Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 37
MINNINGAR
+ Fjóla Jóelsdótt-
ir fæddist á
Húsavík 5. desem-
ber 1911. Hún lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 20. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Friðrikka Þor-
grímsdóttir og Jóel
Magnússon. Systk-
ini: Magnea, Geir-
fríður og Þorgrím-
ur, öll látin.
Hinn 20. maí 1939
giftist Fjóla Kára
Jónassyni ættuðum
úr Fljótum í Skagafirði, lengst
af póstfulltrúa í Kópavogi, f.
17.10. 1913, d. 4.2. 1982. Hans
foreldrar voru Jóhanna Jóns-
dóttir og Jónas Jónasson. Fjóla
og Kári eignuðust þrjú börn. 1)
Hrund, f. 1941, maki Steingrím-
ur Steingrímsson, þeirra börn:
a) Fjóla, sambýlismaður Sigur-
jón Lúthersson b) Rakel, sam-
býlismaður Jón Bersi Ellingsen,
Með söknuði og sorg í hjarta
kveð ég hinstu kveðju tengdamóður
mína. Kallið kom snöggt eftir fárra
daga sjúkrahúsvist. Margar minn-
ingar leita á hugann.
Ég minnist þess þegar ég kom
fyrst ung að árum á heimili þeirra
hjóna, Fjólu og Kára, fremur hik-
andi, ásamt Jóhanni syni þeirra. Sú
hlédrægni reyndist óþörf. Við Fjóla
fundum það fljótt að okkur féll vel
samvistin hvor við aðra og sú varð
raunin alla tíð.
Fjóla var mér meira en góð
tengdamóðir, hún var einnig góð
vinkona. Við gátum rætt um hvað
sem var. Hún átti gott með að setja
sig í spor annarra og ræða um lífið
frá ýmsum hliðum, og ekki síst mál-
efni unga fólksins. Það átti í raun-
inni vel við Fjólu að umgangast sér
yngra fólk. Hún var víða vel heima
og lét sig margt varða.
Það var alltaf mikil reisn yfir
tengdamóður minni, hún var glað-
sinna, þótt alvaran væri skammt
undan. Hún var skoðanaföst og
sagði meiningu sína umbúðalaust.
Fjóla var félagsvera í góðra vina
hópi. En best naut hún sín með fjöl-
skyldu sinni, sem var henni einkar
kær. Þau Fjóla og Kári voru gest-
risin og þóttu höfðingjar heim að
sækja, enda líka gestagangur mik-
ill.
Fjóla hafði dálæti á barnabörn-
unum sínum og áhugamálum
þeirra. Langömmustrákarnir fengu
líka að njóta hennar. Ég held að ég
geti sagt með sanni að Fjóla hafi
átt gott og hamingjusamt líf. En
hún fór ekki varhluta af þungum
höggum fremur en aðrir á langri
lífsleið. Eiginmann sinn missti hún
sviplega árið 1982 og einkasoninn,
eiginmann minn, árið 1990 eftir
stutt en erfið veikindi, þá var gott
að finna faðminn hennar. Við áttum
gott með að syrgja saman. Við átt-
um líka gott með að gleðjast sam-
an. Þetta sama ár varð Fjóla fyrir
heilsubresti sem hún náði sér aldrei
fullkomlega af.
Ég er forsjóninni þakldát fyrir að
hafa átt þessa góðu konu að í gegn-
um lífið. Guð geymi þig, elsku Fjóla
mín.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
ogfaðmijörðinaalla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumamótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Þín
Amalía.
þeirra sonur Stein-
grímur Bersi c)
Kári d) Hrund,
unnusti Davíð H.
Hafþórsson. 2) Jó-
hann Friðrik, f.
1944, d. 11.8. 1990,
maki Amalia Þór-
hallsdóttir, þeirra
dætur: a) Ester,
maki Sveinn Gísla-
son, þeirra synir
Birkir, Gísli, Frið-
rik b) Agnes, maki
Ágúst Guðjónsson,
þeirra synir Jóhann
Friðrik, Guðjón
Bergmann, Daníel Kári c) Bryn-
dís Fjóla, unnusti Baldur Sigur-
geirsson d) Auður Sveinbjörg.
3) Ásdís Björg, f. 1959, maki
Rúnar Þór Stefánsson, þeirra
dætur: a) Fríða b) Karen c) Ás-
rún.
Útför Fjólu fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn
27. september og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Með fáeinum orðum langar mig
að minnast ömmu minnar, Fjólu
Jóelsdóttur, sem lést mánudaginn
20. september.
Ég var fyrsta bamabarn ömmu
og afa. Þegar ég fæddist voru for-
eldrar mínir bæði í námi og bjugg-
um við öll á heimili ömmu og afa á
Skólatröðinni. Á þessum tíma kom
það oft í hlut hennar ömmu að ann-
ast mig, ásamt þeim frænkum mín-
um Diddu og Ásdísi. Ég var mjög
hænd að ömmu minni og frænkum
og á þessum tíma var grunnurinn
lagður að þeim einlægu tilfinning-
um sem ég mun ávallt bera til
þeirra.
Amma og afi voru kjarninn í
stórfjölskyldunni og þegar afi féll
frá kom það í hlut ömmu. Hún var
ákveðin og stolt kona sem hafði
skoðanir á mönnum og málefnum,
fylgdist vel með sínum og hélt þétt
utan um sitt fólk. Hún gerði aldrei
upp á milli barnabarna sinna og var
sér mjög meðvitandi um mikilvægi
þess.
Minningarnar um ömmu eru
margar og góðar og var hún alltaf
ómissandi í öllu því sem stórfjöl-
skyldan tók sér fyrir hendur.
Með söknuði í huga en jafnframt
þakklæti vil ég og systur mínar
þakka ömmu fyrir það sem hún var
okkur, hennar hlýja faðmlag og
ljúfu næveru.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Þín
Ester.
Elsku amma.
Það er svo erfitt að trúa því að þú
sért farin að dansa við afa Kára á
himnum og farin frá okkur.
Þegar við komum til ömmu feng-
um við alltaf tvo kossa og þétt
faðmlag og varð okkur hlýtt um
hjartarætur við það knús. Það sem
er okkur efst í huga eru stundirnar
sem við eyddum við eldhúsborðið
og spiluðum rommí tímunum sam-
an. Þær stundir voru yndislegar
sem við áttum þar. Þær minningar
eigum við eftir að varðveita í hjarta
okkar alla ævi.
Þú klikkaðir aldrei, alltaf þegar
við komum var til gamla góða
kremkexið, kóngabrjóstsykurinn
og Coco puffsið. Þú hafðir alltaf svo
gaman af því að bjóða okkur eitt-
hvað. Við urðum aldrei fyrir nein-
um vonbrigðum þegar við komum
til þín, þú varst alltaf með bros á
vör og alltaf jafn ánægð og glöð á
svipinn þegar þú sást okkur. Það
sem bar hæst í huga þínum var að
fjölskyldan væri samrýnd og stæði
saman í gleði og sorg. Það var mik-
ið kappsmál hjá þér að vera með
okkur og auðvitað vantaði ekki
ömmu gömlu á staðinn.
Amma, við vitum að núna ertu
búin að finna afa Kára og það var
það sem þú óskaðir þér. Við vitum
líka að þú átt eftir að vaka yfir okk-
ur alla tíð og tíma. Það eina sem við
viljum er að þú sért ánægð, elsku
amma. Við eigum eftir að sakna þín
sárt. Að lokum ætlum við að fara
með bænina sem þú kenndir okkur
og við báðum þegar við gistum
saman.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Yndin þín yngstu,
Fríða, Karen og Ásrún.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson.)
Nú hefur elskuleg amma okkar
yfirgefið þennan heim og langar
okkur að minnast hennar með
nokkrum orðum. Sem börn fórum
við oft i heimsókn til ömmu og afa á
Skólatröð eða Skóló eins og við
köllum það í okkai- fjölskyldu.
Heimili afa og ömmu var aðal sam-
komustaður fjölskyldunnar og
þangað var alltaf gott ad koma.
Ung að árum var amma í Hús-
mæðraskólanum á Laugum í
Reykjadal og alla tíð bar heimili
hennar merki um mikinn myndar-
brag. Haustið gekk í garð með
sultu- og sláturgerð og jólaundir-
búningurinn byrjaði alltaf í laufa-
brauðsgerð á Skóló. Þar sátum við
öll saman fjölskyldan og skárum
kökurnar sem amma flatti út af
kappi. Á sumrin fórum við oft i
ferðalög með ömmu og afa. Margar
góðar minningar eigum við úr sum-
arbústaðarferðum í Munaðames.
Afa var úthlutaður bústaður og
þangað safnaðist svo öll fjölskyld-
an. I þessum bústaðarferðum var
mikið spilað en hún amma okkar
var mikil spilakona. Okkur er það
sérstaklega minnisstætt þegar
amma tók ástfóstri við hagamúsina
sem bjó undir bústaðnum. Músin
lifði i vellistingum þann tíma sem
við vorum i Munaðarnesi þetta
sumar.
Seinna varð svo heimili ömmu og
afa heimilið okkar en þegar afi dó
fluttum við til ömmu. Amma bjó
hjá okkur í ár og þá lærðum við
systkinin að borða almennilegan ís-
lenskan heimilismat svo sem
grjónagraut og slátur og saltaðan
og siginn fisk. Svo flutti amma í
burtu en hún fór ekki langt. íbúðin
hennar var í göngufæri við gamla
heimilið. Amma var alla tíð mikið
hjá okkur enda undi hún sér alltaf
best á Skólatröðinni og nutum við
samvista við hana. Hún átti sitt
sæti í eldhúskróknum og svo töluð-
um við okkar á milli um ömmu her-
bergi því oft gisti hún. Það var
alltaf svo notalegt að vita af henni í
húsinu.
Það var líka gott að koma í heim-
sókn til ömmu. I próftörnum var
vinsælt að dvelja hjá henni gjarnan
undir því yfirskyni að vera í ró og
næði. Aðal ástæðan var þó sú að
hún naut þess að hafa félagsskap
og dekraði mikið við okkur. Oftast
var meiri tíma varið við eldhús-
borðið með ömmu en við skrudd-
urnar.
Elsku besta amma, nú hefur þú
yfirgefið hótel jörð. Við trúum því
að þú dveljir nú a góðum stað og að
þínir nánustu hafi tekið vel á móti
þér. Við eigum ljúfar minningar um
þig sem fylgja okkur alla tíð.
Þín barnabörn,
Fjóla, Rakel, Kári og Hrund.
Mig langar til að skrifa minning-
arbrot um hana Fjólu mágkonu
mína, sem var okkur svo kær.
Fyrir nær 60 árum gerðust þau
tíðindi að Fjóla kom hingab til
Siglufjarðar og hóf störf á símstöð-
inni. Elsti bróðir minn kynntist
þessari þingeysku blómarós, og leið
ekki langur tími uns þau gengu í
hjónaband. Fyrstu árin bjuggu þau
hér á Siglufirði. Lífsbaráttan var
ofð hörð og óvægin, húsnæðið
þröngt, en þá komu strax í ljós hin-
ir góðu eiginleikar Fjólu að skapa
góðan heimilisanda sem hélst á
hennar heimili alla tíð.
Hún var alltaf nýtin og framúr-
skarandi þrifin og eru það eigin-
leikar góðrar húsmóður. Hún starf-
aði einnig utan heimilis, í sfldinni
hér á Siglufirði á sumrin, við síma-
vörslu eins og áður er getið, og við
eitt og annað eftir að þau fluttu
suður, en alltaf var fjölskyldan og
heimilið í fyrirrúmi.
Ég minnist þess nú, að hún
sagði mér hvernig hún minntist
mín fyrst, það var áður en hún
kynntist Kára. Hún bjó hjá Geir-
fríði, systur sinni, og Arnþóri,
manni hennar, í næsta húsi við
heimili mitt. Hún sagðist oft hafa
undrað sig á þessari stelpu sem
gat staðið tímunum saman og horft
upp í himininn, hún hélt að ég væri
meira en lítið skrítin, og ég er það
ennþá, og ekki síst núna þegar
þetta er skrifað, haustlitirnir setja
svip sinn á umhverfið og himinninn
er ægifagur á að líta.
Fjóla og Kári fluttust héðan fyrst
til Húsavíkur og síðan lá leiðin suð-
ur. Þau bjuggu fyrst í Kleppsholt-
inu á meðan þau byggðu hús sitt í
Kópavoginum, en þar bjuggu þau
síðan meðan líf og heilsa entist.
Fyrir nokkrum árum varð Fjóla
og fjölskylda fyrir miklum missi
þegar Kári féll frá, svo og einka-
sonurinn, Jóhann Friðrik, skömmu
síðar. Þessi áföll voru Fjólu mjög
þungbær og má segja að hún hafi
ekki náð heilsu eftir það.
Fyrir okkur ættingjana norðan
frá Siglufirði stóð heimili þeirra
alltaf opið er við þurftum að
bregða okkur bæjarleið, svo ég tali
nú ekki um tímann sem ég dvaldi
við nám í Reykjavík og átti mitt
annað heimili hjá þeim. Fyrir allt
er ég þakklát í dag, ekki síst að
hafa fengið að kynnast svo vel
börnum þeirra og fjölskyldum. Það
er ómetanlegt að sjá svona góð
fjölskyldutengsl.
Elsku Hrund, Ásdís, Amalía og
fjölskyldur, við hérna á Siglufirði
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur, og biðjum góðan guð að
vaka yfir fjölskyldunni allri, við vit-
um að Fjólu líður vel í faðmi góðra
ástvina.
Valey Jónasdóttir.
Og þar eru fjöllin svo hátignar há,
svo hljómfagurt lækimir niða.
Og þar eru útmiðin blikandi blá
með bjargráð - og öldumar kliða.
(Signý Hjálmarsdóttir.)
í dag er kvödd hinstu kveðju vin-
kona mín og samstarfskona til
margra ára, Fjóla Jóelsdóttir, eða
frú Fjóla eins og ég kallaði hana.
Við kynntumst í Kópavogsskóla
fyrir rétt tæpum 30 árum þegar ég
hóf kennslu þar og Fjóla var þar
matráðskona. Fyrir þann tíma vissi
ég af henni og hennar fólki því hún
hafði búið með fjölskyldu sinni á
Siglufirði í nokkur ár og reyndar í
næsta húsi við foreldra mína um
tíma. Hún var annars mikill Hús-
víkingur og þar þekki ég allmarga
svo við höfðum fljótt um margt að
spjalla. Nokkurra áratuga aldurs-
munur á okkur var engin hindrun í
því sambandi.
Fjóla var fyrirmyndar matráðs-
kona. Bjó til afbragðs góðan mat og
reiddi hann fram á þann hátt að all-
ir settust glaðir til borðs og stóðu
upp frá þvl ennþá glaðari. Það er
varla hægt að gera betur. Nýliðar í
matreiðslu gátu margt af henni
lært og á mínu heimili er enn fram-
leitt Fjólusalat og Fjólusúpa. Það
hvfldi töluvert á matráðskonunni og
á þessum árum var aðstaðan til
matargerðar í skólanum heldur
bágborin. Smá skot á kennarastof-
unni stúkað af með skilrúmi og fátt
um tæki. Þrátt fyrir það gat Fjóla
eldað ofan í allt liðið, lagað kaffi,
bakað með því, vaskað upp og
einnig tekið í spil ef því var að
skipta, því hún var áhugasöm spila-
manneskja og tók bridsspilið sér-
staklega alvarlega. Það áttu þær
sameiginlegt hún og Kata ganga-
vörður sem var kvödd hinstu
kveðju 1. september. Þær voru
reyndar oft spilafélagar og það get-
ur verið að þær séu orðnar það á
ný. Það heyrast þá líklega öðru
hverju hlátrasköll og þær velta því
fyrir sér hvað þær gerðu gáfulegt í
spilinu og hvað ekki. Fjóla var glað-
lynd, hafði gaman af góðum sögum
og hló oft innilega. Ég hringdi einu
sinni í hana á 1. aprfl, bara innan-
húss, og þóttist vera gömul skóla-
systir og vinkona hennar frá Húsa-
vík. Ég man ekkert hvaða nafn ég
notaði en sagði að við hefðum setið
saman í skólanum. Fjóla reyndi
mikið að koma þessari konu fyrir
sig en baðst svo bara innilega af-
sökunar á að vera búin að gleyma
þessari gömlu skólasystur. Kurteis
kona hún Fjóla. Sem betur fer þótti
okkur báðum þetta voðalega
skemmtilegt þegar sannleikurinn
var opinberaður.
Fjóla átti ágætis fjölskyldu sem
hún var afskaplega ánægð með.
Kári, maðurinn hennar, var góður
húmoristi. Ég sé hann fyrir mér
glaðhlakkalegan með pípuna sína.
Börnin þeirra og allt þeirra fólk
traust, gott og myndarlegt. En
sorgin gleymir engum segir í ljóð-
inu. Kári dó snögglega á heimili
þeirra og Jóhann sonur þeirra lést
á besta aldri eftir erfið veikindi.
Fjóla sýndi æðruleysi í þessu mót-
læti og minni fjölskyldu sýndi hún
ríka samkennd þegar við stóðum í
svipuðum sporum. Fjóla hætti í
Kópavogsskóla þegar hún var
„komin á aldur“. Hún bjó hin síðari
ár í Sunnuhlíð í fallegri íbúð með
útsýni í vestur, átt kvöldsólarinnar.
Ég kom þangað nokkrum sinnum
til spjalls og hláturs. í síðasta
skipti sem ég heimsótti hana, fyrir
ríflega ári, var hún hálf slöpp. Hélt
að hún væri líklega bara á förum,
en þó gæti slappleikinn kannski
stafað af því að hún hefði verið að
spila fram á nótt. Mér þótti það
frekar trúlegt og sagði henni að ég
sæi ekki mikið fararsnið á henni.
Mér fannst hún ennþá sama gamla
Fjóla sem hafði gaman af að spjalla
og rifja upp. Ég man hana þannig
og minnist hennar sem heilsteyptr-
ar konu sem gott og gaman var að
eiga samleið með.
Fjölskyldu hennar sendi ég sam-
úðarkveðjur frá mér og mínu fólki
og einnig frá samstarfsfólki við
Kópavogsskóla. Það verða hvorki
siglfirsku fjöllin né þau þingeysku
sem rísa yfir hinstu hvflu hennar,
en í Fossvoginum má stundum
heyra öldugjálfur. Ég kveð hana
með hluta úr kvæðinu Siglufjörður. '
Og þegar leiðin mín loksins er öll
og leystur úr fjötrum er andinn.
Pá bergmálið yfir mér bláskyggðu fjöll,
og bárur gjálpið, við sandinn.
(Signý Hj álmarsdóttir.)
Með kærri kveðju,
Jóna Möller.
i Ástkær móðir okkar,
GUÐFINNA ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR
lést á hjúkrunarheimilinu að Víðinesi, föstudaginn 24. september sl.
Jarðarförin auglýst síðar. Sörnin.
FJÓLA
JÓELSDÓTTIR