Morgunblaðið - 07.09.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 55
BRÉF
Ekki eru allir sammála
um þýðingu dansins
Frá Heiðari Ástvaldssyni:
I ágætri grein um aðalnámskrá
grunn- og framhaldsskóla sem birt-
ist í Morgunblaðinu þriðjudaginn
31. ágúst síðastliðinn er eftirtektar-
vert að ekki er
minnst einu orði
á dans. Sá sem
tekur viðtalið við
menntamálaráð-
herra er blaða-
maður að nafni
Gunnar Her-
sveinn. Nú þekki
ég ekkert til
þessa blaðamanns en eftir nafninu
að dæma er hér um karlmann að
ræða.
Eg segi stundum í gamni og al-
vöru að strákar hafi þrjár ástæður
fyrir því að vilja ekki læra dans. í
fyrsta lagi að þurfa að dansa við
stelpu, í öðru lagi að þurfa að
dansa við stelpu og í þriðja og síð-
asta lagi að þurfa að dansa við
stelpu.
Ef til vill er þessi blaðamaður í
hópi þeirra sem aldrei hafa lært að
dansa og hefur því kannske engan
skilning á því hversu þýðingarmikill
dansinn er, sérstaklega er varðar
börn og unglinga. Ef blaðamaður-
inn telur að ég sé eingöngu með
áróður fyrir dansi í eigin hagsmuna-
skyni, vil ég benda honum á að hann
getur tekið fyrir hvaða þjóð eða
þjóðflokk sem er, farið eins langt
aftur í tímann og hann vill, og hann
mun uppgötva að frá upphafí hafa
allir dansað á einn hátt eða annan.
Dans í veröld vorri hófst ekki
með auglýsingum mínum í Morgun-
blaðinu. Dansinn er innri þörf og
þar með sannarlega mjög þýðingar-
mikill og þess vegna kominn inn í
aðalnámskrá grunnskólanna.
Ef þessi ágæti blaðamaður á börn
í grunnskóla vona ég þeirra vegna
að þau fái kennslu í dansi. Þá mun
hann komast að því af eigin raun
hversu nauðsynlegt það er að læra
að dansa.
Maðurinn lifir ekki á brauðinu
einu saman og hann lifir heldur ekki
á tölvukunnáttunni einni saman. A
tölvur lærum við af nauðsyn í nútíð
og framtíð, en dansinn til að full-
nægja innri þörf sem alltaf hefur
verið til og mun alltaf verða til.
E.s.
Ég óska Gunnari Hersveini alls
hins besta en það olli mér sárum
vonbrigðum að ekki skyldi vera
minnst á þá stórmerkilegu stað-
reynd að dans er kominn inn í aðal-
námskrá.
HEIÐAR ÁSTVALDSSON,
forseti Dansráðs Islands.
Vinsamleg ábending
KIRKJUSTARF
Safnarðarstarf
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur,
altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina.
Hallgrímskirkja.
Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Laugarneskirkja.
Fullorðinsfræðsla kl. 20. Fyrsta
kennslustund af fjórum þar sem sr.
Bjami Karlsson fjallar um bænina.
Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21.
Lofgjörð. Nú byrjum við aftur.
Selljarnarneskirkja.
Foreldramorgunn kl. 10-12.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn.
Grindavíkurkirkja.
Foreldramorgunn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. Mömmumorgunn
í safnaðarheimilinu mflli kl. 10 og
12. Helgistund í kirkjunni sömu
daga kl. 18.30.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir
velkomnir.
ori/lame
Náttúrulegar sænskar snyrtivörur
Gæða snyrt ivöru r
á góðu verái
30 ár á íslandi
Sími 567 7838 — fax 557 3499
e-mail raha@islandia.is
www.oriflame.com
Hugræn teygjuloihNmi frá Kfua
• Veitir sveigjanleika með óþvinguðum hreyfingum • Dregur úr vöðvabólgu
• Vinnur gegn mörgum algengum kvillum • Eykur blóðstreymi um háræðanetið
• Góð áhrif á miðtaugakerfið. öndun og meltingu • Styrkir hjartað
• Losar um stirð liðamót__________________________• Losar um uppsafnaða spennu
Hugrsn teygjuleikfimi Irá Kína er blanda at nútíma leiktimi og hefðbundinni kínverskri
leikfimí sem á sér aldagamla sögu. Hún eflir bæði likamlegt og andlegt heilbrigði.
Hún einkennist af afslöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga.
nnnula l/nH upnluningarousliianlno i sunabba B2B2
Klnvnish hGilsullnd
LEIKFIMISKÓR
Verð: 1 »995/m Stærðir: 28*46
D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 I STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavfk Sími 568 9212
SKÓVERSLUN
1 loppskórinn
■ L VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1 21 2
Frá Pétri Péturssyni:
I umræðum manna um þýðingu
almannavarna hafa forráðamenn
Kíkisútvarpsins margsinnis bent
á mikilvægan þátt stofnunarinnar
sem ómissandi tengiliðs við al-
menning á hættustund. Um það
ættu allir að vera sammála. Hitt
er jafn augljóst að þá skiptir máli
að rétt sé sagt til um tímann þeg-
ar fréttir eru lesnar. Að segja
rangt til um klukkuna í sjálfum
fréttum Sjónvarpsins getur haft
örlagríkar afleiðingar. Það var
gert um sl. helgi er dagskrá lauk
um kl. hálftólf og sagt var „Út-
varp Reykjavík, klukkan er tíu.“
í bók sinni „I kompaníi við Þór-
berg“ birtir Matthías Johannes-
sen frásögn Ragnars í Smára um
or'ð sem Erlendur í Unuhúsi lét
falla um ósannsögli: „Ég hefi ef-
laust margoft sagt þér frá því,
hvað Erlendur í Unuhúsi sagði:
Menn skrökva þegar þeir þurfa
þess með, við því er ekkert að
segja, það gera það allir. En ef
menn skrökva án þess að þurfa
þess með, eins og VSV og Krist-
mann, geta t.d. ekki sagt manni
rétt til um það hvað klukkan er,
þá er sálarlífíð komið í alvarlegt
óstand.“
Sagan sem Ríkisútvarpið flytur
þessa dagana nefnist „Hverjum
klukkan glymur". „Meistari Jak-
ob sefur þú? Hvað sló klukkan?"
segir í alkunnri barnagælu. Til
þess að sneiða hjá mistökum af
þessum toga sem fyrr var getið
ætti Sjónvarpið að tengjast
„fröken klukku“ eða „klippa“
framan af útvarpsfréttum þeim,
sem lesnar eru í dagskrárlok.
Þetta er einfalt mál og auðvelt,
jafnvel þeim sem raðað er í efri
launaflokka. Sjónvarpið, sem fær
útvarpsfréttir til flutnings í dag-
skrárlok, á sjálft að kanna efni
það, sem sent er til hlustenda og
áhorfenda. Annað atriði í tengsl-
um við útvarpsdagskrá er sú
furðulega ráðstöfun að ganga að
mestu framhjá Guðmundi Jóns-
syni óperusöngvara og reisa um
hann þagnarmúr. Sagt er að Guð-
mundur hafi sjálfur lagt bann við
því að söngvar hans væru fluttir í
dagskrá Ríkisútvarpsins. Það get-
ur hann ekki gert, þótt skiljanlegt
sé að honum sárni framkoma tón-
listardeildar við sig. Ríkisútvarpið
hefir keypt rétt til flutnings á
söngvum Guðmundar og ættu þeir
að heyrast oftar. Fáir íslenskir
söngvarar komast til jafns við
Guðmund þegar hann nýtur sín.
Ríkisútvarpið verður að sjá sóma
sinn í því að leysa þann ágreining
sem kann að valda því að söngur
Guðmundar Jónssonar heyrist
nær aldrei.
PÉTUR PÉTURSSON þulur.
Fyrsta skrefíð að öruggu húsnæði!
Umsóknarfrestur tll 14. september
4ra herb.
Krókamýri 78, Garðabae*
100m2 íbúð, 201 Leigufb. lán
Búseturéttur kr. 1.493.896
Búsetugjald kr. 39.857
*Fyrir félagsmenn í Búseta
Garðabæ. Nýir félagmenn
velkomnir.
3ja herb.
Lerkigrund 5, Akranesi
80m2 íbúð, 201 Leiguíb. lán
Búseturéttur kr. 990.075
Búsetugjald kr. 35.774
Lerkigrund 5, Akranesi
80m2 íbúð, 2ii Alm. lán
Búseturéttur kr. 990.075
Búsetugjald kr. 52.000
4ra lierb.
Lerkigrund 5, Akranesi
94m2 íbúð, 302 Leiguíb. lán
Búseturéttur kr. 1.137.837
Búsetugjald kr. 40.646
Lerkigrund 5, Akranesi
94m2 íbúð, 312 Alm. lán
Búseturéttur kr. 1.137.837
Búsetugjald kr. 59.500
íbúðir með leiguíbúðalánum
veita rétt til húsaleigubóta.
íbúðir með alm. lánmn veita
rétt til vaxtabóta.
Eigum vandaðar íbúðir á besta stað á
Aöeins 45 mín. akstur í miðbæ Reykjavíkur
Nánari upplysingar á skrifstofu Búscta hsf. Opið frá kl. 8.30 lil 15.30 ncma miú\ikudaga
frá 8.30-12.00. Mcð uiiisókiinni um iliúöir mcð lcigiiíb.lán þarf að skila lamiascðlimi síðiisln sc\ inánaða
ásanit síðustu skattskýrslu, cn aðcins síðustu skattskyrslu mcð iinisókiiuin uni ílniðir incð almcnnunt lánuni.
Úthlutuu íbúðanna fcr frani inið\ ikudaginn 15 scptcmhcr fra kl. 12.00-12.30 að Skcifunni 10.
I msækjendur \crða að inæta a tilskyldum tíina og staðfcsta litlilutun sína. að öðriim kosti gsetu þcir inisst
rcttindi sín og íhiiðinni útlilntað til amiais fclagsmanns. -
B ú s e t i h s f. S k e i f u n n i 19 s í m i 5 2 0-5788
vv vv vv. b u s e t i. i s
hjólaðu í nýtt hjól
Hjólaðu í nýtt hjól fráTrek,Gary Fisher eða Klein.
Topphjól með vönduðum búnaði og ævilangri
ábyrgð á stelli og gaffli. Hjól fyrir alla aldurshópa.
asi:
^Shwww. TJRtJEÞC GRlí'SWFT. C« KLEIN CATEYE SHimqnO'