Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.09.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Orgeltónar trúarinnar Ljóð Einars Benediktssonar vóru herhvöt til framtaks og framfara á sinni tíð. Stefán Friðbjarnarson segir að þau hafí ekki síður verið orgel- tónar trúarinnar. Ég veit að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt, dauðleg, eilíf og ótal-þætt um afgrunns og himins slóðir. (Einar Benediktsson) í HUGVEKJU síðasta sunnu- dags var lítillega fjallað um fyrsta íslenzka ráðherrann, skáldið Hannes Hafstein, sem orkti kjark og framtak í þjóðina á morgni 20. aldar- innar, sem senn kveður. Það gerðu fleiri skáld á þessum tíma. Skáldin vóru vorboðar fátækri þjóð, sem var að brjótast úr hlekkj- um erlends valds - og fjötrum ónógrar þekking- ar. Eitt þeirra var fram- farasinninn, lögfræðingur- inn og skáldið Einar Bene- diktsson. Fáir, ef nokkrir, reru knáar en hann í her- hvöt snilldarljóða, sem lifa með þjóðinni meðan ís- lenzk tunga er töluð. I kvæðinu A þingvöllum 1895 hvetur skáldið þjóð- ina til samstöðu: Vér þurfum að sættast, slá hendi í hönd og hatrinu í bróðemi gleyma. Með frelsis vors óvin á erlendri strönd er óvit að kýtast hér heima. I sameining vorri er sigur til hálfs, í sundrungu glötun vors réttasta máls. Hannes Hafstein og Einar Benediktsson vóru vinir allt frá skólaárum og mátu hvor annan mikils sem skáld. Leiðir þeirra lágu á hinn bóginn ekki saman í stjórnmálum. Það er önnur saga sem ekki verður rakin hér. Báðir höfðu samt sem áður staðfasta trú á framtíð íslenzkrar þjóðar. Báðir orktu þeir kjark og fram- tak í landslýðinn, hvöttu hann til framsýni og menntunar - og til að færa sér nýjungar tækninnar í nyt. „Fljótsins auði henda í haf- ið, héruð breið og fríð,“ kvað Einar á morgni aldarinnar og hvatti til rafvæðingar landsins. Og bætti við: „En í framtíð, framtíð raðast - fólksrík héraðs- lönd. - Vélar stynja, stíflur hlað- ast, - stál slær bergsins rönd.“ Báðir stóðu þeir, þessir frum- kvöðlar framsækni og framfara, vörð um gömul kristin gildi, sem eru rauði þráðurinn í íslenzkri menningararfleifð. Einar yrkir um Guð vors lands, ekkert síður en Matthías Jochumsson: Rétt ei foma Fróni helsi fyrir sigurkrans, Vörð um heill þess, hag og frelsi, heldur Guð vors lands. Guðmundur Finnbogason skrifaði formála um skáldskap Einars Benediktssonar í heildar- útgáfu ljóða hans á sínum tíma. Einar skáld Benediktsson Þar segir m.a.: „í næsta kvæði, Dánarstef, eru orgeltónar trúar- innar jafn-hreinir og í einlæg- ustu sálmum vorum, og síðustu orð síðustu bókar skáldsins eru þessi:“ Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak, fljóta bæði. Trú þú og vak. Marmarans höll er sem moldarhrúga. Musteri Guðs eru hjörtu sem trúa, þó hafi þó ei yfir höfði þak. Einar Benediktsson er í hópi fremstu skálda okkar, fyrr og síðar. Hann var í senn heims- borgari og einlægur föðurlands- vinur. Ljóðin hans stórkostlegu vóru brennandi herhvöt til fá- tækrar, fámennrar þjóðar, eins konar vegvísir til frelsis, fram- fara og betri tíðar. Hann talar og flestum skýrar um nauðsyn þess, ef „ganga á til góðs götuna fram eftir veg“, að hafa heilaga trú í farteski manns og þjóðar. Án vegabréfs vors hjarta er leiðin töpuð. Vor hulda greind var oss til skilnings sköpuð; því skerðir trúlaust vit vom sálarfamað (Ur kvæðinu Jörð.) HATTAR, hufur, ALPAHÚFUR, 2 STÆRÐIR. ko^Hl/ISID Mörkinni 6, s. 588 5518. VELVAKANDI Svarað í síraa 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver á myndina? ÞESSI mynd, ásamt fleiri myndum af sömu filmu, eru í óskilum. Þeir sem telja sig eiga þessar myndir vin- samlega hafi samband við Dagnýju í síma 555 0940. Góðar greinar ÉG vil vekja athygli les- enda Morgunblaðsins á tveimur greinum í blaðinu sem eru frábæræar. Laug- ardaginn 18. september skrifar Margrét Guð- mundsdóttir grein sem hún nefnir „Hvar eru ör- yrkjarnir“ í „Bréf til blaðs- ins“ og svo er viðhorfs- grein Hávars Sigurjóns- sonar sl. miðvikudag „ís- lenska gullæðið“ einnig mjög góð. Bendi ég fólki á að lesa þessar greinar. Lesandi. Ánægð ÉG er svo glöð yfir þvi að forsetinn sé búinn að finna sér konu og óska honum innilega til hamingju og vona að hann finni gæfuna aftur. Mér líst vel á kon- una. Fullorðin kona. LÁRA hafði samband við Velvakanda og vildi hún benda á að Jökulsá á Fjöll- um heitir ekld á Fjöllum heldur Jökulsá á Hólsfjöll- um. Segir hún að það sé sí- fellt verið að breyta þess- um gömlu nöfnum, þau séu að hverfa og þetta sé að gerast víða á landinu. Seg- ir hún að fullorðið fólk sé mjög ósátt við þessar breytingar. Sóðaskapur í Breiðholti SIGRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og segist hún fara í Breið- holtslaug á hverjum degi og hafi gert um nokkurn tíma. Fjölbrautaskóli Breiðholts er þar við hlið- ina og honum íylgir mikill sóðaskapur. I sumar hafi allt verið svo snyrtilegt þarna en eftir að skólinn byrjaði er sóðaskapurinn svo mikill að henni blöskr- ar. Krakkarnir hvolfa úr öskubökkunum á bílaplan- inu og taka ekkert upp eft- ir sig og svo fýkur draslið út um allt. Hún segist vita að þetta sé eftir krakkana vegna þess að í sumar hafi allt verið svo hreint. Seg- ist hún orðlaus yfir þessu og finnist þetta yfirgengi- legt. Tapað/fundið Gylltur Zippó- kveikjari týndist GYLLTUR Zippó-kveikj- ari týndist, sennilega við Valsheimilið. Kveikjarinn er merktur Gísh Karls. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 565 2065 eða 694 5450. Nokia-sími týndist NOKIA gsm-sími í svartri leðurtösku og með svört- um tökkum týndist sl. föstudag annaðhvort við Barbro eða Hábarinn á Akranesi. Finnandi vin- samlegast látið vita hjá lögreglunni á Akranesi eða Landssímanum. Gulldropi týndist GULLDROPI með gulum steini týndist, líklega á leiðinni Hlíðarhverfi með vagni 12 og 111 upp í Efra-Breiðholt fyrir 2 vik- um síðan. Skilvís finnandi hafi samband í síma 588 1220. Svört kvenmanns- peysa týndist HNEPPT kvenmanns- peysa, svört, þunn, týndist á Vegamótum sl. laugar- dagsnótt. Skilvís finnandi hafi samband í síma 697 4023. Sunna. Krómað drengja- hól í óskilum KRÓMAÐ drengjahjól er í' óskilum á Nesvegi 50. Upplýsingar í síma 551 6813. Rauður barna- skór týndist RAUÐUR barnaskór nr. 19 týndist á Seltjarnar- nesi. Skilvis finnandi hafi samband í síma 5611086. Dýrahald Grár páfagaukur í óskilum í Ugluhólum GRÁR páfagaukur með gulan koll og gulleita bletti á höfði er í óskilum í Uglu- hólum 2. Þeir sem kannast við hann hafí samband í síma 557 2343. Grænn páfagaukur týndist frá Skipholti GRÆNN páfagaukur týndist frá Sldpholti 16. september. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 553 5285. Yíkverji skrifar... VINUR Víkverja, sem staddur var í Kópavogi á dögunum, þurfti að bregða sér bæjarleið og ákvað að not- færa sér þjónustu leigubílastöðvar þeirrar sem hann skiptir jafnan við. En eftir að hann hafði hringt og beðið um bíl liðu 15 mínútur þar til bíllinn kom. Sá hafði verið staddur langt í burtu, og því miður var enginn tiltæk- ur bíll frá viðkomandi bifreiðastöð nær, að sögn bílstjórans. Farþeginn velti því fyrir sér, meðan á stuttri ferð hans í leigubílnum stóð, hvort ekki væri mögulegt fyrir leigubílastöðv- arnar að samræma með einhverjum hætti aðgerðir; hvort stöð sem hringt er í, og hefði ekki bíl tiltækan á um- ræddu svæði eða í næsta nágrenni, gæti til dæmis komið skilaboðum áfram til annarrar stöðvar sem gæti svarað kallinu strax. Ef til vill er sam- keppni stöðvanna svo mikil að slíkt samstarf kæmi ekki til greina, en Vík- verji velti því samt fyrir sér hvort túr, eins og vinur hans fór í, borgaði sig fyrir bílstjórann. Þegar keyra þarf drjúgan spöl til að ná í farþega og skutla honum svo smáspotta. Það i sem vini Víkverja datt í hug gæti sem sagt bæði orðið bflastöðvunum ódýr- ara og um leið til að bæta þjónustuna. MIKIÐ hefur verið fjallað um ís- landsmeistaratitil KR-inga í knattspyrnu í sumar, eins og Vík- verji kom inn á síðasta sunnudag og honum finnst ósköp eðlilegt. En Vík- verji hefur stundum furðað sig á því að iðulega er talað um hve vel það sé við hæfi að KR-ingar verði meistarar nú, á afmælisári. Víkverji veit ekki betur en hvert einasta ár sé afmælis- ár. Eða á ekki fólk, og þá félög eins og KR, afmæli á hverju ári? Hið rétta er að KR á aldarafmæli á þessu ári. xxx FÉLAG bjartsýnismanna hefur verið stofnað á Vestfjörðum, skv. plaggi sem Víkverja barst í hendur fyrir skömmu. Kjörorð félagsins er: Hér er ég, hér vil ég vera eins og segir í Jákvæða fréttablaðinu, mál- gagni félagsins. Tilgangur félagsins er að berjast gegn hvers konar svartsýni, nei- kvæði og bölsýnisrugli, einnig gegn neikvæðum veðurfréttum, eins og segir í samþykktum þess. Síðan segir: „Tilgangi sínum hyggst félagið ná með jákvæðu hugarfari, léttlyndi, glaðværð, brosa mikið og hlæja, taka svartsýnismenn tali, benda þeim á björtu hliðar lísins, hug- hreysta þá og sýna gott fordæmi." Félagsgjöld eru engin og stjórn er sögð óþörf í félaginu. „Félagsmenn geta allir orðið, sem eru talandi, kunna að brosa og eru jákvæðir í hugsun sinni.“ Síðan er tekið fram að ekki þurfi að sækja um inngöngu í félagið, því menn verði sjálfkrafa meðlimir ef þeir lesi samþykkt stofnfundar, sem hér hefur verið vitnað í, og geti bros- að að henni. xxx IJAKVÆÐA fréttablaðinu, sem nefht var hér að framan, segir, undir fyrirsögninni Tandurhreinir Vestfírðir, perlan í norðri: „Mikið megum við Vestfirðingar vera ánægðir með að engir mengandi stóriðujudraumar skuli snerta okkar landsfjórðung. Vestfirðir eru þannig í sveit settir, að sennilega kemur aldrei til umræðu að setja þar upp þess kon- ar verksmiðjur. Ég vorkenni Aust- firðingum að eiga yfir höfði sér hætt- una á því að fá álver og önnur meng- unarver, sem aðrar þjóðir eru að losa sig við, inn í sinn fjórðung. Á sama tíma skal sökkva öðrum verum undir vatn, eins og Þjórsárvermn og Eyja- bökkum. Við Vestfirðingar eigum samt okkar stóriðju sem er fiskurinn í sjónum og ferðamaðurinn. Við mun- um fyiT en síðar endurheimta réttinn til að veiða fisk en stærsti vaxtar- broddurinn er í ferðamannaiðnaðin- um. Hreint loft og hreint vatn er að verða munaðarvara. Að mega drekka ómengað vatn úr krana eða úr fossandi fjallalæk er munaður sem meirihluti mannkyns fer á mis við. Vestfirðingar eiga nóg af hreinu vatni og tæru lofti. Það er sú auðlind sem við skulum gæta vel og ekki fórna fyrir ímyndaðan stundargróða." Svo mörg voru þau orð, í fyrsta tölublaði Jákvæða fréttablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.