Morgunblaðið - 26.09.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.09.1999, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 19/9 -25/9 ►MADELEINE Albright ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna kemur sennilega ekki til Islands vegna ráðstefn- unnar um konur og lýðræði við árþúsundamót eins og til hafði staðið. ►MEÐALVEXTIR almennra skuldabréfalána eru nú 14,6% og hafa ekki verið hærri í tæp sex ár, eða frá í nóvember 1993. ►TVEIR menn sem villtust við Hrafntinnusker fundust um fímm kílómetra suður af Landmannalaugum eftir um- fangsmikla leit í um það bil sólarhring. ►ÍSLENSKUM vísindamönn- um hefur tekist að staðsetja erfðavísi sem veldur með- göngueitrun, sjúkdómi sem árlega veldur dauða 60.000 kvenna í heiminum. ►GEIR H. Haarde fjármála- ráðherra kynnti í vikunni frumvarp til laga sem felur í sér að persónuafsláttur hjóna verði að fullu millifær- anlegur í áföngum út kjör- tímabilið en ekki aðeins að átta t.íundu hlutum eins og nú er. ►Mannréttindadómstóll Evr- ópu hefur ákveðið að taka til efnislegrar úrlausnar og kveða upp dóm um hvort ís- lenska ríkið hafi með því að ákveða í lögum að ekki sé hægt að áfrýja efnisdómum Félagsdóms til Hæstaréttar gerst brotlegt við ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópu. ►FJÖGUR börn björguðust úr brennandi húsi í Hvera- gerði á þriðjudag. Kviknaði í feiti í potti og urðu miklar skemmdir á húsinu af völd- um elds, reyks og sóts. ►LÍTIÐ hlaup kom i Jökulsá á Sólheimasandi í fyrradag. Leynisamningur um FBA? DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt því fram í samtali við Morgunblaðið að leynilegur samningur hefði verið gerð- ur um að vinna að yfirtöku Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins þegar sparisjóð- irnir seldu fjárfestingarfélaginu Orca SA í Lúxemborg hlut sinn í FBA fyrir milligöngu Kaupþings. Frá því var greint á þriðjudag að ríkið muni selja 51% hlut sinn í FBA í einu lagi til dreifðs hóps fjárfesta þar sem hver að- ili má ekki kaupa meira en 6% hlutafjár í bankanum. Grunur um ólöglegt samráð SAMKEPPNISSTOFNUN gerði hús- leit í starfsstöðvum þriggja fyrirtækja, sem annast dreifingu á grænmeti og ávöxtum á föstudag. Framkvæmda- stjóri Agætis, eins fyrirtækjanna, segir að uppgefin ástæða hafi verið grunur um ólöglegt samráð fyrirtækjanna en talsmenn Samkeppnisstofnunar verjast frétta. Starfsmenn Samkeppnisstofn- unar nutu aðstoðar lögreglu við aðgerð- irnar. hsigt hald á 51 milljón EFNAHAGSBROTADEILD ríkislög- reglustjóra hefur lagt hald á 10 glæsi- bifreiðir, íbúðir og lausafjármuni að verðmæti 51 milljón króna í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefna- máh sem nú er til rannsóknar. Sex menn sitja í haldi vegna málsins og tveggja er leitað erlendis. Á þriðja þúsund manna fórst á Taívan LÍTILL drengur fannst næstum heill á húfi í húsarústum í bænum Tali á Taív- an á fóstudag og vakti það vonir um, að enn væru einhverjir á lífi undir rústun- um þótt um fjórir sólarhringar væru liðnir frá jarðskjálftanum mikla. Það verður þó æ ólíklegra eftir því sem lengra liður frá. Á fóstudag var tala lát- inna 2.146 og rúmlega 8.000 höfðu slasast. Þá var enn saknað 68 manna. Um 80.000 manns misstu heimili sitt. Kínverska stjórnin hefur boðið Taívön- um nokkra hjálp og hafa þeir aðeins þegið hana að litlu leyti. Saka þeir Pek- ingstjómina um áð notfæra sér hörm- ungamar í pólitísku skyni og hafi hún í raun tafíð fyrir erlendu hjálparstarfi. Það gerði hún með því að fara fram á, að erlend ríki fengju samþykki hennar fyrir aðstoð við Taívana þar sem landið væri hérað í Kína. Hjálparstarfíð á Taí- van beinist nú fyrst og fremst að því að aðstoða þá, sem urðu verst úti í skjálft- anum, slösuðust eða misstu ástvini sína og heimili. Indónesar burt frá A-Tímor ALÞJÓÐLEGT friðargæslulið undir stjóra Ástrala kom til Dili, höfuðborg- ar Austur-Tímors, sl. mánudag og hef- ur síðan verið að treysta stöðu sína í borginni. Hefur komið til árekstra milli þess og indónesískra hermanna og dauðasveitirnar, sem andvígar era að- skilnaði A-Tímors og Indónesíu, láta enn á sér kræla. Talsmaður Indónesíu- hers tilkynnti fyrir helgi, að herliðið á Austur-Tímor yrði að mestu flutt burt á næstu dögum en síðustu 4.500 her- mennirnir yrðu þar áfram í mánuð. Er brottflutningur hersins hafínn en hann skilur eftir sig sviðna jörð, brennir búðir sínar og kveikti einnig í útvarps- stöðinni í Dili. Fara hermennirnir burt með fangið fullt af góssi, sem þeir hafa stolið, og þar á meðal bifreiðar, sem þeir stálu af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. ►RÚSSNESKAR herflugvél- ar gerðu loftárásir á Grozní, höfuðborg Tsjetsjníju, á fimmtudag og föstudag og talsmaður rússneska flug- hersins svaraði þessu til er hann var spurður: „Við höf- um varpað sprengjum, erum að því og munum halda því áfram.“ Rússar saka Tsjet- sjmjustjórn um að halda hlífi- skildi yfir skæruliðum, sem ráðist hafa inn í Dagestan í tvígang. Var ráðist á flug- völlinn í borginni, vopnabúr, ratsjárstöð, eldsneytisgeyma og rafmagnsstöð. Þá segja Tsjetsjenar, að gerð hafi ver- ið árás á bflalest með þeim aflciðingum, að átta menn létust og margir slösuðust. ►HAGVÖXTUR í heiminum verður mun meiri á næsta ári en búist var við eða 3,5% samkvæmt nýrri spá Alþjóða- gjaldeyrissgóðsins, IMF. Hann varar þó við því, að skyndilegur samdráttur í Bandaríkjunum eða aftur- kippur í Japan geti sett strik í reikninginn. ►ÞÝSKIR jafnaðarmenn hafa farið mjög halloka í kosningum í sambandslönd- unum að undanförnu og mestur var ósigur þeirra í Saxlandi um siðust helgi er þeir fengu aðeins 10,7% at- kvæða. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, segist þó hvergi munu hvika frá áformum sfnum um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda. Segist hann viss um, að það muni verða til að auka hag- vöxt í landinu og draga um leið úr atvinnuleysinu. Út- koma Græningja, samstarfs- flokks jafnaðarmanna, er ekki betri og óttast sumir, að flokkurinn sé að þurrkast út. FRETTIR Unnið er að endurheimt votlendis á vegum ráðuneyta Lútandavatn í sína upprunalegu mynd 3 ha votlendis verða til við framkvæmdirnar UNNIÐ hefur verið að þvi að und- anfómu að koma Lútandavatni í Villingaholtshreppi í sína uppruna- legu mynd. Níels Árni Lund, for- maður nefndar á vegum landbúnað- ar- og umhverfísráðuneytisins um endurheimt votlendis, segist vonast til að um þrír hektarar votlendis verði til við þessar framkvæmdir en þetta sé kjörlendi fyrir ýmsa fugla, til dæmis endur og álftir. Þegar landið þarna var þurrkað upp á sínum tíma til ræktunar, var grafínn skurður frá Lútandavatni út í fráveituskurðinn sem grafínn var eftir landinu. Þannig tæmdist vatnið og eftir varð gróinn botn en nú er ætlunin að endurheimta það. Stæði þess er á lægsta stað á þessu svæði og var stórum ræsum komið fyrir í þeirri hæð sem yfirborð vatnsins verður. Vatnið sem safn- ast úr mýrlendinu rennur svo í gengum ræsin, safnast fyrir í stæð- inu og myndar stöðuvatnið á ný. Ekki ætlunin að moka ofan í alla skurði landsins Þetta er þriðja tjömin sem er endurheimt með þessum hætti á Suðurlandi, hinar eru Kolavatn í Holtum og Dagmálatjörn í Bisk- upstungum. Þetta hefur einnig ver- ið gert annars staðar á landinu og hafa þá stundum einnig verið búnir til varphólmar í tjörnunum. Vinnan fer fram á vegum áður- nefndrar nefndar í samvinnu við Fuglavemdarfélag íslands. Hlut- verk nefndarinnar, sem hefur starfað í um þrjú ár, er að kanna hvort og með hvaða hætti megi endurheimta hluta af því votlendi sem ræst hefur verið fram. Níels Árni segir að á sínum tíma hafí uppþurkkun votlendis verið algjört nauðsynjaverk til að búa til rækt- unarland, en með breyttum búhátt- um megi nú koma sumum þessara svæða í uppranalegt horf. Bæði sé hægt að endurheimta tjarnir og vötn með fyrrgreindum hætti og einnig mýrlendi með því að fylla skurði. Níels Árni segir að það sé þó alls ekki ætlun þeirra að fara að moka ofan í alla skurði landsins. Verkið sé unni í samráði við landeigendur og langoftast að þeirra eigin frum- kvæði. Morgunblaðið/RAX Lútandavatn í Villingaholtshreppi. Vatnið fékk nafnið vegna þess að landið lýtur í áttina að því. Borgþór Magnússon, sérfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, og Níels Árni Lund, formaður nefndar um endurheimt votlendis, ganga frá ræsi í útfalli við Lútandavatn. Lögreg-lan á fræðslu- myndband NOKKUR viðbúnaður lögreglu vakti athygli vegfarenda um Ártúnshöfðann í gærmorgun. Lögregluskóli ríkisins og Um- ferðarráð voru þarna að taka upp fræðslumyndband um hvernig bregðast eigi við þegar lögreglu-, slökkvi- og sjúkra- bifreiðar era í forgangsakstri. Myndband þetta er ætlað al- menningi. Tökur stóðu yfir frá sjö í gærmorgun til hádegis og sagði lögreglan í Reykjavík að reynt hafi verið að raska um- ferð sem minnst. ÞORVALDUR GYLFASON eflaalladáð BÚK30S 33,130.- Viðskiptin efla alla dáð Nýtt greinasafn um hagfræðileg efni sem kemur afar víða við, bæði hérlendis og erlendis Mél og mennlng maloamenníng.is I Laugavegl 18 • Sfml 515 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500 Segir sig úr stjórn KÞ INGVELDUR Árnadóttir á Hraun- brún í Öxarfírði sagði sig í gær úr stjórn Kaupfélags Þingeyinga, sem hittist á stjórnarfundi í gær. „Þegar aðalfundur var haldinn í vor áleit ég að stjórn Kaupfélags Þingeyinga ætti einhverju starfi ólokið, þrátt fyrir að Ijóst væri að staða félagsins væri mjög erfið. Eg taldi að stjórnin myndi hafa eitthvað um ráðstöfun eigna að segja og myndi ávallt hafa það að leiðarljósi að reyna að fá sem mest fyrir þessar eignir til að lágmarka tjón hins al- menna félagsmanns sem mest,“ seg- ir í bréfí Ingveldar, sem lagt var fyr- ir stjórnarfundinn í gær. „Að mínu áliti hefur stjórn KÞ ekkert haft með ákvarðanir undan- farinna mánaða að gera, sem sýnir sig best í því að stjórn hefur ekki verið kölluð saman ó fund síðan stuttu eftir aðalfund eða í júní síð- astliðnum." Ingveldur biður í lok bréfs síns fé- lagsmenn í KÞ afsökunar á að hafa ekki sinnt því hlutverki, sem hún hafi sem stjórnarmaður verið kosin til, að verja hagsmuni félagsmanna, en félagið hefur haft greiðslustöðv- un meðan unnið er að nauðasamn- ingum undanfarna mánuði. ----------------- 16 ára, ölvaður á stolnum bil LÖGREGLAN í Reykjavík handtók aðfaranótt föstudags sextán ára pilt sem hafði stolið bíl og keyrt utan í þrjá kyrrstæða bfla í Breiðholti. Pilturinn var talsvert ölvaður og reyndi hann að stinga lögreglu af þegar komið var að honum. Hann gisti fangageymslur um nóttina og var yfirheyrður þegar hann hafði sofið úr sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.