Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ i INNLENT Enn einn fjölda árekstur EINN einn fjöldaárekstur varð í umferðinni á höfuðborgar- svæðinu í gær. Að þessu sinni lentu fimm bifreiðar í árekstri á Miklubrautinni og varð að flytja tvo á slysadeild með sjúkrabif- reið. Meiðsl þeirra voru þó ekki alvarlegs eðlis. Flytja varð tvær bifreiðanna af vettvangi með kranabifreið. Að sögn lögregl- unnar voru allir í bílbeltum í bifreiðunum fimm utan eins. I gærmorgun um klukkan átta varð ennfremur árekstur með sex bifreiðum á Smiðjuvegi í Kópavogi þar sem meiðsl urðu minniháttar á tveim ökumönn- um og tjón á bifreiðum minni- háttar sömuleiðis. Atta bifreiðar lentu þá í árekstri á föstudag á Reykja- nesbrautinni og sama dag lentu þrjár bifreiðar saman á Miklu- brautinni. Öll tilboð undir áætlun FJÖGUR tilboð bárust Vega- gerðinni í framkvæmdir við Villingaholtsveg og voru þau öll undir kostnaðaráætlun en hún er rúmar 35,6 milljónir. Lægsta tilboð á Vörubíl- stjórafélagið Mjölnir, Árnes- sýslu, sem býður rúmar 27,7 millj. Næsta boð á Suðurverk hf., Hvolsvelli, sem býður rúm- ar 28,7 millj., þá Ræktunarsam- band Flóa- og Skeiða, Selfossi, sem býður 31,6 millj. og Vél- grafan ehf., Selfossi, sem býður rúmar 32,9 millj. ísafjörður Fíkniefna- neytendur handteknir LÖGREGLAN á ísafirði hand- tók fimm manns aðfaranótt laug- ardags, en hún kom að fólkinu í íbúð í bænum þar sem það var að neyta fíkniefna. í íbúðinni fund- ust tæki og áhöld til fikniefna- neyslu ásamt leifum af fíkniefn- Lögreglunni barst ábending um að verið væri að neyta fíkni- efna í fjölbýlishúsi í bænum og er hún kom á staðinn voru útidyrn- ar ólæstar og dyrnar að íbúðinni á fyrstu hæð opnar í hálfa gátt. AIls voru sex manns í íbúðinni en fimm gistu fangageymslur. Fólkinu var sleppt úr haldi á laugardaginn að loknum yfir- heyrslum. Akranes Eldur í fjöl- býlishúsi ELDUR kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi á Akranesi um klukkan hálftólf á sunnu- dagsmorgun, en kona og tvö böm, sem í íbúðinni voru, komust út úr henni og hringdu í neyðarlínuna. Að sögn lögreglu eru eldsupp- tök enn ókunn en talið er að eld- urinn hafi kviknað inni í stofunni. I fjölbýlishúsinu eru 20 íbúðir og voru þær allar rýmdar þar sem útlitið var fremur slæmt er lög- regla og slökkvilið komu á stað- inn. Eldurinn náði þó ekki að breiðast út og gekk slökkvistarf vel. íbúðin er mikið skemmd af völdum reyks, elds og hita en enginn meiddist. FRÉTTIR Yangreidd laun fyrir tímabilið 1997-1999 gerð upp 1. október Kennarar semji um ofgreiðslu vegna þessa árs Yfir 500 manns í Kópavogssundi ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda öll- um kennurum sem fengið hafa of- greidd laun frá 1. ágúst 1997 yfirlit yfir greiðslur íyrir hvert ár og skora á þá sem fengið hafa ofgreidd laun á árinu 1999 að semja við Fræðslumið- stöð Reykjavíkur um endurgreiðslu fyrir það ár. Ekki verður óskað eftir endurgreiðslu vegna áranna 1997 og 1998. í frétt frá Fræðslumiðstöðinni og Kjaraþróunardeild borgarinnar er tekið fram að ekkert verði aðhafst frekar til að knýja á um innheimtu ofgreiddra launa. Jafnframt kemur fram að vangreidd laun til þeirra sem fengu of lágar greiðslur verði gerð upp 1. október nk. fyrir allt tímabilið 1997-1999. í frétt frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Kjaraþróunardeild segir að það sé sameiginlegt mat að- ila að Fræðslumiðstöðinni hafi borið að gera kröfu til kennara um endur- greiðslu ofgreiddra launa eins og gert hafi verið. Stofnuninni beri að gæta fjármuna borgarbúa í sam- ræmi við lög, reglur og samþykktir. Ennfremur sé það meginregla samn- ingaréttar að viðtakanda ofgreiðslu beri að endurgreiða hana. Tekið er fram að Fræðslumiðstöðin hafí stuðst við verklag sem fjármálaráðu- neytið hafi viðhaft og hefði vænta- lega viðhaft gagnvart kennurum meðan grunnskólakennarar voru ennþá starfsmenn ríkisins. Þá segir: „Krafa launagreiðanda um endurgreiðslu á ofgreiddum laun- um er háð meiri takmörkunum en al- mennt gilda um endurgreiðsluskyldu. Ákvörðun Fræðslumiðstöðvar að óska eftir endurgreiðslu ofgreiddra launa byggist á því að stofnunin telur að allir hlutaðeigandi kennarar hafi mátt vita um ofgreiðsluna vegna þess að á launaseðlum voru tilgreind of há launaþrep m.v. kjarasamning og margir fengu mun hærri launa- greiðslur en þeir máttu búast við. Við slíkar aðstæður má gera þá siðferði- legu kröfu að viðtakandi endurgreiði það sem ofgreitt er.“ AFHENDING verðlauna vegna Kópavogssunds fer fram í Sund- laug Kópavogs kl. 12 í dag. Rúm- lega 500 manns tóku þátt í sund- inu og var synt frá kl. 7 á sunnu- dagsmorgun til kl. 22 um kvöld- ið. Var þetta í sjötta sinn sem Kópavogssund var synt. Lengst allra þátttakenda synti Rakel Ingólfsdóttir úr aldurshópi 13-17 ára, en hún synti 28,1 km. Guðmundur Harðarson, forstöðu- maður Sundlaugar Kópavogs, segir þátttakendur hafa komið víða að og m.a. hafi sigurvegari í aldurshópi 71 árs og eldri, Eyjólfur Kristinsson, komið frá Suðurnesjunum. Viðurkenningar voru veittar þátttakendum sem syntu ákveðn- ar vegalengdir og hlutu þeir gull sem syntu 1.500 metra eða lengra, silfur þeir sem syntu 1.000 metra og brons þeir þátt- takendur sem syntu 500 metra. Hann segir að þegar Kópavogs- sundið hófst fyrir 6 árum hafi það þótt ágætis markmið að synda 200 metra. „Við vildum breyta þessu. Það var gott mark- mið 1951 þegar Norræna sund- keppnin byijaði og sundkunnátta landans var ekki eins mikil og núna,“ segir Guðmundur og telur lengri vegalengdir eiga betur við í dag. Morgunblaðið/Kristinn Kópavogssund var synt í sjötta sinn nú á sunnudaginn. Einstaklingar auglýsa eftir eggj'asíöfum fyrir tæknifrjóvgun Læknar verða að velja viðeigandi gjafa Auglýst var eftir gjafaeggjum fyrir tækni- frjóvgun í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Ekkert er í lögum sem takmarkar slíkar aðferðir við að nálgast gjafa og að sögn viðmælenda Morgunblaðsins verður að sýna þeim skilning í ljósi málefnisins. Hins vegar sé afar varhugavert byrji fólk að greiða hugsanlegum gjöfum fyrir eins og tíðkast sums staðar erlendis. AUGLÝST var eftir gjafaeggi í Morgunblaðinu um helgina og að sögn Þórðar Oskarssonar, yfirlæknis á tæknifrjóvgunardeild kvennadeild- ar Landspítala, hefur hann tvívegis áður rekist á samsvarandi auglýsing- ar. í texta auglýsingarinnar segir m.a.: „Vilt þú gefa egg? Til eru konur sem ekki geta framleitt egg. Eg er ein af þeim. Ef þú ert móðir, 35 ára eða yngri, og gætir hugsað þér að hjálpa mér, viltu þá vinsamlegast leggja inn nafn og síma á afgreiðslu Morgunblaðsins." Hann segir um viðkvæm mál að ræða og komi ein- hver sem auglýsir með hugsanlega gjafa meðferðis ræði læknarnir við viðkomandi og meti hvort hann sé samþykktur sem slíkur. Áralöng og erfið bið Þórður segir auglýsinguna ekki í samráði við tæknifrjóvgunardeild en hann skilji vel að fólk grípi til ráða af þessu tagi í leit að gjafa. „Það er mjög erfitt að finna gjafa og við for- gangsröðum eftir ákveðnum reglum, þannig að fólk þarf að bíða í áravís. Þær meðferðir sem hafa verið fram- kvæmdar hingað til hafa verið með þekktum gjöfum, þ.e. um er að ræða fólk að hjálpa ættingjum eða vinum. En þegar fólk hefur beðið lengi reynir það auðvitað að bjarga sér,“ segir Þórður. „Það þýðir hins vegar ekki að við tökum endilega þann gjafa sem út úr því kemur, því ákveðin skilyrði eru sett um hvernig gjafarnir eru og þeir þurfa að undirgangast ákveðin próf og viðtöl til að þeir séu gjaldgengir. I raun velur læknirinn gjafann og þó svo að oft komi fólk með gjafa, t.d. systur eða frænku sem er heimilt samkvæmt lögunum, er ekki víst að við samþykkjum gjafann." Tæknifrjóvgunardeild Landspítala hóf tæknifrjóvganir með gjafaeggj- um síðasta vor og segir Þórður ár- angur hafa verið góðan. „Við byrjuð- um rétt fyrir sumarfrí og erum að byrja aftur eftir sumarfrí, þannig að reynslan er ekki löng, en þunganir eru komnar af stað,“ segir Þórður. Á síðasta ári voru glasafrjóvgunarað- gerðir á Landspítala 390 og hann kveðst eiga von á að þær verði álíka margar í ár, en hins vegar ráðist af framboði hversu margar þenra verði með gjafaeggjum. „Framboð á óþekktum gjöfum er ekki gott og helst að konur sem parið þekkir gefi egg. Það liggur í augum uppi að auglýsingin er aðferð fólks til að afla sér gjafa fyrir utan hóp þekktra gjafa,“ segir Þórður. Greiðslur varhugaverðar Hann kveðst ekki hvetja neinn til að auglýsa eftir gjafa með þeim hætti sem gert var í Morgunblaðinu en um leið vilji hann ekki lýsa sig mótfallinn þeirri aðferð. „Maður verður að vera diplómat- ískur í þessum efnum og forðast að fordæma. Ef góður gjafí kemur vegna auglýsingar er ekkert slæmt við það. Hins vegar er varasamt í þessu sambandi ef miklir fjármunir fara að tengjast eggjagjöfiim, eins og hefur gerst sums staðar, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem eggjagjaf- ar fá oft greitt fyrir ómakið. Þetta geta verið mjög háar fjárhæðir í sumum tilvikum en þarna erum við að tala um Bandaríkin, þar sem gilda önnur lögmál á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Eg veit ekki um nein slík dæmi hérlendis og þetta er miklu sjaldgæfara í Evrópu en í Bandaríkjunum," segir Þórður. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir kveðst telja umrædda auglýsinu mjög óvenjulega, þar sem gjafar finnist að jafnaði með öðrum hætti, en líta verði á hana í því Ijósi að óskin eftir að eignast barn sé gríðar- lega sterk. Hann segir engar laga- legar forsendur mæla á móti auglýs- ingu af þessu tagi og í raun og veru sé erfitt að sjá að nokkur mðferðisleg rök mæli henni í mót. „Ég geri ráð fyrir að auglýsingin komi kannski við einhverja, en í ljósi tilefnisins verðum við að sýna fólki sem auglýs- ir mikinn skiling," segir Sigurður. Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, kveðst ekki í fljótu bragði sjá neitt sem banni fólki að auglýsa eftir gjöf- um með þeim hætti sem gert er í auglýsingunni í Morgunblaðinu. „í lögunum eða reglugerðinni er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.