getur síðan nýtt stöðugt upplýs- ingastreymi til aukinnar hagræð- ingar. Auknir möguleikar Tenging skips við umheiminn opnar aukna möguleika í formi upp- lýsingaöflunar, upplýsingaveitu og upplýsingaflæðis. Með aðgang að Netinu eru möguleikarnir endalaus- ir og þar má nefna síma, spjall og myndsamband við fjölskyldu og vini, sjá sjónvarpsdagskrá RUV og fréttatíma Stöðvar 2 og hlustað á innlendar og erlendar útvarpsstöðv- ar. Netið veitir aðgang að hinum ýmsu áhugamálum og upplýsinga- veitum á veraldarvefnum og svo mætti lengi telja. Nettenging skipa um gervihnött er hagkvæm og ör- ugg leið til að auka upplýsingaflæði í rekstri útgerða og skipa sem glíma við auknar gæðakröfur við síharðn- andi samkeppnisumhverfí," segir í frétt frá Tæknivali. VIÐ BYGGJUM Á TRAUSTI BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggirá trausti Hafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.