Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eiga Grikkir
o g Tyrkir
eftir að fallast
í faðma?
•UBAKSVIÐ
Samskipti Grikkja og Tyrkja hafa farið
batnandi að undanförnu. Gwynne
Dyer rekur ástæður þess hvers vegna
meiri líkur eru nú á sáttum milli
þessara tveggja grannríkja en verið
hefur um langt skeið.
Reuters
Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, skoðar hervörð ásanit Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-
Tyrkja. Kýpur er viðkvæmasta deilumálið í samskiptum Grikkja og Tyrkja, en aldaríjórðungur er síðan
Ecevit skipaði tyrkneskum hersveitum að hertaka Norður-Kýpur.
Tyrkneskir björgunarsveitarmenn leita að fórnarlömbum í húsi er
hrundi í jarðskjálftanum í Aþenu. Jarðskjálftarnir í Aþenu og Istan-
bul hafa orðið til að efla og bæta samstarf Grikklands og Tyrklands.
FYRIRMYND okkar ætti
að vera samskipti Frakka
og Þjóðverja eftir stríð,“
sagði Theodore Cou-
loumbis, sérfræðingur í málefnum
Grikklands og Tyrklands við
Aþenuháskóla, fyrr í þessum mán-
uði. „Þessar þjóðir voru lengi erki-
fjendur en standa nú saman sem
vinir.“
Að öllu jöfnu hefði verið litið á
ummæli af þessu tagi sem hvem
annan bamaskap enda eru Grikkir
og Tyrkir óvinir og aðeins síðasta
aldarfjórðunginn hefur þrisvar
sinnum komið til átaka með þeim.
Tímamir eru hins vegar ekkert
venjulegir.
Couloumbis lét þessi orð falla í
veislu, sem forseti Grikklands,
Costis Stephanopoulos, hélt tyrk-
nesku björgunarmönnunum, sem
aðstoðuðu Grikki vegna jarð-
skjálftans í Aþenu fyrr í mánuðin-
um. Raunar voru Tyrkir þá bara
að þakka fyrir sig enda voru grísk-
ar björgunarsveitir einna fyrstar á
vettvang eftir jarðskjálftann mikla
í Tyrklandi í ágúst.
Tímamótayfirlýsing
Ping-pong eða borðtennisleikur
varð til að brjóta ísinn í samskipt-
um Bandaríkjamanna og Kínverja
og hugsanlegt er, að jarðskjálft-
amir í Tyrklandi og Grikklandi og
sú gagnkvæma samúð og sam-
vinna, sem leiddi af þeim, geti
dregið úr úlfúðinni milli þessara
fomu fjenda. Þeir gáfu a.m.k. Ge-
orge Papandreou, utanríkisráð-
herra Grikklands, tilefni, sem
hann hafði verið að bíða eftir, til að
lýsa yfir, að Grikkir stæðu ekki
lengur í vegi fyrir hugsanlegri að-
ild Tyrkja að Evrópusambandinu.
Papandreou hefur sýnt bæði
djörfung og framsýni með þessari
yfirlýsingu og ekki síst með tilliti tii
þess, að faðir hans, Andreas Pap-
andreou, sem var þrisvar sinnum
forsætisráðherra í Grikklandi, kynti
aila tíð undir óvild og hatri Grikkja
á Tyrkjum. George Papandreou er
hins vegar fuli alvara eins og þessi
orð hans sýna: „Þótt öðru sé jafnan
haldið frain hér í landi eru það
hagsmunir okkar Grikkja, að Tyrk-
ir geti hugsanlega orðið aðilar að
Evrópusambandinu í stað þess að
eiga í eilífúm útistöðum við það og
þau gildi, sem þar ríkja.“
Papandreou er vinsælasti stjóm-
málamaður í Grikklandi og óvíst
er, að öðrum hefði tekist að kveða
upp úr með þetta. Fjölmiðlar, jafnt
í Aþenu sem Istanbul, sem alltaf
eru tilbúnir til að ala á þjóðernis-
rembingi, fögnuðu líka yfirlýsing-
unni og Grikkir sjálfir fylgdu henni
eftir með því að hætta að beita
neitunarvaldi gegn aðstoð Evrópu-
sambandsins við Tyrkland.
Tyrkir í ESB?
I framhaldi af þessu fór Ismail
Cem, utanríkisráðherra Tyrk-
lands, til Brussel til að ræða mögu-
leika á því, að Tyrkland kæmist í
hóp þeirra ríkja, sem til álita koma
sem aðilar að Evrópusambandinu.
Verður vafalaust eríítt að neita
Tyrkjum um þá von enda hefur
henni verið haldið vakandi við þá
lengi og áður en núverandi um-
sækjendur komu til sögunnar.
Ekki fer á milli mála, að mörg-
um hrýs hugur við því, að Tyrkir
verði aðilar að ESB. Þeir eru 60
milljónir, yrðu næststærsta þjóðin
á eftir Þjóðverjum, og gætu farið
hvert á land sem er innan sam-
bandsins í leit að vinnu. Flestir
þeirra myndu þó að sjálfsögðu
vilja vera áfram í sínu landi enda
er Tyrkland efnahagslega
sterkara en margir halda. Margt
bendii- til, að þegar loksins verður
af aðildinni, verði Tyrkland orðið
jafnöflugt efnahagslega og hinn
stóri umsækjandinn, Pólland.
í síðasta mánuði tókst Bulent
Ecevit, forsætisráðherra Tyrk-
lands, að koma í gegnum þingið lög-
um, sem opna landið fyrir erlendri
fjárfestingu, og í þeim er einnig
kveðið á um, að alþjóðlegur gerðar-
dómur skeri úr viðskiptadeilum en
ekki tyrkneskir dómstólar eins og
verið hefur. Talið er, að þessi lög
muni leiða til mikillai’, erlendrar
fjárfestingar í landinu og þau munu
einnig gi-eiða fyrii- umbótum í efna-
hagslífinu og einkavæðingu hinna
mörg ríkisfyrirtækja.
Nú hafa líka vaknað vonir um,
að 14 ára gamalli uppreisn Kúrda í
landinu sé að ljúka en hún hefur
kostað a.m.k. 30.000 manns lífið.
Um 20% Tyrkja tala kúrdísku sín í
milli en ríkisvaldið hefur aldrei
leyft, að kúrdíska sé notuð í skól-
um eða fjölmiðlum. Það varð til að
hrekja margan manninn í faðm
Kúrdíska verkamannaflokksins,
PKK, sem barist hefur fyrir
kúrdísku og marxísku ríki.
Verða réttindi Kúrda virt?
Tyrkir náðu leiðtoga PKK,
Abdullah Öcalan, á sitt vald í febr-
úar sl. og til að sleppa við dauða-
refsingu bauð hann frið, ekki gegn
sjálfstæði, heldur gegn því, að
Tyrkir yfrtu réttindi kúrdískunnar
og kúrdískrar menningar. Öcalan
var raunar dæmdur til dauða, op-
inberlega a.m.k. en tyrkneska
þingið á eftir að staðfesta dóminn.
Samningaviðræður eiga sér þó
stað á bak við tjöldin og Huseyin
Kivrikoglu, yfirmaður tyrkneska
hersins, viðurkenndi nýlega í við-
tali, að kröfur Kúrda um menning-
arlegan rétt sinn væru ekki undir-
róður eða uppreisn.
Vissulega veit enginn enn
hvemig öllu þessu mun reiða af og
ekki má gleyma því erfiða máli,
sem er Kýpur og skipting eyjar-
innar. Tyrkir munu ekki komast í
Evrópusambandið fyrr en lausn
hefur verið fundin á því. Það
breytir þó engu um það, að á öllum
öðrum gatnamótum loga nú bara
grænu ljósin.
Höfundur er sagnfræðingur og
sjálfstætt starfandi blaðamaður.
Greinar bans birtast í dagblöðum
og tímaritum í 45 ríkjum.
Bílasalan Evrópa, Faxafeni 8, sími: 581-1560
Li LJ - frábær kjör
Honda Civic VTI VTEC 1600
árgerð 1999 til sölu.
Útborgun aóeins 340.000 kr.
Áhvílandi ca. 1.500.000 kr.
Fylgihlutir
- spoiler, álfelgur,
geislaspilari, rafmagnsdrifin
topplúga, spólvörn, líknar-
belgir, ABS-bremsu-kerfi
og litað gier.
Skýrsla um írskukunnáttu grunnskólabarna veldur deilum
Er írskan dauðadæmd?
Dublin. Morgunblaðið.
SKYRSLA um írskukunnáttu grunn-
skólabama á frlandi, sem gerð var op-
inber seint í síðustu viku, vakti nú sem
endranær mikla umræðu um stöðu
tungunnar í írsku samfélagi. Deilt er
um hvort í raun sé hægt að spoma við
hnignun tungunnar og hvort rétt sé
að eyða milijónum punda í að þvinga
böm til að læra hana. Umræðan er
áhugaverð fyrir þá sem hafa áhyggjur
af stöðu tungumála lítilla þjóða sem á
tímum alheimsvæðingar eiga í æ rík-
ari mæli undir högg að sækja.
Micheál Martin, menntamálaráð-
herra írlands, sagði á miðvikudag
þegar skýrsla um frammistöðu grunn-
skólabama í írskunámi var gerð opin-
ber að „margir námsmenn hefðu glat-
að tungunni“ af því að „tungan hefði
glatað þeim“ en hann lagði hins vegar
áherslu á að stjómvöld myndu grípa
til ráðstafana til að hefta frekari
hnignun írskunnar.
Grunnskólaböm eru skyldug til að
læra írsku en í skýrslunni í síðustu
viku kom fram að frammistaða nem-
enda á brottfararprófi úr grunnskóla
fer versnandi ár frá ári.
Sem fyrr vekja þessar tölur áhyggj-
ur á írlandi enda hafa stjómvöld alla
þessa öld lagt mikla áherslu á að
tryggja stöðu írskunnar sem þjóð-
tungu. Skýringin felst í því að for-
kólfar sjálfstæðisbaráttunnar á ír-
landi litu á tunguna sem áþreifanleg-
ustu og mikilvægustu sönnun þess að
írar og Bretar væru ólíkir.
Sporgöngumenn sjálfstæðishetj-
anna hafa alla öldina fylgt þessari línu
og krafist þess að írskunni yi'ði gert
jafnhátt undir höfði og enskunni, ekki
aðeins í skólunum heldur á opinberum
vettvangi, t.d. á öllum vegaskiltum svo
eitthvað sé nefnt. í seinni tíð hefur
hins vegar borið á óánægju með að
böm skuli neydd til að eyða miklum
tíma í að læra írsku þegar ljóst er að
franska eða þýska væru mun gagn-
legri tungumál að kunna.
Ekki síst kvarta menn yfir því að
ekkert dugi, sama hvað reynt sé, börn
komi hvort eð er úr skólunum ótalandi
á írsku. Líti í fyrsta lagi á það sem
verstu kvöl að þurfa að læra hana og
hafi síðan enga ástæðu til að halda
kunnáttu sinni við er skólagöngu lýk-
ur. Segja menn eins og dálkahöfund-
urinn Kevin Myers að tími sé til kom-
inn að menn átti sig á því að írskunni
verði ekki bjargað, kominn sé tími til
að menn hætti að lifa í þeirri trú að
hægt sé að endurvekja írskuna sem
þjóðtungu.