Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samskipti Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða
Tregða á upplýsinga-
flæði milli stofnananna
FLÆÐI upplýsinga á milli Trygg-
ingastofnunar og lífeyrissjóðanna er
ekki sem skyldi, samkvæmt nýút-
kominni skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar um lífeyristryggingasvið TR. Eru
ofgreiðslur tiJ bótaþega og tilheyr-
andi óþægindi, fyrir stofnunina og
sjóðfélagana, m.a. rakin til þessa
skorts á samskiptum. Fram kemur
að ítrekuðum umleitunum Trygg-
ingastofnunar til lífeyrissjóðanna
um betra upplýsingaflæði hefur ekki
Skipulagsnefnd
Akureyrarbæjar
Grænna yfír-
bragð göngu-
götu og torgs
SKIPULAGSNEFND Akureyrar-
bæjar samþykkti á fundi á föstu-
dag að hefja vinnu við breytingar á
göngugötunni í Hafnai’stræti, Ráð-
hústorgi og Skátagili. Gerður hefur
verið samningur við Arkitektastof-
una í Grófargili um hönnun.
Vilborg Gunnarsdóttir, formaður
skipulagsnefndar, sagði að ætlunin
væri að gefa göngugötu og Ráð-
hústorgi andlitslyftingu og hanna
Skátagilið með það fyrir augum að
gera það aðgengilegra. Ætlunin er
að gefa göngugötunni og torginu
grænna yfirbragð.
Gert er ráð fyrir að tillögur að
breytingum á svæðinu liggi fyrir
um áramót.
------♦ ♦ ♦----
Mikill áhugi
á bikarúrslita-
leiknum
UM FJÖGUR þúsund miðar höfðu
selst í forsölu í gærmorgun á úr-
slitaleik bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu milli KR og ÍA sem fram
fer á Laugardalsvelli í dag. Hjá
KR höfðu selst hátt í 3 þúsund og
rúmlega eitt þúsund miðar á Akra-
nesi.
Forsala hófst síðdegis á mið-
vikudag. Miðar verða seldir á leik-
dag á Laugardalsvelli. Aðgangs-
eyrir skiptist jafnt á milli liðanna
þegar KSÍ hefur tekið 15% hlut.
Miðinn fyrir fullorðna kostar 1.300
kr. en 500 kr. fyrir 11-16 ára.
Magnús Orri Schram, fram-
kvæmdastjóri hjá KR-sport,
kveðst eiga von á því að sjö þúsund
manns sæki bikarúrslitaleikinn en
selt verður inn á völlinn þótt sætis-
miðar seljist upp.
veríð sinnt nema að hluta. Ofgreiðsl-
ur, sem ber samkvæmt lögum að
innheimta, eru talsvert vandamál
þar sem könnun Ríkisendurskoðun-
ar hefur leitt í ljós að um 20% bóta-
þega fengu ofgreiddar bætur yfir 50
þúsundir króna á árinu 1997. I
skýrslunni eru ofgreiðslumar m.a.
raktar til tekna utan staðgreiðslu en
ekki síður til vantalinna stað-
greiðsluskyldra tekna.
Þar sem ofgreiðslur eru, í
HÓPUR fjárfesta, sem stendur sam-
eiginlega að tilboði um að kaupa 51%
hlut ríkisins í FBA, en hver eignast
aðeins 5-7% hlutafjárins, verður
ekki tilboðsskyldur eftir yfirtöku-
reglum kauphallarlaga við kaupin
enda hafi fáir eða engir fjárfestanna
samstæðutengsl sín á milli; kaup-
samningurinn verði ekki talinn
skuldbinda kaupendurna til að ráð-
stafa atkvæðisrétti sínum á sam-
ræmdan hátt eða að ekki sé til sér-
DÖNSKU ævintýramennimir tveir,
sem voru á ferðalagi á opnum báti
um norðurheimskautssvæðið og
komu við hér á landi í vikunni, hafa
snúið aftur til síns heima.
Greint var frá för þeirra Anders
Bilgram og Frederik Lunge í Morg-
unblaðinu á miðvikudag, en þá voru
þeir staddir hér og rétt ófamir til
Grænlands þar sem þeir ætluðu að
nokkrum tilfellum, einnig raktar til
vantalinna atvinnuleysisbóta telja
skýrsluhöfundar æskilegt að TR
hafi aðgang að atvinnuleysisbóta-
kerfinu, með íyrirvara um ákvæði
laga um persónuvemd.
Þá telur Ríkisendurskoðun biýnt
að breyta „hið íyrsta verklagi við
ákvörðun bóta“ í Tryggingastofnun
og kveður á um að vanda þurfi gerð
tekjuyfirlýsinga meira en nú er gert,
eins og segir í skýrslunni.
stakt samkomulag þess efnis, form-
legt eða óformlegt, milli þeirra aðila
sem mynda hóp tilboðsgjafa.
Þetta er niðurstaða lögfræðiálits
sem Þórólfur Jónsson lögfræðingur
og Jakob R. Möller hæstaréttarlög-
maður hjá Málflutningsskrifstofu
hafa unnið fyrir iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið og birt er í blaðinu
í dag.
■ Áhrif yfírtökureglna/14
sigla með ströndum landsins á sex
metra löngum hraðbáti. Að því loknu
var ætlunin að hafa vetursetu í Dan-
mörku og halda svo ferðalaginu
áfram næsta sumar og sigla með
norðurströndum Kanada og Rúss-
lands.
Eftir margra vikna bið hér á Is-
landi eftii’ nógu góðu veðri til að sigla
með ströndum Grænlands gáfust
Morgunblaðið/Þorsteinn Sigfusson
Fékk höfr-
ung á línu
SÆVAR Benediktsson sjómað-
ur fékk höfrung á línu sl.
fimmtudag en hann rær frá
Hólmavík. Sævar fékk að auki
300 kg af góðri ýsu og 1.200 kg
af þorski austan við Sveinbjarn-
argrunn. Til stóð að selja höfr-
unginn á fiskmarkað. Höfrung-
urinn var 2,15 metrar á lengd.
Sævar gerði ekki tilraun til að
innbyrða skepnuna sem var
dauð á króknum en brá reipi
um sporðinn og dró hann eftir
síðunni í land.
þeir upp og sneru heim, en eru stað-
ráðnir í að halda áfram næsta sumar.
Þeii’ segjast því miður ekki hafa náð
eins langt og þeir hefðu viljað í sum-
ar en engu síður hafi ferðin verið
miláð ævintýri. Þeir voru afar hrifnir
af Islandi og segjast hlakka mjög til
næsta sumars, en þá koma þeir aftur
hingað og gera aðra tilraun til að
sigla til Grænlands.
Elliðaárnar
á krossgötum
►Skýrsla um vistfræðirannsóknir
á lífríki Elliðaánna var nýlega
kynnt. /10
Svarthol, strengir
og sannleikskorn
► Nýjustu straumar í strengja-
fræði voru á dagskrá í alþjóðleg-
um eðlisfræðiskóla á Akureyri
með frægum fyrirlesurum. /24
Framleiðum loft með
góðum árangri!
►Viðskiptaviðtalið er við Sigvalda
H. Pétursson og Pál Sigvaldason
hjá Stjörnusteini ehf. /30
Lifandi
stjórnmálahefð
► í Bandaríkjunum kemur varla
svo til ágreinings í stjórnmálum
að ekki sé vísað í stjórnarskrána
og „feður Bandaríkjanna“. /34
► l-20
Áttundi geimfarinn
► Ralph Morse var ljósmyndari
Life í meira en hálfa öld og víð-
kunnur fyrir ljósmyndir úr heims-
styrjöldinni síðari, m.a. frá Is-
landi, og einnig úr geimferðaáætl-
un Bandaríkjanna. / l&lO-ll
Ég hef lært að taka
hverjum degi...
► ingibjörg Guðjónsdóttir söng-
kona í viðtali. /4
Þið eigið þessa
órofaheild
► Rætt við Knut Taraldset, sendi-
herra Noregs á íslandi, sem er
senn á förum. /6
c
FERÐALOC________
►l-4
Allt frá smákökum
til sögufrægra halla
►Átak í menningarferðamennsku
í Bologna. /2
England
► Lystigarður vínsins opnaður á
dögunum í London. /4
C^BÍLAR
► l-4
Mikilli aukningu dísil-
bíla spáð í Evrópu
►Uppgangur á markaðinum eftir
stöðnunartímabil. /2
Reynsluakstur
►Daewoo Matiz er annað og
meira en smábíll. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ__________
► l-20
Árborg tekur GoPro í
notkun
►Skjala- og verkefnastýring í
sveitarfélögum. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/WfVbak Brids 50
Leiðari 32 Stjörnuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54
Skoðun 36 Útv/sjónv. 52,62
Minningar 37 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannlstr. 12b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 18b
ídag 50
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Lögfræðiálit fyrir viðskiptaráðuneyti
Ekki tilboðsskylda
vegna yfirtöku
Hátt í 2 þús-
und í biðröð
GÍFURLEGUR fjöldi safnaðist
saman í Kringlunni í gærmorgun
til að nýta sér opnunartilboð sem
verslunin BT tölvur bauð upp á í
nýrri verslun sinni þar í gær.
Adolf Kristjánsson rekstrar-
stjóri segir marga hafa byrjað að
bíða um miðja nótt og mun sá
fyrsti hafa komið um miðnætti.
Talsverður hópur var svo kom-
inn um fimmleytið og klukkan
átta í gærmorgun teiur hann að
1500 til 2000 manns hafi verið
komnir í biðröð en verslunin opn-
aði ekki fyrr en klukkan tíu.
Mörg þúsund manns komu í
verslunina og segir Adolf að auk
öryggisvarða á þeirra vegum
hafi lið frá Securitas verið kallað
út til að hafa hemil á fólki, stýra
röðinni og sjá til þess að ekki
færu of margir inn í einu.
Dönsku ævintýramennirnir farnir til síns heima
Grænlandsför bíður næsta sumars