Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Orgeltónleikar í Langholtskirkju
„Tónlistin er
sprottin út úr full-
kominni þögn“
MICHAEL Radulescu, prófessor í
orgelleik við Tónlistarháskólann í
Vín, leikur á nýja orgelið í Lang-
holtskirkju á lokatónleikum orgel-
hátíðarinnar þar í dag, sunnudag,
kl. 17. A efnisskránni eru verk eftir
Dietrich Buxtehude, Henry
Purcell, Georg Friedrich Hándel,
Johann Sebastian Bach og eftir
Michael Radulescu sjálfan.
Hann fer lofsamlegum orðum
um nýja hljóðfærið og tekur undir
með Jóni Stefánssyni organista að
biðin eftir því hafi svo sannarlega
verið þess virði. Hann segir það
SÍMI557 7650
^mb l.i is
—/KLLTAf= eiTTHVAÐ A/ÝT7
hljómmikið án þess að vera há-
vaðasamt, en stundum gerist það,
einkum með ný orgel, að þau særi
eyrað.
„Þar sem ýmsir straumar og
stefnur mætast í nýja orgelinu;
norður-evrópskur stíll, gamli enski
barokkstfllinn og líka væg frönsk
áhrif, finnst mér við hæfi að hafa
efnisskrána blandaða. Ég byrja á
Te deum eftir Buxtehude, sem er
gríðarmikið og sláandi verk, sem
vegsamar Guð. Það var flutt á stór-
hátíðum og nú er hér mikil hátíð,
þegar orgelið er komið í kirkjuna.
Fyrir mig er það líka stórviðburð-
ur að koma til Islands og fá að spila
hér. Næst á efnisskránni er hið
snilldarlega verk Purcells, A
Voluntary for ye Double Organ.
Hann skrifaði því miður ekki mjög
mörg verk fyrir orgel en þetta er
það mikilvægasta. Þetta er stór-
kostlegt verk, fullt af hugmynda-
flugi og fegurð, og ég er sannfærð-
ur um að það á eftir að hljóma vel
frá þessu orgeli. Enn um sinn held
ég mig í Englandi, og leik tvær
fúgur eftir Hándel, dæmigerða
Hándeltónlist, fulla af gleði og
styrk,“ segir Radulescu.
Ekki nóg að spila allar
réttu nóturnar
Hann leikur einnig tvö verk eftir
Bach, Allein Gott in der Höh’ sei
Ehr og Prelúdíu og fúgu í e-moll og
lýkur tónleikunum á eigin tónsmíð;
Ricercari frá árinu 1984. „Orðið
„Ricercari“ þýðir rannsókn en það
þýðir líka að reyna eða prófa. Svo
annars vegar er um að ræða spuna
og hins vegar rannsókn á tónteg-
undum, rytma og smíði tónverks,“
segir hann.
„Tónlistin er líf mitt, hún er mér
allt,“ segir Radulescu, sem kveðst
ekki geta aðskilið áhugamálið og
vinnuna. „Spurningin er knýjandi:
„Hvað er tónlist og hvar hefst
hún?“ Með tímanum verð ég æ
t&r
I'berlin
1999 /
Sll.1 l RB.IÖRM'VS
SIM ISI S I V
K\ IkMWDIN
1
djTc m i: iii
.ISI S I \ IXX,M \
\I\MII\ •
I lllll I )
mti
C 2 1é||e
I
\i i.m i.iu i\(, visais - si \im \n:m\i \ \imm
SIDAS II S()\<;i li
r MIFUNE
MIIT \I.S SIDSTi; S\\(,
^ leikstjöfi S0REN KRAGH-JACOBSEN
»(íGÓÐAR * * * # # *
V SYND | HASKOLABIO
M orgunblaðið/Kristinn
Michael Radulescu er hugfanginn af nýja orgelinu í Langholtskirkju.
Hann leikur á það á tónleikum í dag kl. 17.
sannfærðari um að hún getur að-
eins sprottið út úr fullkominni
þögn. Spili maður einungis allar
réttu nótumar, er það ekki tónlist.
En hvað er tónlist? Ég hef enn
ekki fundið svarið en ég voga mér
að segja að það sé eitthvað yfírskil-
vitlegt. Ef við lítum til baka yfir
aldirnar og lítum á tónlist hinna
svokölluðu „frumstæðu" þjóða, þá
sjáum við að tónlist er fyrir þeim
eitthvað heilagt. Og ég er á þvi að
við ættum að leita aftur til þess
upphafs."
Tímarit
• FJÖLMIÐLUN og menn-
ing nefnist nýtt rit sem Hag-
stofa Islands hefur sent frá
sér. I bókinni er að finna tölu-
legan fróðleik um fjölmiðla og
menningarmál allt frá síðustu
aldamótum fram til ársins
1999.
Meðal efnis eru tölur um
útgáfu bóka, blaða og tíma-
rita, hljóðrita og myndbanda,
leik- og myndlistarsýningar,
tónleika, kvikmyndir, auglýs-
ingar, samtök fjölmiðlafólks
og listamanna, úrskurði Siða-
nefndar Blaðamannafélags-
ins, menningarsjóði og styrk-
veitingar úr þeim.
Ennfremur inniheldur ritið
upplýsingar um opinber út-
gjöld til menningarmála, yfir-
lit yfir nokkrar helstu hag-
stærðir á sviði fjölmiðlunar og
menningarstarfs og margvís-
legan fjölþjóðlegan saman-
burð.
Ollum töflum fylgir skýr-
ingartexti á ensku. I inngangi
er gerð grein fyrir efni og
efnistökum. Fjölmiðlun og
menning er 295 blaðsíður.
Ritið skiptist í 26 kafla sem
hafa að geyma samtals 326
töflur og 52 skýringarmyndir.
Verð bókarinnar er 1.500 kr.
Ragnar Karlsson hafði um-
sjón með útgáfu bókarinnar.
Fjölskyldumaður deyr
KVIKMYIVPIR
Norræna stutt- og
Iteimildarmynda-
hátíðin í Háskólabíó
SJÁLFVIRKINN
Leikstjóri: Július Kemp. Handrit:
Börkur Gunnarsson. Kvikmyndatöku-
s\jóri: Jón Karl Helgason. Tónlist:
Máni Svavarsson. Aðalhlutverk:
Þórhallur Sigurðsson, Lilja Þóris-
dóttir, Pálína Jónsdóttir, Þorvarður
Helgason, Árni Pétur Guðjónsson og
Bergur Þór Ingólfsson.
STUTTMYND Júlíusar Kemps,
Sjálfvirkinn, er súrrealísk og æði
kaldhæðin saga um einstaklega
þrúgaðan verka- og fjölskyldu-
mann byggð á smásögu eftir Börk
Gunnarsson, sem skrifar handritið.
Þórhallur Sigurðsson leikur verka-
manninn, sem einnig er sögumaður
myndarinnar, kuldalegur og sam-
anrekinn í bláum samfestingi með
andlitið lokað í einhverjum
þrjóskusvip sem afmarkar hann
frá samfélaginu. Hann nær engu
sambandi við vinnufélaga sína og
enn síður við fjölskylduna sem
hann elskar; eiginkonan heldur
framhjá og dóttirin krefur hann
um peninga en hefur óbeit á hon-
um annars. Eina snertingin sem
hann fær á heimilinu er þegar þær
reka honum löðrung fyrir aum-
ingjaskap þar sem hann situr
framan við sjónvarpið í hálfköruðu
einbýlishúsi.
Þessi dæmisaga af verkamannin-
um og fjölskyldumanninum ein-
kennist af kaldranalegri ýkjufrá-
sögn sem verður á endanum bæði
galgopaleg og fyndin í öfgum sín-
um. Hvort hún er lýsandi almennt
fyrir stöðu íslenska karlmannsins á
heimilinu kúguðum og bældum er
svo annað mál.
Myndin sýnir reyndar tvær
gerðir af heimilisföðurnum, þá sem
við sjáum í mynd og virðist upp-
burðarlítill væskill, og þá sem við
heyrum tala inn á myndina, sem
virðist karl í krapinu, maður sem
lætur engan vaða ofan í sig. Per-
sónuleikaklofningur þessi er
spaugilegur og misræmið milli
gerða og hugsana skondin lífs-
blekking, sem
við kannski
þekkjum úr dag-
lega lífinu. Það sem
gerist í myndinni
og kemur iyrir
manninn er í
engu samræmi við lýsingar hans
sem sögumanns. Þegar hann segir
frá er hann til alls líklegur sem
sinn eigin hen-a en það er í hróp-
andi mótsögn við það sem við sjá-
um í mynd.
Af misræmi þessu sprettur hin
spaugilegasta mannlýsing sem
Þórhallur Sigurðsson undirstrikar
skemmtilega með leik sínum, svip-
þungur og fáorður utangarðsmað-
ur í eigin lífi en Júlíusi Kemp tekst
að notfæra sér stuttmyndaformið
sér í hag með mestu ágætum.
Aðrar myndir sem sýndar eru
með Sjálívirkjanum í pakka á Nor-
rænu stutt- og heimildarmyndahá-
tíðinni eru danska myndin „Deser-
tören“ um mann sem fær bak-
þanka á leið í brúðkaupið sitt og
finnska heimildannyndin „Laiva“
um stuttar verslunarferðir Finna.
Arnaldur Indriðason
Ur öllum
áttum
Háskólabfó
COMPITITION 6
ÞETTA samansafn mynda var
mjög fjölbreytt og gefur sjálfsagt
góða mynd af því hvað fólk er að
gera í heimilda- og stuttmynda-
geiranum á Norðurlöndum. Ekki
síst hafði ég gaman af þvi hversu
fjölbreyttar ástæðurnar eru fyrir
því að fólk gerir myndir, eins og
þarna kom í ljós. Það er ýmist til
að segja sögu af sjálfum sér, öðr-
um, í tilraunaskyni eða einfaldlega
vegna áhuga á myndatöku eða ein-
hverju tilteknu efni.
I Sállskap eftir Göran Nilsson
flýgur örninn um loftin blá, og að-
dáandi hans fylgist með búinn
myndavél. í Alice, Alice eftir hina
hálfíslensku Ninu Sps Vinther og
Martin de Thurah, er notuð blönd-
uð tækni; hreyfimynd og kvikmynd
er blandað saman á mjög skemmti-
legan og vandaðan hátt í frekar
dökkri og persónulegri útgáfu á
Lísu í Undralandi.
Kaksonen eftir
Milja Ahola er
finnsk mynd um
sálrænar upplif-
anir. Myndin er
mjög skemmti-
lega gerð blanda af
ljósmyndum, grafískri
kvikmynd og hreyfimynd þar sem
litlir blýantsstubbar eru persón-
urnar. Atom by Atom etir Hákan
Berthas er nútímadansmynd, þar
sem stúlka dansar í hrjóstrugu
landslagi. Ekki þótti mér mikið til
þessa koma; hugmyndaflugið á
undanhaldi og kvikmyndatakan
ekki nógu góð. Mællemværende
eftir Ane Mette Ruge er fulltrúi
experimental kvikmynda í hópn-
um; fyndin og frumleg sýn á tvo
náunga sem eru að þræta.
Ahrifaríkasta myndin í þessum
flokki er Haru - de ensammas ö,
finnsk heimildamynd eftir Kanerva
Cederström og Riikka Tanner.
Myndin er unnin upp úr lifandi
myndefni sem skáldkonan Tove
Jansson og vinkona hennar
Tuulikki Pietilá tóku í tuttugu og
fimm sumur sem þær dvöldu sam-
an á eyjunni. Undir myndefninu les
Tove Jansson texta úr minningum
sínum um þessar sumardvalh’.
Höfundum myndarinnar tekst að
vinna skemmtilega úr efninu sem
er fallega tekið; abstrakt myndir
úr náttúrunni, blandað saman við
líflegar myndir úr afslöppuðum
gangi lífsins. Þetta er ljúf mynd,
oft fyndin, um líf á einangraðri
eyju, virðingu og ást á náttúrunni,
falleg finnsk sumur og góðar vin-
konur.
Hildur Loftsdóttir