Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Á hverfanda hveli
Morgunblaðið/Kristinn
Land í Ijósaskiptunum, eitt af verkum Benedikts Gunnarssonar
á sýningunni í Gerðarsafni.
MYMILIST
Listasafn Kópavogs
MÁLVEllK
KEIVEIIIKT
GUNNAKSKON
Til 10. október. Opið þriðjudaga
til sunnudaga frá kl. 12-18.
Aðgangur kr. 200.
BENEDIKT Gunnarsson er af
þeirri kynslóð listamanna sem lenti
milli vita. Að baki lá hin alþjóðlega
abstraktlist með öll sín mjúku lof-
orð um sígildi persónulegra stíl-
brigða en framundan hillti undir
öllu óskemmtilegri kröfur um óper-
sónuleg vinnubrögð í anda nútíma-
legrar stöðlunar og auglýsingaskot-
inna tjáskipta. Sem óvenjulega
bráðþroska listamaður var Bene-
dikt varla skriðinn yfir tvítugt þeg-
ar hann hafði lokið námi í La
Grande Chaumiére í París, en þá
var þegar að baki nám við Akademí-
ið í Kaupmannahöfn og Einkaskóla
Rostrup Boyesen, í sömu borg.
Benedikt dvaldi í París til 1953,
og hefur eflaust notið þess að
drekka í sig alla þá ólíku strauma
og stefnur sem flæddu um borgina á
öndverðum sjötta áratugnum. Enn
má sjá hve mjög hann mótaðist af
Parísarlistinni, einkum þeim lýríska
Vatnslitaverk
í Listhúsi
Ófeigs
HELGA Magnúsdóttir opnaði sýn-
ingu á vatnslitaverkum í Listhúsi
Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í gær,
laugardag, kl. 14.
Helga brautskráðist frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands, mál-
aradeild árið 1989. Hún hefur haldið
íleiri einkasýningar og jafnframt
tekið þátt í samsýningum héma
heima og erlendis. Helga á verk á
ýmsum opinberum stöðum þar á
meðal Listasafni Islands.
Sýningunni í Listhúsi Ófeigs lýk-
ur þann 13. október og verður opin
á almennum verslunartíma.
-----♦♦♦------
Olíumálverk í
Galleríi Horninu
MYNDLISTARKONAN Ellý opn-
aði sýningu í Galleríi Hominu,
Hafnarstræti 13, í gær, laugardag.
Þar sýnir hún aðallega olíuverk
unnin á þessu ári.
-----♦♦♦------
Skúlptúr í Gall-
eríi Nema hvað
FROSTI Friðriksson opnaði sýn-
inguna „Lokið ó lokið“ í Galleríi
Nema hvað á Skólavörðustíg 22 c í
gær, laugardag. Frosti er nemi á
þriðja ári í skúlptúr við Listahá-
skóla íslands. Sýningin mun standa
til 7. október.
í ANDDYRI Aðalbyggingar Há-
skóla íslands verða á morgun,
mánudag, kl. 14 opnaðar tvær sýn-
ingar sem varpa ljósi á ævi og verk
Goethes. Annars vegar er um að
ræða sýningu á breiðtjaldi, „Múlti-
vísjón“, sem varpar atburðum og at-
riðum úr ævi og verkum Goethes á
stórt tjald með aðstoð nútímatækni.
I fréttatilkynningu segir að sýn-
ingin veiti yfirsýn yfir hin fjöl-
breyttu verk lista- og raunvísinda-
mannsins Goethes, en hún geri líka
manninum Goethe skil með öllum
hans mótsögnum auk þess sem hún
streng sem tradisjónalistamir
svokölluðu - Bazaine, Manessier,
Roger Bissiére og Le Moal - settu
fram sem andsvar við áhrifum er-
lendra listamanna innan Parísar-
skólans. En það vom fleiri en
franskii- abstraktmenn sem brydd-
uðu upp á fínlegri, ljóðrænni
abstraksjón innan Parísarskólans.
Portúgalski listmálarinn Vieira da
Silva var til dæmis á mjög áþekkum
nótum í grafískum rýmismálverkum
sínum og dansk-þýski sveiflumeist-
arinn Kurt Sonderborg var að gera
það gott á grafíkverkstæði Hayters,
„Atelier 17“, um það leyti sem
Benedikt dvaldi í París.
Úr öllum þessum ólíku áhrifum
hefur Benedikt síðan soðið og mót-
að sinn sérstæða ljóðræna abstrakt-
stfl, sem virðist alltaf vera við dyr
fígúratívrar listar, rétt eins og hann
vantaði herslumuninn til að söðla
um og opinbera hvað raunvemlega
búi að baki myndum hans. Það er
nefnilega svo að því lengur sem
dvalið er við málverk Benedikts
þeim mun ákafar læðist að manni sá
gmnur að abstraksjón hans sé
fremur túlkun ljóss á ferð - eins
konar fútúrismi í anda hraðlestanna
hans GAN (Málmeyingsins Gösta
Adrian-Nilsson) - sem sker húm-
rákina, eins og Jón Helgason orðaði
það svo fallega, en „líf og ljós“ í al-
mennri, upphafinni merkingu orð-
anna.
SOFFÍA Sæmundsdóttir mynd-
listarmaður opnaði sýningu í
gallerfinu IS-Kunst í Ósló í gær,
laugardag. Soffía sýnir olíuverk
máluð á tré og nefnist sýningin
Dalbúarnir. Um þá segir m.a. í
fréttatilkynningu: „Þeir koma ut-
an af hafi einn kaldan vordag og
héldu inn í landið. Þeir fóru inní
djúpan dal og komu sér þar fyrir.
Það var fallegt í dalnum þegar
sólin skein, fuglarnir sungu og
varpi ljósi á þá yfirburðastöðu í
andlegum málum sem hann hafði á
tíma Weimar-klassíkurinnar.
Síðasti allsherjarsnillingurinn?
Sýningin er hönnuð af Jenner
Zimmermann og er á þýsku og tek-
ur um 20 mínútur í flutningi. Sýn-
ingar standa til 13. október.
Hins vegar er um að ræða sýn-
ingu á 35 ríkulega myndskreyttum
veggspjöldum sem ber yfirskriftina
„Goethe - Des letzte Universal-
genie?“ eða „Goethe - Síðasti alls-
herjarsnillingurinn" og kynnir fjöl-
Það breytir ef til vill Htlu um út-
litið á myndum Benedikts, en nú
þegar evrópska abstraktmálverkið,
ekki síst Parísarskólinn, er að
ganga gegnum enn eitt endurmatið
- eftir að hafa verið vanmetið ára-
tugum saman, bara vegna þess
hversu ofmetið það var í öndverðu -
spyrja menn sem aldreigi fyrr:
„Hvert voru þeir eiginlega að fara
með þessu?“
Hafi Benedikt ekki verið að fara
lengra en sem nemur almennum at-
hugunum á ljósi og lífi verður ekki
beinlínis sagt að hann hafi verið á
höttunum eftir mjög spennandi við-
fangsefni. Sé það hins vegar svo að
hann leitist við að túlka hraða til-
verannar - sjónhending sem rennur
okkur úr greipum eins og tíminn
sem Kundera segir að sé riss sem
við teiknum endalaust án þess að fá
tækifæri til að betrambæta - með
sérstæðum fleygformum sem halda
með ýmsum hætti eins og filmur
eða ræmur gegnum myndflötinn,
ganga málverk Benedikts allt í einu
inn í nýja vídd, nýja fyllingu, og um-
fram allt, endumýjun lífdaga langt
umfram flest það sem gert var í
nafni Parísarskólans á sjötta ára-
tugnum.
Það er nefnilega svo að myndir
Benedikts búa yfir mun meiri
möguleikum en listamaðurinn leysir
úr læðingi. Það er með málverk
hans eins og sprengistrokkana í
vorið og sumarið var bjart. En
þegar á leið urðu skuggarnir
langir...“
Sýningin er að mestu unnin í
Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í
Fljótsdal í vor. Hún er undanfari
stærri sýningar þar sem vinnu-
heitið er Frumherjinn.
Gallerfið er til húsa í Leirfalls-
gatan 6 og hefur netfangið
iskunst@oneline.no. Sýningin
stendur til 14. október.
breytt viðfangsefni og áhugasvið
Goethes. Fyrst er sjónum beint að
Goethe sem ungum manni með
mikla hæfileika og hinu „fagur-
fræðilega uppeldi" Þjóðverja á hinu
tuttugu ára langa skeiði Weimar-
klassíkurinnar. I miðdepli sýningar-
innar er þó hið einstaklega víða
þekkingarsvið Goethes á efri árum
og umbreyting þess í skáldverk
hans á elliáranum, einkum „Fást
II“.
Sýninguna hönnuðu Sebastian
Donat og Hendrik Biras og stendur
hún til 8. október.
bensínvélinni á bílunum okkar. Þeir
nýta ekki eldsneytið nema að litlum
hluta. Benedikt nýtir heldur ekki
möguleika myndmáls síns nema að
takmörkuðu leyti. Það er vegna
þess að hann er alinn upp við þá
séríslensku þröngsýni að listinni sé
best borgið þegar hún er svo al-
menn að hún getur í senn skírskot-
að til einskis og alls.
En það var einmitt þessi almenna
skírskotun sem á endanum dró uppi
Parísarskólann. Menn vildu mein-
ingar en ekki moðsuðu. I staðinn
fyrir fegurð sem liggur í augum
uppi era listamenn krafnir um leit
að fegurð, því fegurð verður ávallt
að vera sérstæð. List Benedikts
skortir ekki fegurð, heldur skortir
hana þá sérstæðu fegurð sem er
'I'ÓM.IST
Langholtskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
J.S. Bach: Sálmforleikir BWV 605,
683, 639, 601,617, 668 & 654;
Toccata & fúga í d BWV 565; Prelúd-
ía & fúga í D BWV 532. Jón Stefáns-
son, orgel. Fimmtudaginn 23. sept-
ember kl. 20.
„ORGEL-orgían“, sem riðið hefur
yfir Stórreykjavíkursvæðið undan-
farið samfara norrænu organista-
móti og vígslu tveggja nýrra kirkju-
orgela, tók loks að síga á síðasta
hluta með tónleikum Jóns Stefáns-
sonar sl. fimmtudag. Hið glæsilega
nýja Noack barokkorgel Langholts-
kirkju var þar í fyrirrúmi eins og
gefur að skilja og gæti að líkindum
orðið meðal eftirsóttustu hljóðfæra
landsins, þegar orgelverk eftir Bach
og samtímamenn hans eru annars
vegar. Sú dirfska í vali viðfangsefna
sem fram kom á umræddum tónleik-
um, miðað við áratuga fjarvera við-
unandi hljóðfæris, verður vafalítið
rakin til skiljanlegrar gleðivímu, því
viðbrigðin hljóta að hafa verið gífur-
leg með tilkomu eins fremsta Bach-
orgels sem landsmenn geta nú státað
af. Ekki minnkaði hugprýði org-
anistans við skýrleika nýja hljóðfær-
isins né heldur við það að núverandi
ómvist kirkjurýmisins skuli, ólíkt t.d.
yfirhylmandi gímaldsmóðu Hall-
grímskirkju, draga fram hvern ein-
asta tón, réttlátan sem ranglátan.
Raddaval eða registran orgel-
verka er það sérhæfð og persónuleg
grein, að erfítt er fyrir aðra en org-
anista og sérfróða orgelunnendur að
meta hvernig til tekst í smáatriðum.
Að vísu var í þetta sinn gefin upp
raddskipan hvers atriðis á lausblaði í
tónleikaskrá mönnum til fróðleiks-
auka, en það er einsdæmi á orgeltón-
leikum hérlendis og tilefnið að sjálf-
sögðu að sýna ýmsa kosti nýja grips-
ins, þótt fráleitt kæmust allir sam-
hljómsmöguleikar hans fram á ein-
um tónleikum, enda aðskiljanleg
margfeldi af samanlögðum radda-
fjölda sem tekur langan tíma að
kanna til fullnustu. I því sambandi
má telja óskiljanlega gleymsku að
tilfæra ekki raddskipan orgelsins í
að öðru leyti vönduðum bæklingi um
hljóðfærið sem boðinn var til sölu á
tónleikunum. Hitt var þó ljóst, að
margan dýrgrip er að finna í þessari
34 radda „sönglúðrasveit" Lang-
samfara ákveðinni merkingu. Þess
vegna er það svo mikilvægt að per-
sónulegt myndmál hans nái að fjalla
um heiminn eins og hann sjálfur
hefur upplifað hann - heim á hverf-
anda hveli, ef að líkum lætur - en
ekki heiminn á öllum tímum séðan
frá öllum bæjardyram í senn.
Þannig getur hann einungis verið í
augum móður náttúra eða Guðs,
eftir því hvort við tölum um tilver-
una á trúarlegum nótum eða jarð-
neskum.
Finni Benedikt lóðið í list sinni -
og mig granar að hann sjái ljósið
koma langt og mjótt í fjarska - gæt-
um við átt von á stökkbreytingu
næst þegar hann sýnir. Þannig er
listin; löng þótt lífið sé harla stutt.
Halldór Björn Runólfsson
holtskirkju, þar sem margar raddir
bera heiti fomra blásturshljóðfæra
skv. aldalangri hefð eins og „Schal-
mey“, „Gemshorn" og „Cornet“.
Mætti m.a. nefna hina sérlega klið-
mjúku „Chimney Flute“ og angur-
væra „Diapason" meðal fjölda ann-
arra radda, sem ýmist kölluðu á
glæsta viðhöfn eða innhverfa íhygli.
Leiknir vora fimm sálmforleikir
úr Orgelbuchlein auk tveggja úr
Leipzig-kóralabókinni og var síðust
þeirra og viðamest „Schmucke dich,
o liebe Seele“ (Þú sem líf af lífi gef-
ur). Sálmforleikir Bachs eru sem
skapaðir íyrir hugmyndaríka radd-
valslitun flytjandans í samræmi við
ólíka stemmningu hvers sálmtexta,
enda hvort tveggja að röddun
Tómasarkantorsins hefur sjaldnast
varðveitzt, auk þess að frá alda öðli
hafa verið forréttindi organista að
ráða raddvali að eigin smekk. Tókst
víða að laða fram hinn fegursta sam-
hljóm, allt frá Edensunaði í „Ich ruf
zu dir, Herr Jesu Christ" og yfir í
nærri dramatískan hátíðarfagnað í
„Herr Gott, der ein’ge Gottes-Sohn“
með þokkafullum leik, þó að annars
staðar yrði vart við stirðleika eins og
í „Herr Gott, nun sehleuss den
Himmel auf‘ og í „Schmucke dich“,
þar sem „biblíu-rúbatóin“ áttu til að
draga fullmikið úr hægferðugri
danshrynjandi þessa meistaraverks
meðal orgelforleikja.
A undan Leipzig-kórölunum lék
Jón Toccötuna og fúguna frægu í d-
moll og komst ágætlega frá því, þrátt
fyrir töluverðan asavott á stundum.
Lokaverk tónleikanna, Prelúdía og
fúga í D-dúr BWV 532 með hið sér-
kennilega juðandi fugustef, tókst
hins vegar ekki eins vel, þrátt lýrir
glæsilega en bersögla registrun,
enda hið óárennilegasta virtúósa-
stykki, þar sem flest er á fullu frá
upphafi til enda. Tefldi Jón þar víða á
tæpasta vað, augsýnilega óbanginn
við hið hressilega tempó sem hann
valdi sér og má segja að sú hug-
dirfska hafi komið honum í koll með
ófáum voðaskotum þegar mest á
gekk. Má sem fyrr sagði eflaust
skrifa aðgæzlulitla ákefð spila-
mennskunnar á sælureikning nýtil-
kominna aðstöðubreytinga í Lang-
holtskirkju eftir áratuga eyðimerkur-
göngu, sem hlýtur að hafa tekið sinn
toll. En nú er sem sé af sem áður var.
Og ef fengur sem Noack-orgelið
hvetur ekki til ómældra æfíngatarna
á næstunni, fær ekkert gert það.
Ríkarður Ö. Pálsson
Goethe á breiðtjaldi
Ein af myndum Soffíu Sæmundsdóttur sem nú má sjá í Osló.
Soffía sýnir í Ósló
I sæluvímu