Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 30
.30 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Feðgarnir sem stýra Stjörnusteini ehf. þeir Sigvaldi H. Pétursson og Páll Sigvaldason. FRAMLEIÐ UM LOFT MEÐ GÓÐUM ÁRANGRI! vmsHPniaviNNULíF Á SUNNUDEGI ►Sigvaldi H. Pétursson er stofnandi og einn af eigendum Stjömusteins ehf. í Hafnarfírði. Hann er fæddur 12. janúar árið 1943 í Ólafsfírði en ólst upp á Hofsósi. Hann lauk námi í vélfræði frá Vélskóla Islands árið 1968 og námi í útgerðartækni frá Tækniskóla fslands árið 1979. Eftir námið vann hann hjá Iðn- tæknistofnun í nokkur ár. Frá því fyrirtækið Stjömusteinn var sett á laggimar árið 1984 hefur hann unnið við fyrirtækið. Sig- valdi er kvæntur Ragnheiði Pálsdóttur og eiga þau þijú böm. ►Páll Sigvaldason er framkvæmdastjóri Stjömusteins ehf. Hann er fæddur 16. nóvember árið 1966 í Reykjavík. Hann lauk námi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1987 og BSc- prófí í tæknilegri iðnhönnun frá Napier University í Edinborg árið 1992. Hann lauk einnig rekstrar- og viðskiptanámi við Endurmenntunardeild Háskóla Islands árið 1997. Eftir að námi lauk í Edinborg vann hann við markaðsstörf hjá Borg- arkringlunni. Á miðju ári 1993 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Sfjömusteins. Páll er í sambúð með Helgu Hlín Hákonardóttur, lögfræðingi hjá FBA. Þau eiga hvort um sig dóttur frá fyrra sambandi. Eftir Hildi Einarsdóttur tarfsemi Stjömusteins ehf. má rekja til gamlársdags árið 1984 er það framleiddi sinn fyrsta frauðplastkassa. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið í fararbroddi í þróun og framleiðslu umbúða úr frauðplasti undir fersk matvæli, þá sérstaklega undir ferskan fisk. I fyrirtækinu hefur verið til stað- ar góð sérþekking, meðal annars á sviði tækni og hönnunar sem hefur nýst vel í þeirri þróunarvinnu sem þar hefur farið fram og hefur stuðl- að að framleiðslu nýrra vara á þessu sviði. Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Kristinn Halldórsson og Sigvaldi H. Pétursson. Kynni þeirra hófust þeg- ar þeir voru skólafélagar í útgerðar- tækni í Tækniskóla Islands. Upp- haflega hugmyndin að baki stofnun- ar Stjömusteins var að hanna og framleiða umbúðir fyrir útflutning á ferskum laxi hvort heldur með skip- um eða flugi, að sögn Páls, en á þeim árum dreymdi menn stóra drauma um laxeldi. Með þetta að markmiði byrjuðu þeir að framleiða frauð- plastkassa til þessara nota. Fljót- lega fóra þeir einnig að þróa umbúð- ir fyrir fersk flök enda stóð laxeldi á Islandi ekki undir væntingum. Auk fiskumbúða hefur fyrirtækið einnig framleitt umbúðir undir ferskt grænmeti sem og stoðpakkn- ingar ýmiss konar fyrir mjólkur- og drykkjariðnaðinn. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið staðsett í Hafnarfirði. Fyrst í litlu húsnæði neðarlega við Kaplahraun en flutti fyrir nokkram áram ofar í götuna og er nú í 2200 fm húsnæði sem það leigir. I upphafi voru stofnendumir einu starfskraftarnir en á sumrin og á annatímum hlupu fjölskyldumeð- limir undir bagga. Einn þeirra var sonur Sigvalda, Páll, sem nú gegnir framkvæmdastjórastöðu þar. Nú vinna 10 manns í fullu starfi hjá fyr- irtækinu. Vöruþróun stöðugt í gangi Árið 1986 var stofnað hlutafélag utan um reksturinn og nýir fjárfest- ar komu inn í fyrirtækið en rekstur- inn var áfram í höndum þeirra Kristins og Sigvalda. „Á þessum árum var að hefjast gámaútflutningur á ferskum fiski á markaði erlendis og fyrirtækið beindi kröftum sínum í að hanna og framleiða svokallaða gámakassa sem voru vel einangrandi og einnota. Mun minna er um þennan flutningsmáta nú svo segja má að þessi framleiðsla heyri sögunni til,“ segir Páll. „Þegar möguleikinn að flytja út ferskan fisk með flugi opnaðist breyttist framleiðslan og menn fóra að hanna og framleiða umbúðir gagngert fyrir flugið," heldur hann áfram „Keypt var svokölluð ísmottuvél til að framleiða kæliteppi sem gerði það mögulegt að kæla flökin á leiðinni á áfangastað án þess að það myndaðist vatn í sjálf- um kassanum sem gæti rannið út í flugvélina ef kassinn yrði fyrir hnjaski og brotnaði. Þegar Norðmenn, sem era miklir útflytjendur á ferskum laxi, vora að senda sinn fisk milli landa í flugi notuðust þeir við umbúðir sem vora mjög þungar og dýrar og saman- stóðu af vaxbomum pappakassa og frauðplastkassa. Þar eð flutnings- kostnaður með flugi er hár hér á ís- landi vildu menn létta umbúðimar án þess að draga úr öryggi þeirra. Þeir Kristinn og Sigvaldi þróuðu hugmynd sem fólst í því að hanna sérstaklega styrkta frauðplastkassa með tvöföldum botni en á botninum var rakadræg motta sem tók við vatni og öðram vökvum úr ísuðum fiskinum. Ytri umbúðir vora úr plasti sem hitagjafi þétti utan um kassann. Þessi aðferð eingöngu hef- ur verið notuð hér á landi þar til ný- lega,“ segir Páll. „Nú klæðum við kassann með þartil gerðri plast- filmu á strax í framleiðslu og því er ekki þörf á ytri umbúðum. Þessi nýja aðferð var þróuð af vélarfram- leiðanda okkar í samvinnu við norska frauðplastumbúða-framleið- endur og erum við að því er ég best veit einu aðilamir utan Noregs sem geta boðið þessa lausn.“ Dæmigert frumkvöðlafyrirtæki Til ársins 1993 þegar Páll tók við fyrirtækinu höfðu kraftar stofnend- anna einkum beinst að því að finna upp og þróa nýjungar á sviði fersk- fiskumbúða. Stjömusteinn var því dæmigert frumkvöðlafyrirtæki að sögn Páls þar sem allur tími og orka fór í að úthugsa nýjar lausnir og leysa rekstrarvandamál frá degi til dags. Fjárhagslega var fyrirtækið hins vegar Ula statt og veralegt tap á rekstrinum. Kristinn sem hafði starfað sem framkvæmdastjóri Stjömusteins seldi á þeim tíma Sig- valda hlut sinn í fyrirtækinu og Páll tók við stjómartaumunum. Sigvaldi sem frá upphafi hafði haft yfirum- sjón með tæknimálum fyrirtæksins hélt því starfi áfram. Nú er fyrir- tækið í eigu, O.Johnson og Kaaber, Sigvalda H. Péturssonar og konu hans Ragnheiðar Pálsdóttur og Skeljungs. „Mitt fyrsta verk sem fram- kvæmdastjóri var að taka rekstur- inn til gagngerðrar endurskoðunar," segir Páll. „Gætt var ýtrasta að- halds í rekstrinum og kostnaðareft- irlit hert verulega. Ég gi-andskoðaði framlegð fyrirtækisins og allar rekstrarforsendur vora endurskoð- aðar. Samið var við hráefnisseljend- ur og flutningsaðUa upp á nýtt. Auk- ið var við húsnæðið sem leiddi tU þess að hægt var að keyra vélar fyr- irtækisins jafnar og eftir fastmótuð- um vöktum. Tókst okkur á næstu áram að snúa rekstrinum við þannig að nú skUar hann hagnaði. Á þessum áram breyttist fyrir- tækið úr því að vera hreinræktað framleiðslufyrirtæki í að verða þjónustufyrirtæki þar sem við- skiptavinurinn fær heildarlausn á umbúðarmálum sínum. Páll segir Stjömustein leggja mikla áherslu á að veita góða þjón- ustu, afgreiðsla pantana sé hröð og fyrirtækið hafi góða bráðaþjónustu en hægt sé að framleiða umbúðim- ar með stuttum fyrirvara og af- greiða utan hefðbundins vinnutíma. „Fyrir utan stærri útgerðarfélög eins og til dæmis Granda hf. og Harald Böðvarsson hf. eru helstu viðskiptavinir okkar kvótalausir fiskverkendur sem kaupa fisk á markaði og vinna hann jafnvel sam- dægurs í flug. Þeir síðarnefndu hringja gjaman þegar þeir sjá hvort þeir fá fisk og þá verðum við að vera tilbúnir að þjónusta þá. Veður og gæftir á miðunum hafa gríðarlega mikil áhrif á eftirspum eftir okkar vöru og því er erfitt að nýta birgðastjómunarlíkön við skipulagningu á framleiðslunni. Lykilatriði er að fyrirtækið sé sveigjanlegt tæknilega til að takast á við sveiflumar auk þess sem við höfum átt því láni að fagna að vera með úrvals starfsfólk sem er full- komlega meðvitað um mikilvægi þessa þáttar. Við höldum óformlega morgunfundi þar sem farið er yfir stöðuna og ákvarðanir teknar. Menn leggja þar ýmislegt til mál- anna hvort sem um litlar eða stórar ákvarðanir er að ræða. Breyta flestum vélum sem þeir kaupa Á áranum 1994-96 varð mikil aukning á útflutningi á ferskum fiski og markmið okkar var að svara þeim sveiflum sem geta orðið á ferskfiskvinnslu þegar afurðir vora keyptar á markaði," segir Páll. „Þetta þýddi að við urðum að bæta við okkur lagerhúsnæði. Jafnframt tókum við tæknimálin í gegn og nú er vélarkostur fyrirtækisins mjög fullkominn og jafnast á við það besta sem gerist erlendis. Fyrsta vélin sem fyrirtækið keypti er enn í notkun og hún er kölluð móðir Teresa fyrir það hve göfug og traust hún er! Þróun vélakosts hef- ur annars verið jöfn í gegnum árin. Svo helsti tækjakostur sé nefndur þá starfrækjum við fimm vélar sem framleiða frauðplastumbúðir og eina sem framleiðir ísmotturnar. Við eram með tvo gufukatla sem búa til gufuna sem notuð er við framleiðslu frauðplastsins og prent- vél því við prentum á umbúðimar sjálfir. í nóvember munum við svo taka í notkun nýjan forþenjara en í honum „poppum" við hráefnið eða forþenjum eins og það kallast á betri íslensku." Páll segir það skipta miklu máli að vélarnar starfi vel og nákvæm- lega. „Við höfum því lagt mikið upp úr því að ná tæknilegri fullkomnun og hámarka rekstraröryggi. Við er- um stöðugt að fjárfesta í nýjum tækjum en við breytum þeim flest- um svo þau uppfylli þau markmið sem við höfum sett okkur og verða við það mun fullkomnari. Segir hann að vélaverksmiðjurnar sem fyrirtækið skipti við telji Stjömu- stein einstakan að þessu leyti. „Við höfum líka lagt á það áherslu að vera sjálfbærir. Við búum til dæmis til allar prentklisjur sem notaðar era við prentunina og þang- að til nýlega hef ég hannað allt aug- lýsinga- og kynningarefni fyrir fyr- irtækið.“ Frauðplastið hálfgert galdraefni Þanplast, í daglegu tali nefnt frauðplast er um margt hálfgert galdraefni en það er samansett úr 98% lofti og aðeins 2% era plast. Við báðum Pál að útskýra hvemig unnið er úr efninu? „Frauðplast er gert úr fjölliðum efnisins styren, þá gjaman nefnt polystyrene og era til ýmsar gerðir af því. Efnið er notað víða og úr einni tegundinni era framleidd einnota drykkjarmál, hnífapör og geisladiskahulstur svo fátt eitt sé nefnt. Frauðplasthráefnið sem við notum í okkar framleiðslu er bland- að pentan gasi sem þenst úr við aukið hitastig. Þegai' við fáum efnið í hendumar era þetta örsmáar plastkúlur og þegar kúlunum er blandað saman við gufu þenst pentangasið út mjög snögglega og þenur út plastið, þetta er ekki ósvipað því og þegar poppkorn springur. Þannig eykur kúlan rúm- mál sitt margfalt og hefur þá að geyma milljónir örsmárra loftrýma. Kúlunum er er komið fyrir í þar til gerðum mótum, gufu hleypt á í ann- að sinn sem orsakar frekari þenslu efnisins og að þær vindast saman þannig að þær fá lögun mótsins, í þessu tilfelli fiskikassans. Við hend- um stundum gaman af því við við- skiptavini að megnið af því sem við séum að selja þeim sé loft! Umhverfísvæn framleiðsla Kostir frauðplastumbúða era að sögn Páls margir. I fyrsta lagi era þær í flestum tilfellum ódýrari en umbúðir úr öðram efnum og þær eru einnota þannig að ekki þarf að flytja þær til baka né þvo með kemískum efnum. Hagkvæmnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.