Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 33 Pli>r0i!iiní>íalíil> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hefur hafíð starfs- ár sitt með miklum krafti. Tónleikar hennar í Háskóla- bíói á fimmtudaginn var hlutu til að mynda frábæra dóma hér í Morgunblaðinu og þótti það eitt skyggja á að einleik- arinn var ekki svo góðri hljómsveit samboðinn! Nýlega birtust svo lofsamlegir dómar um leik hljómsveitarinnar í er- lendum tónlistartímaritum. Slíkir dómar eru raunar ekki einstæðir því á undanförnum árum hefur hljómsveitin skip- að sér á bekk með viðurkennd- um hljómsveitum, hefur hlotið lof fyrir leik sinn á erlendri grund og nýtur sífellt meiri vinsælda hér heima fyrir. Anægjan með hljómsveitina hefur endurspeglast skýrlega hér á síðum Morgunblaðsins, bæði í orðum gagnrýnenda og viðmælenda sem hafa ítrekað sagt hana á heimsmælikvarða. Fimmtíu ár verða liðin frá stofnun hljómsveitarinnar á Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. næsta ári og verður ýmislegt gert til hátíðarbrigða, á af- mælisdaginn, 9. mars verður flutt Þriðja sinfónía Mahlers og í febrúar verður Aida eftir Verdi flutt í Laugardalshöll- inni, Níunda sinfónía Beet- hovens verður einnig á efnis- skránni ásamt sálumessu Verdis og fleira mætti nefna. Fimmtíu ár eru ekki langur tími í lífí sinfóníuhljómsveitar og því er árangur Sinfóníu- hljómsveitar Islands kannski enn merkilegri. Þeir sem til þekkja nefna einnig að árang- urinn sé ekki sjálfsagður mið- að við þá aðstöðu sem hljóm- sveitinni hefur verið búin. Eins og flestum er kunnugt hefur aðsetur hljómsveitarinn- ar verið í Háskólabíói sem ekki er hannað til tónlistar- flutnings og rúmar illa starf- semi hljómsveitarinnar. Segja má að lengi hafi ríkt almenn samstaða um að reisa tónlist- arhús sem myndi verða aðset- ur hljómsveitarinnar en skrið- ur hefur ekki komist á málið fyrr en nú á allra síðustu ár- um. Af yfirlýsingum ráða- manna ríkis og borgar í byrj- un árs má ganga út frá því sem vísu að nú verði unnið öt- ullega að því að reisa þetta hús. Ljóst má vera að með bygg- ingu tónlistarhúss verður starfsemi Sinfóníuhljómsveit- ar Islands styrkt verulega um leið og henni verður sýndur sá sómi sem hún hefur til unnið. Um leið verður bygging tón- listarhúss tvímælalaust til þess að styrkja stoðir hins blómlega tónlistarlífs sem hér hefur þróast á undanförnum áratugum. Þar hefur þrotlaus vinna einstaklinga um allt land skilað miklu og þakkarverðu starfí. Þar er kannski merkust uppbygging tónlistarskóla vítt og breitt um landið á síðustu fímmtíu árum eða svo, sem skilað hefur okkur þeim ár- angri sem endurspeglast með- al annars í Sinfóníuhljómsveit Islands. Islendingar hafa staðið myndarlega að uppbyggingu menningarlífs á þessari öld, ekki síst hvað varðar húsakost fyrir listastarfsemi. Hér hefur verið búið vel að leiklistinni í Þjóðleikhúsinu og Borgarleik- húsinu og það var kannski ekki síst fyrir merkt starf brautryðjenda í íslenskri myndlist fyrr á öldinni sem Kjarvalsstaðir voru reistir yfir listasafn Reykjavíkur. Og nú hefur einnig verið búið vel að Listasafni Islands, einnig tek- ið til hendi úti á landi, t.a.m. vegleg listhús í Kópavogsbæ. Með byggingu tónlistarhúss má segja að aðbúnaður lista- lífs í landinu yrði kominn í horf sem sómi væri að. SINFONIUHLJOM- SVEITIN OG TÓNLISTARHÚSIÐ Það var fagurt um að litast frá Unaósi,sagði Gunnlaugur Schev- ing, og ólíkt landslag- inu á Veghúsastígn- um. Eg hafði aldrei séð slíkt víðsýni. Hæðir og sandar og löng fjöll svifu í lausu lofti í óra fjarlægð. Heil ver- öld í allar áttir, draumkennd móða yfir landinu, en haustilmur í lofti. Fósturforeldrar mínir, sem höfðu alið upp föður minn, tóku mér af mikilli blíðu og ég varð vinur þeirra um leið og ég sá þau. Þau reyndust mér betur en orð fá lýst, bernsku- og æskuár mín hjá þeim reyndust mér paradís á jörð. Eg hafði enga jafnaldra að leika mér við þarna á staðnum og varð því sjálfur að vera minn eiginn leik- bróðir og hafa ofan af fyrir mér eins og ég gat. Daginn eftir að ég kom, tók ég buxur, sem ég átti og héngu úti á snúru og jarðaði þær með viðeig- andi serímoníum. I Reykjavík hafði ég tekið þátt í jarðarför einhvers fugls með öðrum krökkum og hefur mér líklega fundizt, þegar mig vant- aði fugl í jarðarför, sem ég var að setja á svið, að buxumar á snúrunni líktust mest fugli af því, sem hendi var næst á staðnum. M: En komu ekki gestir að Una- ósi? G: Sjaldan. Einu sinni man ég eftir, að það kom dásamlegur gest- ur á heimilið. Það var lítill kópur. Hann hafði fundizt einsamall við sjóinn og vegna umkomuleysis var hann handsamaður og fluttur heim. Mig minnir að hann hafi verið sett- ur í poll eða lón skammt frá sjón- um. Mér fannst einhvem veginn að kópurinn stæði mér nær en fólkið á bænum og áleit, að nú hefði ég eignazt góðan félaga og leikbróður. En svo var mér sagt einn morgun, þegar ég ætlaði að heilsa upp á kóp, að hann hefði dáið um nóttina. Hann hafði verið eitt- hvað lasinn og svo dróst hann upp og dó. Eg sá hann dauðan og varð mjög hryggur. Þá þegar þótti mér dauðinn óhugnanlega miskunnarlaus. En þetta voru fagrir haustdagar í sveit við sjó. Til norðurs miklir sandar, sundurskornir af fljótsós- um, en lengra burtu lág fjöll, sveip- uð blárri móðu, og mnnu saman við himininn. Bjartir morgnar, sólríkir dagar. Kvöldsól á lygnu hafi. Ég sá einu sinni stórt skip og fagurt lóna úti á flóanum, síðar uppgötvaði ég að skipið hafði aldrei verið til. Það hafði siglt inn í draum minn. Veturinn á Unaósi var sá fyrsti sem ég man eftir. Hann var að ýmsu leyti skemmtilegur. Ég fékk fagurt jólatré og hafði aldrei séð neitt slíkt fyrr, ekki einu sinni í draumi. Það var sá góði alltvitandi andi, Jón Þórðarson, sem gekk frá þeirri smíði. Hann var einn af þess- um mönnum, sem gat smíðað allt, jafnvígur á tré og jám og allt þar á milli. Sú saga gekk, að hann hefði fundið upp kaldabrasið, en ekki hef ég þó fengið það staðfest. Jón var stundum kallaður Jón almáttugur, hann bar það nafn með sóma. Jón var yndislega skemmtilegur karl og hrókur fagnaðar á heimilinu, hann kvað rímur, las sögur. Hann fékk sér stundum í staupinu, kom einu sinni fullur heim úr kaupstaðarferð, líklega hefur það verið hans eina kenderí það árið. Veturinn var harður, það kom mikið af smáfuglum heim að bæn- um. Þeim var gefinn kurlaður maís. Ég sat við gluggann og sá gegnum kafaldið, þegar vindurinn þeytti þeim eftir fönninni eða þeir stríddu móti veðrinu. Stundum komu líka menn af öðrum bæjum, veðurbarðir með klaka í skegginu. Þeim lá stundum hátt rómur. Þegar þeir höfðu skafið snjókleprana af sér með eldhúshnífnum, fóru þeir úr yf- irhöfninni og urðu sem mennskir. Þetta voru glaðlegir karlar, þeir létu vel af veðrinu, gott að skokka milli bæja. Ég heyrði talað um vonda vetur eins og þeir höfðu verið í ungdæmi eldra fólks. Þá fraus saman land og sjór, en einn jökul- gaddur yfir sveitum, bæimir grafn- ir í fönn, stundum upp undir tutt- ugu þrep niður gegnum gaddinn og að bæjardyrunum. Þá féllu úr sulti flest dýr, nema hundar og kettir. Ég hlustaði á þessi samtöl með at- hygli. En það bar fleira á góma en harðindi og áhyggjur. Það var meira að segja minnzt á munað og góða daga. Svart kaffi með rommi - hangikjöt; og hákarl með brenni- víni. Ekki heyrði ég þrætur milli manna, né fólki hallmælt. Þetta hafði góð áhrif á mig. Það vakti til- trú mína á fólki yfirleitt. Sá siður, sem er nokkuð algengur nú í landi, að líta niður á allt og alla, þekktist ekki í þá tíð, svo ég vissi til. M: Þú minntist á rímur, þama hefurðu fyrst kynnzt skáldskapn- um? G: Já, þarna kynntist ég fyrst hinni göfugu íþrótt og list, skáld- skapnum. Jón á Nefbjamarstöðum kom einu sinni með nýjar bækur, ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds. Það vom líka til kvæði eftir Þor- stein Erlingsson, Sigurð Breiðfjörð og svo eitthvað af rímum og fleiri bókum. Fóstra mín hafði átt Ljóða- smámuni Sigurðar Breiðfjörðs, en þeir höfðu tapazt í láni. Hún sakn- aði mjög kvæðanna. Ég man eftir að hún fór stundum með þetta fyrir sjálfa sig úr Ljóðasmámunum. Þegar ég smáu fræi í fold fer að sá og hlúa, hugsa ég þá um þetta hold, er þar skal dáið búa. HELGI spjall HINGAÐ TIL LANDS hafa komið í sumar fulltrúar tveggja landa, sem börðust hetjulegri baráttu gegn heimskommún- ismanum, Tékklands og Eistlands. Það voru forsetar ríkjanna, Havel, sem kom í einkaerindum, og Meri, sem kom í eina af þessum gamaldags og kostnaðarsömu opin- beru þjóðhöfðingjaheimsóknum, en hann var sendur á sínum tíma til Síberíu og þurfti að upplifa Gúlagið meðan ýmsir stuðningsmenn NÁTO nú um stundir hömuðust gegn banda- laginu og töldu talsmenn þess jafnvel land- ráðamenn, eins og við kynntumst hér heima. Forsetamir hafa báðir flekkiausa fortíð hvað þessa baráttu varðar, Havel var í raun og veru einskonar tákn þessarar andstöðu gegn alræði kommúnista, meðan kalda stríðið var í hámarki, og var m.a. varpað í fangelsi fyrir bragðið. Það er uppörvandi að fylgjast með samhengi sögunnar og þeirri eðlilegu þróun sem hefur átt sér stað í þessum löndum. Hvorki Tékkum né Eistum hefur dottið í hug að kjósa fyrrverandi kommúnista í forseta- embætti, þó að það hafi hent Pólverja, sem einnig börðust hetjulegri baráttu við hin illu öfl kalda stríðsins. Frelsishetjunni, Walesa, var hafnað í síðustu forsetakosningum í Pól- landi og lýðræðissinnað fólk þar í landi bar ekki gæfu til að koma sér saman um afstöðu til þjóðfélagsmála, svo að í embætti forseta var kosinn gamalgróinn fulitrúi kommúnista- íhaldsins í landinu, gegndi m.a. ráðherra- embætti íþróttamála, meðan enn sat þar full- trúastjóm Kremlar og kommúnista. Hann þvoði að vísu hendur sínar af þessu daðri við heimskommúnismann og hefur nú verið ör- uggur stuðningsmaður lýðræðis í landi sínu, auk þess sem hann hefur barizt fyrir aðild Póllands, bæði að Evrópusambandinu og Atl- antshafsbandalaginu. Það má því segja að batnandi manni sé bezt að lifa. En allt verkar þetta samt ankannanlega á þá sem þátt tóku í þessari baráttu, sem var einatt upp á líf og dauða, og kallar í raun fram þá hugmynd að ekkert leikhús fáránleikans geti keppt við þann afstæða veruleika sem við sjáum nú allt í kringum okkur. Fólk er líka fljótt að gleyma og það kemur tækifærissinnum í stjómmálum betur en allt annað. En snúum okkur aftur að sumargestinum, Havel, forseta Tékklands. Menn leggja við hlustimar, þegar hann tekur til máls. Það er skáldið í honum sem nær tii fólksins, fyrst og síðast. Sem rithöfundur byggir hann einnig á mikilli hefð, hann er mnninn úr sama jarð- vegi og sjálfur Kafka. Og það sem meira er, hann upplifði skáldskap Kafka í umhverfi sínu, upplifði jafnvel réttarhöldin og kynntist af eigin raun því þjóðfélagsandrúmi sem kommúnisminn skapar. I fréttum segir að vinsældum Havels hafi að vísu hnignað upp á síðkastið, einkum að því er virðist vegna nýrrar konu (úr 80% í 50%), en hann er og verður tákn hins nýja Tékklands, hvað sem öðm líður, vegna baráttu sinnar gegn þeim sem breyttu föðurlandi hans í þann alræðis- vemleika sem Kafka lýsir. Þótt vinsældum hans hraki í bili af persónulegum ástæðum mun þetta ekki breytast, þegar samtímasögu okkar verða gerð þau skii sem framtíðin ein mun ákveða. En hvað hefur hann að segja okkur nú um stundir? Það er að sjálfsögðu margt og mik- ið, en í þetta sinn er ástæða til að staldra við athyglisverða ræðu sem hann flutti fyrr á þessu ári og fjallaði um viðbrögð Vestur- landabúa við hmni kommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu og hvernig þessi fyrmm al: ræðisríki gætu launað þeim stuðninginn. I þessu ávarpi, sem forsetinn flutti í Póllandi, kvaðst Havel telja, að þjóðimar sem lentu undir jámhæl kommúnismans í Evrópu, gætu, sökum einstakrar reynslu sinnar, veitt ríkjum Vesturlanda aðstoð í ýmsum pólitísk- um og siðferðilegum efnum. Nauðsyn sið- ferðislegrar hefðar ur-Evrópu og fyrrnm spymuhreyfingunni, ÁVARP SITT HÓF forseti Tékklands með þessum orðum: „Þegar alræðiskerfið hmndi tii gmnna í ríkjum Mið- og Aust- þátttakendur í and- sem flestir vora menritamenn - þ.e.a.s. andófsmennirnir svo- nefndu - tóku við mörgum mikilvægum póli- tískum embættum taldi ég og sagði oft opin- berlega að við byggjum yfir nokkm, sem við gætum notað tii að endurgjalda Vesturlönd- um þá miklu aðstoð er við myndum þurfa að þiggja af þeim.“ Havel lýsir síðan þeirri skoðun sinni að vonir manna í kommúnistaríkjunum um stuðning og aðstoð af hálfu Vesturlanda hafi að stærstum hluta orðið að veruleika, þótt ef til vill hafi ekki ræst óskir þeirra „barnaleg- ustu og áköfustu“ í löndum þessum. „Síðasta mikilvæga vísbending þess, að Vesturlönd taka frelsi okkar alvarlega og þau era hætt að viðurkenna hina löngu og tilbúnu skipt- ingu heimsins í áhrifasvæði, er án nokkurs vafa stækkun Atlantshafsbandalagsins, sem nú hefur tekið við þremur nýjum ríkjum, er öll tilheyrðu áður Varsjárbandalaginu." Siðan sagði forsetinn: „Spurningin, sem leitar á huga minn, er sú, hvort við höfum líka gefið Vesturlöndum það, sem við gátum og voram raunar skuldbundin að færa þeim til að endurgjalda þeim aðstoðina. Ég er ekki viss um að svo sé. Hvað gátum við og hefðum við hugsanlega átt að gefa hinum ríku og þróuðu lýðræðis- ríkjum Vesturlanda? Ég var öldungis sann- færður um að við hefðum átt að láta þau njóta, bæði á raunsannan og vitrænan hátt, þeirrar reynslu, sem við öðluðumst undir al- ræðisstjórn með því að berjast gegn þeim skilyrðum, sem okkur vora þá búin. Reynsla okkar af alræðisstjóminni kenndi okkur að þjóðfélagið verður ávallt að greiða fyrir og vera tilbúið að greiða fyrir frelsið, sjálfstæð- ið, mannréttindin og hagsældina. Hún kenndi okkur að gjalds er ávallt krafizt, að miklar fórnir era á stundum nauðsynlegar til að réttiátur málstaður nái fram að ganga og að hið raunverulega gOdi fómanna er falið í þeim sjálfum, en ekki í því hversu hratt þær kunna að skila ávinningi.“ Havel lýsir síðan þeirri niðurstöðu sinni að reynslan af kommúnismanum hafi leitt í ljós að eina form stjórnmála, sem raunverulega sé vitrænt, sé það, sem mótist af mannlegri samvisku. Þetta segi hann ekki vegna þess hann telji sig færan um að prédika, heldur sé einlæg sannfæring hans sú að siðferðilega rétt breytni borgi sig að lokum. Slík breytni geti hins vegar oft kallað miklar þjáningar yfir menn og þjóðir, það þurfi hann tæpast að segja öðram. „Siðferðilega rétt breytni gagn- ast ekki aðeins einstaklingnum, sem kann að þjást, þótt hann njóti innra frelsis og sé því gæfumaður, heldur skilar hún einnig sínu til þjóðfélagsins þar sem tugir eða hundrað ævi- skeiða, sem þannig er varið, geta skapað það, sem kalla mætti jákvætt, siðferðislegt um- hverfi, þ.e. siðferðislega hefð eða arfleifð, sem sífellt endumýjast og verður að lokum afl er verður til góðs.“ mmmmmmmm vaclav havel Alræði segir að vera kunni að fólk, sem hafi ver- ið svo heppið að kynnast aldrei alræð- isstjórn geri sér ef til vill ekki ljósar þær sið- ferðislegu undirstöður, sem þjóðfélagið hvíli á. „Þetta kemur þessu fólki illa. Því sökum þessa gerir það sér síður ljóst hversu alvar- legar hættur - sem sprottnar era upp í sið- menningu okkar - ógna þessari plánetu og hversu mikilvægt það er í nafni þess að mannkynið fái lifað af að við getum fordæmt það, sem svo erfitt er að fordæma og fórnað miklu án þess að fóma okkar sé krafist og getum breytt á þann veg, sem ekki skili okk- ur augljósum ávinningi um alla fyrirsjáan- lega framtið. Alræði peninganna, hagnaðarins, hins stöðuga hagvaxtar og sú nauðsyn, sem af þessu skapast til að ræna jörðina án nokkurs tillits til þess, sem eftir kann að standa eftir nokkra áratugi, ásamt öllu því, sem tengist efnislegri þráhyggju þessa heims, allt frá hamslausri sjálfselsku til hneigðarinnar til að forðast persónulega ábyrgð með því að ger- ast hluti af hjörðinni og hið almenna getu- leysi mannlegrar samvisku til að halda í við uppfinningar skynseminnar, allt til þeirrar firringar, sem stærð nútímalegra stofnana getur af sér - um öll þessi fyrirbrigði gildir að ógerlegt er að bregðast við þeim nema til komi ný siðferðisleg viðleitni, þ.e.a.s. með umbreytingu andans og sambands manna við líf og heim. peninganna REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 25. september f Grasagarðinum 1 Laugardal. Morgunblaðið/Ómar Mér virðist sem jafnvel hin ríku lýðræðis- ríki Vesturlanda, og ef til vill sérstaklega þau, þurfi að gangast undir ákveðna siðferð- islega sjálfsskoðun, sem hafi þau áhrif að óhugsandi verði að fóma framtíðinni fyrir nútíðina. Og ég er þeirrar skoðunar að við getum endurgoldið Vesturlöndum þá miklu aðstoð, sem þau hafa veitt okkur frá því járn- tjaldið féll, einkum og sér í lagi með því að leyfa þeim að njóta ávinnings reynslu, sem þau hafa ekki þurft að ganga í gegnum sjálf á undanliðnum áratugum. Með þessu er ég að vísa til skilningsins á því að breytni, sem mótast af ábyrgð og hreinni samvisku borgar sig.“ Havel lauk síðan ávarpi sínu með því að velta því fyrir sér hvort gömlu kommúnista- ríkin í Mið- og Austur-Evrópu verði fær um að koma þessari reynslu til skila og hafa þannig áhrif á þróun siðmenningarinnar. Um það segist hann hafa efasemdir. Hann kveðst óttast að bilið milli alræðisríkjanna og Vest- urlanda fari einkum minnkandi einmitt á þeim sviðum þar sem lýðræðisríkin hefðu þurft á viðvöran að halda. „Ég er ekki viss um að við höfum getað uppfyllt sögulegt hlutverk okkar. Og ef við eram ekki nægi- lega sannfærandi, er við freistum þess að leyfa öðram þjóðum jarðar að njóta góðs af þeim ávinningi, sem einstök reynsla okkar færði okkur, er sú hætta fyrir hendi að við höfum gengið í gegnum þessa raun til einskis.“ VIÐ TÖLUÐUM UM tunguna í síðasta Reykjavíkurbréfi, arfleifð okkar og menningu. Nauðsyn þess að rækta tunguna, styrkja hana í nútímarótinu, í stað þess að horfa uppá hana velkjast eins og rótlaust þang í samtímahafinu. En við erum ekki ein Tungan um það vandamál sem verður til, þegar vegið er að menningararfleifð fámenns samfélags. Það eiga mörg þjóðarbrot um sárt að binda í þeim efnum. En við stöndum betur að vígi en þau vegna þess að við búum í einslitu samfé- lagi og ættum að hafa bolmagn til þess með sameiginlegu átaki að standast þrýsting og ásókn alþjóðamarkaðarins. Við erum ekki heldur ein um það að hafa stigið á stokk og strengt þess heit að vernda arf okkar. Það hafa mörg þjóðarbrot einnig gert og þau berjast hetjulegri baráttu sem litlar eyjur í hafróti tímans. Um það hefur verið fjallað í fréttum að Evrópusambandið leggur mikla áherslu á að vemda sérkenni minnihlutahópa, og þá ekki síst tungu þeirra og arfleifð. Þessi viðleitni Evrópusamfélagsins ber því fagurt vitni og sérstök ástæða til að fagna henni. En samt eiga þessi fámennu samfélög undir högg að sækja. Þannig hefur verið skrifað um tungu- mál minnihlutahópa í Frakklandi, hversu mjög sé að þeim sótt og hve erfið staða þeirra sé. Dæmi um það vora nýlega nefnd í fjöllesnu vikublaði, sem okkur berst með öðr- um fjölskrúðugum pósti. I þetta skipti er engilsaxneskan ekki sökudólgurinn, heldur franskan. Frakkar eiga að vísu heiður skilinn fyrir að standa vörð um þessa dýrmætu arf- leifð sína, tunguna, sem hefur fóstrað miklar bókmenntir. Þeir hafa jafnvel komið á fót einskonar tungumálalögreglu sem hlustar á minnstu frávik frá frönskunni, eins og Heimdallur á grasið vaxa. Og nú er spum- ingin hversu langt eigi að ganga í því að leyfa sem flestum jurtum að blómstra í tungu- málaflóra franskrar menningar. Á að gefa tungumálum minnihlutanna meira svigrúm en verið hefur eða á að halda þeim niðri; þrengja að þeim, gæta þess að þau skyggi ekki á frönskuna? Hvemig á að umgangast þá í Frakklandi sem tala bretónsku, flæmsku, basknesku, korsísku eða kata- lónsku, svo að dæmi séu nefnd. Á að lyfta undir þessi tungumál, eða á að halda þeim niðri? Sumir telja að á frönsku yfirráðasvæði séu töluð 75 tungumál. Chirac forseti segist styðja þá stefnu að hlúa að þessum málsvæð- um. En í sumar neitaði hann að fullgilda samninginn um réttindi þeirra tungna sem minnihlutar tala. Sumir halda að þessi rétt- indi geti grafið undan frönsku miðstjómar- valdi. Fram að þessu hafa einungis átta ríki samþykkt Evrópusáttmálann um minnihluta- tungur. Nokkur ríki, sem hafa sögulega reynslu af tungumálum minnihlutahópa, hafa ekki skrifað undir sáttmálann, þeirra á meðal bæði Spánn og Bretland. I suðvesturhluta Frakklands búa 3,5 millj- ónir Frakka sem tala útbreiddasta minni- hlutatungumál landsins, occitan. Fyrir um 80 áram töluðu 10 milljónir manna þetta tungumál. Þeir sem nú tala bretónsku era álíka margir og Islendingar, en vora 1,2 miHjónir í upphafi þessarar aldar. í Baska- héraðum Suðvestur-Frakklands tala einung- is 40 þúsund íbúar basknesku, en Baskarnir þar era álíka margir og við Islendingar. Tunga þeirra var víða notuð fyrir 100 áram. Nú er hún deyjandi tungumál. Mikil bók- menntahefð er bundin öllum þessum tungu- málum. Allt er þetta harla íhugunarvert, en gæti verið okkur leiðarljós í erfiðri baráttu við að halda tungunni og ávaxta þennan dýr- mætasta fjársjóð sem okkur hefur hlotnast til varðveislu. Það er í raun og vera mikill heiður að heyra til litlu samfélagi sem hefur fengið svo stóran hlut til eignar og varð- veislu. Við eigum ekki að glata þessu tæki- færi. Ef við geram það, glötum við fortíð okkar. Og sá sem glatar fortíð sinni, hann glatar einnig dýrmætustu fyrirheitum fram- tíðarinnar. Og sá sem glatar fyrirheitum sín- um, hann glatar einnig sjálfum sér. „Vaclav Havel segir að vera kunni að fólk, sem hafi verið svo heppið að kynnast aldrei alræðisstjórn geri sér ef til vill ekki ljósar þær siðferð- islegu undirstöð- ur, sem þjóð- félagið hvíli á.“ M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.