Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Albanska mafían hef- ur störf í Kosovo Andstæðmgar sjálfstæðis A-Tímor og índónesiskir hermenn skipa fólki á brott Vopnaðir ofstækismenn ganga berserksgang í Dili Ibúar jafnt sem starfsfólk alþjóðasamtaka í hættu Reuters Barn grætur sáran eftir að hafa verið komið fyrir á lóð skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Dili. Dili, Jakarta, Darwin, Genf. Reuters, AP. AFP. ALGERT stjórnleysi og ógnará- stand ríkti í gær í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, er vopnaðir hópar, andstæðinga sjálfstæðis héraðsins frá Indónesíu, gengu berserksgang í borginni með drápum og óhæfu- verkum. Virtist allt benda til þess að verið væri að koma sem flestum stuðningsmönnum sjálfstæðis A- Tímor, frá eyjunni og líktu sjónar- vottar aðferðum ofstækismannanna við „pólitískar hreinsanir“. Flestir erlendir fréttmenn hafa horfið frá A-Tímor en nokkrir þeirra er höfð- ust við í Dili í gær greindu frá því að hermenn Indónesíustjórnar virtust hafa tekið höndum saman við of- stækismenn og rekið fólk, undir byssukjafti, í átt að flutningabílum og skipum er flutti það úr landi. Indónesíustjórn hafi jafnframt þverskallast við að senda lið til A- Tímor til að stemma stigu við of- beldisverkum eða að leyfa komu al- þjóðlegs gæsluliðs. Astand mála hefur versnað mikið síðan tilkynnt var um, á laugardag, að rétt tæp 80% íbúa A-Tímor hafi kosið sjálf- stæði í kosningunum fyrir viku. Sjónarvottar greindu frá því í gær að indónesískir hermenn, sem hafa það hlutverk með höndum að halda uppi lögum og reglu, hafi skotið úr vopnum sínum til að ógna og reka burt blaðamenn og starfs- menn SÞ. „Alla nóttina komu þeir, indónesískir hermenn óku upp og niður strætin, skutu úr byssum og vörpuðu sprengjum og skipuðu öll- um sem enn voru hér að hverfa á brott,“ sagði Ný-Sjálendingur er eyddi aðfaranótt mánudags í einu hverfa Dili þar sem flestir íbúar eru stuðningsmenn sjálfstæðis A- Tímor. Dili lýst sem draugaborg Starfsmenn alþjóðastofnana og hjálparsamtaka voru í gær fluttir frá Dili og lýstu þeir borginni sem „draugaborg“ þar sem glæpamenn réðu lögum og lofum. Yfirmaður indónesísku ríkislögreglunnar lýsti ástandinu sem algerlega „stjórn- lausu". David Wimhurst, taismaður Sameinuðu þjóðanna í Dili, sagði að verið væri að neyða íbúa A-Tímor Pyntingar bannaðar Jerúsalcm. AFP. HÆSTIRÉTTUR ísraels bannaði í gær leyniþjónustu landsins, Shin Beth, að beita aðferðum við yfir- heyrslur á sakborningum sem mann- réttindasamtök hafa sagt jaðra við pyntingar. Var haft eftir Aharon Barak, forseta hæstaréttar Israels, að notkun „aðferða sem miðast að því að beita fanga þrýstingi“ væri ólögleg og að þessar aðferðir væri hægt að skilgreina sem pyntingar. Urskurðinum var fagnað mjög af ýmsum mannréttindasamtökum sem halda því fram að Shin Beth beiti oft grimmúðlegum aðferðum við yfir- heyrslur yfir palestínskum sakborn- ingum, sem síðan eru jafnvel látnir lausir án ákæru. M.a. væru fangar hristir illþyrmilega, stundum þar til þeir misstu meðvitund; þeir hengdir upp á úlniðunum; bundnir við stóla með poka yfir höfuðið og gert erfitt fyrir með að festa svefn. „Við eigum enn eftir að sjá hvort leyniþjónustan mun raunverulega hætta að beita þessum aðferðum við yfirheyrslur," sagði Tomer Feffer, talsmaður ísraelsku mannréttinda- samtakanna Btselem. til að yfirgefa landið og að þeir væru fluttir til vesturhluta eyjar- innar þar sem u.þ.b. 15.000 flótta- menn hefðu þegar safnast saman á undanfömum dögum af ótta við við- brögð anstæðinga sjálfstæðis. Wim- hurst sagði við fréttamenn í Dili í gær að „ótilgreindur fjöldi manna“ hafi verið myrtur á götum úti. „Þetta er alda mikilla ofbeldisverka sem fram ganga, algerlega óáreitt af stjómvöldum í Indónesíu, hvort sem um lögreglu- eða hersveitir er að ræða“. Þeir sem hafa komist undan ofstækismönnum bera því vitni að fólki sé safnað saman og á það skotið eða ráðist með sveðjum. Einn sjónarvottur greindi frá því að hafa séð stað þar sem hundruðum bambusprika hafi verið komið fyrir og á hverju þeirra væri afhoggið höfuð, að sögn Joao Carrasealao, baráttumanns fyrir sjálfstæði A- Tímor sem starfar í Ástralíu. Ian Martin, yfirmaður skrifstofu SÞ í A-Tímor, sagði að hann gæti ekki útilokað algeran brottflutning starfsfólks SÞ ef aðstæður yrðu þannig að óvarlegt yrði að starfa þar áfram. Þegar hafa um 200 starfsmenn SÞ verið fluttir frá A- Tímor til Darwin í Astralíu. Eftir eru aðeins um áttatíu starfsmenn sem hafast við í þröngum vistarver- um í Dili ásamt 1.500-2.000 manns sem þangað hafa leitað skjóls. Sögðu talsmenn SÞ í A-Tímor að vandlega væri fylgst með ástandinu og ef þörf þykir verði afgangur starfsmanna fluttur úr landi. Ráðist á heimili Belos biskups Auk skrifstofu SÞ var ráðist á skrifstofu Alþjóðaráðs Rauða kross- ins og heimili Ximenes Belos, bisk- ups og friðarverðlaunahafa Nóbels, í Dili í gær. Þá var skotið að bílalest Johns McCartys, sendiherra Ástral- íu í Indónesíu, sem staddur var í Dili í gær. Belo biskup var fluttur í skynd- ingu frá Dili til borgarinnar Bacau og sagði við komuna; „Allir eru að hverfa frá heimilum sínum vegna þess að þeim er ógnað og hús þeirra brennd". Ekki var vitað um afdrif um 7.000 manna er safnast höfðu ÞÝZKIR jafnaðarmenn töpuðu stórt í kosningum sem fram fóru á sunnudag til sambandslandsþing- anna í Saarlandi og Brandenburg, héruðum þar sem hefð er fyrir mjög sterkri stöðu Jafnaðar- mannaflokksins, SPD. Er þessi niðurstaða áfall fyrir ríkisstjóm Gerhards Schröders kanzlara, þar sem kosningar helgarinnar voru öðrum þræði álitnar vinsældakönn- un ríkisstjórnarinnar. I Saarlandi tókst Kristilegum demókrötum (CDU) að ná hreinum meirihluta þingsætanna af SPD. í Brandenburg tapaði SPD 15 pró- sentustigum en er eftir sem áður stærsti flokkurinn og mun þurfa að mynda samsteypustjórn. í Saarlandi verða á nýkjörnu þingi sambandslandsins aðeins fulltrúar stóru flokkanna tveggja; hvorki Græningjar né frjálsir demókratar (FDP) náðu tilskildu 5% lágmarksfylgi. CDU fékk saman á lóð biskupsins og leitað þar skjóls. „Hermenn og ofstækismenn hafa hertekið borgina og þar eru flóttamenn úr báðum fylkingum [stuðningsmanna og andstæðinga sjálfstæðis],11 sagði Belo biskup við BBC í gær. Yfir 2000 manns höfðu leitað skjóls á lóð skrifstofu starfsmanna Alþjóðaráðs Rauða krossins er á þá 45,5% atkvæða og SPD 44,4%, sem er 5% minna en í síðustu kosningum og í fyrsta sinn í 14 ár sem flokkur- inn nær ekki hreinum meiri- hluta þingsæta. í Brandenburg, þar sem SPD hef- ur einnig - undir forystu forsætis- ráðherrans Manfreds Stolpe - haft hreinan meirihluta frá því héraðið var myndað á ný eftir upplausn alþýðulýðveldisins árið 1990, verður mynduð samsteypu- stjórn. Bæði CDU, sem fékk 26,6% atkvæða, og PDS, arftaki austur-þýzka kommúnistaflokks- ins sem fékk 23,3% fylgi, hafa boð- izt til að hefja stjórnarmyndunar- viðræður. Áuk þessara þriggja flokka komst hægriöfgaflokkurinn var ráðist og þeim smalað út á götur af vopnuðum ofstækismönnum og liðsmönnum Indónesíuhers. Vedran Drakulic, talsmaður Ástralska Rauða krossins, sagði að ellefu er- lendum starfsmönnum Rauða krossins hafi verið komið í skjól en óvíst sé um afdrif heimamanna sem störfuðu fyrir samtökin og þeirra er leitað höfðu á náðir Rauða krossins. DVU inn á þingið í Brandenburg, með 5,3% atkvæða. I báðum kosningum var kjör- sókn minni að þessu sinni en þegar kosið var síðast fyrir fjórum árum. Hindrar samþykkt sparnaðar- áforma stjórnarinnar Forystumenn CDU lýstu því yfir í gær, að flokkurinn myndi beita breyttu valdajafnvægi í Sambands- ráðinu, efri deild þýzka þingsins Pristina. The Daily Telegraph. ALBANSKA mafían, sem sumir telja grimmustu skipulögðu glæpasamtök Evrópu, hefur nú teygt anga sína til Kosovo-héraðs þar sem hún innheimtir eigin skatta á vöruflutningabifreiðar, gerir íbúðir og hús upptæk, stjórn- ar eiturlyfjasölu og seilist í alþjóð- legt hjálparfé. Glæpamenn hafa verið fljótir að nýta sér að landamæra Albaníu og Kosovo-héraðs er tiltölulegá illa gætt og hafa fyllt tómarúm það sem Serbar skildu eftir og nýta sér óspart aðstoð glæpamanna af al- bönskum uppruna sem búa í hér- aðinu. Á meðan loftárásir Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á Júgóslavíu stóðu sem hæst hagnaðist mafían verulega á erlendum hjálparstarfs- mönnum, blaðamönnum og emb- ættismönnum sem streymdu til Balkanskaga er Kosovo-Albanar flúðu heimahérað sitt. Og um leið og vopnaðar sveitir Serba hurfu úr héraðinu héldu albanskir glæpa- menn innreið sína og aka nú um í dýrum jeppum sem bera albönsk skráningarnúmer. Yfirtaka íbúðir brottfluttra Talið er að mafían hagnist vel á því að yfírtaka íbúðir og hús er áð- ur höfðu verið í eigu Serba er nú hafa flúið Kosovo og hefur íbúðar- verð snarhækkað í kjölfarið. Góð íbúð í miðborg Pristina kostar andvirði 3,5 milljóna króna. Er serbneskir íbúar héraðsins eru nú á bak og burt hefur mafían hert tök sín á Kosovo-Albönum og fjöl- mennu erlendu starfsliði alþjóða- stofnana. I liðinni viku voru tveir starfs- menn dönsku hjálparstofnunarinn- ar Caritas, sem nýverið opnaði skrifstofu í bænum Klina í Kosovo, bundnir og keflaðir á meðan hettu- klæddir þjófar, sem taldir eru hafa verið albanskir, rændu háum fjár- hæðum. Albanska mafían er í örum vexti og hefur fært starfsemi sína í vest- urátt í ljósi bágrar efnahagsstöðu Albaníu og Kosovo-héraðs. Hafa ungir menn haldið til Sviss, Þýska- lands og Italíu á fölsuðum vega- bréfum og unnið fyrir „útibú mafí- unnar“ sem sjá að mestu leyti um ólöglegan innflutning fólks frá Austur-Evrópu og eiturlyfjasmygl. sem í eiga sæti fulltrúar stjórna sambandslandanna 16, til að þvinga fram breytingar á sparnað- aráformum Schröder-stjórnarinn- ar. Peter Muller, sem taka mun við sem forsætisráðherra í Saarlandi af jafnaðarmanninum Reinhard Klimmt, sagði að frá sjónarmiði sambandslandanna væri að óbreyttu ekki hægt að fallast á íyr- irhugaðar sparnaðarráðstafanir. Varaformaður CDU, Volker Ruhe, sagði einnig að sparnaðurinn yrði að vera „skynsamlegur". Talsmenn vinstriarms SPD, en til hans teljast bæði Klimmt og Stolpe, hvöttu Schröder enn á ný til að taka sínar breytingartillögur við sparnaðaráformin til greina. Schröder sagði úrslit helgarinn- ar ekki breyta neinu um fastan ásetning stjórnai'innar að hrinda sparnaðaráformunum í fram- kvæmd. Jafnaðarmenn tapa stórt í kosningum til tveggja sambandslandsþinga Afall fyrir stjórn Schröders Peter Reinhard Manfred Miiller Klimmt Stolpe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.