Morgunblaðið - 07.09.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 47
+ Svava Ágiists-
dóttir fæddist á
Bjólu í Djúpár-
hreppi 6. mars
1933. Hún lést á
Landspitalanum að-
faranótt mánudags-
ins 30. ágúst síðast-
liðins. Svava var
dóttir hjónanna
Ágústar Kristins
Einarssonar, bónda,
f. 6.8. 1888, d. 10.6.
1967, og Ingveldar
Jónu Jónsdóttur,
húsfreyju, f. 12.6.
1901. Svava var
ijórða í röð átta systkina, en
bræður hennar eru: Jón Ingi, f.
23.6. 1925; Einar Óskar, f. 5.12.
1926; Arnþór, f. 10.8. 1928;
Guðbjartur, f. 31.10. 1936; Ingv-
ar, f. 8.2. 1939; Sæmundur Birg-
ir, f. 20.2. 1941 og Eyjólfur Við-
ar, f. 4.3.1943, d. 11.3. 1981.
Hinn 14. nóvember 1959 gift-
ist Svava eftirlifandi ■ eigin-
manni sínum, Hrafnkeli Ársæls-
syni, f. 11. janúar 1938. Foreldr-
ar Hrafnkels voru Ársæll Sig-
urðsson, f. 30.10. 1895, d. 11.8.
1973, og Anna Margrethe Ott-
ósdóttir Siemsen, f. 9.2. 1901, d.
4.5. 1984. Synir Svövu og
Hrafnkels eru: 1) Óskar, f.
28.12. 1960, eiginkona hans er
Sigurlaug Þóra Guðnadóttir, f.
14.12. 1961. Börn þeirra eru:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Elsku mamma mín.
Þótt þetta sé að öllum líkindum
síðasta bréfið sem ég skrifa þér og
mér sé í raun orða vant, þá ætla ég
samt sem áður að hripa niður fáein-
ar línur. Ég á ennþá bréfín sem þú
skrifaðir gjarnan á gömlu kúlurit-
vélina í apótekinu og sendir til mín í
sveitina á sumrin. Það kæmi mér
ekki á óvart þótt bréfin sem ég
skrifaði þér ættu eftir að koma í
leitirnar - að minnsta kosti rakst
ég á gömul póstkort sem ég hafði
sent ykkur pabba þegar við vorum
að leita að góðri mynd af þér.
Alla mína æsku varst þú að
vinna, en hafðir þó samt alltaf tíma
til að halda heimilinu fallegu - það
var einhvern veginn alltaf tilbúið til
að taka á móti gestum og gjarnan
var eitthvað tilbúið í frystinum til
að draga upp ef einhvern bar óvænt
að garði. Það var líka í þá dagana
sem ekki þurfti að bjóða fólki í
heimsókn með boðskorti, heldur
kom fólk þegar því datt í hug, enda
ekkert sjónvarp að hanga yfir á
fimmtudögum. Vinnan var þér
alltaf mikils vh-ði og velferð fyrir-
tækisins ætíð ofarlega í huga. Við
allar áætlanir um frí og ferðalög
var tekið mið af þörfum apóteksins
og skrifstofan á Laugaveginum var
ríki þitt. Þangað var ég alltaf vel-
kominn og þangað kom stundum
lítill snáði að finna mömmu sína.
Bókhaldið tókstu stu'ndum heim
með þér til að vinna í á kvöldin og
um helgar og nútímalegri húslestur
hélt innreið sína þegar þú og pabbi
sátuð í vinnuherberginu og lásuð
saman samlagningarstrimla og
bókhaldsgögn. Þrátt fyrir alla vinn-
una varstu dugleg að rækta sam-
bandið við alla fjölskylduna og vini.
Alltaf fannstu ríka þörf til að heim-
sækja gamla fólkið reglulega.
Það hefur verið gaman að taka
þátt í byggingu „kofans“ eins og þú
kallaðir Hraunkot gjarnan framan
af - sumarhússins sem þú hafðir í
fyi’stu lítinn áhuga á að byggja, en
eftir að þig fór að gruna hvert leiðin
lægi fannst þér að það að byggja
sumarhús gæti tengt okkur feðga
alla sterkari böndum. Það kom svo
á daginn að þér fannst bæði gaman
Svava, f. 20.5. 1983,
Guðrún Áslaug, f.
18.12. 1986, Hrafn-
kell, f. 16.5. 1991,
og Þóra, f. 7.12.
1997. 2) Ágúst, f.
29.4. 1967, eigin-
kona hans er Helga
Stefánsdóttir, f.
26.8. 1967. Börn
þeirra eru: Katrín
Helga, f. 27.3. 1994,
og Svavar Hrafn, f.
16.3. 1999.
Svava ólst upp á
Bjólu, en gekk í
skóla í Þykkvabæ
og dvaldi þá hjá Jóni Óskari
Guðmundssyni, frænda sínum,
og konu hans Sigurbjörgu Ingv-
arsdóttur í Nýjabæ. Svava fór
til náms í Kvennaskólanum í
Reykjavik og bjó þá hjá föður-
bróður sínum, Óskari Einars-
syni, lækni, og konu hans Jó-
hönnu Magnúsdóttur, lyfsala.
Svava flengdist í Reykjavík og
hóf að loknu námi í Kvennaskól-
anum störf í Lyfjabúðinni Ið-
unni, fyrst sem aðstoðarstúlka
en sá lengst af um skrifstofu-
hald og fjármál. Hún hætti
störfum í ársbyrjun 1996, en þá
hafði hún starfað hjá fyrirtæk-
inu í 43 ár.
títför Svövu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
og gott að vera á staðnum og settir
auðvitað þitt mark á staðinn strax
frá upphafi.
Þú kenndir mér margt í gegnum
tíðina mamma mín, en það sem ég
bý best að núna er óbilandi styrkur
þinn. Þú kenndir mér að sjá alltaf
björtu hliðarnar á öllu, og þótt
erfitt sé að finna þær nú þá er birt-
an eflaust öll þín megin. Minning-
arnar geymast hjá okkur sem eftir
lifa og þær eru allar góðar. Ég
hafði þó vonast til að þær yrðu enn-
þá fleiri og að þér auðnaðist að
miðla börnunum mínum sitthvað
fleira af visku þinni og reynslu.
Við söknum þín sárt. Hvíl í friði
elsku mamma.
Um leið og ég kveð móður mína
með þessum hætti með kveðjum frá
fjölskyldu minni viljum við einnig
færa starfsfólki Landspítalans sér-
stakar þakkir fyrir nærgætni og
frábæra umönnun, sérstaklega
starfsfólki á deild 11E. Jafnvel á
tímum sumariokana og þrenginga á
deildinni var pláss fyrir persónu-
lega þjónustu og væntumþykju,
bæði við sjúklinginn og aðstand-
endur.
Þinn sonur,
Ágúst Hrafnkelsson.
í dag kveð ég mína kæru tengda-
móður Svövu Agústsdóttur. Kynni
okkar hófust fyrir tuttugu árum,
þegar ég 17 ára unglingur kom í
Skipholtið með Óskari eldri syni
hennar. Hún tók strax á móti mér
með sínu hlýja brosi og ljúfa við-
móti og ég varð ein af fjölskyldu
hennar. Svava var glæsileg kona,
smekkleg í klæðaburði og hefur
sjálfsagt furðað sig á tilvonandi
tengdadóttur sem gekk í röndóttri
hippamussu og þröngum gallabux-
um af gömlum útsölulager, en
aldrei lét hún slíkt í ljós. Ég dáðist
að fallegu og hlýlegu heimili þeirra
hjóna og notalegu matarboðunum
þar sem ljúffengur matur var
glæsilega framreiddur. Eftir að
barnabörnin fæddust var þeim
ávallt tekið með opnum örmum og
kossi á vanga, og deki’aði hún þau í
bak og fyrir. Dætur mínar nutu
þess að vera hjá ömmu, klæða sig
upp í samkvæmiskjóla og háa hæla,
fá að gramsa í snyrtidótinu og taka
ilmvatnsprufur með sér heim.
Svava og Hrafnkell voru einstak-
lega samrýnd hjón og sýndu hvort
öðru gagnkvæma ást og virðingu.
Ég vil þakka Svövu alla hlýju, vin-
áttu og notalegar samverustundii’ á
liðnum árum. Hennar er sárt sakn-
að, hún átti sannarlega rúm í hjört-
um margra, það höfum við fjöl-
skyldan fundið þessa daga. Megi
Guð styrkja Hrafnkel tengdaföður
minn sem hefur misst svo mikið, og
Ingu móður hennar sem sér á eftir
einkadóttur sinni. Hvíl þú í friði.
Sigurlaug Þóra.
Elsku amma.
Guð, allur heimur, eins í lágu’ og háu,
er opin bók, um þig er fræðir mig,
já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu
er blað, sem margt er skrifað á um þig.
Þá allt til lífsins vorið fagra vekur,
það von til þín í brjósti glæðir mér,
og þegar aftur hausta’ og húma tekur,
það hvetur mig að leita skjóls hjá þér.
(V. Briem.)
Með þökk fyrir allar góðu sam-
verustundirnar.
Þín elskandi barnabörn,
Katrín Helga og Svavar Hrafn.
Fyrir tveimur vikum hringdi ég í
Svövu til að heyra í henni, en ég
hafði verið að heiman um nokkurn
tíma. „Hrafnkell er að hella á könn-
una. Komið þið Stefán ekki í kaffi?“
bauð hún. „Gerum það,“ svaraði ég.
Við áttum saman yndislegan eftir-
miðdag yfir veisluborði sem þau
buðu okkur til. Þetta var í síðasta
sinn er við Svava hittumst og er
gott að minnast þess nú. Svava
hafði verið að berjast við erfiðan
sjúkdóm undafarin ár, og frá síð-
ustu áramótum varð hann erfiðari
viðfangs, þrátt fyrir erfiða meðferð
á sjúkrahúsi missti hún ekki
kjarkinn eða sína léttu lund, og því
kom okkur fréttin um endalokin
mjög á óvart.
Leiðir okkar hjóna lágu fyrst
saman fyrir um það bil 10 árum er
dóttir okkar Helga og sonur þeirra
Ágúst fóru að draga sig saman,
gifta sig, stofna heimili og eignast
börn, Katrínu Helgu fyrir fimm ár-
um og Svavar Hrafn nú í vor. Við
Svava náðum vel saman sem
tengdamæður og ömmur og að
sjálfsögðu var uppáhalds umræðu-
efnið barnabörnin bæði okkar sam-
eiginlegu og börn eldri sonar þeirra
Óskars og konu hans Sigurlaugar.
Það koma margar ánægjulegar
myndir upp í hugann við þessi
tímamót.
Við minnumst þess er við mætt-
um athafnakonunni á Laugavegin-
um á leið í tollinn eða í aðrar útrétt-
ingar fyrir Lyfjabúðina Iðunni, en
þar var starfsvettvangur hennar til
margra ára. Alltaf var stutt í bjarta
brosið og léttu glettnina, sem við
áttum eftir að kynnast betur, er
kynni okkar urðu nánari. Hún bar
hag barna sinna og fjölskyldu
þeirra mest fyrir brjósti og var mín
fjölskylda svo heppin að komast inn
í þann hring. Við hjónin minnumst
samveru á stóru stundunum hjá
fjölskyldunni, sumarhelganna í
sumarbústaðnum sem þau hjón
komu sér upp í sveitinni hennar,
jólakvölda og afmælisdaga barn-
anna og okkar sem við deildum
saman með vinum og vandamönn-
um. Þá var oft glatt á hjalla á nota-
legri stund. En stundirnar líða og
endirinn er oft nær en við ætlum.
Kæri Hrafnkell, synir, tengdadætur
og bamaböm, fjölskylda og vinir.
Við sjáum nú á bak Svövu Agústs-
dóttur er háði harða baráttu við
sjúkdóm sem að lokum náði yfir-
höndinni. Stundir okkar með henni
eru nú liðnar, en minningarnar um
góða konu geymum við með okkur
og þeim minningum munum við
deila hvert með öðru i' framtíðinni.
Katrín H. Ágústsdóttir.
Góður engiU guðs oss leiðir
gegnum jarðneskt böl og stríð,
léttir byrðar, angist eyðir,
engillsáervoninblíð.
(H.Hálf.)
Elskuleg mágkona mín Svava
Ágústsdóttir er látin langt um aldur
fram. Hún var fjórða barn foreldra
sinna, en alls vora þau átta og var
hún eina dóttirin. Svava ólst upp í
glöðum systkinahópi hjá góðum for-
eldrum. Fór hún í Kvennaskólann í
Reykjavík þegar hún hafði aldur til.
Bjó hún þá hjá föðurbróður sínum
Óskari Einarssyni lækni og konu
hans Jóhönnu Magnúsdóttur lyfsala
í Lyfjabúðinni Iðunni.
Svava var í mínum huga einstök
kona, brosmild, hlýleg og vildi
hvers manns vanda leysa. Hún átti
því láni að fagna að eignast góðan
mann, Hrafnkel Ársælsson ættaðan
úr Reykavík. Foreldrar hans voru
Ársæll Sigurðsson smiður og kona
hans Margrét Ottósdóttir. Svava og
Hrafnkell gengu í hjónaband 14.
nóv. 1959 og höfðu því verið gift í
tæp 40 ár. Þau hjón hafa verið eink-
ar samhent, og höfðingjar heim að
sækja. Áttu þau sérlega fallegt
heimili, lengst af í Skipholti 56. í
Skipholtið var gott að koma og
gjarnan litið þar inn þegar komið
var til Reykjavíkur. Þau hjón vora
að byggja sumarhús í landi Reyni-
fells. Sælureit fyrir alla fjölskyld-
una. Svava dvaldi þar tvisvar í sum-
ar, nokkra daga í senn, við góða
umönnun eiginmanns síns. Ingveldi
móður Svövu, auðnaðist að heim-
sækja dóttur sína þangað, en Ing-
veldur er rúmlega 98 ára. Svava
átti elskulega syni sem bera for-
eldrum sínum vitni um gott upp-
eldi, tengdadæturnar voru henni
sem dætur og barnabömin sólar-
geislar ömmu sinnar, samhent fjöl-
skylda sem stutt hefur Svövu í
veikindum hennar og gerði henni
fært að dvelja heima sem mest.
Við hjónin þökkum allar góðar
stundir frá liðnum áram. Margar
fagrar perlur sem fara í safn góðra
minninga. Við sendum innilegar
samúðarkveðjur, aldraðri móður,
eiginmanni, sonum og fjölskyldum
þeirra.
Blessuð von í brjósti minu -
bú þú meðan hér ég dvel,
lát mig sjá í ljósi þínu
ljómann dýrðar bak við hel.
(H.Hálf.)
Hvíl þú í friði.
Guðríður Bjarnadóttir.
Þegar ég kom til starfa sem apó-
tekari í lyfjabúðinni Iðunni á haust-
dögum árið 1976 var þar fyrir
glæsileg kona sem um áratuga
skeið hafði sinnt skrifstofustörfum í
apótekinu. Mér varð fljótlega ljóst
hvílík afburða kona þar var við
störf. Vandvirkni, nákvæmni og
samviskusemi voru hennar aðals-
merki. Hún lét sér annt um viðgang
og velferð apóteksins sem væri það
hennar eigið fyrirtæki. Svava var
einstök sem manneskja og öll sín
störf innti hún af hendi af lipurð og
Ijúfmennsku svo unun var að fylgj-
ast með. Ung að áram réðst hún til
starfa hjá þáverandi apótekara Jó-
hönnu Magnúsdóttur sem stofnað
hafði apótekið árið 1928. Fljótlega
tók hún að starfa á skrifstofu apó-
teksins þar sem hún starfaði alla
sína starfsævi, jafnframt því að búa
manni sínum og sonum hið elsku-
legasta heimili. Svava lét sér einkar
annt um hag og velferð stúlknanna
sem í apótekinu unnu. Hún var
driffjöðrin sem hélt uppi þeim ein-
staka samhug og heilbrigða
starfsanda sem einkenndi þann
mannkostahóp sem þar starfaði
með henni. Og það var ekki síst fyr-
ir hennar atbeina að konur sem
hófu þar störf héldu því áfram um
áratuga skeið. Það var ánægjulegt
að finna hlýhug og vh’ðingu sem
starfsfólkið bar til hennar alla tíð.
Sjálfur er ég forsjóninni þakklátur
fyrir að fá tækifæri til að starfa við
hlið hennar um meira en tvo ára-
tugi. Einstaklega ljúfar og heil-
steyptar minningar fylla hugann er
ég minnist þeirra ágætu ára. Henn-
ar er sárt saknað af öllum sem
henni kynntust. Þegar lyfjabúðinni
Iðunni á Laugavegi 40 var lokað og
nýtt apótek stofnað kaus Svava frá
að hverfa enda starfsævin orðin
löng og gæfurík.
Blessuð sé minning sómakonunn-
ar Svövu Ágústsdóttur.
Hugheilar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Kjartan Gunnarsson, apótekari.
Svava Ágústsdóttir lést aðfara-
nótt 30. ágúst sl. eftir harða baráttu
við illvígan sjúkdóm sem leggur svo
marga að velli, langt um aldur
fram.
Ein af fyrstu minningum mínum
tengdum Svövu er frá frumbýlings-
áram þeirra Hrafnkels. Þau höfðu
innréttað sér íbúð í risi yfir Iðunn-
arapóteki (Laugavegi 40) en þar
voru þau í skjóli Óskars Einarsson-
ar, foðurbróður Svövu, og Jóhönnu
Magnúsdóttur apótekara, konu
hans. Þarna á loftinu var að mig
minnir hvorki hátt til lofts né vítt til
veggja, engu að síður fékk ég þá til-
finningu að þarna hefði engin með-
almanneskja fjallað um hlutina.
Sama hvort litið var á umbúnað
heimilisins eða veitingarnar,
smekkvísin og myndarskapurinn
skein af öllu.
Þetta var fyrsta en ekki síðasta
veislan sem við sátum í boði þeirra
hjóna. í nokkur ár bjuggu þau í bíl-
skúrnum sínum meðan þau innrétt-
uðu íbúð sína. Umgjörð heimilisins
breyttist, en hlýtt viðmót húsráð-
enda, glaðværð og gestrisni var
ávallt sú sama. Mannkostir og per-
sónuleiki Svövu vora slíkir að allir
sem þekktu hana hljóta að sakna <0?
hennar. Sárastur er auðvitað sökn-
uður þeirra sem stóðu henni næst.
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Hrafnkels, sonanna,
tengdadætranna og barnabarn-
anna.
Lilja og Már.
Sumarið líður alltof fljótt. Leiðir
okkar Svövu lágu saman vegna fjöl-
skyldutengsla, sem leiddi til þess að
Svava bjó hjá fjölskyldu minni að -tf
vetrinum til öll barnaskólaárin og
nokkuð fram yfir fermingu. Hún
ólst upp við ást og umhyggju í
faðmi stórrar fjölskyldu. Eins og í
ævintýranum „prinsessa", sem átti
bræður sjö. Auk þess var afi henn-
ar og tvær ömmur á heimilinu. Lítil
hnáta með ljósa hrokkna lokka,
freknur á nefinu og græn - já, al-
veg græn - gáskafull augu. Alltaf
vai’ stutt í brosið og hnyttin tilsvör.
Við tengdumst sterkum vináttu-
böndum frá fyrsta degi. Við urðum
næstum eins og samvaxnir tvíbur-
ar. Við sátum saman í skólanum,
lærðum saman og möluðum saman
frá morgni til kvölds. Við klædd-
umst glæsifatnaði og með kinnalit, Am
eldrauðar vai-ir og svartmálað yfir-
skegg lékum við dansparið „fröken
Amöndu" og „Herra Michaelsen",
við mikla kátínu heimilisfólksins.
Við lukum fullnaðarprófi 12 ára og
voram næsta vetur við nám hjá
prestinum okkar, séra Sveini Ög-
mundssyni, sem fermdi okkur um
vorið. Að sjálfsögðu vorum við sam-
an á fermingardaginn og í nákvæm-
lega eins fermingarkjól. Þetta vora
gleðiár. Við fórum báðar til náms í
Reykjavík, en þá að vísu hvor í sinn
skólann. Svava lauk námi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún
var afbragðs námsmaður og vönd-
uð til orðs og æðis. Að loknu námi
hóf hún störf hjá Iðunnar apóteki -é*
og vann þar alla sína starfsævi
samfellt í 43 ár, lengst af sem skrif-
stofustjóri. Á námsáranum hitt-
umst við alltaf af og til - þó oftar
eftir að báðar stofnuðu eigið heimili
og höfðu H-in tvö sér við hlið, þ.e.
Hrafnkel eiginmann Svövu og Haf-
stein minn. Þá var stundum kátt í
kotinu með Svövu og Hrafnkeli. Ár-
in liðu, fjölskyldur okkar stækkuðu
og fáar stundir voru til að slappa af
með vinum sínum. Fyrir um það bil
ári sátum við fjögur saman og
ræddum um það, að nú væru allir^**
strákarnir á báðum heimilunum
farnir að heiman, nú gætum við far-
ið að hittast oftar - önnur varð
raunin.
Minningin um frænku mína og
vinkonu - Svövu - er eins og sól-
bjartur sumardagur - engin ský á
lofti - aldrei. —
Blessuð sé minning hennar. “
Ragnheiður Jónsdóttir.
SVAVA
ÁGÚSTSDÓTTIR