Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 64
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3CM0,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJlSMBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
ÍSAL
50 þús. kr.
bónus á
hvern
starfsmann
ALLIR starfsmenn íslenska álfé-
lagsins fá um 50 þúsund króna launa-
uppbót um næstu mánaðamót. Til-
efnið er það að 30 ár eru síðan fram-
leiðsla hófst með fullum afköstum í
álverinu í Straumsvík.
Að sögn Hrannars Péturssonar,
upplýsingafulltrúa álversins í
Straumsvík, var svokaliaður straum-
dagur í gær, laugardag, en þá er af-
mæli þess þegar straumur var kom-
' ‘s*ínn á öll ker í iýrsta áfanga álversins
í Straumsvík. I gær voru 30 ár liðin
frá þeim tímamótum.
Engin sérstök hátíðahöld voru í
tilefni dagsins en í tilefni tímamót-
anna var ákveðið að við næstu út-
borgun verði 25 milljónir króna
greiddar út aukalega til starfsmanna,
sem svarar til um 50 þúsund króna á
mann og um 30 þúsund króna eftir
skatta, eða um það bil 1000 krónur
fyrir hvert starfsár.
Að sögn Hrannars verður upphæð-
inni deilt jafnt til starfsmanna án til-
•riits til starfshlutfalls og starfsaldurs.
Morgunblaðið/Friðþjófiir Helgason
Baugur fær ítök í Vatnsmýri og Þyrping sækir um lóð við Umferðarmiðstöðina
Ekki áhrif á áform Nettó
í Umferðarmiðstöðinni
FASTEIGNAFÉLAGIÐ Þyrping
,*k,hf. hefur sótt um lóð við Umferðar-
miðstöðina þar sem KEA hyggst
opna Nettó-verslun á næsta ári. Þá
hefur Sportleigan, sem á lóð á
svæðinu, sameinast Utilífi, sem
Baugur hf. keypti í vor. Gert var
ráð íyrir að Sportleigan yrði í nýrri
verslunarmiðstöð og kaupfélags-
stjóri KEA segist ekki hafa fengið
upplýsingar um að nýir eigendur
verslunarinnar hefðu önnur áform
en þeir eldri.
Kaupfélag Eyfirðinga keypti í
byrjun árs 60% í Vatnsmýrinni hf.
sem á hús Umferðarmiðstöðvar-
innar, BSÍ, Vatnsmýrarvegi 10.
Hefur verið unnið að endurhönnun
byggingarsvæðisins með það fyrir
augum að fá heimild til byggingar
þjónustu- og verslunarmiðstöðvar
sem meðal annars hýsi Nettó-
verslun og verði miðstöð almenn-
ingssamgangna landsbyggðarinnar
við höfuðborgarsvæðið.
Nú hefur Fasteignafélagið
Þyrping hf. sem er í eigu fjöl-
skyldu Pálma heitins Jónssonar,
stofnanda Hagkaups, sótt um lóð á
svæðinu, samkvæmt upplýsingum
embættis borgarverkfræðingsins í
Reykjavík. Ekki fengust upplýs-
ingar hjá Þyrpingu eða borgar-
verkfræðingi um áform Þyrping-
ar.
Á svæðinu eru þrjár lóðir, lóð
Umfei’ðarmiðstöðvarinnar er
stærst en Sportleigan og bflaleigan
Avis eru með minni lóðir. Ólafur
Bjarnason, starfsmaður borgar-
verkfræðings, sagðist ekki vita um
neina lausa lóð þama er hann var
spurður um möguleika Þyrpingar.
Sagði hann unnið að skipulagningu
svæðisins í samvinnu við þau lyrir-
tæki sem hefðu þar lóðir. Kaupfé-
lagsstjóri KEA sagðist ekki skilja
hvað Þyrping væri að fara með um-
sókn sinni, sagði að KEA gæti með
sama hætti sótt um lóð Kringlunn-
ar.
Vilja byggja stærra
Þegar sagt var frá kaupum KEA
á Umferðarmiðstöðinni kom fram
að eigendur Sportleigunnar hefðu
áhuga á að taka þátt í uppbyggingu
á svæðinu. Sportleigan og Utivist-
arbúðin á Laugavegi hafa nú sam-
einast versluninni Utilífi í Glæsibæ
en fram kom í maí í vor að Baugur
hf., einn af keppinautum Nettó,
hefði keypt Útilíf. Eiríkur Jó-
hannsson, kaupfélagsstjóri KEA,
segir að sameining verslananna
hafi enn ekki haft áhrif á áform
fyrirtækisins.
„Við erum að vinna að skipu-
lagningu okkar lóðar í nánu sam-
starfi við starfsmenn Reykjavíkur-
borgar. Því er ekki að leyna að við
höfum metnað til að reisa stóra og
fallega byggingu, stærri en áform-
að var í upphafi. Ef það á að ganga
eftir væri betra að Sportleigan
væri með,“ segir Eiríkur. Hann
segir að fyrri eigendur Sportleig-
unnar hefðu haft áhuga á að taka
þátt í uppbyggingunni og hann
hefði ekki heyrt að nýir eigendur
vildu draga sig út. „Ég get ekki séð
af hverju þeir ættu að gera það, ef
þeir eru að hugsa um hag Sport-
leigunnar."
Unnið á
Sultartanga
VINNA við Sultartangavirkjun
stendur nú yfir af fullum krafti.
Aætlað er að fyrri vélasamstæða
virkjunarinnar verði tekin í
notkun 15. október næstkomandi
en sú seinni í lok janúar. Um 200
manns eru nú við vinnu á svæð-
inu, þeirra á meðal þessir menn
sem á myndinni vinna að lmu-
lögn. Að sögn Þorsteins Hilmars-
sonar, upplýsingafulltrúa Lands-
virkjunar, ganga framkvæmdir
að óskum. Hinn 4. október næst-
komandi er ráðgert að sprengja
haftið og hleypa vatni á í göng-
um virkjunarinnar.
----M-*--
Bensín-
hækkun
líklega um
mánaðamót
Skrúfa úr „fljúgandi
virki“ á Eyjafjallajökli
SKRÚFA úr flaki Uandarískrar
sprengjuflugvélar af gerðinni
B-17G fannst nýlega í norðan-
verðum Eyjafjallajökli og
^P^erður að teljast með eindæm-
um að öll áhöfnin, 10 manns,
skuli hafa lifað slysið af.
Stór rifa kom á skrokk vél-
arinnar og þar köstuðust fimm
úr áhöfninni út á væng vélar-
innar eða út í snjóinn. Auk
þess kviknaði í öðrum væng
wvélarinnar. Áhöfnin dvaldi í
tvo daga í flakinu en komst
síðan af eigin rammleik niður
jökulinn, yfir Markarfljót og
til bæja.
Það var Árni Alfreðsson sem
gekk fram á skrúfuna sem er
mjög heilleg. Líklegt er að
mótor vélarinnar liggi áfastur
skrúfunni undir ísnum. Sam-
tals er stykkið því um eitt
tonn.
Ráðgert er að flytja gripinn
niður að Stóru-Mörk þar sem
ætlunin er að hafa hluti úr vél-
inni til sýnis í framtíðinni.
Morgunblaðið/Árni Alfreðsson
Skrúfan sem fannst á Eyjafjallajökli.
VERÐ á bensíni mun að líkindum
hækka um næstu mánaðamót. Geir
Magnússon, forstjóri Olíufélagsins
hf., segir að miðað við þróun á
birgðaverði sýnist stefna í hækkun
bensínverðs um mánaðamótin en
ekki sé búið að reikna út hver
hækkunin verður.
„Septembermánuður ætlai- að
verða svipaður og ágúst. Birgðir um
síðustu mánaðamót samanstóðu af
birgðum frá ágúst, júlí og að hluta
júní. Verð í júní og júlí var lægra en
í ágúst og því sýnist mér stefna í
hækkun á birgðaverði. Það hefur
ekki verið reiknað út hvað það þýðir
í hækkun til neytenda,“ segir Geir.
Hann segir að það fari þó fjarri að
um sambærilega hækkun verði að
ræða og um síðustu mánaðamót
þegar lítrinn hækkaði um 5,30 kr.