Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yfír 18%
hækkun
grænmetis
HÆKKUN á grænmetisverði
milli mánaðanna júlí og ágúst
um 18,2% olli því að vísitala
neysluverðs hækkaði um
0,2%. Tómatar og agúrkur
hækkuðu um 22% í verði og
kál hækkaði um rúm 60% milli
mánaðanna.
Samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar olli 3,3% hækk-
un matvæla milli júlí og ágúst
því að vísitalan hækkaði um
tæplega hálft prósent. Stærsti
liðurinn er hækkun á græn-
metisverði en ávextir hækk-
uðu einnig um 11%, sem olli
0,1% áhrifum á vísitöluna.
Hækkun vegna ávaxta og
grænmetis varð því samtals
0,32%. Aðrir liðir sem einnig
hækkuðu voru brauð og korn-
vörur, sem leiddi til 0,04%
hækkunar vísitölu, kjötverðs-
hækkun olli 0,05% hækkun
vísitölu og hækkun á mjólk,
osti og eggjum hafði 0,02%
áhrif til hækkunar.
Verðsveiflur á grænmeti eru
árvissar á sumrin en frá 15.
mars og 15. apríl og fram til 15.
október og 15. nóvember leggj-
ast háir vemdartollar á inn-
flutt grænmeti til verndar
markaðsstöðu innlendrar
framleiðslu.
Mál Árborgar gegn Félagi íslenskra leikskólakennara
Krafíst frávísunar
frá Félagsdómi
LÖGMAÐUR Félags íslenskra leik-
skólakennara (FIL) krefst þess að
máli sem sveitarfélagið Arborg hef-
ur höfðað gegn FIL verði vísað frá
Félagsdómi. Árborg höfðaði málið í
þeim tilgangi að fá skorið úr um
lögmæti uppsagna leikskólakennara
sem starfa hjá sveitarfélaginu. Frá-
vísunarkrafan var tekin fyrir í Fé-
lagsdómi í gær.
Frávísunarkrafa Gests Jónsson-
ar, lögmanns FÍL, er byggð á þeim
rökum að málið snúi ekki að Félagi
íslenskra leikskólakennara heldur
varði það Árborg og þessa tilteknu
starfsmenn sveitarfélagsins sem
sagt hafa upp störfum. Samkvæmt
lögum um kjarasamning opinberra
starfsmanna skal Félagsdómur
dæma í málum sem rísa milli samn-
ingsaðila um lögmæti boðaðra eða
þegar hafinna vinnustöðvana. Ár-
borg segir að málið sé risið vegna
ákvörðunar 12 starfsmanna sveitar-
félagsins, sem sé stefnt í málinu, og
því haldið fram að ákvörðun þeirra
um að segja upp hafi falið í sér brot
á réttindum Árborgar. Engin krafa
sé gerð á hendur stéttarfélaginu um
annað en málskostnað.
Kært vegna athafna
félagsmanna
Lögmaður Árborgar hafnar þess-
um rökum og bendir á að sam-
kvæmt lögum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna megi stefna
stéttarfélagi vegna athafna félags-
manna þess. Þessu hafnar lögmaður
FIL. Hann bendir einnig á að félag-
ið eigi ekki í neinni deilu við Árborg
og hafi ekki lögvarða hagsmuni af
úrslitum málsins. Því er mótmælt
að uppsögn leikskólakennara megi
jafna til vinnustöðvunar. Það sé
ekki vinnustöðvun þótt hluti leik-
skólakennara hætti störfum vegna
óánægju með ráðningarkjör sín.
Lögmaðurinn bendii' á að FIL hafi
engan þátt tekið í ákvörðun leik-
skólakennaranna að segja upp og
hafi ekki gert neina kröfu um breyt-
ingar á kjarasamningi þeirra. Á það
er bent að stjóm og starfsmönnum
FÍL hafi ekki verið kunnugt um
uppsagnirnai- fyrirfram og fyrst
heyrt af þeim í útvarpsfréttum.
Sæstrengur er
margfalt dýrari
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Indíáninn
Mio
HANN Mio litli tók sig svo sann-
arlega vel út með indíánafjaðrir
og heimasmíðaðan boga og í
staðinn fyrir ör notaði hann
sleikipinna og vildi endilega fá
mömmu sína, Diönu, í indianaleik
með sér í góðviðrinu.
RÍKISKAUP hafa fyrir hönd
Námsgagnastofnunar auglýst eftir
tilboðum í að semja kennsluefni í
íþróttum, líkams- og heilsurækt.
Þetta er í fyrsta sinn sem gerð
námsefnis er boðin út á þennan hátt
en til stendur að fleiri námsgreinar
fylgi í kjölfarið.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri
Námsgagnastofnunar, segir að
þessi breyting sé í takt við nútíma-
vinnuaðferðir. Prentun námsefnis
hafi verið boðin út um margra ára
skeið og nú hafi verið ákveðið að
gera tilraun með að bjóða einnig út
sjálfa námsefnisgerðina og sjá svo
til hvernig það reynist. „Vonin er sú
að þetta verði hagstæðara fyrir
stofnunina og þar af leiðandi skóla
landsins," segir Ingibjörg. „En
HAUKUR Tómasson, ráðgjafi hjá
Orkustofnun, telur hugmynd
Katrínar Fjeldsted alþingismanns,
um flutning raforku með sæstreng
til Austurlands, fela í sér margfalt
meiri kostnað en væri raforkan
flutt landleiðina.
Katrín hefur viðrað þá hugmynd
að í stað þess að virkja Jökulsá í
Fljótsdal yrði unnt að virkja ann-
ars staðar og flytja orkuna með
sæstreng til Reyðarfjarðar. Hauk-
ur segir að ef hugmyndin felur í
sér að flytja raforku frá virkjunar-
svæðunum sunnanlands sjóleiðina
austur á land þurfi fyrst að flytja
hana drjúgan spöl niður að suður-
þetta er ekki síður tækifæri fyrir
áhugasamt fólk til að koma hug-
myndum sínum á framfæri."
Námsefni hefur hingað til verið
unnið þannig að Námsgagnastofnun
hefur leitað til fólks um gerð ákveð-
ins efnis eða fengið send handrit
með ósk um útgáfu. Ingibjörg segir
að með þessari nýju leið sé vonin sú
að nýjar og spennandi hugmyndir
að námsefni fái enn greiðari aðgang
að stofnuninni. „Við vonumst til að
fá nýjar ferskar hugmyndir og nýtt
fólk. Að sjálfsögðu erum við líka
alltaf að reyna að finna hagstæð-
ustu leiðina til að framleiða náms-
efni og gera sem mest fyrir þá fjár-
veitingu sem við fáum til námsefnis-
gerðar fyrir grunnskólana."
Hún segir enn fremur að þeh'
strönd landsins sem yrði litlu
skemmri vegalengd en frá virkjun-
arsvæðunum austur á land um mið-
hálendið.
„Sæstrengir eru líklega fimm
sinnum dýrari en loftlínur. Kostn-
aðurinn yrði því um 125% af fram-
leiðslukostnaði við raforkufram-
leiðsluna en rætt hefur verið um að
kostnaður af loftlínu yfir miðhá-
lendið yrði um 25% af framleiðslu-
kostnaði orkunnar fyrir austan,“
segir Haukur.
Hann segir að hugmynd Katrín-
ar sé framkvæmanleg en hún feli
ekki í sér sparnað heldur mikinn
kostnaðarauka.
sem leggi fram tilboð til námsefnis-
gerðar þurfi að vinna efnið í sam-
ræmi við námskrá menntamála-
ráðuneytisins. Auk þess geri Náms-
gagnastofnun nánari verklýsingar í
framhaldi af námskránni, misítar-
legar eftir námsgreinum. „Það
verður hlutverk Námsgagnastofn-
unar að gæta þess að efnið sé ör-
ugglega í samræmi við námskrá, að
það sé skrifað á góðu máli og að það
sé ekki á skjön við almenn gildi svo
sem í jafnréttis- og mannréttinda-
málum.“ Fái stór bókaforlög verk-
efni við gerð námsefnis fyrir Náms-
gagnastofnun segir Ingibjörg að
þau muni þá sjálf hafa daglega rit-
stjórn með hendi. Námsgagnastofn-
un muni þó fara yfir allt efni og
bera endanlega ábyrgð á útgáfunni.
Bresk yfír-
völd leita
ættingja her-
mannanna
BRESKA varnarmálaráðuneytið
stendur nú fyrir leit að ættingj-
um mannanna sem fórust hér á
landi með sprengjufiugvél
breska flughersins árið 1941.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
á laugardag fannst flak vélarinn-
ar nýlega, ásamt jarðneskum
leifum mannanna fjögurra sem
voru um borð, á hálendinu milli
Öxnadals og Eyjafjarðar. Leit-
inni stýrði Hörður Geirsson,
safnvörður á Minjasafninu á
Akureyri.
„Starfsfólk breska varnar-
málaráðuneytisins er mjög þakk-
látt Herði Geirssyni og hans fólki
á Akureyri fyrir þá vinnu sem
þau lögðu í þessa leit,“ segir Pet-
er Evans, konsúll í breska sendi-
ráðinu. Hann segir þennan fund
stórmerkan og að þeir séu mjög
ánægðir og þakklátir fslending-
um því þetta sé mjög þýðingar-
mikið bæði fyrir breska flugher-
inn og einnig fyrir ættingja
mannanna sem fórust.
Þar sem slysið varð fyrir svo
löngu má búast við því að
nokkurn tíma taki að fínna ætt-
ingjana og Evans segir leitina
geta tekið nokkrar vikur ef ekki
mánuði. Þegar þeir finnast verð-
ur tekin ákvörðun um hvað gert
skuli við jarðneskar leifar mann-
anna. Ættingjarnir gætu óskað
eftir því að leifarnar yrðu fluttar
til Bretlands og jarðsettar þar en
einnig sé hugsanlegt að þær
verði jarðsettar hér á landi í
grafreit breska hersins í Foss-
vogi. En þangað t.il búið er að
taka ákvörðun um greftrunina
verða þær í vörslu Kirkjugarða
Reykjavíkur.
N ámsgagnastofnun
býður út námsefnisgerð
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM \
Heimili
Patrekur leikur ekki með
gegn Makedóníu / B1
Kraftarnir sparaðir, en
markmiðinu náð /B6
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is