Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ
56 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
FÓLK í FRÉTTUM
fslenski draumurinn á kvennaklósettinu.
Jón Gnarr mættur í sparifötum í barnaafmæli og lætur sér leiðast.
Tökur standa yfir á Islenska draumnum
Skýjaborgir
hversdagsins
*■' „PETTA er gamanmynd,“ svarar
leikstjórinn Róbert Douglas og lít-
ur órólegur á framleiðandann Júlí-
us Kemp. „Við vorum ekki búnir
að ræða þetta,“ heldur hann áfram
eins og til að útskýra fyrir blaða-
manni að hann haíi hreinlega ekki
gert það upp við sig hvað í mynd-
inni megi ræða og hvað ekki. Það
liggur þó fyrir að hún er í fullri
lengd og ber heitið Islenski
draumurínn.
„Myndin fjallar um ungan at-
n hafnamann sem á það til að byggja
sér skýjaborgir," segir Róbert og
velur hvert orð gaumgæfilega.
„Hann á sér drauma um frægð og
frama í viðskiptum en þarf að
glíma við þær truflanir sem fylgja
hversdagslífinu eins og því að vera
helgarpabbi og spila fótbolta í frí-
stundum.“
Tökur á Islenska draumnum
hófust í ágúst og lýkur þeim í byrj-
un október. „Þær hafa gengið vel,“
segir Róbert sem byggir myndina
á eigin stuttmynd sem sigraði á
Stuttmyndadögum í Reykjavík.
Hann vann líka til verðlauna á há-
tíðinni í vor með stuttmyndinni
Maður undir áhrífum og er aðal-
leikarinn í öllum þessum þremur
myndum hinn sami, Þórhallur
Sverrisson.
En er mjög frábrugðið að vinna
að stuttmynd og mynd í fullri
lengd? „Eg hef gert nokkrar
stuttmyndir í gegnum tíðina og
ætli þetta sé ekki eins og að gera
þær allar til samans,“ svarar Ró-
bert. „Þetta hefur verið erfitt á
köflum en að sama skapi skemmti-
legt.“
Að sögn Júlíusar Kemp eru
tökurnar fjármagnaðar með
einkafjármagni og framlagi frá
velviljuðum fyrirtækjum og er
ætlunin að sækja um styrk til
Kvikmyndasjóðs fyrir hljóði, eft-
irvinnslu og dreifingu. Stefnt er
að því að frumsýna myndina
næsta sumar.
Það sem vekur fyrst athygli
þegar litið er yfir leikaravalið er
1. Róbert Douglas leikstjóri
í þungum þönkum með Haf-
dísi og Þórhalli.
að Tvíhöfðarnir Jón Gnarr og Sig-
urjón Kjartansson eru þar á með-
al. „Jón leikur, ásamt Þorsteini
Bachmann, vinnufélaga og besta
vin Tóta, aðalsöguhetjunnar,“ seg-
ir Róbert. „Þeir eiga það sameig-
inlegt að vera miklir áhugamenn
um fótbolta og það er hið eina sem
vináttan gengur út á. Sigurjón
leikur minna hlutverk; mann sem
hann kynnist á ekkert alltof
skemmtilegum stað,“ segir Róbert
með torræðu brosi, „og verður
kannski of góður vinur hans
Tóta.“
Myndin hefst á því að Tóti
lendir á Keflavíkurflugvelli, er
kominn með umboð fyrir nýja
vöru og fullur eldmóðs og er
þetta mynd fyrir alla fjölskyld-
una, að sögn aðstandenda, þar
sem hversdagsleikinn leikur aðal-
hlutverk og bert hold, eiturlyf og
skuggahliðar mannlífsins mæta
afgangi.
I aðalhlutverkum eru Þórhallur,
Jón Gnarr, Laufey Brá Jónsdóttir,
Hafdís Huld, Gunnar Eyjólfsson,
Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurjón
Kjartansson, Guðrún Gísladóttir,
Laddi, Edda Björg og Felix
Bergsson.
PITAIM
2. Þórhallur Sverrisson,
Felix Bcrgsson og Sigurjón
Kjartansson; sá síðastnefndi
ber sig vel þrátt
fyrir drottningarmissi.
3. Guðrún Gísladóttir, Lauf
ey Karitas Einarsdóttir,
Hafdís Huld og íris Þöll.
SKIPHOLTI 50c • SIMI 568 8150