Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 19 Islenskir aðilar stofna fyrirtæki sem selja mun farsíma um allan heim á Netinu Yerði leiðandi á sviði vef- verslunar með farsíma Morgunblaðið/Þorkell STRAX Holdings Inc., sem er að stærstum hluta í eigu Islendinga, og Titan Holding SA, eignarhalds- félag Skúla Mogensen, hafa stofn- að nýtt internetfyrirtæki sem heit- ir MobileStop.com og er því ætlað að verða leiðandi aðili á sviði vef- verslunar á alþjóðlegum vettvangi með farsíma, aukahluti og annan búnað sem tengist þráðlausum samskiptum. Ai'nþór Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri MobileStop.com, en hann hefur undanfarið gegnt starfi fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs Tals hf. MobileStop.com er með lögheimili í Delaware í Banda- ríkjunum. Strax Holdings Inc. sérhæfir sig í sölu og dreifingu á farsímum og fylgihlutum tengdum þeim, en fyr- irtækið rekur skrifstofur og vöru- hús í Miami, Hong Kong og London. Auk þess hannar og fram- leiðir Strax Holdings Inc. ýmsa aukahluti fyrir farsíma og selur undir eigin nafni eða undir vöru- merki kaupandans. Að sögn Skúla Mogensen, stjórnarformanns MobileStop.com, er stefnt að því að byggja jöfnum höndum upp vef- verslunina á neytenda- og fyrir- tækjamarkaði og verður starfrækt- ur uppboðsmarkaður þar sem ein- staklingar og fyrirtæki geta boðið í farsíma og aukahluti. Einnig er stefnt að því að þjónustuaðilar geti í gegnum vefverslunina boðið í við- skipti einstaklinga og fyrirtækja. Sjá fram á sprengingu á sviði vefverslunar með farsíma Amþór Halldórsson var fram- kvæmdastjóri Tals hf. á uppbygging- arstigi fyrirtækisins og starfaði hann einnig í Bandaríkjunum í nokkur ár. Gengið verður frá ráðningu annars starfsfólks Mobiletop.com á næstu vikum og er líklegt að íslendingar verði í nokkrum lykilstöðum í fyrir- tækinu auk annarra Norðurlanda- búa og Bandaríkjamanna, en að sögn Skúla Mogensen er stefnt að því að ná saman öflugum hópi einstaklinga sem spannar víðtækan þekkingar- grunn á sviði veflausna, fjarskipta og markaðsmála, og virkja síðan þann hóp til þess að setja saman lausnir á heimsmælikvarða. „Við horfum fram á algjöra sprengingu á sviði vefverslunar með farsíma í nánustu framtíð," segir Ai'nþór Halldórsson. Það mun verða gífurleg framþróun í farsíma- og þráðlausum gagnaflutningum á næstu misserum, auk þess sem al- þjóðlegir staðlar munu tryggja að sömu tækin verða notuð hvar sem er í heiminum. Þetta framtíðarum- hverfi er nákvæmlega það sem skapar réttu skilyrðin fyrir öfluga vefverslun á þessu sviði, sem tengir saman ólík markaðssvæði um allan heim.“ Amazon.com fyrirmyndin Farsímanotkun í heiminum hefur aukist mjög hratt og að sögn Skúla gera áætlanir ráð fyrir því að fjöldi farsímanotenda aukist úr 300 millj- ónum í um einn milljarð á næstu þremur árum. „A sama tíma er þess vænst að samkeppni á heimsmarkaði meðal símafélaga aukist stórlega með frek- ari einkavæðingu og samruna í rekstri alþjóðlegra símafélaga. Þessi þróun skapar margvísleg tækifæri og er markmið okkar að nýta mögu- leika Netsins til að leiða saman kaupendur og seljendur á sem hag- kvæmastan máta, og við munum bjóða einstaklingum og fyrirtækjum víðtækt vöruúrval og þjónustu á þessum markaði. Fyrirmyndin er Amazon.com sem selur bækur, en við munum selja farsíma." MobileStop.com mun hefja starf- semi 1. október næstkomandi og verða höfuðstöðvar fyrirtækisins í Miami í Bandaríkjunum, en síðan er stefnt að því að starfsemi hefjist í Evrópu og Asíu skömmu upp úr næstu áramótum. Að sögn Skúla er um þessar mundir verið að leggja lokahönd á fyrsta hluta fjármögn- unar sem alfarið fer fram hér innan- lands. Loftvarnarkerfið á vegum Kögunar hf. Samningur til eins árs í senn ÞRÁTT fyrir að rammasamningur Kögunar hf. annars vegar og varn- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins fyrir hönd Ratsjárstofn- unar hins vegar hafi runnið út í maí sl., sér Kögun hf. ennþá um rekstur, viðhald og endurbætur á loftvarnarkerfi landsins. „Verksamningurinn hefur allan tímann verið gerður fyrir hvert fjárhagsár í senn,“ segir Gunn- laugur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Kögunar hf. Einka- leyfi Kögunar hf. er hins vegar fallið úr gildi með rammasamn- ingnum og á sama hátt þau ákvæði sem leyfðu kyrrsetningu Kögunar hf. í verkinu. Gunnlaugur segir hugsanlegt að önnur fyrirtæki gætu boðið í verk- ið. „Raytheon, sem var samstarfs- aðili okkar við hönnun kerfisins, gæti boðið í verkið. Við erum enn- þá í samstarfi við Raytheon á ýms- um sviðum og ég á ekki von á því að þeir hafi hug á að gera tilboð í þetta verk.“ „Ég held það hafi hvorki verið möguleiki hjá okkur né þeim hjá utanríkisráðuneytinu að endurnýja samninginn eftir alla þá umræðu sem varð um einkaleyfi okkar á þessu verki. Það er líka orðið þannig í hugbúnaðargeiranum að vömin í samkeppninni er fyrst og fremst þekkingin,“ segir Gunn- laugur. Aukinn hagnaður hjá Air France HAGNAÐUR franska flugfélags- ins Air France, þriðja stærsta flug- félags Evrópu, hækkaði mjög á fyrsta fjórðungi reikningsársins, þó að rekstrarniðurstaðan sé vart sambærileg við sama tímabil í fyrra þegar félagið mátti glíma við verkfall flugmanna, segir á frétta- vef CNN-fn. Air France var rekið með tæp- lega 11,1 milljarðs króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi í samanburði við um 630 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Velta fyrii'- tæksins jókst um 19% og varð um 1.270 milljarðar króna. Stærstu flugfélög Evrópu era undir miklum þrýstingi vegna samkeppni á lykilflugleiðum yfir Atlantshafið og vegna aukinnar velgengni lágverðs-flugfélaga. Þannig gaf stærsta flugfélag Evr- ópu, hið þýska Lufthansa, út af- komuviðvöran í seinasta mánuði, og hagnaður næststærsta félags- ins, hins breska British Ainvays, lækkaði um 90% á fyrsta ársfjórð- ungi. Stjórnendur Air France hafa fengið hrós fyrir að snúa við tap- rekstri þessa fyrrverandi franska ríkisfyrirtækis með því að skera niður kostnað um tæpa 35 millj- arða króna árlega. Franska ríkið seldi um 15% félagsins á markaði í janúar. Vegna flugmannaverkfalls í fyrra féllu þá niður mörg þúsund flug og félagið varð af tekjum vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Því eru farþegar á fyrsta ársfjórðungi hjá Air France 21% fleiri en á sama tíma í fyrra, en flest önnur flugfélög hafa notið 5% aukningar. Loksins er fundarfriður! Nýjun^f í þjónustu við íslensk fyrirtæki hvar sem er á landinu. Við bjóðum fyrirtækjum saman í pakka flugfar og Fl09ið 0? fundað fundaraðstöðu í dagsferðum til fimm helstu áfangastaða Flugfélags íslands sem eru: ísafjörður Akureyri Egilsstaðir Höfn í Hornafirði Vestmannaeyjar Fljúgið að morgni, vinnið á fundi yfir daginn og snúið aftur heim um kvöldið. Fundaraðstaða er í samstarfshótelum okkar á framangreindum áfangastöðum Eitt símtal - o«f við sjáum um allan undirbúnin^ Við pöntum flugfar, akstur til og frá flugvelli á fundarstað, fundar- aðstöðu og veitingar og sjáum til þess að allur búnaður verði til reiðu á fundarstað. Pöntum gistingu, sé þess óskað, og tökum að okkur að skipuleggja skoðunarferðir eða aðrar útivistarferðir á fundarstað. Fínn kostur á f erðalöfum Viltu ná umtalsverðum áran^ri á næsta fundi? Hafðu strax samband við okkur í síma 570 3606 eða í tölvupósti: flugkort@airiceland.is Flugfélag Islands, Reykjavíkurflugvelli, sími 570 3030, FLUGFÉLAG ÍSLANDS Air Iceland fax 570 3001, www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.