Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 11
haustið 1995 og hoplaxi fargað vorið
1996. Þetta hafði áhrif á seiðabúskap
árinnar á því svæði.
6) Vegna kýlaveikinnar var lagt
bann við sleppingum gönguseiða árið
1996 og 1997. Reglulegar sleppingar
hafa þó einungis gefið af sér nokkra
tugi laxa aukalega í veiði á ári.
7) Kísilþörungurinn Vatnaflóki
náði hámarki í vatnakerfinu á þess-
um tíma en óljóst er með áhrif hans
á seiðin í ánni.
8) Umhverfisskilyrði hafa verið
mjög sveiflukennd á milli ára þetta
tímabil, þ.e. köld vor og sumur (t.d.
1989,1993 og 1995) sem áhrif hefur á
seiðabúskap árinnar.
9) Vaxandi þrýstingur ýmissa
þátta á lífríki árinnar sem af byggð
leiðir.
Eituráhrif í efnasamsetningu
I þessari rannsókn voru könnuð
aðalefni, næringarsölt, snefílefni og
þungmálmar í vatninu. Tekin voru
sýni með reglulegum hætti víða á
svæðinu, allt frá Hólmsá og til ósa.
Við stingum okkur nú niður í skýrsl-
una á nokkrum lykilstöðum.
„Niðurstöður benda til að efna-
samsetning Elliðaánna breytist með
árstíðum og var mestur styrkur ým-
issa efna í lágrennsli. Gildi pH náði
hámarki í júní og júlí þegar líf var í
blóma. Athyglisvert er að styrkur áls
er mestur á sama tíma þegar tillífun
er í hámarki. Styrkurinn er það mik-
ill að hann nær hættumörkum fyrir
ferskvatnsseiði. Tillífun var meiri í
vatninu 1997-1998 en 25 árum áður.
Þetta gæti hugsanlega skýrst af
auknu innstreymi lífrænna efna í El-
liðavatn.“
Og: „I ljós kom að hámarksmeng-
un úr ofanvatnsræsum mældist í
byrjun rigninga eftir hlákur. Styrk-
ur snefílefna reyndist hæstur í neðra
ræsi, sem sýni var tekið úr, strax í
upphafi hláku. Gleggstu merkin um
áhrif rennslis úr ræsunum á efna-
samsetningu Elliðaánna voru í styrk
natríum, klórs og zinks. Þessi efni
koma m.a. frá salti af götum, hjól-
börðum og vatnsrörum. Styrkur
klórs og natríum hefur aukist á öll-
um sýnatökustöðum í ánum miðað
við mælingar fyrir 25 árum. Aukn-
ingin er mest neðst á vatnasviðinu
eða um 10%. Styrkur flúors hefur lít-
ið sem ekkert breyst í Elliðaánum
sem bendir til þess að 30 ára starf-
semi Álversins í Straumsvík hafi
ekki áhrif á styrk flúors í Elliðaán-
um.
Þrátt fyrir ofangreindar niður-
stöður breytist efnasamsetning El-
liðaánna lítið niður vatnasviðið. Fyi--
ir flest efni var breytingin um 3%
sem er nálægt skekkjumörkum
mæliniðurstaðna. Styrkur snefilefna
og þungmálma breytist misjafnlega
niður vatnasviðið. Það á eftir að
túlka eiturefnaáhrif snefilefna í án-
um...“
Frekari rannsóknir
og aðgerðir
Eftir samantekt um rannsóknirn-
ar sjálfar dregur skýrsluhöfundur
saman fleiri rannsóknai-þætti sem
taldir eru nauðsynlegir og síðan
nokkrar aðgerðir sem grípa mætti til
að svo komnu. Við gefum skýrslu-
gerðarmanni því aftur orðið:
„Ljóst er að áframhaldandi rann-
sóknir á lífríki Elliðaánna eru nauð-
synlegar sem hluti af aðgerðum
borgarinnar. Vísindamenn sem kom-
ið hafa að rannsóknum benda á eftir-
farandi þætti sem mikilvægasta
samkvæmt stöðu núverandi þekk-
ingar.
Afla þarf frekari upplýsinga um
aðstæður í Elliðavatni. Þar er um að
ræða uppruna lífrænnar mengunar í
vatninu og áhrif eiturefna á lífríkið.
Almennt þarf að auka þekkingu á
Elliðavatni og umhverfi þess.
Kanna þarf áhrif framkvæmda ut-
an Elliðaárósa og afla betri vitneskju
um göngur bæði seiða og fullvaxta
fisks. Reyna verður að svara þeirri
spurningu hversu alvarlega þrengir í
raun að vatnasviði ánna. Kortleggja
þarf mengandi og áhættusama starf-
semi á vatnasviðinu.
Veiðimálastofnun hefur lagt fram
tillögu um erfðarannsóknir á laxa-
stofni vegna hugsanlegrar erfða-
mengunar."
Og um aðgerðir sem grípa mætti
til stendur þetta:
Dregið verði jafnt og þétt með
skipulegum hætti úr þeim þáttum
sem taldir eru slæmir fyrir lífríki
ánna. Tillögur að aðgerðum eru
ORRI VIGFÚSSON FORSTÖÐUMAÐUR NASF KRISTJÁN GUÐJÓNSSON FORAAAÐUR SVFR
Aftur komin á
byrj unarr eitinn
ORRI Vigfússon, forstöðumaður NASF, Norður-Atlantshafs laxasjóðs-
ins, hefur farið fyrir skoðanaskiptum og athugunum á vandamálum
Elliðaánna og hann telur að greinilegt sé að „góður vilji ríki hjá
Reykjavíkurborg til að bjarga lífríki Elliðaánna," eins og hann kemst
að orði í samtali við Morgunblaðið. Og hann heldur áfram:
„Margt af því sem fram kemur í tilteknum vistfræðiathugunum er
prýðilegt, en það er langt í land með að tryggja að laxastofninn verði
sjálfbær á ný. í fljótu bragði virðist sem verið sé að rugla saman aðal-
atriðum og aukaatriðum. Af lestri skýrslunnar mætti oft ætla að raf-
stöðin sé ekki til. Það er nauðsynlegt að huga að samspili margra at-
riða og vega og meta
áhættuþættina. Vanda-
mál EHiðaánna er ckki
frekari greining smáat-
riða. Stíflugarðarnir og
töpuðu búsvæðin eru
og verða ein aðalorsök
þess að Elliðaárlax af
náttúrulegum uppruna
er ósjálfbær.
Ég fagna því að
borgarstjóri tekur und-
ir verndunarsjónarmið
og samþykkir að bæta
þurfi vistkerfi Elliða-
ánna. Þetta er stefnu-
breyting og er til
marks um framsýni.
Stjórnunaraðgerðir
varðandi vistkerfi El-
Iiðaánna verða að taka
mið af þremur höfuð-
atriðum: l)Betri skiln-
ingi á gæðum, magni,
þróun stofnstærðar og
búsvæði laxins. 2)Mati
á fiskræktaráformum
og veiðiálagi. 3)For-
gangsröðun verkefna til að nýta sem best takmarkaða fjármuni.
Ekkert vatnasvæði á Islandi hefur fengið aðra eins umhverfisvökt-
un og á engu öðru hafa verið gerðar jafn dýrar rannsóknir. Þá vekur
það athygli að eftir fjögurra ára sérstaka gjörgæslu liggja engar
ákveðnar tillögur fyrir nema góður ásetningur. Við erum aftur komin
á byrjunarreitinn 1995 þegar nýjasta röð upplýsingasafnana hófst.
Urbætur og tímasetning aðgerða eru mjög aðkallandi þvi rannsóknir
einar og sér skila ekki þeim árangri sem nauðsynlegur er til að rétta
við laxastofninn í Elliðaánum. Vistkerfi Elliðaánna hefur í 77 ár greitt
niður rafmagn fyrir borgarbúa. Nú er ódýrara að kaupa rafmagnið
annars staðar frá. Loka má því rafstöðinni og útiloka stærsta áhættu-
þáttinn í viðleitni til að tryggja á ný sjálfbærni laxastofnsins."
Mætti ganga
lengra
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur leigl stangaveiðiréttindi í
Elliðaánum um langt árabil. Stjórn SVFR hefur mikið til haldið sig til
hlés í umræðunni um ástand ánna og hugsanlegar úrbætur. Kristján
Guðjónsson, formaður SVFR, sagði þó í samtali við Morgunblaðið að
honum þætti afar jákvætt að Reykjavíkurborg og Rafmagnsveita
Reykjavíkur skyldu láta gera svo víðtæka rannsókn um vistfræði ánna
sem raun bæri vitni.
„Ég er mjög ánægður með að nú skuli niðurstöður liggja fyrir í
vistfræðirannsóknum á vatnasviði EHiðaánna en rannsóknimar hafa
verið unnar á síðustu þremur árum, eða frá 1996.1 skýrslunni um
þessar rannsóknir birtast
bæði niðurstöður og
aðgerðaráætlun. í mínum
huga eni þær aðgerðir sem
grípa á til allar til bóta
fyrir lífríki ánna og til
langs tíma litið verða þær
til þess að styrkja
laxastofninn þótt ég fyrir
mitt leyti hefði óskað þess
að þær gengju lcngra.
Jafnframt þarf að styrkja
aðgerðirnar enn frekar
með skammtímaaðgerðum
tengdar sleppingum
göngnseiða í vemlega
auknu magni á næstu
árum. Tímasetningar hvers
þáttar hefðu einnig mátt
fylgja. Veiði síðustu ár
sýnir svo ekki verður um
villst að mikið þarf að
koma til, til að laxastofninn
nái fyrri styrk enda hefur
seiðaþéttleikinn og
lífþyngd laxaseiðanna á
hveija flatareiningu farið
stöðugl minnkandi.
Með því að minnka framleiðslu rafmagns í Elliðaárstöð að vetri og
hleypa vatni fram hjá endurheimtast búsvæði laxaseiða og
náttúrulegt klak eykst aftur. Rannsóknirnar leiddu einnig f Ijós að
hámarksmengun berst í árnar í byrjun rigningar eftir hláku. Bmgðist
verður við þessu með því að veita þessu ofanrennsli inn í
frárennsliskerfí borgarinnar.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur haft árnar á leigu síðastliðin 60
ár og mun svo verða áfram, félagsmenn em tilbúnir að leggja mjög
mikið á sig til þess að árnar nái fyrri styrk. Það munum við í
framtíðinni gera með borgaryfirvöldum og Orkuveitu Reykjavíkur.
Félagið, eins og önnur íþróttafélög landsins, gerir sér glögga grein
fyrir gildi síns heimavallar,“ segir Kristján.
margþættar. Mikilvægt er að koma í
veg fyrir frekari röskun og mengun
frá byggð og vinna að því að minnka
það álag sem nú er. Einnig verði
rekstri rafstöðvarinnar breytt til
hagsbóta fyrir uppeldi seiða í ánum.
Unnið verði að því að minnka
mengun úr ofanvatnslögnunum með
því að veita í frárennsliskerfí grunn-
rennsli og vatni í upphafi rigninga og
hláku þegar mest er efnamengunin.
Sérstaklega verður lögð áhersla á af-
rennsli frá stórum umferðaræðum.
Aukin verði vöktun á umhverfi og
lífríki ánna meðal annars með reglu-
legum mælingum á áhættuþáttum
sem hingað til hafa ekki verið mæld-
ir.
Draga þarf úr áhættu á meng-
unaróhöppum. Það verði meðal ann-
ars gert með almennri fræðslu til al-
mennings sem býr á vatnasvæði
ánna og þeirra fyrirtækja sem þar
starfa.
Gera verður auknar ki-öfur til
nýrrar byggðar um hreinsun ofan-
vatns. Það á bæði við um byggð á
Norðlingaholti og byggð í Kópavogi
á vatnasvæði Elliðavatns.
Lágrennslismörk Elliðaánna að
vetrarlagi verði hækkuð þannig að
einn m3/sek. af vatni verði veitt frá
Árbæjarstíflu framhjá Elliðaárstöð
og skipt milli austur- og vesturkvísl-
ar ánna. Með þessu stækka uppeldis-
stöðvar seiða talsvert frá því sem
verið hefur.
Einnig verði rennslissveiflum
stýrt að vetrarlagi þannig að breyt-
ingar á rennsli verði hægari en nú
er. Til hliðsjónar verði hafðar reglur
sem tíðkast í laxveiðiám í nágranna-
löndum og tekið mið af sérkennum í
farvegi Elliðaánna.
Leggja bann við netaveiði á laxi í
Elliðavatni.
Leifar af gamalli stíflu í Hólmsá
við Gunnarshólma verði fjarlægðar.
Stíflan truflar göngur um ána.“
Svo mörg voru þau orð og er eftir
að sjá hvað verður gert og hvenær.
Námskeið hjá Yoga Studio í október:
Ásmundur
Daníel
Jóga gegn kvíða
hefst 7. október - Þri. og fim. kl. 20. 00
4ra vikna uppbyggjandi námskeið með Ásmundi Gunnlaugssyni. M.a. byggt á
eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða
eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess
að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði.
Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
Yoga ■ breyttur lífsstíll
hefst 4. október - Mán. og mið. kl. 20.00
7 kvölda grunnnámskeið með Daníel Bergmann fyrir fólk á öllum aldri sem
vill læra eitthvað nýtt.
Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
■
fi
Vetrarstundaskrá hjá Yoga Studio
IMMHIHM
Tími 12.10-13.00 16.20-17.10 Mánud. Ýmsir Þríðjud. Miðvikud. Ýmsir Fimmtud. Föstud. Lísa Laugard. Kl. 10.10
Ingibjörg Ingibjörg
17.00-17.50 Lísa til 11.15
17:20-18:20 Daníel Ingibjörg Daníel Ingibjörg Lísa
17.55-18.20 t.Hi fiJ-íUUíj iivs -Oía úh-so íKi ;, i • •uíu'U A6íl!a 'lírbl Hugleiðsla 6 , !7fj ii ’()
18.30-19.35 Ásmundur Anna Ásmundur Anna Ásmundur
3 mán. kr. 12.900 1. mán. kr, 5.800 hálfur mán. kr. 3.200 Stakur tími kr. 600.
EfHlHIMEia.fflil
Kortum fylgir aðgangur að tímum á stundaskrá, tækjasai og saunu.
EH ®)
Y06A
STU D 10
Yoga - Tæki - Sauna
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560.
HALUR OG SPRUND ehf.
Sími 544 5560 og 864 1445
BIOTONE nuddvörur, Oshadhi 100% hágæða
ilmkjamaolíur, nuddbekkir frá Custom Craftworks,
nuddplaköt, slökunartónlist, ilmker, bækur o.m.fl.