Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 17

Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 17 AKUREYRI Framkvæmdastjóri FSA um samstarf sjúkrahúsa Samstarf brýnt fyrir landsbyggðina AÐALFUNDUR Landssam- bands sjúkrahúsa var haldinn á Akureyri sl. fóstudag og laugar- dag. Þar fjallaði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, m.a. um nauðsyn þess að sjúkrahúsin á landsbyggðinni störfuðu saman, án þess þó að hann hafi verið að hvetja til sameiningar þeirra. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi nauð- synlegt að það samstarf sem þó er til staðar milli sjúkrahúsanna á landsbyggðinni yrði eflt enn írek- ar. „Það er lífsnauðsynlegt að menn standi saman og leiti sam- eiginlegra leiða. Þetta snýst um það að miðla bæði mannskap og þekkingu í báðar áttir og við er- um nú þegar byrjaðir á þessu í samstarfi við sjúkrastofnanir beggja vegna við okkur, bæði á Húsavík og Sauðárkróki. Einnig erum við í samvinnu við Austur- land og þetta eru hlutir sem hægt að gera mun meira af.“ Ekki þuríi að leysa flesta hluti að sunnan Halldór sagðist skynja það að menn væru sífellt betur að gera sér grein fyrir þessu og skilji nauðsyn þessarar samvinnu sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. „Þá er ég að tala um að þau sam- einist um þessi verkefni sem þau ráða við, vegna þess að ef hver um sig ætlar að leysa alla hluti, þá gengur ekkert upp. Eins er mjög mikilvægt fyrir FSA að vera í góðu samstarfi við spítal- ana íyrir sunnan, enda er FSA stærsti spítalinn utan þess svæð- is. Þetta samstarf nær líka til annarra, háskólanna beggja og rannsóknarstofnana og er því mjög breytt svið með mikla möguleika. Það er því mikilvægt að menn vinni áfram á þessum grunni en hugsi ekki sem svo að það þurfí að leysa flesta hluti beint að sunnan.“ Varðandi rekstur FSA sagði Halldór að á þessu ári hefðu orðið ýmsar kostnaðarbreytingar á ár- inu sem ekki voru inni í fjárlög- um. Það muni því koma til viðbót- arfjárveiting, sem þó muni duga sjúkrastofnunum misvel við að ná endum saman. „Við á FSA teljum okkur vera á réttu róli i því sam- bandi.“ Morgunblaðið/Kristján Ekið á fímm stokkendur EKIÐ var á fímm stokkendur á Drottningarbrautinni á Akureyri sl. laugardag. Þrjár þeirra drápust, ein slapp með skrekkinn og þá fimmtu fann lögreglan á Akureyri í kartöflugarði í Búðar- fjöru, skammt frá Leirutjörninni og reyndist hún fótbrotin. Lögreglumennirnir Jón Valdi- marsson og Þorsteinn Pétursson fundu öndina í Búðarfjörunni og þeir hugðust koma henni fyrir á Andapollinum við Sundlaug Akur- eyrar en er í Ijós kom að hún var illa fótbrotin, var ekki um annað að ræða en að aflífa hana. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikið væri af fugli við Drottningarbrautina og að þeir væru töluvert á ferðinni yfír göt- una. Ekki hafi orðið mikið um óhöpp sem þetta fram til þessa en þó væri alltaf eitthvað um það á hverju ári að ekið væri á fugia á þessum slóðum. Við Drottningar- brautina er sérstakt umferðar- skilti þar sem vegfarendur eru minntir á umferð fugla yfir göt- una. Á myndinni er Jón Valdimars- son með öndina sem fótbrotnaði á laugardag í lögreglubflnum en fé- lagi hans, Þorsteinn Pétursson, sit- ur undir stýri. RENAULT 0 Geislaspilari ( AÐEINS 15 BÍLAR SELDIR í ÞESSARI ÚTGÁFU ) RENAULT MÉGANE Scrnc Scala kr. J Veró aóeins 1.698.000 GOTT fÓLK ■ SlA ■ 6652

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.