Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 39^
iðulega til ömmu Sveinu sem væri
nú ekki par hress með svo lélega
frammistöðu.
Þar sem ég bý í Keflavík og
amma bjó í Reykjavík þá tilheyrði
það að kíkja inn í Alftamýrinni ef
maður átti erindi í bæinn. Osjaldan
var farið í heimsókn til ömmu og afa
eftir tannlæknaferðir. Eftir að hafa
engst sundur og saman í tann-
læknastólnum var maður sendur út
af tannlæknastofunni með þau
skilaboð að það mætti ekkert borða
næstu þrjá tímana. Þá var brunað
beint upp í Álftamýri. Þar tók
amma á móti okkur með því að töfra
fram eitthvert góðgæti á mettíma
og við systkinin sátum í horninu við
eldhúsborðið með okkar vatnsglas
minnug orða tannlæknisins. En það
stöðvaði ekki hana ömmu mína í að
töfra fram ljúffengar veitingar í
hvert einasta sinn sem við komum
frá tannlækninum. Ég velti því nú
stundum fyrir mér á þessum árum
hvort ekki væri hægt að fara fyrst
til ömmu og svo til tannlæknisins.
Þrátt fyrir að það væru rúmlega
50 km á milli okkar lét hún amma
Sveina það ekki stoppa sig ef hana
langaði í heimsókn. Það var aðdáun-
arvert hvað hún var dugleg að
koma. Eftir að hún fluttist á Grund
tók hún bara strætó vestan úr bæ
niður á Umferðarmiðstöð og fór
með rútunni suður til Keflavíkur. A
þessum tíma stoppaði rútan bara
niðri í bæ en við áttum heima uppi í
heiði. Það skipti hana ömmu engu
máli heldur gekk hún bara um tutt-
ugu mínútna gang og var mætt á
svæðið öllum að óvörum. Það var
ósjaldan sem hún amma gerði þetta.
Seinni árin lét hún slappleika í fót-
um ekki aftra sér heldur tók þá
bara bíl niður á Umferðarmiðstöð.
Hún var þá vön að hringja í mömmu
áður en hún lagði af stað og var
mætt klukkutíma síðar. Nei, hún
amma lét sér aldrei leiðast heldur
framkvæmdi einfaldlega það sem
hana langaði til að gera. Eitthvað
sem ætti að vera okkur hinum til
eftirbreytni.
Sem krakki minnist ég þess að
amma hafi reykt pípu og var þetta
umtalað í hverfinu. Reyndar reykti
afi líka pípu en það var einhvern
veginn viðurkennt af samfélaginu
að karlar reyktu pípu og þá sérstak-
lega afar. En að ömmur reyktu píp-
ur það var nú eitthvað annað. Þegar
amma kom í heimsókn á pípureyk-
ingarárunum bauð ég aldrei vinkon-
um mínum heim því ég skynjaði
þessa óskráðu reglu að konur ættu
ekki að reykja pípur og það gerðu
nefnilega vinkonur mínar líka. Ef
ég vissi af ömmu í heimsókn fengu
þær ekki að koma inn fyrr en ég var
búin að fullvissa mig um að amma
væri ekki að reykja á því augna-
bliki. Amma hætti pípureykingun-
um reyndar en fór þá yfir í vindlana
og það var svipað og að fara úr ösk-
unni í eldinn hvað vinkonurnar
varðaði. Amma hætti þessum ósið
reyndar og var mikill talsmaður
reykingavama eftir það.
Hún amma mín var alveg yndis-
leg kona. Hún reyndist mér mjög
vel og það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til hennar þvi hún
var ótrúlega minnug og alltaf tilbú-
in að segja frá. I gegnum hana náði
maður að fylgjast með ferðum og
líðan ættingjanna því hún lét ekkert
fram hjá sér fara þegar niðjarnir
voru annars vegar. Veturinn sem
hún fór á Grund leigði hún mér
íbúðina sína í Áiftamýrinni. Þarna
hófum við hjónin okkar fyrsta bú-
skap. Við vorum bæði í Háskóla ís-
lands og höfðum keyrt á milli í um
mánaðar tíma. Þegar ég útskrifaðist
frá Kennaraháskóla Islands var
amma þar til að samgleðjast mér.
Hún stóð einnig með mér í sorginni
þegar fötlun sonar míns kom í Ijós
ög amma vissi hversu mikilvægt
það er að eiga bandamann á slíkum
stundum. Amma Sveina var góður
bandamaður og gott að eiga hana
að.
Nú leiðist þið afi hönd í hönd á
nýja tilverustað þínum, elsku amma
mín. Ég veit að þú heldur áfram að
fylgjast með okkur og stappa í okk-
ur stálinu þegar á móti blæs. Styrk-
ur þinn og atorka munu fylgja mér
áfram. Minningin um sterkan per-
sónuleika og dillandi hlátur þinn
sem var svo smitandi mun ylja okk-
ur um ókomna tíð.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Inga Sveina.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast hennar Ömmu í Álftó
eins og við hér fyrir austan kölluð-
um hana alltaf. Það fór líka vel á því
að kenna hana og afa heitinn við
Álftamýrina því þar bjuggu þau
flestöll seinni árin. Þangað var al-
veg einstaklega gott að koma og
fyrir okkur sveitakrakkana var
rólóinn á bak við blokkina ævintýra-
land út af fyrir sig. Það var nánast
ófrávíkjanleg regla að þegar
mamma og pabbi fóru til Reykjavík-
ur var að sjálfsögðu alltaf stoppað
hjá afa og ömmu. Þessar heimsókn-
ir og gistingar man ég vel og kann
að meta þær minningar. Alltaf kom
amma með Sinalco eða Spur og
Freyju staur og gaf okkur bræðr-
um. Og til að láta nú guttana hafa
eitthvað að gera var náð í dótakass-
ann inn í svefnherbergi. Þar kenndi
ýmissa grasa og væri gaman að vita
hvað er nú orðið af bláa jeppanum
og ýtunni og öllu dótinu sem maður
gat alltaf gengið að vísu þar. Ekki
veit ég betur en afi og amma hafí
alla tíð unað sér vel í Álftamýrinni
með góða nágranna og í góðu hverfi.
En eftir að afi dó tók amma þá
ákvörðun að fá inni á elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund. Það skref er
einmitt í hennar anda því hún var
alla tíð slík félagsvera að það hálfa
held ég að dygði flestum. Þar hafði
hún félagsskap og alla tómstunda-
aðstöðu auk aðgengis að hjúknmar-
fólki sem hún reyndar þurfti lítið að
nota nema nú undir það síðasta.
Hún var mikil hannyrðakona og
liggur eftir hana fjöldinn allur af
veggmyndum, púðum og öðru slíku
fyrir nú utan alla vettlinga, sokka
og peysur sem afkomendur fengu
að njóta. Hún gaf okkur í brúð-
kaupsgjöf forláta heklaðan dúk sem
fær verðskuldaða aðdáun frá öllum
þeim sem skoða hann og er hann í
miklu uppáhaldi hjá okkur. Eftir að
hún kom á Grund fékk maður það
stundum á tifinninguna að hún hefði
sérstaka ánægju af að ganga fram
af öðrum þar á sinn einstaka hátt.
Hún hikaði ekki við að ferðast og
fór það sem hana langaði til þegar
hana langaði til. Eins og tO dæmis
þegar hún eitt kvöldið var að hlusta
á útvarpið í rúminu og var nánast
komin í háttinn þá heyrði hún aug-
lýst að örfá sæti væru laus á ein-
hverja leiksýningu í Þjóðleikhúsinu
og bara dreif sig í betri föt og skellti
sér þangað í leigubfl eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Þetta held ég að
fáar konur sem komnar eru yfir átt-
rætt geri. Eins var það þegar hún
fór til Ameríku rétt um áttrætt að
heimsækja dóttur sína sem þar var
á ferðalagi. Þá fór hún ein þangað
og skipti meira að segja um vél einu
sinni á leiðinni hvernig sem hún nú
fór að því. Eitt sinn sat hún við eld-
húsgluggann hér á Laugarvatni og
horfði á Sigga Rabba og fleiri vera
að þeysa um á vélsleðum framan við
húsið. Þetta var eitthvað sem hún
varð að prófa og þegar henni var
boðið með í smá hring var hún fljót
að taka því. Hún tróð sér bara í
kraftgalla og svo var skroppið í
kaffi upp að Hjálmsstöðum og tfl
baka. Það var skömmu fyrir átt-
rætt. Hún var heldur ekki lengi að
hugsa sig um þegar Einar bróðir
kom til hennar og bauð henni að
koma með til Þingeyrar þar sem var
verið að ferma Róbert son minn. Þá
var hún 87 ára gömul en stökk samt
upp í einkaflugvél fyrirvaralítið og
skrapp þangað í kaffið og heim aft-
ur strax á eftir. Gamla fólkið á
Grund var líka farið að segja við
hana í hvert sinn er hún fór í úlpu:
„Hvað á nú að fara?“ Enda hélt hún
þessum sið eins lengi og hún mögu-
lega gat og enn eitt dæmið er frá
því í vor þegar Erla konan mín kíkti
til hennar. Þá sat hún ferðbúin á
rúminu og sagði: „Ég hélt að það
ætlaði bara enginn að koma í dag,“
og síðan fóru þær á flakk um bæinn.
Amma var að mínu viti mjög rík
kona. Hún eignaðist fimm börn sem
öll hafa eignast mörg böm sem
mörg hafa eignast böm sem hafa
jafnvel líka eignast börn. Þetta er
enginn smáhópur sem kominn er út
af þeim hjónum og þótti mér það al-
veg sérstaklega gaman þegar það
náðist að hóa nær öllum úr þessum
hóp til okkar á Laugarvatn fyrir
fimm ámm í garðinn við Hlíðina.
Það tókst það vel að það var endur-
tekið í sumar og nú í Efstadal.
Amma lifði hreint og beint fyrir það
að komast þangað og hlakkaði mikið
til lengi áður þó hún væri orðin
veikburða og ætti ekki eins gott
með að ferðast eins og áður. Hún
lék á als oddi eins og hún var vön og
var bara borin í gullstól það sem
hún komst ekki sjálf. Mér fannst
það alltaf merkilegt hvað hún náði
að fylgjast vel með öllum þessum
hóp. Hún var alltaf með það mikið
til á hreinu hvað var að gerast hjá
hverjum og einum og stóð ekki á
svörum ef maður kom í heimsókn í
litla herbergið hennar og spurði
frétta af fólkinu. Þær hafa verið
margar ferðimar á Grund að heim-
sækja ömmu og oft hefur hún ekld
verið heima. Það hefur mér ávallt
þótt gott á sinn hátt því þá veit ég
að hún hefur verið einhvers staðar
að skemmta sér. Nú verða þær
heimsóknir ekki fleirí en ég veit að
amma hefur það gott hvar sem hún
er nú. Hún er nú komin á meðal
þeirra vina sinna og kunningja sem
gengnir eru á undan henni og hún
var farin að sakna. Mér er það
minnisstætt þegar hún eitt sinn var
í heimsókn hjá mér að þá rak hún
augun í bókina íslandsdætur. Við
flettum saman í gegnum hana og
það var nánast á hverri síðu sem
hún þekkti einhverja. Og ekki nóg
með það heldur gat hún talið upp
hvar viðkomandi bjó og hverjum
hún hafði gifst og jafnvel sitthvað
nánara ef út í það væri farið. Ég vil
með þessum fáu orðum kveðja þig,
elsku amma, og vona að þú sért nú
búin að hitta afa og alla aðra Is-
landssyni og -dætur sem þú þekktir
og saknaðir. Ég bið guð að geyma
þig og votta öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Pálmi Hilmarsson og fjölskylda.
Við fjölskyldan viljum í fáum orð-
um kveðja ömmu, langömmu og
góða vinkonu sem var okkur öllum
svo kær. Sveinbjörg Árnadóttir er í
huga okkar einstök kona. Amma
Sveina, eins og hún vai- kölluð í fjöl-
skyldu okkar, var glæsileg kona og
höfðingi í hjarta. Það var henni
hjartans mál að rækta sína fjöl-
skyldu. Ogleymanleg eru tvö niðja-
mót hennar sem haldin voru á
Laugarvatni og í Efstadal, sem og
glæsilegt afmæli fyrir tæpum fimm
árum, þar sem hún fagnaði 85 ára
afmæli sínu í faðmi allrar sinnar
ættar. Það var boð glæsilegrar konu
sem naut virðingar og aðdáunar
allra viðstaddra. Þannig mun amma
Sveina lifa í okkar huga. Við viljum
einnig þakka henni fyrir eftirminni-
legar samverustundir í Hvassaleit-
inu um mörg áramót þar sem af-
mæli hennar og nýju ári var fagnað.
Hún sagði þá jafnan að það væri
óþarfi að skjóta upp öllum þessum
flugeldum bara af því hún ætti af-
mæli. Á þeim stundum var ekki síst
gaman að hlusta á hana ræða um
samferðafólk sitt í lífinu en þar
kunni hún svo sannarlega skil á
mönnum og málefnum.
Elsku amma, langamma og vin-
kona, við þökkum þér ánægjulegar
samverustundir og biðjum guð að
geyma þig að eilífu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð varðveiti minningu hennar.
Vilhjálmur, Elísabet og synir.
Ástkær faðir okkar,
GUÐJÓN RUNÓLFSSON
bókbandsmeistari,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis
í Meðalholti 7,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 28. september kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent líknarstofnanir.
Gísli Hauksteinn Guðjónsson,
Margrét Guðjónsdóttir,
Runólfur Guðjónsson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FJÓLA JÓELSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 27. september kl. 13.30.
Hrund Káradóttir, Steingrímur Steingrímsson,
Amalía Þórhallsdóttir,
Ásdís Káradóttir, Rúnar Þór Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar,
FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR,
áður til heimilis
í Bólstaðarhlíð 48,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 29. september kl. 15.00.
Örn Ágúst Guðmunson,
Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir,
Sigurður Guðmundsson.
+
Móðir mín,
HÓLMFRÍÐUR INGJALDSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 19. september á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 29. september kl. 13.30.
Ingjaldur Hannibalsson.
+
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru,
JÓNÍNU SELMU JÓNSDÓTTUR
frá Kistu,
til heimilis á Melavegi 17,
Hvammstanga.
Eggert Konráðsson,
Agnes Magnúsdóttir, Gunnar Konráðsson,
Konráð Eggertsson, Jakobína Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Eggertsdóttir, Jóhannes Erlendsson,
Valdimar Eggertsson, Heidi Fly,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum öllum þeim sem hafa veitt okkur
stuðning og hlýhug vegna andláts elskulegrar
dóttur okkar, systur og dótturdóttur,
SIGRÚNAR SÓLBJARTAR
HALLDÓRSDÓTTUR,
Neðri-Breiðadal,
Önundarfirði.
Guðrún Hanna Óskarsdóttir, Halldór Mikkaelsson,
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, Óskar Halldórsson,
Ómar Halldórsson, Jóhanna Bjömsdóttir.
-í