Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Púðurtunnan í Norður- Kákasus Rússneska hernum gengur illa að buga ís- lamska skæruliða frá Tsjetsjníu, sem vilja stofna sjálfstætt múslimaríki í Dag- estan. Þótt Rússar neiti því að þeir ráðgeri innrás í Tsjetsjníu hafa þeir síðustu daga skipað miklu herliði í viðbragðsstöðu við landamærin og gert loftárásir á höfuðborg- ina Grozný. Eins og fram kemur í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur er ástandið í Norður-Kákasus eldfímt og telja ýmsir hættu á að púðurtunnan geti senn sprungið. Reuters Skæruliðaforingjamir Shamil Basajev og Khattab eru ekki árennilegir. FYRIR einni og hálfri öld sameinaði íslamski klerkur- inn Imam Shamil íbúa Da- gestans og Tsjetsjníu í upp- reisn gegn útþenslustefnu rússnesku keisarastjórnarinnar. Undir forystu Shamils háðu þeir langa og harða baráttu, sem á endanum leiddi til stofnunar sjálfstæðs íslarnsks ríkis í norðurhluta Kákasus. Það orðspor fór af Dagestönum og Tsjetsjenum að þeir væru grimmir bardagamenn, jafnvel í samanburði við hið alræmda herlið Rússakeisara. Bardagaharka þeirra þótti slík að haft var á orði að hundrað Rússa þyrfti til að vinna sigur á einum Kákasusmanni. Nú er aftur barist í þessum sömu þorpum upp til fjalla og nafni klerks- ins Shamils hefur orðið til þess að Rússar velta því fyrir sér hvort þetta gamla orðtak eigi ennþá við. Shamil Basajev, leiðtogi tsjetsjensku skæru- liðanna sem gert hafa usla við landa- mæri Dagestans síðan í byrjun ágúst, er að minnsta kosti ekki síður orðlagður fyrir giámmd og vígamóð en forveri hans á 19. öld. Shamil Basajev er reyndur her- maður, en hann var einn af leiðtog- um Tsjetsjena í stríðinu við Rússa á árunum 1994-1996. Rússar guldu al- gjört afhroð gegn Tsjetsjenum, sem lýstu yfir sjálfstæði og hafa það í raun, þótt engin þjóð viðurkenni ríki þeirra. Basajev hefur lýst því yfir að markmið skæruliðanna sé að stofna íslamskt ríki í Dagestan og að menn sínir muni ekki linna látum fyrr en „hinir vantrúuðu" Rússar hafi verið reknir á brott. Basajev og félagi hans Khattab, sem nefndur er „Svarti arabinn“, hafa í þessu skyni myndað „íslamska breiðfylkingu", sem þeir kalla Sa- meinaðan herafla hinna heilögu stríðsmanna í Dagestan, og í liði þeirra eru múslímar frá ýmsum löndum. Þeir neita því ekki lengur að bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Rússlandi undanfarnar vikur, sem hafa kostað um 300 manns lífið. Ba- sajev viðurkennir jafnframt að end- anlegt markmið hreyfmgarinnar sé að reka Rússa frá gervöllu Norður- Kákasus. Vangeta rússneska hersins Þrátt fyrir kokhraustar yfirlýsing- ar hins nýskipaða forsætisráðherra, Vladímírs Pútíns, í byrjun ágúst um að „lögum og reglu yrði aftur komið á í Dagestan innan 10 til 14 daga“, hefur rússneska hernum enn ekki tekist að buga skæruliðana. Rússum tókst reyndar í fyrstu að hrekja menn Basajevs á flótta og lýsti Pútín því þá yfir að uppreisnin hefði verið kveðin niðui’. Hann reyndist hafa hrósað sigri of snemma, því skæru- liðarnir hertóku skömmu síðar sex þorp í Dagestan. Enn hljóp Pútín á sig er hann lýsti því yfir í sjónvarpi 4. september að aðgerðirnar í Kákasus gengju samkvæmt áætlun, en sama kvöld sprakk fyrsta sprengja skæruliðanna í Rússlandi. Borís Jeltsín Rússlandsforseti brást við óförunum með því að saka rússneska herinn um „kæruleysi“, og er það sennilega ekki fjarri sanni. Raunin er að minnsta kosti sú að sprengjuárásir Rússa hafa bitnað mest á saklausum þorpsbúum við landamærin, en skæiuliðar Basajevs hafa iðulega komist undan. „Rúss- nesku hermennirnir létu Basajev sleppa og eyðilögðu svo húsin okk- ar,“ hafði dagblaðið Novayn Gazeta í Moskvu eftir íbúa í Botlikh í Dagest- an. Um 300 óbreyttir borgarar og um 250 rússneskir hermenn hafa látið lífið í átökunum til þessa. Mikið í húfi Stjórninni í Moskvu er vitanlega umhugað um að leikurinn frá 1994- 1996 endurtaki sig ekki. Pútín hefur ítrekað lýst því yfir undanfarna daga að Rússar ráðgeri ekki innrás í Tsjetsjníu, því það myndi hafa of mikið mannfall í för með sér. Bent er á að fjöllin í Dagestan séu jafnvel enn erfiðari bardagavettvangur en hálendi Tsjetsjníu. Allt bendir til þess að slíkt stríð myndi ekki njóta stuðnings almennings í Rússlandi, sem man of vel eftir hörmungum Tsjetsjníustríðsins. Rússar hafa þrátt íyrir þetta skip- að um 30 þúsund manna herliði í við- bragðsstöðu við landamærin og gert loftárásir á Grozný og fleiri staði í Tsjetsjníu á fimmtudag og föstudag. Ljóst er að stjórnvöld í Moskvu hyggjast ekki láta undan, enda er mikið í húfi, þar sem Dagestan hefur verulegt hernaðarlegt gildi. Þar liggja 70% af strandlínu Rússlands við hið olíuauðuga Kaspíhaf og þar er eina rússneska höfnin við Kaspú haf sem er opin allt árið um kring. í gegnum Dagestan liggja einnig mik- ilvægar olíuleiðslur til Aserbaidsj- ans, auk þess sem Rússum er afar umhugað um að héraðið geti enn gegnt hlutverki „stuðpúða“ gagnvart Tsjetsjníu. Stjórnmálaskýrendur virðast á einu máli um að hörkuleg framganga rússneska hersins muni ekki duga ein og sér til að buga skæruliðana. Shireen Hunter, sem starfar hjá Herfræði- og alþjóðamálastofnun- inni í Washington, fullyrðir til dæmis að best muni reynast að styrkja efnahag Dagestans og gera stjórn- kerfið þar gagnsærra og skilvirkara, svo róttækir undirróðurshópar hljóti síður hljómgrunn. Telur hún einnig að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld í Moskvu að gera upp hug sinn gagn- vart Tsjetsjníu: annaðhvort að veita Tsjetsjenum formlega sjálfstæði eða að reyna að koma á vinveittum sam- skiptum við þá. Hætta á allsheijar íslamskri uppreisn? Rússar hafa verið margorðir um trúarlegar rætur átakanna og fullyrt að veruleg hætta sé á uppreisn ís- lamskra heittrúarmanna innan rúss- nesku landamæranna. Líklegt er að þeir geri sér grein fyrir því að þannig vekja þeir athygli umheims- ins og afla sér samúðar Bandaríkja- manna. Rússar halda því fram að í liði Basajevs séu málaliðar frá lönd- um eins og Sádí-Arabíu og Pakistan, og innanríkisráðherrann Vladímír Rushailo hefur meira að segja gefið yfírmanni bandarísku alríkislögregl- unnar skýrslu um meint hlutverk hryðjuverkamannsins Osama bin Ladens í átökunum í Dagestan. Bin Laden er sem kunnugt er grunaður um að hafa skipulagt sprengjutil- ræðin við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu á síðasta ári, og er hann eftirlýstur af Bandaríkja- mönnum. Þjóðemisfræðingurinn Robert Chenciner, sem kennir við Oxford og hefur skrifað bók um Dagestan, tel- ur ekkert hæft í vangaveltum um að íslömsk uppreisn sé að bresta á í Kákasus. „Rússarnir reyna að láta líta út lyrir að múslimar hái heilagt stríð gegn þeim, og fá þess vegna sjálfkrafa viðbrögð frá Bandaríkja- mönnum og Vesturlöndum, en það á ekki við rök að styðjast," segir Chenciner í viðtali við Time. Hann bendir á að Dagestanar hafi frá alda öðli verið súnní-múslimar, og séu ekki ýkja hrifnir af bókstafstrú. Chenciner telur að upphafið að öfgafullri íslamstrú í Dagestan megi rekja til byrjunar þessa áratugar, þegar sovéskum múslimum var í íyrsta sinn heimilað að fara í píla- grímsferð til Mekka. Margir ungir menn snerust þá til wahabisma, sem er strangtrúuð kvísl af súnní-íslam og gerir ráð lyrir að lögmál múslima, sjaría, eigi að gilda sem landslög. Chenciner fullyrðir þó að þrátt íyrir nokkra útbreiðslu wahabisma í Kákasuslöndum snúist átökin nú frekar um efnahagsmál en trú. „Þetta er svæði þar sem efnahagur- inn er hruninn, atvinnuleysi er mikið óg margt ungt fólk hefur ekkert að gera,“ segir Chenciner. Fleiri vandræðasvæði Dagestan og Tsjetsjnía eru ekki einu vandræðasvæðin í Norður- Kákasus. Átök í öðrum sjálfsstjóm- arhéruðum einkennast þó fremur af deilum þjóðernishópa en trúarsam- félaga, að minnsta kosti enn sem komið er. Sjálfsstjórnarhéraðið Ingúsetía á landamæri að Tsjetsjníu í austri og héraðinu Norður-Ossetíu í vestri. Átök milli Ingúsa og Norður-Os- setíumanna vegna Prigorodny-svæð- isins haustið 1992 voru fyrstu alvar- legu þjóðernisátökin í Rússlandi eft- ir fall Sovétríkjanna. Ossetíumenn settust að á þessu svæði eftir að Sta- lín lét flytja Ingúsa nauðungarflutn- ingum árið 1944, en 48 árum síðar hernámu ingúsetískir vígamenn hluta af Prigorodny og kröfðust þess að Ingúsum yrðu fengin yfirráð yfir heimkynnum sínum á ný. Stjórnvöld í Moskvu tóku afstöðu með Ossetíu- mönnum. Átökin sem fylgdu í kjöl- farið kostuðu um 600 manns lífið og um 60 þúsund Ingúsar neyddust til að flýja til Ingúsetíu. I ágúst á þessu ári lentu ingúsetískir flóttamenn, sem gerðu tilraun til að snúa til baka til Prigorodny, í átökum við lögreglu. Síðan hefur andrúmsloftið á svæðinu verið magnað spennu og hætta þykir á því að frekari átök brjótist út. Ossetísku þjóðinni var fyrir margt löngu deilt á tvö sjálfsstjórnarhéruð í tveimur löndum, en Norður-Ossetía tilheyrir Rússlandi og Suður-Ossetía tilheyrir Georgíu. Yfirvöld í Georgíu ákváðu árið 1989 að leysa upp hér- aðsstjórn Suður-Ossetíumanna, og leiddi það til þjóðernisátaka sem stóðu í þrjú ár. Norður-Ossetíumenn studdu félaga sína í suðri. Um 5 þús- und manns týndu lífi í átökunum og yfir 40 þúsund manns neyddust til að yfirgefa heimili sín. Rússneskt frið- argæslulið í Suður-Ossetíu hefur nú umsjón með því að friðarsamkomu- lag sé haldið, en ennþá ríkir mikil spenna á svæðinu og kröfur um sam- einingu ossetísku þjóðarinnar verða æ háværari. Vestan Norður-Ossetíu liggur hér- aðið Kabardíníó-Balkaría. Sovét- stjómin þvingaði Balkara árið 1921 til að mynda sjálfsstjómarhérað ásamt Kabördum, sem þeir höfðu eldað grátt silfur við í margar kynslóðir. Stalín lét flytja Balkara nauðungar- flutningum árið 1943 og þegar þeir snem aftur árið 1957 komust þeir að því að besta landsvæðið í héraðinu var komið undir stjóm Kabarda. Síðan hefur óvildin milli þjóðemishópanna tveggja farið stigvaxandi. Balkarar vilja stofna eigið ríki, á meðan Ka- bardar reyna að koma því í kring að stofnað verði sameinað ríki skyldþjóð- anna Kirkassa, Kabarda og Adyga. I sjálfsstjómarhéraðinu Karakaj- Kirkassíu, vestan Kabardíníó-Balkar- íu, hefur magnast upp spenna milli Karakaja og Kirkassa, eftir að Karakajinn Vladímír Semjonov var kjörinn héraðsforseti í apríl síðast- liðnum. Hæstiréttur Rússlands ógilti niðurstöður kosninganna og yfirvöld í Moskvu sendu sérlegan sendimann til að fara með völd í héraðinu þangað til úrskurðað hefði verið í málinu. Ottast er að erfitt muni reynast að kveða niður átök í héraðinu, fari spennan milli þjóðemishópanna úr böndunum. Abkhazar vilja sameinast Rússlandi Órói ríkir einnig í Abkhazíu, sem hefur lýst yfir sjálfstæði en tilheyrir formlega Georgíu. Árin 1992-1993 háðu Abkhazar aðskilnaðarstríð frá Georgíu og nutu stuðnings Rússa. Rússneskar hersveitir gæta þess nú að átök brjótist ekki út á milli herliðs Georgíumanna og Abkhaza, en ekki hefur tekist að kveða niður skæra- hernað í héraðinu. Þrátt fyrir að Abkhazar hafi stutt Tsjetsjena í sjálfstæðisstríði þeirra og leyfi tsjetsjenskum skæmliðum að hafa aðstöðu í héraðinu, hafa Abkhazar lýst yfir vilja til að ganga í rússneska ríkjasambandið. Rússar hafa tekið bón þeirra fálega, enda óttast þeir að Abkhazar muni ganga til liðs við skyldþjóðir sínar, Kirkassa og Ka- barda, í sjálfstæðistilbui'ðum þeirra. Stjórnmálaskýrendur hafa lýst yf- ir áhyggjum af því að þjóðernisdeil- urnar í Kákasushéraðum Rússlands geti þróast í borgarastríð á borð við það sem braust út í löndum fyrrver- andi Júgóslavíu. Að minnsta kosti er ljóst að ekki má mikið út af bera til að tendra neista í púðurtunnunni í Norður-Kákasus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.