Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 1
218. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Varar við
styrjöld
við Rússa
Moskvu, Berlín. Reuters.
ASLAN Maskhadov, forseti Tsjet-
sjníu, sagði í gær, að hættan á bein-
um stríðsátökum milli Tsjetsjena og
Rússa væri jafn mikil nú og 1994 er
Rússar réðust inn í landið. Rússar
héldu áfram loftárásum á Tsjetsjníu
í gær og réðust einkum á fjarskipta-
mannvirki.
Maskhadov sagði í viðtali við
þýska vikuritið Der Spiegel, að á
þriðja hundrað óbreyttra borgara
hefði fallið í loftárásum Rússa en
enginn liðsmaður vopnaðra sveita í
landinu. Skoraði hann á Borís
Jeltsín, forseta Rússlands, að efna
til viðræðna við Tsjetsjníustjóm.
Talsmaður rússneska flughersins
sagði í gær, að sjónvarpsmiðstöð
hefði verið eyðilögð í loftárásum þá
um daginn og lagði áherslu á, að
árásunum yrði haldið áfram þar til
tekist ’nefði að „uppræta skærulið-
ana, búðir þeirra og önnur mann-
virki, sem þeir nýta sér“.
Það hefur vakið athygli, að loft-
árásir Rússa á Tsjetsjníu virðast
sem sniðnar eftir hemaði NATO-
ríkjanna í Júgóslavíu en Rússar
gagnrýndu hann mjög harðlega. Þá
er fréttaflutningur hersins með
sama hætti og NATO-heraflans.
Morgunblaðið/Golli
HAUSTSTEMMNING í GRASAGARÐINUM
Vígasveitirnar hafa að mestu verið upprættar og kyrrð að komast á í Dili
Gífurleg eyðilegging blas-
ir við á landsbyggðinni
Dili. Reuters.
Ungversk
hjón
skipta
um kyn
Búdapest. Reuters.
UNGVERSK hjón hafa
ákveðið að skipta algjörlega
um hlutverk á heimilinu og
gengust því undir kynskipti-
aðgerð í borginni Szekes-
fehervar í vesturhluta
landsins. Skýrðu ungverskir
fjölmiðlar frá þessu í fyrra-
dag.
Starfsmenn sjúkrahúss
hjónanna urðu að flytja þau
heim til sín með mikilli leynd
eftir skoðun á sjúkrahúsinu
til að forðast mikinn blaða-
mannaskara, sem reyndi að
taka viðtal við kynskipting-
ana.
Að sögn Kossuth-útvarps-
ins í Ungverjalandi hafa
hjónin farið fram á nafnleynd
og neitað að veita viðtöl.
FRIÐARGÆSLULIÐ Sameinuðu
þjóðanna er um það bil búið að upp-
ræta sveitir vígamanna í Dili, höfuð-
borg Austur-Tímor, og er nú að
tryggja aðflutningsleiðir til hennar
og frá. Sendar hafa verið könnunar-
sveitir út á landsbyggðina og að
þeirra sögn blasir þar víða við alger
eyðilegging. í mörgum þorpum og
bæjum stendur ekki lengur steinn
yfir steini og íbúamir löngu flúnir
til fjalla.
Mikil spenna hefur ríkt í Dili síð-
ustu daga enda hafa dauðasveitir
þeirra, sem andvígir era sjálfstæði
landsins, hafst þar við í mörgum
hverfum. A föstudagskvöld fóru
1.500 ástralskir hermenn um borg-
ina og handtóku nokkra vígamenn
og gerðu vopn upptæk. Mættu þeir
engri mótspymu og bendir flest til,
að borgin sé að verða nokkuð öragg.
Svo virðist líka sem íbúarnir séu
farnii’ að treysta því enda var
mannmargt á götum borgarinnar í
gær.
Verið er að tryggja aðflutnings-
leiðir til og frá Dili en talið er, að
hundruð þúsunda manna hafist við í
fjalllendinu í kringum borgina og
svelti þar heilu hungri. Þá hafa
könnunarsveitir verið sendar með
þyrlum út á landsbyggðina og að
þeirra sögn er þar siœlfilegt um að
litast.
Ekkert hús uppistandandi
David Wimhurst, talsmaður SÞ,
sem fór í könnunarferðina, sagði, að
eyðileggingin á landsbyggðinni væri
óskapleg. í sumum þorpum og bæj-
um væri ekkert hús uppistandandi
og annars staðar í mesta lagi fjórð-
ungur bygginganna. Var næstum
hvergi fólk að sjá. Talið er að af um
800.000 íbúum A-Tímor séu allt að
500.000 á vergangi í fjöllunum en
um 150.000 flýðu yfir til Vestur-
Tímor.
Indónesar hafa nú flutt herlið sitt
að mestu leyti frá landinu og era
þar nú aðeins nokkur þúsund her-
menn, sem verða fluttir burt næsta
mánuðinn. Segja fréttamenn, að áð-
ur en indónesísku hermennimir
fóru hafí þeir notað síðasta tækifær-
ið til að niðurlægja landsmenn og
boðið til sölu á uppsprengdu verði
mikið af góssinu, sem þeir höfðu áð-
ur stolið.
Gagnrýna Ástrala
Nokkurrar spennu gætir milli
Ástralíu og Asíuríkjanna, sem taka
þátt í friðargæslunni á A-Tímor, en
þau vilja til dæmis taka miklu væg-
ar á liðsmönnum dauðasveitanna en
Ástralar. Vilja þau einnig koma í
veg fyrir, að efnt verði til stríðs-
glæparéttarhalda yfir þeim, sem
báru ábyrgð á voðaverkunum.
Stjórnvöld í Malasíu og stjórnar-
andstaðan einnig gagnrýndu í gær
Ástralíustjórn harðlega og sögðu,
að hún ætlaði sér augljóslega að
feta í fótspor Bandaríkjanna og
taka sér eins konar löggæsluvald í
Asíu. Á það myndu Asíuríkin aldrei
fallast.
FRÁ POPEDU
TIL BMW
fRAMlEMM IOFT
MEO CÓÐUM ÁRANGRI!